Þjóðviljinn - 31.03.1973, Side 1

Þjóðviljinn - 31.03.1973, Side 1
Tilboð opnuð í Sigölduvirkjun: 600 milj. munur á hæsta og lægsta tilboði! í gær voru opnuð tilboð í vélar, rafbúnað, stíflu- lokur og þrýstivatns- pípur Sigölduvirkjunar. Franska fyrirtækið CGEE Alsthom bauð 1998miljónir 535 þúsund og 700 krónur i gerð þriggja túrbinanna, en i til- boðunum var einnig greint hvert verð bjóðendur vildu fá fyrir gerð einnar túrbinu og tveggja. ASEA, fyrir hönd tveggja annarra sænskra fyrirtækja og eins austurrisks, bauð 1345 miljónir 590 þúsund 630 krónur i gerð túrbinanna þriggja. FIRMAÐ Sibetra frá Belgiu bauð 1418 miljónir með 1,5% afslætti á erlendum kostnaði, sem er sirka 60% af heildar- kostnaðinum, ef skrifað yrði undir samninga fyrir 1. júli i sumar. Þriðja lægsta tilboðið kom frá v-þýzku fyrirtæki sem bauð i verkið með rússnesku fyrirtæki. Reyndar bauð þetta sama v-þýzka fyrirtæki einnig i verkið með austurrisku svo og svissnesku fyrirtæki. Landsvirkjun mun nú yfir- fara tilboðin, og mun það taka um það bil tvo mánuði. Þess má geta i leiðinni að inni i verðtilboðunum er uppsetning þeirra tækja sem um ræðir. — úþ t opnu blaðsins skrifar Hafsteinn Óiafsson, bygg- ingarmeistari, grein um verksmiðjuframleiðslu á timburhúsum, sém sérstak- lega verði miðuð við islenzk- ar aðstæður. Ilafsteinn telur verðhúsanna geta oröið mun lægra en nú þekkist almennt. A bls. 4 og 5 er fróðlegt spjall við Þorleif Einarsson, jaröfræðing, um hegðan hraunsins i Eyjum, varnar- garða, kælingu og gasmeng- unina. Hreinsitætd Jóns Þóröarsonar yfir einu af útblástursopum á þaki ál- bræðslumíar. Til vinstri Baldur Johnsen læknir með sýni af vatni sem gruggazt hefur af menguðu útblásturslofti í „skilvindunni”. . y £ ' ' r' Hraunið inn í Fiskiðjuna Hraunkanturinn hefur nú þrýst sér inn í sali Fiskiöj- unnará suöurhliöinni. i gær braut hraunið niður salthús isfélagsins. Reynt er aö stöðva framrás hraunsins meö kæiingu. Litiö gos var i gær. Herjólfur kom til Vestmannaeyja i gær- morgun með 500 kilówatta raf- stöð, sem sett verður upp i Vinnslustöðinni. Fiskimjölsverk- smiðjan mun þá innan tiðar getað tekið sina stöð i notkun aftur, en þar á eftir að bræða á fjóröa þús- und lestir af loðnu. Unniö er að lagningu vegar inn á hraunið á tveimur stöðum, við enda Vestmannabrautar og Sól- hliðar. Suðri var um kvöldmatarleytið ókominn til Eyja með afganginn af bandariska dæluútbúnaðinum, sem nota á til kælingar á hraun- inu. Fisksala fyrir 670 miljónir Þann 28. marz var undir- ritaður i Reykjavik samn- ingur milli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og SIS annars vegar og Prodingtorg hins vegar um sölu á 11.500 tonnum af frystum flökum og fiski til Sovétrikjanna. tieildarupphæð sölunnar nemur 670 miljónum islenzk- um krónum. Þann 5. febrúar voru send 1500 tonn af heildar- magninu frá Vestmannaeyj- um til Sovétrikjanna. APN. Yinstri sigur í Háskólanum t gær fór fram kosning fulltrúa I Háskólaráð. Þetta eru ein- staklingsbundnarkosningar.en þó eftir hreinum flokkspólitískum liiium milli vinstri og hægri manna. Vinstri menn náðu báðum aðal- fulltrúunum og varamönnum þeirra, cn bægri menn féllu. A kjörskrá voru um 2200 stúdentar og greiddu atkvæði 1337, eða «0,1%. Kosningu hlutu: Baldur Kristjánsson (aðalmað- ur) 722 atkvæði, en Davíö Odds- son blaut 580 atkvæði. Erlingur Sigurðsson (varamað- ur) «74 atkvæði, en llannes J. Sig- urösson 593 atkvæði. Garðar Mýrdal (aðalmaður) 727 atkvæði, en Sigfús Jónsson 533 atkvæði. Sigrlður Stefánsdóttir (vara- maður) «50 atkvæði, en Asdis Þórðardóttir «09 atkvæði. Fyrsta eining tilraunahreinsitækja komin í gang ALUSUISSE féllst á sam- komulag um hreinsun Hreinsitækið er íslenzk uppfinning og verður sett viðar til rykbindingar Á blaöamannafundi í Straumsvík í gær sem efnt var til vegna uppsetningar á fyrstu einingu tilrauna- hreinsitækis Jóns Þórðar- sonar, kynnti Magnús Kjartansson það sam- komulag um uppsetningu hreinsitækja á alla bræðsl- una sem gert hefur verið milli íSALs og heilbrigðis- ráðuneytisins með vitund og viija forráðamanna eig- enda bræðslunnar, ALUSUISSE. Kvaðst hann fagna því að forystumenn ALUSUISSE hefðu ákveðið að leggja lögfræðileg ágreiningsefni til hliðar og ganga að samkomulagi sem fæli i sér skyldur í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðuneytis um ráðstafanir gegn eiturefn- um og hættulegum efnum. Bæði Emanuel Meyer, stjórnarformaður ALUSU- ISSE, og Halldór H. Jóns- son, st jórnarf ormaður ISALs, tóku í sama streng og lýstu yfir ánægju sinni með samkomulagið. Það var kuldi og strekkingur uppi á þaki kerskála I i gær, þar sem hreinsitæki Jóns Þórðarson- ar uppfinningamanns hefur verið komið fyrir á einu útblástursop- inu. Iðnaðarráðherra, forráða- menn ALUSUISSE og ISALs, svo og fréttamenn gengu upp hina mörgu stiga sem liggja út á þakið og leiddu þennan útbúnað augum. Byggist hann á þvi að hjóæteina- grind snýst i hring innan i strokk útblástursins sem jafnframt er úðaður vatni, og tekst með þeim hætti að binda rykið að allt að 95—97%. Þykir það mjög góður árangur að þvi leyti. Hins vegar hefur ekki gengið nógu vel að hreinsa hið hættulega efni. flúor. en vonir standa til að það megi bæta frá þvi sem verið hefur. Emanuel Meyer frá ALUSU- ISSE lýsti þvi yfir, aö rannsókn- arstofa hringsins i Sviss mundi starfa með hinum islenzku sér- fræðingum að koma hreinsitækj- unum upp og gera þau þannig úr garði að þau fullnægðu kröfum is- lenzka heilbrigðisráðuneytisins. Baldur Johnsen, forstöðumaður Heilbrigöiseftirlits rikisins, tók fram, að hann teldi það mjög mikils virði að fá islenzkan upp- finningamann til að setja upp þau hreinsitæki sem hentuðu islenzk- um aðstæðum. Hefði hann séð það i Húsnesbræðslunni i Harðang- ursfirði i Noregi (sem ALUSU- ISSE á að miklu leyti), að vafa- samt getur reynzt að nota erlend tæki sem ekki eru hönnuð sér- staklega fyrir aðstæðurnar. Hreinsun ryks og flúors allt að 90 hundraðshlutum þætti góður árangur, en tæki Jóns Þórðarson- ar byndu mun meira en þetta af Framhald á bls. 15. Sjá einnig myndir og frásögn á 3. siðu Rányrkja Bretanna Allt að 66% ókynþroska fiskur Fyrstu sex mánuðina frá þvi að landhelgin var færð út veiddu Bretar hér við land 65.496 tonn, eða á timabilinu 1.9 1972 — 28.8. 1973. Þetta jafnar sig upp með tæp 11 þúsund tonn á mánuði eða — yfir árið — um 130 þúsund tonn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.