Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. apriT 1973. MINNING Björn Pálsson flugmaður I dag verður til moldar borinn Björn Pálsson flugmaður. Þar til fyrir fáeinum árum voru næstum fifldjarfar flugferðir Björns til flutninga á sjúklingum við verstu hugsanleg skilyrði daglegt brauð. Þá voru vinir Björn Pálssonar undir þaö búnir að spyrja lát hans i slysi eins og þvi sem varð honum og fjörum mönnum öðrum að ald- urtila mánudaginn 26. marz. En þar sem Björn var mjög farinn að draga úr þessum svaðilförum nú siðustu árin, enda kominn á sjö- tugsaldur, þá er missir hans fjöl- skyldu og vinum óvænt áfall. Björn Pálsson var einhver mesti farsældar- og hamingju- maöur sem ég hef kynnzt. Ég hef þá trú aö fáir menn hverfi úr þessum heimi jafnauðugir af þeim verðmætum sem ein eru þess virði að safna. Hann ávann viröingu allra sinna samstarfs- manna og samferðarmanna fyrir hæfni og snilli i starfi sinu ásamt þeirri makalausu blöndu gætni og dirfsku, sem bezt nýtist til stórra afreka. En Björn Pálsson var ekki aðeins flughetjan, sem geysilegur fjöldi tslendinga, Grænlendinga og Dana eiga lif að launa. Hann var gersemi af manni, sem ekki stirnir siður af i dagle^u lifi en starfi. Hjónaband hans og Sveinu Sveinsdóttur, sem lifir mann sinn, hygg ég að mörg- um hljóti að verða minnisstætt dæmi um fagurt samlif karls og konu i fullkominni samstööu og lifsgleði. Að rausnarheimili þeirra hjóna hændist fólk á öllum aldri. Þau Björn og Sveina eru dæmalaust vinmörg, en auk þess fór svo að flestir kunningjar þeirra hafa bundið við þau hjón ævilanga vináttu. Af öllum þeim samskiptum sem ég átti við Björn Pálsson á siðastliðnum 17 árum þar sem hann birtist mér sem faðir vinar mins, vinnuveitandi tvö sumur, ferðafélagi hér á Is- landi og i öðrum löndum og sem traustur vinur — verður til mynd sem ég mun alltaf varöveita i huga minum, mynd af afreks- manni sem aldrei treysti dóm- greind neins nema sjálfs sin i starfi, en var litillátur og dreng- lundaður i samneyti við annað fólk. Ég votta Sveinu Sveinsdóttur og börnunum fjórum dýpstu sam- úð mina. örnólfur Arnason. Póstur og sími undir þak Fáskrúösfirði 29/3 — Póst- og simahús, sem hér er verið að byggja er nú komið undir þak og tilbúið undir tréverk. Innrétt- ingar koma frá trésmiðaverk- stæðinu Brúnási á Egilsstööum og eru þeir komnir og byrjaðir að setja þær upp. Allt annað er unnið af mönnum hér. í skipasmiðastööinni er verið að smiða tvo nýja 15 tonna báta, annan fyrir Friðrik Stefánsson hér á staðnum, hinn fer á Eski- fjörð. Þá er unnið við viðgerðir á bát frá Djúpavogi. — K.G. Andleg hressing Siglufirði 30/3 — Eftir nokkuð langt árabil er nú farið að byggja héribúðarhúsaðnýju. Var byrjaö á byggingu 3ja einbýlishúsa i fyrra á vegum framkvæmda- nefndar verkamannabústaða og verður þeim lokið á þessu ári, en næsti áfangi,sem vonazt er til að byrjað verði á í vor, er bygging raðhúss. Hafa þessar framkvæmdir haft mjög jákvæð áhrif, bæði peninga- lega fyrir iðnaðarmenn, en ekki siður andlega fyrir bæjarbúa. Þá er uþb. að hefjast hér verksmiðjuframleiðsla á timbur- húsum á vegum Húseiningar hf. og er gert ráð fyrir, að þessi timburhús verði alltað 30% ódýrari en samsvarandi hús úr steinsteypu. Af annarri atvinnu hér, sem ekki snertir fisk og útveg, er helzt að segja frá Saumastofunni Salinu þar sem 20 konur eru í vinnu við að sauma kápur úr islenzkri ull á Bandarikjamarkað. —G.R.S. Yon á skuttogara frá Japan SauOarkróki 30/3 — Otgerðarhorfur eru fremur slæmar sem stendur, vélarbilun i togskipinu og kemst ekki i lag fyrr en i næsta mánuði. Litið • hefur komið á land af fiski, tveir bátar að gutla með þorskanet, en afli veriö sáratregur. En nú fara menn Hka að hugsa til hreyfings með grásleppuna, en á þær veiðar fara margir smábátar og dekkbátar. Von er á öðrum skuttogara hingað frá Japan I byrjun mai — Hr.S. Atvinnulítið, en skuttogarakaup í bígerð Dalvik 30/3 Hér hefur verið heldur atvinnulftið siðan i nóvem- berbyrjun og alltaf dálítið á atvinnuleysisskrá siðan. Þetta er árstiðabundið atvinnuleysi, erfiö sjósókn,en fleira kemur nú til, þvi það stóð til að selja annan togarann af tveimur hér, en svo gekk kaupandinn úr skaftinu og togarinn fór á veiðar um daginn og hefur þetta lagazt siðan. Þessi tvö togskip eru 250 tonna tappatogarar, fengnir frá Póllandi á vinstristjórnarárunum fyrri og hafa verið hér siðan, en við þurfum stærri skip, sem geta sótt lengra, og fáum 500 tonna skuttogara i plássið um næstu jól og annan 800 tonna frá Póllandi siðar. Það er einstaklingur hér, sem kaupir þann stærri, hinn kaupir útgerðarfélagið, sem er hlutafélag hreppsins og kaup- félagsins og var stofnað 1958, þegar sildin brást okkur. Nokkrir gera héðan út 10 — 20 tonna báta og salta sjálfir og hafa þeir aflað sæmilega eftir þvi sem netavertið getur verið hér. Einn bátur héðan hefur verið á loðnu og aflinn verið frystur, ýmist til beitu eða útflutnings, á Akureyri, hér er ekki aðstaða til þess. —St. B Þegar loks kom laug, urðu þær tvær Garði Mývatnssveit, 30/3—Hér er athafnasamt i vetury mörg hús i byggingu og unnið við þau af krafti, bæði i þorpinu við Kisiliðjuna og hjá bændum, Er td. verið að byggja þrjú hús á Skútu- stööum, 2 til ibúðar og eitt verzlunar- og þjónustuhús fyrir gesti Að Skútustöðum, þar sem eru félagsheimili, kirkja og skóli, stendur nú til að byggja sundlaug við barnaskólann, og þegar við loks fáum laug he'r i sveitina má ekki minna vera en þær verði tvær, þvi önnur verður byggð við Reykjahlið. Þetta verða plast- laugar, sú við barnaskólann 12 metra löng og rafhituö, hin verð- ur með heitu hveravatni. Bygging þessara plastlauga mun vera furðu ódýr, miðað við þá tima, sem við lifum við, kringum plastið koma stálþil og svo er sandur undir. Það er Ungmenna- félag Mývatnssveitar, sem Þessi mynd er tekin fyrir skömmu I Trésmiðju Austurlands á Fáskrúösfirði, en þar hafa um árabil veriö smlðaðir smærri bátar, trillur og þilfarsbátar. Auk þess hefur fyrirtækið séð um smíði húsa og innrétt- inga. kaupir og kemur upp lauginni viö skólann, en annað félag, iþrótta- félag sem byggir þessa við Reykjahlið. — Starri Þögli meirililutirm Sigiufirði 30/3 — Meirihluti bæjarstjórnar (Framsókn,kratar og ihald) er nýbúinn að hækka rafmagnsverðið um 13% og brá svo 'til, þegar þetta var gert i bæjarstjórninni, að þessi „þögli meirihluti” ræddi málið ekki. Minnihlutinn lagði hins vegar til, að hækkunin yrði 5% Samkvæmistimabilið er nú að enda hér og flestar árshátiðir búnar svo og nýliðið 100 ára af- mæli elzta sparisjóðs landsins, Sparisjóðs Siglurfjarðar, en uppá siðkastið hafa dunið yfir heim- sóknir allrahanda stjórnmála- manna að sunnan. Annars beinist félagslegur áhugi nú helzt að undirbúningi skiðalandsmótsins, sem haldið verður á Siglufirði um páskana og er unnið af miklum áhuga. — G.R.S Tvískipting í félagslífi og athöfmim Tveir nýir togarar Siglufirði 30/3 —Hingað er von á nýjum skuttogara i vor eða sumar og er verið að smiða hann i skipasmiðastöðinni Stálvik. Er það fyrsti togarinn, sem smið- aður er innanlands, og verður kringum 450 tonn. Þá fáum við annan frá Spáni næsta vetur, svipaðan að stærð. Þessir tveir togarar eru keyptir á vegum hlutafélagsins Þormóðs ramma, en hluthafar þar eru rikissjóður með 70% og aðrir aðilar, þám. bæjarsjóður með 30% Auk togarakaupanna ætlar Þormóður rammi hf. aö hefja byggingu á nýju frystihúsi hér i vor, sem reiknað er með að kosti um 180 miljónir. A allt þetta að rétta viö atvinnulifið hér — G.R.S Garöi Mývatnssvcit, 30/3’—Við höfum haft fremur góða veðráttu i vetur, snjóþungt fyrri partinn, en alveg snjólaust núna nema til fjalla og hlíða. Hjónaball var haldið i Skjól- brekku um daginn, en nokkrar slikar árvissar samkomur eru hér á hverjum vetri, fyrst slægju- fundurinn um veturnætur, siðan jólaskemmtun, þorrablót, hjóna- ball og loks skemmtun, sem skólabörnin halda um sumar- komuna og sjá alveg um sjálf, venjulega mjög myndarleg samkoma. Þótt fjölgað hafi i hreppnum með tilkomu Kisiliðjunnar hefur það ekki eflt félagslifið, fólk i kisilþorpinu hefur félagsíif útaf fyrir sig, enda erfitt fyrir það vegna vaktavinnunnar að vera samtiða öðrum. Getum við ekki séð að vaktavinnan sé framför i vinnubrögðum, heldur fremur ömurlegt hlutskipti. Annars er þessi skipting i tvennt að ýmsu leyti hættuleg þróun, bæði félagslega i athöfn- um, annars vegar er þorpið og nágrenni þess, hins vegar sveita- býlin, En við þessu má alltaf búast, þar sem skyndilega myndast þéttbýli f sveitabyggð og vafasamur búhnykkur fyrir hreppinn, þar sem sifellt rekast á tviskipt sjónarmið og hagsmunir. Starri. 13 — 14 þús. tonn af loðnu Fáskrúðsfirði 29/3 — Hingað hafa borizt milli 13 og 14 þúsund tonn af loðnu og eru óbrædd um 3000 tonn. Meirihluti loðnunnar hefur farið i bræðslu, þó voru fryst um 700 tonn fyrir Japans- markað. 'Atvinna er hér mjög góð i vetur, bæði i frystihúsunum tveim og i bræðslunni, svo og kringum útgerðina. Þrir netabátar eru gerðir út héðan og lönduðu allir i dag. Haf- fellið 48 tonnum, Anna 15 og Þorri milli 25 og 30. Annars hefur verið fremur tregt í netin að undan- förnu. Einn bátur héðan er á loðnu, Hilmir, og hefur fengið tæp 8000 tonn. Hér hefur mönnum ekki fundizt nógu vel á málum haldið við land- helgisgæzluna meðan Bretar voru hér alveg innvið landssteina og ekki nægilega stuggað við þeim, þétta virðist samt eitthvað vera að lagast. — K.G. Kaupir Keykjanesið? Neskaupstað, — Að þvi er blaðið Austurland segir frá hefur skipasmiðastöðin þar, Dráttar- brautin h.f., i hyggju að kaupa vs. Reykjanes, sem fyrr i vetur strandaði við Hvalbak. Segir blaðið, að aðeins standi á Fiskveiðasjóði um lán, en ástæðulaust sé að ætla, að fyrir- staða verði á þvi. Dráttarbrautin hyggst láta gera við skipið ef af kaupunum verður og selja það siðan. Skipuð samstarfsnefnd Neskaupstað 30/3 — Nýlega hefur verið skipuð samstarfs- nefnd bæjarstjórnar Neskaup- staðar og hreppsnefndar Norð- fjarðarhrepps til að fjalla um sameiginleg málefni sveitarfé- laganna og sérmál þeirra eftir þvi sem efni standa til. Nefndin er skipuöþrem mönnum frá hvorum aðila, af hálfu Neskaupstaðar þeim Ragnari Sigurðssyni, Reyni Zoega og Sigurjóni Ingvarssyni og af hálfu Norðfjarðarhrepps Aðalsteini Jónssyni, Jóni Bjarna- syni og Stefáni Þorleifssyni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.