Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 3. aprfl 1!>7:!. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Hér sjdst frá vinstri: Magnús Oddsson, Guörún Björnsdóttir, Jón Ragnarsson, Daniel Guömundsson. Magnús Kristinsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Erlingur Viggósson. Fulltrúar rafvirkjanema á ráöstefnunni. Fulltrúar húsasmiöanema, Bjarni Jónsson og Gissur Kristinsson. ltúnar Bachman formaöur INSI. Ráðstefna INSÍ haldin um helgina Um siðustu helgi var haldin hér i Reykjavik ráðstefna á vegum Iðnnemasambands Is- lands. Fjaliaði hún um iðn- fræðslu, kjaramál iðnnema og félagsmál. 1 málaflokknum um félagsmál iðnnema var aðallega rætt um breytingar á fyrirkomulagi INSI sem standa til og frumdrög að leið- beiningabæklingi fyrir iðn- nema sem lögð voru fyrir ráð- stefnuna. Ráðstefnuna sátu fulltrúar allra iðnnema félaga i Reykjavik, Akranesi, Snæ- fellsnesi, tsafirði, Akureyri, Selfossi, Hveragerði, Suður- nesjum og formaður félagsins i Vestmannaeyjum en starf- semi þess hefur að mestu leyti legið niðri eftir að eldgosið hófst og félagið verið óstarf- hæft. Samtals voru þetta um 70manns og uröu umræður lif- legar, einkum um kjaramálin og félagsmál. Við birtum hér nokkrar myndir frá ráðstefnunni en henni verða gerð nánari skil hér i blaðinu siðar. — ÞH Vegna leiguíbúða Sveitarfélög fái lán fyrir 80% kostnaðar Nú er gert ráð fyrir þvi að hámarkslán frá Húsnæðis- málastjórn hækki í 800 þús- und kr. Þetta kemur fram í stjórnarfrumvarpi um Hús- næðismálastofnun rikisins sem lagt var fram á Al- þingi í gær. önnur meginbreyting þessa frumvarps er sú að breyta megi upphæð hámarksláns árlega i stað þess að breyta hámarkinu ái tveggja ára fresti eins og nú er. Þá er lagt til að veita megi lán til byggingar leiguibúða á vegum sveitarfélaga, sem nemi allt að 80% byggingarkostnaðar. Lán þessi verði til 33ja ára, afborg- analaus fyrstu 3 árin en endur- greiðast siðan á 30 árum. I greinargerð með frumvarpinu kemur fram áð gert er ráð tyrir að fjöldi lána til leiguibúðanna verði 200 á ári að meðaltali eða 1000 ibúðir á fimm árum. Ný gerð af kúlu~ ritvél frá IBM Með inn- byggðum leiðréttinga- útbúnaði I dag hefst sala á nýrri gerö IBM kúluritvéla, sem ber teg- undarheitiö IBM 82C. Þessi vél hefur innbyggöan leiöréttingaút- búnaö sem gerir starf vélritunar- stúlkunnar léttara og sparar auk þess tima. Þegar fjarlægöur er rangur stafur, er leiörettingaút- búnaöurinn stilltur inn, og rangi stafurinn fjarlægöur meö þvi aö slá inn santa staf; villan hverfur þá sporlaust. Þessi nýjung var kynnt fyrir fréttamönnum i gær af hálfu for- stöðumanna Skrifstofuvéla hf. Þeir höfðu einnig þær fréttir að færa, að nú hefðu verið gerðar tvær nýjar islenzkar leturgerðir, greyptar á IBM kúluna, en hingað til hefur aðeins verið til ein letur- tegund. A nýju vélinni er hægt að skrifa ýmist 10 eða 12 stafi per tommu, þ.e. mismunandi þétt. Nú eru til leturgerðirnar Advocate, Courier og Scribe með islenzku stafrófi. Þeir sem stunda mikið eriendar bréfaskriftir kaupa gjarnan kúlur með t.d. ensku, frönsku eða spönsku letri. Kúlurnar með nýju llún heitir Elinborg Gestsdóttir ogstarfar hjá Skrifstofuvélum hf. Ilún mun kynna þær nýjungar sem fjallaö er um i mcöfylgjandi grein. islenzku letrunum kosta 2.800 krónur, en stofnkostnaður við gerð kúlnanna er geysihár. Þá eru til kúlur meö ýmiskonar stærðfræðitáknum. Þessi nýja vél, sem kostar 88.500 krónur, verður til sýnis i hliðarsal á Hótel Sögu, 2. hæð, á skrifstofuvélasýningu fyrirtækis- ins er hefst i dag og lýkur á fimmtudag. Opið veröur þessa þrjá daga fyrir almenning frá kl. 5 til 7 daglega. Sigurður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Skrifstofuvéla, tók sérstaklega fram, að engin tengsl væru á milli Skrifstofuvéla hf. og IBM á tslandi, sem væri banda- riskt fyrirtæki og sérhæfði sig á sviði tölvuþjónustu. Hann kvaðst hafa séð i flestum blöðum að IBM á íslandi væri að byggja við Laugaveginn neðanverðan, en þetta væri rangt. Það eru Skrif- stofuvélar hf. sem eru að byggja þetta hús. Eins og mörgum er kunnugt hefur IBM haft einkaleyfi á ,,kúl- unni” frá þvi 1961, þegar kúlurit- vél kom fyrst á markaðinn. Nú er þetta einkaleyfi úr sögunni og má þvi búast við að fleiri ritvéla fyrirtæki komi inn á þennan markað. sj. Sænskur vísnasöngvari í Norræna húsinu Annað kvöld mun sænski visna- söngvarinn Finn Zetterholm koma fram i Norræna húsinu á vegum hússins og Islenzk- sænska félagsins. Finn Zetterholm er kunnur i sinu heimalandi sem ágætur listamaðurer gerir óspart grin að velferðarþjóðfélaginu. Hann semur gjarnan sin lög sjálf- ur og texta við þau. Skemmtunin hefst kl. 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.