Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Minning Knútur r Oskars- son flugmaður Knútur Óskarsson er látinn löngu fyrir aldur fram. Þannig geta örlögin staðið að verki, þeg- ar þeim býður svo við að horfa. Knútur var fæddur hér á Höfn fyrir rúmum 33 árum og ólst hér upp. Hann var einn af 6 börnum Óskars Guðnasonar frysti- hússtjóra og konu hans Kristinar Björnsdóttur, en hún lézt á siðast- liðnum vetri. Knútur var kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Lónssveit, og eignuðust þau 3 börn sem öll eru ung. Eftir að hafa stundað nám i gagnfræðaskóla og siðan um skeið við Menntaskólann á Akur- eyri, hófust margvisleg störf eins og gengur og þá helzt sjómennsk- an. Og það var einmitt þegar Knútur var til sjós, kvæntur og búinn að stofnsetja heimili, að bátur sá er hann var ráðinn við var settur til viðgerðar i Reykja- vik. Ég held ég fari rétt með, að viðgerðin hafi tekið vikutima, en á meðan hóf Knútur flugnám, og kom heim með einliðaflugpróf. Leiðin lá til Reykjavikur, fjöl- skyldan flutti þangað og þar leið timinn við nám og starf, og fyrir rúmum tveimur árum réðist hann til Flugþjónustunnar, fyrirtækis Björns Pálssonar, og starfaöi þar » 11 við góðan orðstir þar til örlögin tóku i taumana hinn 26. marz s.l. Ég á margar ljúfar minningar frá kynnum okkar, og væri þar af mörgu að taka. En það sem mér kemur einkum i hug er undraverð þekking á landinu og lögun þess, fjöllum og vötnum, svo og mörg- um öðrum fyrirbærum i náttúr- unnar riki. Eitt sinn er hann kom úr skóla þá unglingur heimsótti hann okkur með einhverjar bæk- ur þ.á m. Jarðfræði Guðmundar Bárðarsonar, sem hann bauð að lána mér. Ég fann að þar bjó að baki sérstakur áhugi á sköpunar- verkinu, ef þannig mætti að orði komast. Og þess minnist ég, þeg- ar honum tókst bezt upp, þá kunni hann vel þá list að tengja saman fyrirbærin úr daglega lifinu við hin dýpri rök tilverunnar. Það átti hann að þakka góðri greind og litrikum hugmyndum. Þetta er örlitið ágrip og ófull- komið af minnisst. þáttum úr lifi þessa vinar inins, en margt verður að vera ósagt. Þannigvar hann sjálfur, maður sem aldrei sló um sig með yfirborðsþekkingu heldur óx við nánari kynni á hljóðlátum stundum. Að honum er þvi mikil eftirsjá. Að lokum vil ég færa fram einlægar þakkir og aðstandend- unum hugheilar samúðarkveðjur. Þorsteinn Þorsteinsson. IA Framhaid af bls. 11. il forföll í ÍA-Iiðinu náði það sér vel á strik og hinir ungu leikmenn þess lofa allir góðu. Breiðablikslið- ið virðist enn ekki komið í jafngóða æfingu og ÍA- liðið og var nokkuð heppið að ná að skora síðara mark sitt. Orsök þess var sú að dómar- inn flautaði leikinn af 5-7 minút- um of snemma. Honum var bent á þetta og lét hann þá leikinn byrja að nýju. Staðan var þá 3:1 IA i vil. En þá var eins og menn hættu allri baráttu við þessi mistök með klukkuna og Skaga- menn hreyfðu sig ekki i vörninni meðan Hinrik Þórhallsson var að leggja fyrir sig boltann og skora á siðustu minútu leiksins. Það var Matthias Hallgrims- son, sem hefur sennilega aldrei verið betri en nú, sem skoraði fyrsta markið strax á 3. minútu, eftir gróf varnarmistök Breiða- bliks-varnarinnar. Siðan gerðist ekkert markvert fyrr en á 43. minútu að Ólafur Friðriksson jafnaði fyrir UBK með skoti frá markteig. Og staðan i leikhléi þvi 1:1. A 15. minútu fyrri hálfleiks meiddist Teitur Þórðarson svo alvarlega að flytja varð hann á slysavarðstofuna, en hann mun hafa fengið heilahristing. Svo strax á 5. minútu siðari hálfleiks komst Matthias inn fyrir UBK-vörnina og skoraði 2. mark IA. Og á 30. minútu bætti Hörður Jóhannsson 3ja markinu við eftir misheppnað úthlaup Clafs Hákonarsonar i UBK- markinu. Siðasta markið skoraði svo Hinrik Þórhallsson eftir að framkvæmd hafði verið horn- spyrna á siðustu minútunni og lA-vörnin virtist alveg áhuga- laus og lét Hinrik óáreitt- an meðan hann lagði fyrir sig boltann og skoraði 3:2. Þetta urðu úrslit leiksins, sem gefur vart rétta mynd af gangi hans og marktækifærum. Lið 1A virðist nú vera komið i sæmi- lega æfingu, ætlar sér greini- lega ekki að vera komið i hana of snemma en slikt hefur oft orðið liðum banabiti á miöju sumri, þegar mfnn taka að dala aftur. — Matthias Hallgrimsson var i sérflokki á vellinum og hefur hann vart verið betri áður. Eini leikmaðurinn hér á landi sem er i svipuðum gæða- flokki er Ásgeir Sigurvinsson úr IBV. Þegar Breiðabliks-liðið hef- ur náð sér upp og er komið i góða æfingu verður það eflaust sama baráttuglaða liðið og það er þekkt fyrir. Hin mikla baráttugleði hefur hreinlega orðið til þess að það hefur haldið sér i 1. deild sl. 2 ár. Fiskimál Framhald af 5. siðu. úr sjó. Um borð i þeim eru is\ sem framleiða um 7 tonn af is á þessum skipum stöðugleika- verða mikið rólegri i slæmu sjó- borð. Mannaibúðir i Júliusi Geir- Þökkum innilega öllum þeim, scm auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HALLDÓRS JÓNSSONAR, útgerðarmanns, ólafsvik. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. manna herbergi, likt og gerist á farþegaskipum. Þriðji norsk- smiðaði skuttogarinn, sem Isfirð- ingar fá, kemur aö likindum til landsins um eða eftir n.k. áramót. Þetta verður heldur stærra skip eða liklega fast að 500 tonn, að öðru leyti eins og hinir tveir, sem ég hef hér sagt frá. Eigandi þessa togara er Hrönn h/f og töldu upp- fræðarar minir liklegt, að skipið myndi hljóta nafnið Guðbjörg. Það er ástæða til að óska tsfirð- ingum til hamingju með þetta framtak og hin glæsilegu skip sem nú bætast i hinn myndarlega fiskveiðiflota þeirra. Það er ekki hægt að skiljast svo við þessa „stuttorðu” frásögn af framtaki Isfirðinga, að ekki sé farið fleiri orðum um hin glæsilegu hrað- frystihús þeirra. Við húsin hefur nú verið komið upp kældum geymslum fyrir kassafisk og gerir Norðurtanginn ráð fyrir aö. stækka sina geymslu. Þar eru fyrir þrær, þar sem hægt er að geyma linufiskinn í isvatni. Isfirðingar virðast staðráðnir i þvi, að hafa forustu um það, að geyma ísvarinn fisk i kössum og hafa þeir keypt 5000 fiskikassa með hverjum skuttogara. Norðurtanginn er búinn að fá kassaþvottavél, hún kom með Guðbjarti og verður fljótlega tekin i notkun. íshúsfélag Isfirð- inga h/f á lika kassaþvottavél i pöntun sem von er á bráðlega. 1 báðum þessum húsum eru nú gólf i vinnsluhúsum flísalögð og hvitar glerflisar upp I seilingarhæð á veggjum. Þrifnaðaraðstaða er þvi góð og þrif öll i samræmi við það. Snyrtimennska og góð umgengni virtust mér lika vera þarna á háu stigi, enda er fastur maður hafður i þrifum i hvoru húsinu um sig, allan daginn, og hafa þeir menn ekki önnur verk með höndum, enda ærið nóg verk- efni. Það er ekki nokkur vafi á þvi, aö ýmsir frystihúsaeigendur á tslandi, sem skemmra eru á veg komnir i standsetningu húsa sinna, geta nú margt af Isfirð- ingum lært, sem hafa greinilega skipað sér i forustusveit á sviði frystihúsreksturs. Ef þið haldið þessu striki i fiskiðnaði ykkar góðir Isfirðingar, þá eruð þið á réttri leið i matvælaiðnaði og í samræmi við þróunina á þessu sviði. Þess skal jafnan getið, sem vel er gert, svo það geti orðið öðrum til fyrirmyndar. S.Ó. búðin Fermingarskyrtur, slauf- ur, bindi. Drengjapeysur, buxur, margar gerðir, úlpur, anórakar, nærfö’t, hvit og mislit, drengja og lierra. Telpnaúlpur, buxuur, peysur, sokkabuxur. Vinnubuxur herra, 50% bómuil og 50% terclene, stærðir 4X—56. ^ Bó mullarskyrtur drengja. drengjasloppar, vasaklúlar o.fl. Póstsendum. S.Ó. búðin Njálsgötu 23, simi 11455. Fram Framhald af bls. 10. varðar, en sú sending var óná- kvæm og lenti hjá Ásgeiri Sigur- vinssyni sem renndi boltanum i netið. Svo á 42. minútu s.h. lék Asgeir á eina 4 varnarmenn Fram og renndi siðan boltanum til Haraldar Júliussonar sem skoraði 2:0. Þótt Fram léki undan vindinum i siðari hálfleik, átti það varla umtalsverð mark- tækifæri utan eitt um miðjan siðari hálfleik er boltinn smaug við stöng. Hins vegar átti IBV nokkur ágæt marktækifæri sem ekki nýttust einkum undir lok leiksins. Það er alveg greinilegt að IBV verður með sterkt lið i sumar, einkum er það framlinan með Asgeir Sigurvinsson sem bezta mann sem verður erfið viður- eignar, og þess sjást merki að vörnin er að lagast frá þvi sem verið hefur. Framarar mega taka sig verulega á frá þvi sem nú er ef þeir eiga að verja titil sinn i sumar. En hitt verður maður að hafa i huga að oftast er litið sem ekkert að marka vorleikina og ef til vill ætla Framarar ekki að brenna sig á þvi einu sinni enn að vera komnir i æfingu of snemma. Yíetnam Framhald af bls. 16. strandað vegna harðra bardaga við herstöð nokkra um 80 kiló- metra fyrir norðan Saigon. Hefur alþjóðlega eftirlitsnefndin skorað á báða aðila aö stöðva aðgerðirn- ar en ekki fengið nein svör. Sovétrikin eru sögð hafa dregið mjög úr vopnasendingum til Norður-Vietnam eftir undirritun vopnahléssamningsins i janúar s.l. Þó er haldið áfram að láta loftvarnabyssur i té. Miklir bardagar hafa geisað nálægt höfuðborg Kambódiu, og hafa skæruliðar m.a. notað bryn- vagna af bandariskri gerð. Lögreglan i Kambódiu hefur nú varpað 55 af fremstu stjörnuspá- fræðingum landsins i myrkra- stofu, þar sem þeir spáðu þvi að Lon Nol yrði steypt af stóli, innan mánaðar. En Lon Nol tekur mikið mark á stjörnuspeki. KENNARANÁMSKEIÐ 1973 Eftirtalin námskeið hafa verið ákveðin: I. ÍSLENZKA 1.1. Námsk. fyrir kenn. yngri barna 1.2. Námsk. fyrir kenn. 4.-8. bekkjar Timi Staður 12.6. -28.6. Æfinga- og tilrsk. 18.6. -28.6. Æfinga- og tilrsk. II. STÆRÐFRÆÐI 2.1. Námsk. fyrir kenn. 1.-3. bekkjar 2.2. Námsk. fyrir kenn. 4.-5. — 2.3. Námsk. fyrir kenn. 6.-7. — 2.4. Námsk. fyrir kenn. gagnfræðask. 12.6.-22.6. Æfinga- og tilrsk. 12.6.-22.6. Æfinga- og tilrsk. 14.8. -24.8. Æfinga- og tilrsk. 13.8. -25.8. Æfinga- og tilrsk. III. EÐLISFRÆÐI 3.1. Námsk. fyrir barnakennara 3.2. Námsk. fyrir barna- og unglsk. kenn. 3.3. Námsk fyrir unglingaskóla 3.4. Námsk. fyrir gagnfræöask.kenn. 7.8. -18.8. Menntask. i Reykjavik 7.8. -22.8. Laugaland, Þelamörk 23.8. - 7.9. Flúðir, Hrunam.hr. 27.8. - 7.9. Raunvisindast. HI. IV. DANSKA 4.1. Námsk. fyrir barnakennara 4.2. Framhaldsnsk. fyrir barnakenn. 4.3. Námsk. fyrir gagnfrsk.kenn. . 4.5. Framhaldsnsk. f. gagnfrsk.kenn. . 7.8.-18.8. Laugarnessk. Reykjav. 27.8.- 1.9. Flúðir, Hrunam.hr. 18.6.-29.6. Æfinga- og tilrsk. 3.9.- 9.9. Kennarahásk. Isl. V. ENSKA 5.1. Námsk. fyrir barna- og ungl.sk. 5.2. Námsk. fyrir barna og ungl.sk. 7.8.-18.8. Reykjav. 14.8.-25.8. Laugaland, Þelamörk VI. TÓNMENNT 6.1. Námsk. fyrir söng- og tónl.kenn. 28.8.- 4.9. Tónlsk. Reykjavik VII. MYNDÍÐ OG HANDLISTIR 7.1. Nsk. fyrir barna- og gagnfr.sk. 27.8.-31.8. Æfinga- og tilrsk. VIII. NÆRINGARFRÆÐI 8.1. Námsk. fyrir húsmæðra og liffrk. 20.8.-31.8. Kennarahásk. Isl. IX. ÍÞRÓTTIR 9.1. Námsk. fyrir iþróttakennara 24.8.-31.8. Staöur augl. siöar. Skólunum verða sendar bréflega nánari upplýsingar um námskeiöin ' ásamt um sóknareyðublöðum, en sækja skal skriflega um námskeiðin. Frestur til að skila umsóknum um námskeið i júni er til 10. maf, en um önnur námskeið til 10. júni. Menntamálaráðuneytið, 2. april 1973

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.