Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 9
ER HANN SAMBÆRILEGUR VIÐ OKKAR HÆSTARÉTT? — NEI, DÓMARARNIR ERU PÓLÍTISKIR FULLTRÚAR. ,,Er hann sambærilegur við okkar eigin hæsta- rétt? Er hann sambærilegur við æðstu rétti menningarrikja? Nei, hann er það ekki á nokkurn hátt. Hann er það ekki að skipan sinni, þvi að hann er kosinn pólitiskri kosningu. Dómarar hans 15 að tölu eru kosnir pólitiskri kosningu innan Sameinuðu þjóðanna... þeir lita á sig sjálfrátt og ósjálfrátt sem fulltrúa þeirra rikisstjórna, sem hafa kosið þá, og þetta er hægt að sanna. Það var ekki fyrr en á sjöunda starfsári dómsins, að það kom fyrir i fyrsta skipti, að nokkur einasti dóm- ari greiddi atkvæði gegn málstað þeirrar rikis- stjórnar, sem hafði kosið hann, og þetta þótti stórsögulegur viðburður i sögu dómsins, og hefur ekki komið fyrir aftur i neinu máli, sem nokkru máli hefur skipt. . . . Það getur hver þjóð, sem vill, neitað þvi að leggja mál sitt undir alþjóða- dómstólinn. . . Þegar hann hafði starfað i 13 ár, höfðu aðeins komið til hans 32 mál, sem hann flokkaði sjálfur sem deilumál milli rikja. Og af þeim hafði hann visað frá 3/5 hlutum, vegna þess að rikin, sem aðild áttu að málunum, höfðu beðizt undan eða mótmælt lögsögu hans”. „Samtimis er hafinn hér hinn hræsnisfyllsti áróður, sem heyrzt hefur i þessu landi, um það að við eigum einskis annars úrkosta, ef við viljum ekki heita ofbeldisþjóð, sem vilji ekki hlita lögum og rétti, en að semja við Breta og leggja þetta stærsta lifshagsmunamál okkar undir úrskurð alþjóðadómstólsins. Ég hef ekki i anna tima orðið meira forviða en þegar ég heyrði hæstvirtan fjármálaráðherra (Gunnar Thoroddsen) segja i útvarpsumræðun- um um þetta mál: — ,,Nú ætla ég, að það sé nokkuð sammála álit ábyrgra manna i lýðræðislöndum, að réttar- riki geti ekki skorazt undan þvi að bera ágrein- ing við annað riki undir alþjóðadómstólinn, ef það vilji njóta trausts og virðingar meðal þjóð- anna”. — Þetta sagði hæstvirtur fjármálaráðherra. Skyldi hann telja Bandarikin meðal siðaðra þjóða? Skyldi hann telja þau réttarriki? Hæst- virtur menntamálaráðherra (dr. Gylfi Þ. Gisla- son) hafði sams konar ummæli hér, en ég fyrirgef honum af öllu hjarta, þvi að ég veit, að hann er ekki nema berstripaður fáfræðingur i öllum þess- um málum. En skyldi hæstvirtur fjármálaráðherra, fyrr- verandi prófessor i þjóðarétti við Háskóla ís- lands, telja Bretland til réttarrikja? Veit hann, hvað þessi aðalstórveldi meðal lýðræðisrikj- anna, sem kalla sig forysturiki frjálsra þjóða — veit hann i hve mörgum tugum tilfella þau hafa neitað að leggja mál sin undir alþjóðadómstólinn i Haag?" Þann 14. marz 1961 fóru fram útvarpsumræður frá alþingi um vantraust á þá- verandi ríkisstjórn, sem fyrirstuttu hafði undirritað smánarsamninginn um rétt Breta og V-Þjóðverja til veiða um nokkurt skeið innan 12 mílna landhelg- innarog rétt sömu þjóða til að skjóta hugsanlegum ágreiningi út af frekari út- færslu ísienzkrar landhelgi til dómstólsins i Haag. I þessum umræðum fyrir 12 árum flutti Finnbogi Rútur Valdimarsson þáver- andi fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í utanrikismála- nefnd alþingis ræðu. Fjall- aði hann m.a. annars um eðli þess dómstóls, sem viðreisnarstjórnin var nýbúin að afhenda úrskurðarvald um réttindi okkar til stækkunar land- helginnar. Vakti sá kafli úr ræðu Finnboga sérstaka athygli á sínum tíma, og hefur ekkert verið hrakið af því sem þar var sagt. Þjóðviljinn telur rétt að rifja upp nokkra kafla úr þessari ágætu ræðu. Allt sem þar er sagt á ekki síður við í dag, og aldrei hefur verið nauðsynlegra en ein- mitt nú, að landsmenn al- mennt átti sig á því, hvers konar stofnun dómstóllinn í Haag er. i þessari 12 ára gömlu ræðu Finnboga Rúts eru dregin saman helztu rökin, sem þá og nú gera þaö f jar- stætt að ætla þessum dóm- stóli að blanda sér í land- helgismál okkar íslend- inga. Allar fyrirsagnir eru Þ jóðviljans. 1 byrjun ræðu sinnar sagði Finnbogi Rútur: ,,Ég get ekki rætt öll atriði samningsins að þessu sinni. Ég mun snúa mér að þvi höfuðatriði hans, að með honum skuldbinda Islendingar sig til þess að til- kynna Bretum hverja frekari út- færslu fiskveiðilandhelgi sinnar með 6 mánaða fyrirvara, og neiti Bretar að fallast á útfærsluna, þá skuldbinda Islendingar sig til þess að samþykkja, að útfærslan skuli lögð fyrir alþjóðadómstólinn i Haag til endanlegs úrskurðar. Hæstv. rikisstj. hefur lýst þvi yfir á Alþingi, að þessi skuldbind- ing af hálfu Islendinga skuli gilda um aldur og ævi, þessi samningur sé óuppsegjanlegur og bindandi fyrir komandi rikisstj., fyrir Al- þingi um alla framtið, fyrir kom- andi kynslóðir á Islandi. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lýst þvi yfir, að þeir telji sig ekki bundna af þessum samningi og muni neyta fyrsta tækifæris til þess að losa þjóðina undan oki hans. Það er þetta atriði samn- ingsins, sem forvigismenn brezkra útgerðarmanna telja tryggingu fyrir þvi, að islenzk fiskveiðilandhelgi veröi ekki færð frekar út en orðið er um næstu áratugi”. Engin þjóð hefur tekið það i mál „Islendingar liafa i meira en 13 ár staðið í baráttunni við aðrar þjóðir um stækkun landhelgi Is- lands. I upphafi þeirrar baráttu gerðu þeir sér ljósar þessar stað- reyndir: 1) Islenzka þjóðin hefur tvö- faldazt að tölu á s.l. hálfri öld. Ibúatalan mun aftur tvöfaldast á næstu 30—40 árum. Islendingar verða þá, ef sú fólksfjölgún, sem verið hefur undanfarinn áratug, heldur áfram, um 360 þúsundir manna. 2) Eins og nú er komið og verð- ur fyrirsjáanlega um næstu ára- tugi, byggir þjóðin tilveru sina og sókn til menningar á nýtingu fiskimiðanna kringum tsland. Fyrir 1940 öfluðu tslendingar að- eins 30% af öllum þeim afla, sem veiddist á Islandsmiðum. Fiski- miðin eru þvi stærstu auðlindir landsins. Þau eru á öllu land- grunninu, sem er skýrt afmarkað kringum landið. Það er visinda- lega sannað, að þessi fiskimið eru i hættu vegna ofveiði fjölda er- lendra þjóða. Ekkert getur tryggt afkomu komandi kynslóða á Is- landi nema það, að tslendingar einir nýti fiskimiðin á landgrunn- inu öllu. 3) Voldugar þjóðir eins og Bandarikin höfðu lýst þvi yfir strax eftir striðslokin með ein- hliða ákvörðun, að allt land- grunnið við lönd þeirra væri þeirra eign, sem þeim bæri lög- saga yfir, þ.e. réttur til að setja lög og reglur i löndunum sjálfum. Fjöldi annarra þjóða. — þær eru nú komnar yfir 30, — lýsti fiski- miðin á landgrunni sinu frá 12 milum og allt upp i 200 milur sina eign og lögsögu yfir þeim. Allar þessar þjóðir gerðu þetta meö einhliða ákvörðunum, þar sem þær töldu það innanrikismál sitt og fullkomlega löglegt að þjóða- rétti, þar sem engin regla væri til i þjóðarétti, sem bannaði slikt, þegar lifsnauösyn þjóðar lægi viö. Engin þessara þjóða hefur tekið i mál að semja um fiskveiðiiand- helgi sina við aðrar þjóðir né heldur bera hana undir úrskurð alþjóðadómstólsins. Islendingar ákváðu þegar 1948 að fara þessa sömu leið einhliða ákvörðunar, lýsa lögsögu Alþing- is yfir landgrunninu öllu með það mark fyrir augum, að Islendingar einir nytji fiskimiðin á land- grunninu öllu. Við vissum, að leiðina að þessu marki yrði að fara í áföngum. Við vissum einn- ig, að við áttum sterkust rök allra þjóða, sem stefndu að sama marki. Haagdómstóllinn hefur engar reglur að dæma eftir um landhelgi Þessi leið einhliða ákvörðunar, sem allar þjóðir hafa farið, sem nokkuð hefur orðið ágengt, hefur i tveimur áföngum fært okkur þann árangur, að landhelgi okkar hefur nærri þrefaldazt á 8 árum. Þegar ákveðið var að fara þessa fullkomlega löglegu leið einhliða ákvörðunar, þá vissu allir, hvað hún þýddi: i fyrsta lagi, að ekki kæmi til mála að semja við neina þjóð um viðáttu landhelginnar, i öðru lagi, að ekki væri heldur hægt að bera ákvörðun hverju sinni undir þann alþjóðadómstól, sem allir vissu að hafði engar viö- urkenndar reglur um viðáttu landheigi til að dæma eftir, en verður að mestu aö dæma eftir venjum. Allar þessar þjóðir hafa forðazt að leggja slik má fyrir i Haag A undanförnum hálfum öðrum áratug hafa tugir þjóða verið að koma á venju um fiskveiöiland- helgi og að hún yröi minnst 12 milur með viðurkenndum for- gangsrétti til fiskveiða á land- grunninu öllu, en hafa allar forö- azt að lcggja slik mál fyrir al- þjóðadóm. Þetta hefur verið stefna allra rikisstj. hér á tslandi frá 1948, þangað til núv. rikisstj. sneri við og hóf undanhaldið. Það ætti ekki að þurfa að sanna þetta með tilvitnunum i orð þeirra manna, sem hér hafa farið með völd. Hæstv. dómsmrh., Bjarni Benediktsson, sagði eftirfarandi i orðsendingu til Breta 15. mai 1952: „Ólafur Thors lagði áherzlu á það, að islenzka rikisstj. áliti, að hinar fyrirhuguðu ráðstafanir væru i samræmi við alþjóðalög og ekki væri hægt með millirikja- samningi að afsala réttinum til að taka einhliða ákvarðanir um mestu velferðarmál þjóðarinn- ar”. Hinn 13. júli i sumar lýsti hæstv. utanrrh. þvi yfir á fundi utanrmn., að afstaða núv. rikis- Veit Gunnar Thoroddsen í hve mörgum tugum tilfella Bretar og Bandaríkjamenn — og aðrar þjóðir — hafa neitað að leggja mál fyrir í Haag? — En erum við þá ofbeldisþjóð? Gunnar Thoroddsen, þáverandi fjármálaráðherra. Um flutning hans þá (gildir einnig nú) sagði Finnbogi Rútur: „Skyldi hæstvirtur fjármálaráö- herra (Gunnar Thoroddsen) telja Bandarikinmeðal siðaðra þjóða? Skyldi hann telja þau réttarríki? . . . skyldi hæstvirtur fjármála- ráðherra, fyrrverandi prófessor i þjóðarétti við Háskóla Islands telja Bretiand til réttarrikja? Veit hann, hvað þessi aðalstór- veldi meðal lýðræðisrikjanna, sem kalla sig forysturiki frjálsra þjóða, — veit hann i hve mörgum tugum tilfella þau hafa neitað aö leggja mái sin undir alþjóðadóm- stólinn i Haag?” Gylfi Þ. Gfslason, þáverandi menntamálaráðherra — „ber- stripaöur fáfræðingur” um allt sem lýtur að Haagdómstólnum, að sögn Finnboga Rúts. stj. hefði verið sú sama og.fyrri rikisstj., að hafna tilmælum um samningaviðræður, þar eð ekkert væri við Breta að semja um við- áttu fiskveiðilögsögu við Island. „Hvers vegna skyldu Islendingar...?" — sagöi ólafur Thors Um hugsanlegt málskot til al- þjóðadómstólsins sagði hæstv. forsrh., Ólafur Thors, i Morgun- blaöinu 9. júni 1953: „Hvers vegna skyldu tslendingar Hka vera aö leita uppi einhverja þá aðila, Haagdómstólinn eða aðra, sem kynnu að einhverju leyti að vefengja geröir tslendinga? Ég þvertók þá fyrir að verða við þeirri ósk”. Og aðalráðunautur flestra rikisstj. i landhelgismálinu, Hans G. Andersen ambassador, lýsti stefnu Islands og þvi hversu úti- lokað væri að ætla gerðardómi — og gildir þá vitanlega sama um alþjóðadómstól, — að úrskurða landhelgi nokkurrar þjóðar, ef ekki væru fyrir hendi ákveðnar reglur til að byggja úrskurðinn á. Hann sagöi orðrétt i ræðu á Gen- farráðstefnunni 1958: „Af hálfu Islands er, eins og áð- ur segir, haldið fram, að hvert riki eigi sjálft að ákveða sin fisk- veiðitakmörk með hliðsjón af öll- um aðstæðum hverju sinni. Þeirri mótbáru er venjulega hreyft, að slik regla mundi auðveldlega leiða til misnotkunar, þannig að mjög miklar kröfur yrðu geröar, jafnvel þar sem engin þörf væri fyrir hendi. Hefur og stundum veriðgerð tillaga um, að einhvers konar gerðardómur skyldi hafa úrskurðarvald. Ýmsar tillögur af þessu tagi náðu ekki fram að ganga á fundum þjóðréttar- nefndarinnar sjálfrar, enda mundi það vissulega verða erfið- leikum bundið og jafnvel útilokað að fela slikri stofnun þetta hlut- verk, ef ekki væru fyrir hendi ákveðnar reglur, sem byggja bæri úrskurðinn á”. Að lokum sagði þessi talsmaður islenzku rikisstj., að það, sem Is- land hefði gert, væri hið eina rétta, nefnilega að áskilja sjálfu sér, áskilja islenzkri rikisstj. nauðsynlega lögsögu yfir fisk- veiðunum innan endimarka land- grunnsins og banna útlendingum fiskveiðar á þvi svæði, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að sjá þörfum Islendinga borgið á forgangsgrundvelli. Þetta hefur verið stefna allra rikisstj. á Islandi, eins og ég áðan sagði, siðan 1948. En nú koma talsmenn hæstv. rikisstj. og snúa alveg við blaðinu. Rikisstj., sem hefur hér aðeins örnauman meirihluta, hefur nú samið við höfuðóvininn, riki, sem við höfum kært fyrir hernaðarárás, brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Atlanzhafsbandalagsins, og ákvörðunarrétti um islenzka landhelgi, lögsögunni yfir land- grunninu, er afsalað um aldur og ævi úr höndum Islendinga i hendur alþjóðadómstólsins. Erum við ofbeldisþjóð? Samtimis er hafinn hér hinn hræsnisfyllsti áróöur. sem heyrzt hefur i þessu landi um það, að við eigum cinskis annars úrkosta, ef við viljum ekki heita ofbeldisþjóð, sem vilji ekki hlita lögum og rétti, cn aö semja við Brcta og leggja þetta stærsta lifshagsmunamál okkar undir úrskurð alþjóðadóm- stólsins. Ég hef ekki i annan tima orðið meira forviða en þegar ég heyrði hæstv. fjármálaráðherra (Gunn- ar Thoroddsen) segja i útvarps- umræðunum um þetta mál: „Nú ætla ég, aö það sé nokkuö sammála álit ábyrgra manna i lýðræöislöndum, að réttarriki geti ekki skorazt undan þvi að bera ágreining við annað riki undir alþjóöadómstólinn, ef það vill njóta trausts og viröingar meðal þjóöanna". Veit Gunnar i hve mörgum tugum tilfclla Bret- ar og Bandarikjamenn hafa neit- að að leggja mál fyrir i Haag? ólafur Thors i Morgunblaðinu 9. júni 1953: „Hvers vegna skyldu tslendingar lika vera að leita uppi einhverja þá aðila, Haagdómstól- inn eða aöra, sem kynnu að ein- hverju leyti að véfengja gerðir Is- lendinga? Ég þvertók þá fyrir að verða við þeirri ósk”. Finnbogi Rútur Valdimarsson: „Það er afbrot gegn komandi kynslóðum á Islandi”. Þetta sagði hæstv. fjmrh. Skyldi hann telja Bandaríkin meöal siömcnlaöra þjóða? Skyldi hann tclja þaö réttarríki? llæstv. menntmrh. hafði sams konar um- mæli hér, en ég fyrirgef honum af öllu hjarta, því að ég veit, að hann cr ekki nema berstripaöur fá- fræðingur i öllunt þessum málum. En skyldi hæstv. fjntrh., fyrrver- andi prófessor I þjóðarétti við Há- skóla islands, telja Bretland til réttarrikja? Veit hann, hvað þessi aðalstórveldi meðal lýðræðisrikj- anna, sem kalla sig forusturiki frjálsra þjóða, — veit hann, i hve ntörgum tugum tilfella þau hafa ncitaö aö leggja ntál sin undir al- þjóðadómstólinn i llaag? Skyldi hann telja, t.d. Indland til réttar- rikja og lýðræðisrikja? Það er ekki ár siðan Indland gaf nýja yfirlýsingu um það til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðadómstólsins, að það neyddist til þess að undan- skilja undan þeim málum, sem það hafði áður skuldbundið sig til að leggja undir lögsögu alþjóða- dómstólsins, öll þau mál, sem Indland teldi sig hafa lögsögu yfir sjálft. Þetta var gert að dæmi Bandarikjanna og Bretlands. Bandarikin gcrðu þcgar i upphafi þann fyrirvara um alþjóðadóm- stólinn, að þau samþykktu ekki að leggja neitt inál fyrir hann, sem þau teldu Bandarikin eiga lög- sögu um sjálf, og þau mætu það sjálf. Skyldi hæstv. fjmrh. teija Ástraliu, eitt af samveldislöndum Bretaveldis, til réttar- og lýð- ræðisrikja? Astralia lagði nýlega fram til alþjóðadómstólsins nýja fyrirvara og undanþágur um málaflokka, sem hún vildi ekki láta heyra undir lögsögu alþjóöa- dómstólsins. Þaö voru fjölmargir málaflokkar, en einn af þeim var sérstaklega eftirtektarverður. Astraliasagöi: Viö munum aldrei leggja lögsögu okkar yfir land- grunninu við Astraliu undir lög- sögu alþjóðadómstólsins”. Siðar i ræðunni saeði Finn- bogi: Dómararnir eru kosnir pólitískri kosningu. — Er hann sambærilegur við hæstarétt? „Ég veit að öllum er það ljóst, að nú er þessi alþjóðadómstóll tekinn við lögsögu yfir land- grunninu við tsland i stað Alþing- is. En ég er ckki viss um, aö ölluin sé það vel Ijóst i þessu landi, hvaða stofnun þessi alþjóðadóm- stóll er. Er hann sambærilegur við okkar cigin hæstarétt? Er hann sambærilegur við æðstu rétti menningarrikja? Nei, hann er það ekki á nokkurn hátt. Hann er það ckki að skipan sinni, þvi að hann cr kosinn pólitiskri kosn- ingu. Dómarar hans, 15 að tölu, eru kosnir pólitiskri kosningu inn- an Sameinuðu þjóðanna, innan öryggisráðsins og allsherjar- þingsins, þar sem valdaklika vestrænna stórvelda ræður öllu, og eru engar likur til þess, að þaö breytist, enda ber skipun dómsins i dag þessu fullkomið vitni. Af 15 dómurum i dómnum eru 9 frá rikisstjórnum, sem hafa verið okkur Isiendingur andstæðastar, fjandsamlegastir i okkar land- helgismálum. Hæstv. ráðh., Bjarni Benediktsson, sagði hér nýlega i ræðu: Nú er að verða á þessu breyting. Smáþjóðunum og meðalstóru þjóðunum er aö vaxa fiskur um hrygg innan Samein- uðu þjóðanna. Til er gott dæmi um það frá þvi i nóvember i haust um kosningu t til dómsins. Þá átti að ganga úr dómnum Norðmaður, fulltrúi ' smárikis, sem hefur setið i honum frá upphafi, valinkunnur, þaul- reyndur dómari. Hvað gerðu rétt- ar- og lýðræðisrikin? Þau spörk- uðu honum. Þau sáu um, að hann fékk ekki nema rúmlega 20 atkv., þó að Norðurlöndin öll og mörg smáriki með þeim beittu sér af alefli fyrir kosningu hans. Stór- veldunum, Bretum og Banda- rikjamönnum, lá á að fá ttala með sér i dóminn. Aðeins einu sinni greidd.i dómari atkvæði gegn eigín ríkisstjórn En skipan dómsins er jafnvel ekki það versta við hann. Mér dettur ekki i hug að bera brigður á, að dómararnir sjálfir eru valinkunnir og hálærðir menn. En þeir lita á sig sjálfrátt og ósjálf- rátt sem fulltrúa þeirra rikis- stjórna, scin hafa kosið þá, og þctta er liægt að sanna. Það var ckki fyrr en á sjöunda starfsári dómsins, að það kom fyrir i fyrsta skipti, að nokkur einasti dómari greiddi atkv. gcgn málstað þeirr- ar rikisstj., scm liafði kosið hann, og þctta þótti stórsögulegur við- burður i sögu dómsins og hefur ckki komið fyrir aftur i neinu máli, sem nokkru máli hefur skipt. En það er annað, enn annað, sem gerir þennan æðsta rétt þjóð- anna allt öðruvisi en hæstarétt. Allir verðum við að eiga undir hæstarétti mál okkar. En það er ekki svo með þjóöirnar. Það getur hvcr þjóð, sem vill, neitað þvi að leggja mál sitt undir alþjóðadóin- stólinn, og þær hafa gert það i svo stórum stil, að á miðju árinu 1959 voru aðcins 14 þjóðir af 85 þjóð- um, sem þá voru i Sameinuðu þjóðunum, sem höfðu skilorðs- laust játað að leggja öll deilumál sin við önnur riki undir lögsögu dómsins. öll hin rikin treystu sér ekki til þess að eiga öll sin mál, hver sem væru, öll sin stærstu hagsmunamál, undir lögsögu þessa dóms. Dómurinn hefur af þessum ástæðum fengið færri og færri mál til úrskurðar. Þegar hann hafði starfað i 13 ár, höfðu aðcins komið til hans 32 mál.sem hann flokkaði sjálfur sem deilu- mál milli rikja. Og af þeim hafði hann visað frá 3/5 hlutum, vegna þcss að rikin, sem aðild áttu að málunum, liöfðu bcðizt undan eða mótmælt lögsögu hans. Á 12. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna lýsti Dag Hammarskjöld fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóö- anna yfir stórum áhyggjum sin- um á þessari þróun og sagði orð- rétt: „Ég get ekki látið hjá líöa að láta i Ijós áhyggjur minar um, að svo kunni að fara, ef þessi þróun verður ekki stöövuð hið fyrsta, að allt kerfið, sem stefndi að skuld- bundinni lögsögu dómstólsins, verði dauður bókstafur”. Afbrot gegn komandi kynslóðum En þessi þróun hefur haldið áfram siðan. Færri og færri þjóð- ir vilja eiga jafnvel venjuleg deilumál undir þessum ágæta dómstóli. Nú eigum við samkv. ákvörðuu hæstv. rikisstj. að eiga framvegis og það um allan aldur okkar mcsta lifshagsmunamál uiidir þessum dómstóli, sem nú er skipaður að fullkomnum meiri hluta fulltrúum þeirra riki- stjórna, scm hafa verið okkur andstæðastar og fjandsamlegast- ar i landhclgismálum. Gg eins og ég áður sagði, verður að hafa það hugfast, að dómararnir, þó að þeir séu mætir menn, þeir eru bundnir sinum rikisstjórnum og auk þess við kenningar, sem þeir hafa haldið fram i þjóðarétti. Ég hef ekki tima til að rekja önnur mál, þar sem hæstv. rikisstj. hefur brotið af sér við is- lenzka þjóð. En mér fyrir mitt leyti finnst það nóg, sem hún hefur gert i landhelgismáli Is- lendinga, þvi aö þaö er ekki að- eins afbrot gegn þeim.sem nú lifa og starfa i dag. Það er afbrot gegn komandi kynslóðum á ts- landi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.