Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur :S. apríl l»7:s.
Arnfinnur Jónsson
MINNING
Þann 26. marz s.l. varð bráð-
kvaddur af þessum heimi Arn-
finnur Jónsson f.v. skólastjóri, til
heimilis að dvalarheimilinu
Hrafnistu hér i borg. Arnfinnur
fæddist þ.7. mai 1896 að Hrygg-
stekk i Skriðdal i S-Múlasýslu.
h'oreldrar hans voru Jón Isleifs-
son búfræðingur og bóndi, siðar
vegaverkstjóri búsettur á Eski-
firði, og kona hans Ragnheiður
Pálsdóttir Pálssonar pr. i Þing-
múla. Barnsskónum sleit Arn-
finnur á Héraði, en fluttist ungur
með foreldrum sinum til Eski-
fjarðar. Hugur hans stóð fljótt til
mennta, enda námsgáfur miklar
eins og hann átti kyn til, en á þeim
árum var fátækum róðurinn
þungur i þeim efnum. Það var úr-
ræði Arnfinns að lesa fræðin að
mestu utan skóla og i einkatim-
um, m.a. hjá Sigurði Vigfússyni
móðurbróður próf. Richards
Beck, hinum ágætasta kennara,
sem á þeim árum kenndi mörgum
ungum mönnum og bjó þá undir
próf. Arnfinnur lauk gagnfræða-
prófi usk. við Menntaskólann i
Reykjavik vorið 1917 og stúdents-
prófi þar, einnig utanskóla, 1920.
Eftir stúdentspróf lá leið hans til
Þýzkalands, þar sem hann las
uppeldis- og sálarfræði við há-
skólann i Leipzig árin 1921—23.
Haustið 1923 kom Arnfinnur
aftur heim til Eskifjarðar og tók
við skólastjórn barnaskólans þar.
Með honum kom kona hans,
Charlotte Meta Irene f. Korber,
dóttir Roberts Korber arkitekts i
Leipzig, og nýfæddur sonur
þeirra, Jón Róbert, sem nú er
löngu þekktur sem einn af vinsæi-
ustu leikurum landsins. Þau hjón
eignuðust annan dreng árið 1930,
en hann dó aðeins rúmlega árs-
gamail.
Arnfinnur var skólastjóri á
Eskifirði til ársins 1939, en þá
flutti hann til Reykjavikur og
geröist kennari við Austurbæjar-
skólann, en skólastjóri þess skóla
varð hann árið 1946 og gegndi þvi
embætti þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Það er ekki ætlun min að rekja
hér frekar æviferil Arnfinns Jóns-
sonar, né ræða mikið um lif hans
og störf, það munu aðrir gera, nú
eða siðar, en ég vil nú að ioknum
ævidögum hans minnast hans
sem góðs vinar og samstarfs-
manns um árabil i barnaskóla
Eskifjarðar. Okkur samkennur-
um hans duldist það ekki, hvernig
mannkostir hans settu mark sitt á
skólastjórn hans og kennslu, hin
sterka réttlætiskennd hans og
rika samúð með smælingjanum
voru áberandi þættir i skapgerð
hans, og hjálpsemi hans og örlæti
þekktu allir, sem höfðu af honum
náin kynni.
Fyrstu árin á Eskifirði gat Arn-
finnur helgað skóla sinum óskipta
krafta, en þegar frá leið hlóðust á
hann margháttuð störf, sem sum
urðu honum þung i skauti. Ungur
að árum hafði hann skipað sér i
fyikingu hinna róttæku manna, og
þar lenti hann i fararbroddi á sin-
um heimaslóðum. Af þvi leiddi
svo þátttaka hans i landsmáium
og sveitarstjórnarmálum, oddviti
hreppsins var hann um árabil á
mjög erfiðum árum, átti sæti i
sýslunefnd og stjórnun ýmissa fé-
laga. Á þeim árum stóð oft um
hann mikill styr, eins og titt er um
þá menn, sem helga sig hugsjón-
um af lifi og sál og eiga skapfestu
nóga og baráttuþrek. Langþreytt-
ur en óbugaður hygg ég að Arn-
finnur hafi þó gengið frá þeim
átökum, þegar hann flutti frá
Austurlandi.
Þrátt fyrir öll þessi störf og um-
svif, var skólinn og menningarlif
staðarins honum alltaf jafn kært
og hugleikið, þar beitti hann sér
fyririumbótumog framförum eins
og hann frekast gat og aðstæður
leyfðu. Hann unni og hljómlist,
lék sjálfur á hljóðfæri og kenndi
söng i skólanurn, stofnaði með
öðrum áhugamönnum Lúðrasveit
Eskifjarðar og lék með henni i
mörg ár. Leikiist og iþróttamál
studdi hann lika af-ráðumogdáð,
ma.tók hann upp þá venju að fara
með nemendur skólans til sund-
náms á sumrin, norður að Laug-
um i Reykjadal, löngu áður en
nokkur aðstaða kom til sund-
kennslu á Austurlandi. Fyrir
þetta framtak og mörg önnur
störf hlaut hann þakklæti fólksins
og átti traust þess og trúnað. Vin-
sældir Arnfinns i byggðarlaginu,
þrátt fyrir átök hans við andstæð-
inga og skiptar skoðanir i mörg-
um efnum, voru öllum augljdsar,
þegar hann við brottför frá staðn-
um var kvaddur i miklu hófi i
skólahúsinu, þar sátu jafnt sam-
herjar sem andstæðingar og
sýndu honum fulla sæmd.
Við brottför Arnfinns frá Eski-
firði rofnaði samband okkar að
mestu um nærri þrjátiu ára skeið,
þó ég hitti hann stöku sinnum, en
siðustu fimm árin átti ég þess
kost að hitta hann oftar og endur-
nýja gömul kynni. ,í þessum
heimsóknum mætti manni
ætið sama hjartahlýjan og forð-
um, en það var hljóðlátur maður
og ekki margmáll um sina hagi,
sem bauð mann velkominn, og nú
er hann allur. Ég þakka honum að
lokum góða samfylgd og sam-
starf á liðinni tið, og bið honum
guðs blessunar. Syni hans og
sonarbörnum og öðrum nánum
ættingjum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Ragnar A. Þorsteinsson
I gær, 2. april var til
grafar borinn Arnfinnur Jónsson
fyrrv. skóiastjóri Barnaskóla
Austurbæjar. Hann andaðist aö
Hrafnistu hinn 26. marz s.l.
Arnfinnur var fæddur hinn 7.
mai 1896 að Hryggstekk i Skriðdal
S-Múl. Foreldrar hans voru Jón
Isleifsson, bóndi þar, siðar vega-
verkstjóri á Eskifirði og kona
hans Ragnheiður Pálsdóttir,
prests i Þingmúla, er var fyrsti
málleysingjakennari hérlendra
manna. Gagnfræðapróf tók Arn-
finnur frá M. R. 1917 og
stúdentspróf frá sama skóla 1920.
Arið 1919dvaldist hann um skeið i
New York við nám. Háskólanám i
uppeldis- og sálarfræði stundaði
hann i Leipzig árin 1921—23, en
varð þá skólastjóri við barnaskól-
ann á Eskifirði og gegndi þvi
starfi til 1939, er hann fluttist til
Reykjavikur og varð kennari við
Barnaskóla Austurbæjar. Þá var
Sigurður Thorlacius skólastjóri
þar. Sigurður lézt árið 1945. Tók
Arnfinnur þá við skólastjórn og
gegndi þvi starfi til 1965. Hafði
hann þá gegnt skólastjóra- og
kennaraembætti i samtals 42 ár.
A æskuárum Arnfinns voru
yfirleitt erfiðir timar á Islandi.
Heimsktyrjöldin fyrri og afleið-
ingar hennar komu hart niður á
efnalitlu fólki. Það var i hlutskipti
Arnfinns þegar á unga aldri að
heyja erfiða lifsbaráttu. 011 sum-
ur vann hann hörðum höndum.
Foreldrar hans voru að visu
bjargálna á þeirra tima mæli-
kvarða, en höfðu þungt hús og þvi
að sjálfsögðu litil efni á að kosta
hann i skóla, enda var flestum á
þeim tima ofviða að kosta að fullu
skólagöngu barna sinna fjarri
heimilinu. Kostaði hann þvi sjálf-
ur skólagöngu sina svo langt sem
kaup hans hrökk til.
Leipzig var meðal fremstu
menningarborga Evrópu, háskól-
inn var ágætur. Undi Arnfinnur
hag sinum vel þar og bar náms-
dvöl hans ágætan árangur, enda
var það nám aðalundirbúningur
undir ævistarf hans. Mun lifsvið-
horf hans þá hafa mótazt meir en
á nokkrum öðrum tima ævinnar.
Er Arnfinnur var setztur að á
Eskifirði gerðist hann einn
fremsti forystumaður i félags og
menningarmálum kaupstaðarins.
Hann var hreppsnefndaroddviti
og sýslunefndarformaður og
veitti bæði lúðrasveit og leikfélagi
forstöðu. Þetta margþætta starf
hans auk skólastjórastarfsins var
harla erilsamt og þreytandi, en
hann hlaut miklar vinsældir
flestra þeirra er nutu leiðbeininga
hans og forystu.
Á æskurárum Arnfinns geysaði
heimsstyrjöldin fyrri, er breytti
mjög stjórnmálaviðhorfi ungu
kynslóðarinnar. Afleiðingar þess
mikla harmleiks bitnuðu sárast á
þýzku þjóðinni á eymdarárunum
1921—1923, en það voru einmitt
árin sem Arnfinnur dvaldist i
Leipzig. Sú framvinda hafði þau
áhrif á Arnfinn sem og marga
aðra samtiðarmenn hans, að
hann hallaðist að sósíalisma og
fylgdi þeirri stefnu æ siðán.
Þegar hann settist áð á Eski-
firði gerðist hann einn helzti
Irumkvöðull sósialista á Aust-
fjörðum.Mun enginn einstakur
maður hafa unnið jafn mikið að
framgangi stefnu þeirra og hann,
meðan hann dvaldist þar eystra.
Um skeið stóð hanr, fyrir útgáfu
blaðsins „Röðuls” siðar ,,Sam-
fylkingarinnar” er voru pólitisk
málgögn hans. Sparaði hann
hvorki fé né fyrirhöfn til þess að
vinna fyrir málstað hreyfingar-
innar og náði fylgi hans langt út
yfir flokkinn. Atti hann þó við
mikilhæfa andstæðinga að etja á
sviði stjórnmálanna. Má þá helzt
nefna þá Ólaf Sveinsson forstjóra
og Magnús Gislason sýslumann,
sem báðir voru miklir gáfu- og
drengskaparmenn, virtir og vin-
sælir. Þeir voru þó jafnan hinir
mestu vinir Arnfinns, meðan lif
entist.
Arnfinnur átti sæti i miðstjórn
Kommúnistaflokksins, allt frá
stofnun hans, siðan i miðstjórn
Sameiningarflokks alþýðu —
sósíalistaflokksins um all margra
ára skeið. Sat á Alþingi sem full-
trúi hans 1945 og 1946 (landskjör-
inn varaþingmaður). Þótt hann
væri jafnan i fremstu röð forystu-
manna flokksins mun varla nokk-
ur hafa verið frábitnari þvi en
hann, að afla sjálfum sér friðinda
eða frama vegna þeirrar aðstöðu.
Árin sem Arnfinnur var kenn-
ari við Austurbæjarskólann, var
hann ekki eins störfum hlaðinn og
á Eskifirði. Samstarf hans við
hinn mikilhæfa skólastjóra var
með ágætum og honum til mikill-
ar ánægju. En eftir að hann sjálf-
ur tók við skólastjórninni hvíldi á
honum geysileg starfsbyrði, enda
var skólinn þá hinn fjölmennasti
á landinu, um 1800 nemendur
þegar mest var.
Það er engum vafa bundið að
vart mun hafa verið völ á heppi-
legri manni, er Arnfinnur tók við
þvi skólastjórastarfi. Menntun
hans, hæfileikar og starfsreynsla
skipuðu honum i fremstu röð
skólamanna á lslandi, og varla
mun nokkur embættismaður hon-
um samtiða hafa tekið honum
fram um skyldurækni og heiðar-
leik.
Arnfinni gafst litill timi til rit-
starfa. Auk þess að ritstýra áður-
nefndum blöðum, ritaði hann þó
margar blaðagreinar, og 1936
þýddi hann söguna Fangi nr. 880
— eftir Karl Billinger.
Árið 1922 kvæntist Arnfinnur
Charlotte Melo Irene Korber. Hún
var dóttir Roberts Korbers
borgararkitekts i Leipzig. Hún
var ágæt kona, prýðilega mennt-
uð og reyndist manni sinum
traustur lifsförunautur. Þau eign-
uðust tvo syni, Jón Róbert leikara
og Gottfried Arnfinn, er dó i
bernsku.
Arnfinnur var frábærilega heil-
steyptur að eðlisfari. Trygglyndi.
óeigingirni og fórnfýsi voru aðal-
skapgerðareinkenni hans. Samúð
með litilmagnanum virtist vera
honum i blóð borin, hjálpsemi
hans og greiðvikni var frábær.
Þessi skapgerðareinkenni virð-
ast fylgja ætt Arnfinns, systkini
hans bera sömu einkenni. Frænd-
semina hafa þau rækt með af-
brigðum. Þegar Páll bróðir hans
dó á bezta aldri og lét eftir sig
konu og 4 ung börn, reyndist Arn-
finnur hinn mesti stuðningsmað-
ur og vinur fjölskyldunnar, sem
jafnan hefur virt hann og elskað
sem föður.
Með Arnfinni er mikið val-
menni horfið af sjónarsviðinu.
Undirritaður og fjölskylda hans
minnast Arnfinns með virðingu
og þakklæti fyrir trausta vináttu
um áratugi og vottar vanda-
mönnum hans hina dýpstu samúð
vegna fráfalls hans.
Skúli Þórðarson
TEIKNARI JEAN EFFEL
— Takið hendurnar upp úr vösunum þegar ég tala við
yður.
— Hann hefur sagt það viö mig sjálfur, að manneskjan
sé háleitari vera.
Alheimsfyrirtækið óskar eftir duglegum starfskrafti.
Góðir framtiðarmöguleikar fyrir réttan mann.