Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 16
'IOÐVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Þriöjudagur 3. april 1973. Kvöld- nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 30. marz til 5. april i L a u g vegsapótek 0 S Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Viðrœður embœttis- manna hefjast 1 dag hefjast i Reykjavik viðræður embættismanna Is- lendinga og Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið. Mótmæltu við sendiráð Breta Hópur unglinga safnaðist að brezka sendiráðinu um há- degisbilið i gærdag. Vildu ung- lingarnir mótmæla framferði Breta i landhelgismálinu. Lögreglan fór á vettvang og fór þess á leit við unglingana að þeir færu frá sendiráðinu. Gerðu þeir svo. Svíar viður- kenna Norður-Kóreu Utanrikisráðherrafundi Norðurlandanna er lokiö og var á fundinum rætt um mörg mál. Meðal annars var þar fjallað um samskiptin við Norður-Kóreu og ályktaði fundurinn að æskilegt væri að færa samskiptin við landið i eðlilegra horf. Sviar mundu alveg á næstunni viðurkenna Norður-Kóreu, Finnar bæði Norður- og Suður-Kóreu. Mannréttindi á móti apartheid GENF 2/4. — Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti i dag drög að sátt- mála sem mundi gera kyn- þáttaaðskilnað, apartheid, ólögmætan og refsiverðan að alþjóðalögum, ef hann hlýtur samþykki allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Drögin að sáttmálanum hlutu 21 atkvæði, en tvö riki voru á móti, Bandarikin og Bretland,á þeim forsendum að sáttmálinn væri óraunhæfur. 5 Evrópulönd sátu hjá. Prestsefni fyrirlíta kosningar Frá Félagi guðfræðinema hefur blaðinu borizt áskornn til kirkjumálaráðherra um að leggja nú þegar fram tillögur kirkjuþinga úm nýtt kosninga- fyrirkomulag við prestskosn- ingar. Prestsefnin hóta að hætta námi verði þetta ekki gert og lýsa megnustu fyrirlitningu á núverandi fyrirkomulagi kosninga. Askorunin er undirrituð af 33 prestsefnum. Varla kemur neitt gott út úr viðrœðum þeirra Thieu og Nixons Bandaríkin tilbúin til loftárása á ný Samningaviðrœður innan S-Víetnams í strandi vegna hernaðarátaka WASHINGTON SAIGON 2/4. — Thieu, forseti í Suöur-Víetnam fyrir náö Bandarikjanna, er nú staddur i heimsókn hjá Nixon verndara sínum og herra. Ræöast þeir viö í dag og á morgun og er aö vænta tilkynningr um niöurstöður að henni lokinni. Hvað sem í henni verður sagt, er það skoðun fréttaskýrenda, að Nixon muni fullvissa Thieu um það, að Bandarikjastjórn sé reiðu- búin til að hef ja loftárásirá ný i Vietnam, ef norður- víetnamskt herlið sækir á ný inn i Suður-Víernam (les: ef Thieu telur valda- stööu sinni ógnað af frelsis- hreyfingum fólksins). Þetta kemur heim við ummæli Richardson hermálaráðherra Bandarikjanna i sjónvarpi á sunnudag, að fleiri brot á vopna- hléssamningum af hálfu Norður- Vietnama geti leitt til lofthernað- ar i Vietnam af hálfu Bandarikjanna. Vitaðerað þeir Nixon og Thieu tnunu ræða möguleika á auknum rternaðarlegum og efnahagsleg- um stuðningi Bandarikjanna við Saigon-stjörnina. En að réttu lagi búndur vopnahléssamningurinn hlendur Bandarikjastjórnar i þþssu efni, vopnaafhending til si^ðurvietnamska• hersins á ekki afo fara yfir 1,9 milj. dollara 1973- 74. Siðasta bandariska striðs- fanganum i Vietnam var sleppt á sunnudag, og þar með hefur Bandarikjastjórn miklu frfara spil i Vietnam að þvi er mörgum vinnst. Hanoi-stjórnin hefur visað á bug ásökunum fvrrverandi bandariskra striðsfanga um illa meðferð, og heldur hún þvi fram að bandarisk yfirvöld standi á bak við slikar frásagnir. Ógni þetta sambúðinni milli Bandarikjanna og Norður-Viet- nam, enda sé þvi ætlað að hafa áhrif á bandarisku þjóðina svo að hún sætti sig við áfram- haldandi spennu. Leikkonan Jane F'onda hefur brugðið þeim striðs- föngum um lygi sem segjast hafa verið pyntaðir. Norður-vietnamska fréttastof- an heldur þvi fram að Bandarikjamann hafi hvað eftir annað rofið lofthelgi N.-Viet- nams að undanförnu og þannig brotið gegn vopnahléssamning- um. Samningaumleitanir milli þjóðfrelsisfylkingarinnar og Saigon-stjórnarinnar hafa Framhald á bls. 15. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hernaðarbandalög og stórveldastefna Fimmtudagsfundur Alþýðubandalagsins að þessu sinni snýst um hernaðarbandalög og stór- veldastefnu. Frummælandi er Loftur Guttorms- son, sagnfræðingur. Fundurinn er að Grettisgötu 3 og hefst klukkan 20:30. Loftur Fjölsóttir fundir Alþýðubandalagsins Þcir voru f jölsóttir fundirnir scm Alþýðubandalagið efndi til á Akureyri og Húsavik um helgina. Mikil stcmning var á fundunum og áhugi meðmeðal fundarmanna. Kom fram á þessum fundum að staðan i landhelgismálinu er mjög sterk og ennfremur að Alþýðubandalagið er i sókn uin allt land. Á fundinum töl- uðu Ragnar Arnalds. Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Myndin er af hluta fundar- manna á fundinum á HUsavik. Klippti á báða togvírana Um klukkan 4 í gær skar varðskip á báða togvíra brezka togarans Ross Riso- lution GY-527, sem var að veiðum 35,5 sjómílur fyrir inna 50-mílna mörkin suð- austur af Hvalbak. Um 20 brezkir togarar eru á þessu svæði og þrir ísienzkir skut- togarar. Nokkur fjöldi netabáta er grynnra. 1 gærmorgun var það algengt út af Hvalbak, að brezku togararnir drægju á eftir sér tunnu, ýmist i vir eða kaðli, en siðar i gær voru flestir togararnir búnir aö gefast upp á þessu tiltæki. Sennilega hefur hér verið um að ræða ein- hverjar varnir fyrir klippum varðskipanna. Ekki er nákvæmar upplýsingar fyrir hendi um fjölda erl. togara við landið, en vitað er um rum- lega 50 brezka og 20 v-þýzka togara að veiðum. — úþ. Stórbruni á ísa firði Um klukkan átta á sunnudags- morguninn kviknaði i vöru- skemmu Kaupfélagsins á tsa- firði. Brann skemman og allt sem i henni var. Ókunnugt er um elds- upptök. Tjónið meta kaupfélags- ntenn á að minnsta kosti 10 miljónir. Fréttaritari Þjóðviljans á Isa- firði, Gisli Hjartarson, sagði að skemman hefði orðið alelda um leið og eldurinn kom upp um 8- leytið um morguninn. Húsið eru bárujárnsklætt timburhús, afgamalt, sagði Gisli, en skipt var um raflagnir i þvi i fyrra, og talið óliklegt að kviknað hafi i út frá rafmagni. Það. var ekki fyrr en undir há- degi, að eldurinn varð viðráðan- legur, en þá var húsið mjög brunnið og þakið fallið niður. Þrir bilar slökkviliðsins unnu að slökkvistarfinu. Skemman a-tarna var aðal- birgðaskemma kaupfélagsins, en i henni var geymt meðal annars allt það sem afgreitt var til bænda, einnig oliubirgðir kaupfé- lagsins. Aðeins norðanandvari var á þegar bruninn varð, en svo mikið var reykjarkófið, að hafnar- verkamenn, sem unnu um borð i Heklu, urðu að hætta vinnu vegna reyksins. Fjarlægðin frá skemm- unni og niður að bryggju er um 6—700 metrar. — Ef vindur hefði verið af gagnstæðri átt, sagði Gisli, það er að segja út fjörðinn, þá má búast við að allur miðbærinn hefði brunnið, en i honum er mikið af stórum gömlum timburhúsum. Og ekki hefði þurft snarpari vind til en þann sem á var. Glóð var i rústunum fram á nótt og vakt á brunastað þar til klukk- an 4 að morgni. —úþ Utvarpsumræður 12. þ.m. Akveðið hefur verið að útvarpa stjórnmálaumræðum frá alþingi 12. april. Umræðan hefst kt. 20. Hver flokkur hefur til uinráða 30 mlnútur i tveim umferðum. Þá fær Bjarni Guðnason 15 mfnútur I lok fyrri umferðar. Röð flokkanna er sem hér seg- ir: Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Samíök frjálslyndra og loks Framsóknar- flokkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.