Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 7
Sjóðir iðnaðarins efldir: Föstudagur 6. aprfl. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 7 Aukið fjármagn til iðnlána og iðnrekstrarsj óða Með breytingarti llögu sem iðnaða rráðherra Magnús Kjartansson lagði fram á alþingi í gær um fjárframlag á þessu ári úr ríkissjóði til iðnrekstrar- sjóðs er gert ráð fyrir að iðnaðurinn fái 50 milj. kr. meira til ráðstöfunar úr rekstrarsjóði sínum á þessu ári en ella hefði verið. Þá var í gær lagt fram stjórnarfrumvarp á alþingi sem gerir ráð fyrir að iðn- lánasjóðsgjaldiðá þessuári nemi um 69 milj. kr. og að framlag ríkissjóðs i Iðnlánasjóð hækki úr 15 milj. kr. i 50 milj. kr. á þessu ári — Þannig að staða Iðniánasjóðs batni um 49 milj. kr. á þessu ári. 1 gær kom fram á alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð sem gerir ráð fyrir þvi, að fjármagn það aukist sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar. t fyrsta lagi er lagt til i frum- varpi þessu að iðnlánasjóðsgjald það sem lagt er á sama gjaldstofn og aðstöðugjald hækki úr 0,4% i 0,5% eða um fimmtung. t öðru lagi er svo lagt til að sér- AK Fjöldi lánsbeiðna Upphæð lánsbeiðna Afgreidd lán * stakt framlag rikisins i Iðnlána- sjóð á þessu ári hækki úr 15 milj. kr. i 50 milj. kr. eða um 35 milj. kr. Breytingum þessum er ætlað að stuðla að eflingu Iðnlánasjóðs. Iðnlánasjóðsgjaldið nam fyrst er það var lagt á 4,2 milj. kr. en á siðasta ári nam gjaldið 51,5 milj. kr. Samanlagt frá upphafi hefur gjaldið numið 253 milj. kr., en höfuðstóll Iðnlánasjóðs nam 459,4 milj. kr. 31. des. sl. 1 greinargerð með stjórnar- frumvarpinu kemur fram hversu eftirspurn lána úr Iönlánasjóði hefur verið háttað á undanförn- um árum: 1971 1972 1973 231 250 290 327mkr 419mkr 665mkr 127mkr 176mkr I58mkr Ný höfn við Suðurströnd (Taflan fyrir 1973 er miðuð við lánsbeiðnir i byrjun marz 1973. en eftir venju er umsóknarfrestur þá liðinn.) Framhald á bls. 15. þingmenn Suðurlands leggja fram frumvarp Allir þingmenn Suðurlands kjördæmis hafa sameiginlegf lagt fram á aiþingi þingsályktun artiliögu um nthugun á staðsetn ingu nýrrar hafnar á suðurströnc landsins. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta nú þegar hefja athugun á staðsetningu nýrrar hafnar á suðurströnd landsins á svæðinu frá Dyrhólaey og vestur um. Athuguninni verði hraðað eins og kostur er á, sérstaklega með tilliti til þess, ef svo kynni að fara, að höfnin i Vestmannaeyj- um og hafnarstæði þar færi for- görðum af völdum eldgossins. Til að framkvæmda athugunina skal samgönguráðuneytið skipa nefnd sex manna. Skal einn til- nefndur af Hafnamálastofnun rikisins, einn af skipulagsstjórn rikisins, einn af Útvegsbændafé- lagi Vestmannaeyja, einn sam- eiginlega af samtökum sjómanna og verkalýðsfélögunum i Vest- mannaeyjum, einn af bæjarstjórn Vestmannaeyja, og enn fremur skal samgönguráðuneytið skipa einn mann i nefndina án tilnefn- ingar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Nefndin skal skila áliti svo fljótt sem við verður komið”. Svava Jakobsdóttir: Breytt heimilis- hj álp í viðlögum Svava Jakobsdóttir flytur á al- þingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um heimilishjálp i viðlögum. Mælti þingmaðurinn fyrir frumvarpi sinu ! neðri deild i gær og var þvi, án ágreinings, visað til 2. umræðu. t greinargerð með frumvarpinu segir Svava: Að styrkja heimilisuppeldið með samfélagslegum þætti — dagheimilismálin komin til neðri deildar t fyrradag kom til uinræðu i neðri deild frumvarp ríkisstjórn- arinnar um hlutdeild rikisins I byggingar- og reksturskostnaði dagheimila og leikskóla, en efri deild hefur þegar afgreitt frum- varpið. Magnús Torfi ólafssonmennta- málaráðherra mælti fyrir frum- varpinu. Hann sagði, að nú væri ekki lengur um það deilt eins og áður var, að slikar stofnanir hafi mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna i þjóðfélaginu. Félagsleg og þjóðhagsleg þýðing slikra stofnana fer stöðugt vaxandi. Með frumvarpinu er mótuð sú framtiðarstefna, að öll börn i þéttbýli eigi þess kost að njóta um einhvern tima fyrir skólaskyidu- aldur dvalar á dagheimili eða i leikskóla hálfan eða heilan dag- inn. Tilgangurinn er að styrkja heimilisuppeldið með samfélags- legum þætti. Ráðherrann minnti á að jafn- rétti kynjanna verður ekki komið á, nema þáttur dagheimila og leikskóla verði stóraukinn. Ætlunin væri að tryggja, að báðir foreldrar ættu þess kost að stunda atvinnu eða nám utan heimilis, og stuðla jafnframt að heppilegum uppeldisáhrifum á börnin. Svava Jakobsdóttir kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu ráðherra og lýsti ánægju sinni yfir þvi, að frumvarpið hefði nú verið af - greitt frá efri deild án þess að meginstefnu þess hafi verið rask- að. Svava sagði, að nefndin sem vann að undirbúningi þessa frum- varps hafi orðið vör við mikinn áhuga sveitarfélaga úti á landi fyrir þvi, að helztu efnisatriði frumvarpsins yrðu lögfest. 1 kaupstöðum og þorpum úti á landi er atvinnulifi viða þannig háttað, að þörfin fyrir vinnuafl kvennanna úti i atvinnulifinu er mjög brýn. A mörgum slfkum stöðum væri bygging og rekstur dagheimila eða leikskóla dag- skrármál. Um þá afstöðu Sambands is- lenzkra sveitarfélaga, að rikið ætti eingöngu að eiga þátt i bygg- ingu en ekki i rekstri slikra fé- laga, sagði Svava, að frumvarpið miðaði ekki að þvi á nokkurn hátt að taka frumkvæði af sveitarfé- lögunum. —- Það eru sveitarfélög- in sjálf, sem eiga að hafa frum- kvæðið að þvi að ákveða, hvort reisa á dagheimili, og um rekstur þeirra, en sækja siðan um styrk til rikisins. Sveitarfélögin geta Framhald á bls. 15. ,,Lög um heimilishjálp i viðlög- um, nr. 10 frá 25. jan. 1952, voru sett til þess að aðstoða heimili, er húsmóðir gat ekki sinnt heimilis- störfum vegna veikinda eða ann- arra skyldra orsaka. Skv. skiln- ingi laganna mun atvinna hús- móður utan heimilis — eða ein- stæðs föður — ekki tryggja rétt til hjálpar skv. lögunum, þegar börn eða aðrir, sem kunna að vera á framfæri heimilisins, veikjast og þurfa umönnunar við. Þegar iög um heimilishjálp i viðlögum voru sett, kom fram i umræðum á Alþingi, að slik hjálp ætti að tryggja, að heimilishættir röskuðust sem minnst, þótt hús- móðurinnar nyti ekki við um stundarsakir, að börn, aldraðir og sjúklingar, sem á heimilinu væru, fengju eftir sem áður nauðsyn- lega umönnun og að fyrirvinnan þyrfti ekki að leggja niður vinnu til að taka að sér heimilisstörfin. Móðir, sem sér sjálfri sér og börnum sinúm farboða með starfi sinu utan heimilis, stendur oft frammi fyrir þvi að verða að biðja um leyfi frá störfum vegna veikinda barna sinna. Oft er hún af þeim ástæðum dæmdur lélegur vinnukraftur og býr við skert nt- vinnuöryggi af þeim sökum. Ein- stæðum feðrum, sem haida heim- ili fyrir börn sin, fer einnig fjölg- andi, og ætti réttur til heimilis- hjálpar einnig aö standa þeim til boða, er veikindi steðja að heimil- inu. Það er skoðun flm., að tima- bært sé að breyta lögum um heimilishjálp á þann veg, sem að ofan greinir, til þess að tryggja sem bezt umönnun veikra barna eða annarra, sem eru i umsjá húsráðanda, og atvinnuöryggi húsráðenda sjálfra. Sanngjarnt virðist að heimilishjálp nái til allra, er þurfa hennar við, án til- lits til hjúskaparstéttar eða kyn- ferðis fyrirvinnunnar. Lögð skal áherzla á, að ekki er átt við veikindi á heimilum, þar sem heimilishjúkrunar er þörf. Ætti þvi ekki að þurfa að breyta i neinu þeim kröfum, sem nú eru gerðar til þess starfsfólks, sem vinnur á vegum heimilishjálpar sveitarfélaga”. Stjórnarfrumvarp á alþingi: Bætt verði staða Fiskveiðasjóðs i gær kom fram á aiþingi frumvarp frá ríkisstjórninni sem gerir ráð fyrir eflingu Fiskveiðasjóðs frá þvi sem nú er. Fjáröflun til Fiskveiðasjóðs er nú-annig háttað.að rikis- sjóður greiðir árlega 35 milj.kr. en auk þess rennur til sjóðsins hluti af útflutnings- gjöldum af sjávarafurðum. Nam hin siðarnefnda upphæð- in 49 milj. kr. á sl. ári. Loks renna i sjóðinn vextir af lán- um og öðrum kröfum, og var þar um að ræða 260 milj. kr. á sl. ári. Nú er gert ráð fyrir þvl, að hluti sjóösins af útflutningi sjávarafurða lækki I 9,4% af útflutningsgjöldunum úr 11,4%. Þannig hefur dregið nokkuð úr fjármagni til sjóðs- ins^ Á hinn bóginn hafa verk- efni sjóðsins aukizt mjög, og ber þar hæst tvö stórverkefni. 1 fyrsta lagi er um að ræða endurnýjun skipaflotans, einkum togaraflotans, sem nú stendur yfir, en hitt er endur- nýjun hraðfrystihúsanna. Með tilliti til aiis þessa er lagt til að auka fjáröflun til sjóðsins.- Gert er ráð fyrir að verðmætí útfluttra sjávarafurða nemi 15—16 miljörðum króna á þessu ári, en á timabilinu frá 1. júli til áramóta nemi þetta 5,5 miljörðum króna. Nú er gert ráð fyrir með frumvarp- inu að 1% af fobverði útfluttra sjávarafurða (öðrum en þeim sem koma af hval- sel- og hrognkelsaveiðum) renni til Fiskveiðasjóðsins, og sam- svarar það ásamt auknu framlagi rikissjóðs 110 milj.kr. á þessu ári. Ef reikn- að er með 10% aukningu út- flutningsverðmætis' sjávaraf- LÁNVEITINGAR ÁRIÐ 1972 urða á næsta ári, munu tekjur sjóðsins aukast um 330—350 milj.kr., enda væri helmingur framlaganna úr rikissjóði. Hér á siðunni er birt yfirlit yfir lánveitingar Fiskveiða- sjóðs á sl. ári. i. Fiskiskip: ;i) Innlcnd skipasmjði fí)1 lán) ........................ kr. 538 420 434.00 h) Erlend skip (8 lán) ................................... — 181 664571.00 c) Gcngisjöfnunarlán (36 lán) ............................ 13 463 000.00 (1) VrÖgcrðir skipa, lækjalán o. II. (170 lán) ........... 198 740 179.00 II. Fasteignalán: a) Hraðfryslihús (30 lán) ................................ — 213 235 000.00 h) Síldar- og fiskimjölsverksiniðjur (1 lán) ............. — 3 300 000.00 c) Aðrar vinnsluslöðvar (32 lán ) ....................... 86 340 000.00 d) Skipasmiðaslöðvar (4 lán) ............................. -— 20 200 000.00 e) Verbúðir o. fl. (4 lán) .............................,. — 7 880 000.00 III. Bráðabirgðalán .......................................... -— 470 099.30 Samtals kr, 1 263 713 283.30 Edri lán endurlánuð, þ. e. sameinuð nýjum lánum .......... kr. 6 080 000.00 Afleidd lán (6 lán) ...................................... kr. 6 050 248.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.