Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. aprfl 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
neitt á meðan og hleypa engum
inn. Rödd hans lét hvorki i ljós
áhyggjur né von. Hann var al-
vanur harmleikjum annarra.
Andy hafði búizt við ákafri samúð
og hluttekningu. Hann fékk ekki
annað en ópersónulegt kerfi, sem
þokaðist hægt á stað.
Hann leit á klukkuna og velti
fyrir sér hve langan tima það tæki
að fá hjólin til að snúast og hann
hugsaði lika um það, hve langur
timi væri þegar liðinn. Kannski
klukkustund eða meira. Nægur
timi til að fara með son hans út úr
borginni, jafnvel úr landi.
Mexikönsku landamærin voru
aðeins nokkrum kilómetrum
sunnar. Hvaða möguleika höfðu
þeir að vinna upp þetta mikla for-
skot.
Lissa gekk um stofuna og leit
inn i skápa og bakvið húsgögn,
rétt eins og hún héldi að barnið
hefði verið falið einhvers staðar
og þvi alls ekki rænt. — Ég get
ekki trúað þessu. Það er ómögu-
legt. Svona lagað getur ekki
gerzt.
Og þannig var þeim öllum
innanbrjósts, hugsaði Andy .
Vælur ýlfruðu. Hópur af
einkennisklæddum lögregluþjón-
um ruddist inn i herbergjasam-
stæðuna, eins og hún væri óvina-
svæði, og á eftir komu
rannsóknarlögreglumenn og
tæknimenn. Fyrir þeim fór full-
Skákþraut
No. 19.
Þessi staða kom upp i skák
þeirra Lee og Ribero i Siegen.
Svartur leikur og vinnur.
Lausn á dæmi no. 18.
1. . . . Hxf3 2. DxH Bxg4 3. Dfl
Dd4 4. Kh2 BxH 5. DxB Df2 og
hvitur gafst upp.
trúinn sem Andy hafði talað við i
simann. Hann hét Bonner, var
rauðbirkinn maður með tungl-
andlit og stöðugan tortryggnis-
svip.
11
Hann snuðraði um i her-
bergjunum eins og geðillur
hundur, krotaði hjá sér og sagði
fátt, en undirmenn hans
rannsökuðu og skrifuðu hjá sér
hinar áþreifanlegu sannanir fyrir
glæpnum. Þeir komu og fóru,
menn með hörkuleg andlit, sem
skeyttu litið um Paxton-klikuna,
og reyndar lika likið af Doree
Ruick, sem lá ósnert og beið
komu læknisins. Þetta var eins og
færiband. Hver starfsmaður hafði
sitt eigið verkefni og sinnti þvi án
tillits til rannsóknarinnar sem
heild.
Stöðugur ys var á ganginum
fyrir framan. Blaðamenn og ljós-
myndarar höfðu elt lögregluna á
hótelið. 1 hvert sinn sem dyrnar
voru opnaðar, ruddust þeir að
eins og flóöalda og spurningar
þeirra voru háværar eins og
brimhljóð. Þeir fengu ekki að
fara inn i ibúðina og tvivegis fór
Bonner fram til að þagga niður i
þeim.
Andy fylgdist kviðafullur með
úr stofuhorninu, þar sem honum
og fólki hans hafði verið komið
fyrir. Nú var málið komið i
hendur hins opinbera og hann
reyndi eftir megni að halda lifi i
þeim vonarneista, að einhvern
veginn gerðist kraftaverk og
sonur hans kæmi til baka. Honum
leizt ekki meira en svo á Bonner.
Maðurinn virtist kunna til verka,
en það var eins og hann væri
dálitið úti að aka, þegar svona al-
varlegur glæpur var annars
vegar.
Þegar Bonner kom inn eftir
siðara samtal sitt við frétta-
mennina, sagði hann við Andy: —
Þeir gera mann vitlausan, þessir
náungar. Þeir vilja fá yfirlýsingu
frá yður, herra Paxton.
— Eg hef ekkert við þá að tala.
— Eruð þér ekki þessi söngvari
úr sjónvarpinu? Dóttir min er
með yður á heilanum. 1 svip
Bonners var samblánd af
hrifningu yfir þvi að vera i návist
frægra manna og gremju yfir þvi
að þurfa að leysa úr vandamálum
þeirra. — Ég sé aldrei sjónvarp
sjálfur. Má ekki vera að þvi.
Andy gat ekki imyndað sér
hvað smekkur Bonners kom
þessu máli við. Hann gaut augun-
um til Lissu. Hún starði bænar-
augum á Bonner, varir hennar
voru aðskildar og það var eins og
hún vænti þess að hann töfraði
týnda barnið fram úr ermi sér.
Bake var enn eins og lamaður af
sinni eigin sorg og virtist ekki
heyra neitt.Hub einum virtist likt
innanbrjósts og Andy. Svipur
hans var beisklegur. Hann hafði
hlotið reynslu sina i starfi hjá
lögreglunni á stærri og nýtizku-
legri lögreglustöð.
— Lögreglufulltrúi, hafið þér
fundið nokkuð — sönnunargögn
eða eitthvað sem gæti orðið til
visbendingar? spurði Andy.
— Mig langar til að þér segið
aftur frá öllu saman, sagði
Bonner án þess að svara
spurningunni. Andy endurtók
sögu sina og reyndi að sleppa
engu sem kynni að hafa einhverja
þýðingu. Bonner hlustaði með
hörkusvip. — Hvað varð um
þennan miða, sem þér eruð alltaf
að tala um.
— Einn af mönnum yðar tók
hann. Þessi hattlausi þarna.
Bonner hrópaði til mannsins að
hann ætti að koma með ræningja-
bréfið. Þegar hann var búinn að
lesa það, sagði hann: — Það
vantar neðan á það.
— Það er mér að kenna, sagði
Andy. — Ég reif neðstu linuna af.
— Látum okkur sjá. Bonner
rétti fram stóran hramminn.
— Ég held það sé réttara að ég
haldi henni sjálfur. Það var lykil-
orð, sem ræningjarnir ætla að
nota þegar þeir setja sig i sam-
band við mig — svo að ég viti að
þeir eru hinir réttu.
— Það er i lagi. Ég skal ekki
segja það neinum.
Andy fór að hugsa um, náið
samstarf Bonners við frétta-
mennina og var ekki sannfærður.
— Mér þykir það leitt, en ég get
ekki átt neitt á hættu. Lif sonar
mins gæti verið undir þvi komið.
— Heyrið mig nú. . .
Bonner þagnaði, þegar
hann mundi eftir þvi að
þetta var ekki néinn venjulegur
borgari. Andy Páxton var frægur
maður og frægir menn þekktu oft
áhrifamikla pólitikusa, menn i
æðstu stöðum. Hann gerði rödd
sina sannfærandi. — Þér farið
ekki að liggja á sönnunargögnum,
herra Paxton? Ég hef rétt til að
sjá þetta.
— Ekki án dómsúrskurðar,
greip Hub fram i.
— Og hvaða náungi er þetta?
Ég heyrði ekki nafnið.
— öryggisvörður minn.
Hubbard Wiley.
— öryggisvörður, það er aldrei
titill á lifverði.
—- Sú var tiðin að ég hafði
annan titil, sagði Hub bliðlega. —
Rannsóknarfulltrúi hjá
lögreglunni i Los Angeles.
Bonner leit á hann eins og
biskup sem horfir á trúvilltan
prest. — Fyrrverandi lögga, sagði
hann bitur i bragði. — Þeir gerast
ekki öllu verri.
— Herra Paxton er lika fyrr-
verandi lögreglumaður.
Bonner fann ekkert svar við
þessu. Loks muldraði hann: —
Þetta mál ætti þá að verða auð-
leyst með öllum þessum hæfileik-
um. Hann sneri sér að Lissu. —
Þér eruð kannski samstarfs-
fúsari. Ég býst við að þér hafið að
minnsta kosti áhuga á að fá
barnið yðar aftur?
— Ójá, sagði hún, — ég vil endi-
lega hjálpa. Læknir var að gera
að sárum hennar.
— Segið mér allt sem þér hafiö
séð og gert — frá upphafi.
Lissa hlýddi. Vegna reynslu
sinnar sem leikkona sagði hún
söguna vel. Alltof vel, hugsaði
Andy, meðan hann horfði á hana,
hún lifði þetta eiginlega allt upp
aftur. Hann lagði róandi hönd á
mjöðm hennar. Hún tók ekki eftir
þvi. örsmáar svitaperlur voru
um allt andlit hennar.
—■ Agætt, sagði Bonner þegar
hún hafði lokið frásögn sinni. —
Segið mér meira frá bréfinu. Það
lá i vöggunni, segið þér. Þér hafið
auðvitað lesið það.
Andy vissi hver næsta spurning
yrði. Hann sagði aðvarandi:
Lissa...
— Ef þér gripið fram í, þá yfir-
heyri ég konu yðar i einrúmi,
sagði Bonner við hann. Hann leit
Föstudagur 6. apríl.
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Baldur Pálmason les
fyrri hluta sögunnar
„Millu” eftir Selmu
Lagerlöf i þýðingu Einars
Guðmundssonar.
Tilkynningar kl. 9.30.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög
á milli liða. Spjallaö við
bændurkl. 10.05. Tónlistar-
saga kl. 10.25: (endurt.
þáttur A.H.S.) Fréttir kl.
11.00 Fimmti og siðasti
dagur búnaðarviku: a.
Verðlags- og framleiðslu-
mál landbúnaðarins:
Gunnar Guðbjartsson form.
Stéttarsambands bænda
flytur erindi. b. Umræðu-
þáttur um framleiðslu- og
verðlagsmálin. Þátt-
takendur: Guðmundur
Sigþórsson búnaðarhagfr.,
Gunnar Guðbjartsson bóndi
og Guðmundur Þorsteins-
son bóndi. Stjórnandi: Arni
Jónasson fulltrúi.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
k 13.15 Með sinu lagi Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.15 Búnaðarþáttur (endur-
tekinn) óli Valur Hansson
ráðunautur talar um klipp-
ingu trjáa og runna.
14.30 Siðdegissagan: „Lifs-
orrustan” cftir óskar Aðal-
steinGunnar Stefánsson les
(9).
15.00 Miðdegistónleikar
Maureen Forrester syngur
„Ariadne auf Naxos”,
kantötu eftir Haydn. John
Newmark leikur á pianó.
Blásarasveitin i Filadelfiu
leikur Kvartett nr. 4 i B-dúr
eftir Rossini. Kammer-
hljómsveitin i Slóvakiu
leikur Concerto Grosso op. 6
eftir Corelli: Bohdan
Warchal stj.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
16.25 Popphornið
17.10 Þjóðlög frá ýmsum
löndum
17.40 Tónlistartlmi barnanna
Sigriður Pálmadóttir sér
um timann.
18.00 Eyjapistill. Bænarorö.
Tonleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Þingsjá Ingólfur
Kristjánsson sér um
þáttinn,
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i
lláskólabiói kvöldið áður.
Stjornandi: V la dimIr
Asjkenazý Einleikari á
pianó: Misha Dichter frá
Bandarikjunum a. Pianó-
konsert nr. 2 i B-dúr op. 83
eftir Johannes Brahms. b.
Sinfónia nr. 5 i e-moll op. 64
eftir Pjotr Tsjaikovský.
21.45 Um siglingu á
l.agarfljótsós. Gisli
Kristjánsson ritstjóri talar
við Þorstein Sigfússon
bónda á Sandbrekku.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passiusálma (40).
22.25 Útvarpssagan:
„Ofvitinn” eftir Þorbcrg
Þórðarson Þorsteinn
Hannesson les (25).
22.55 Létt inúsik á siðkvöldi
Flytjendur: Gracie Fields,
Count Basie og hljómsveit
hans, André Previn og Russ
Freeman.
23.50 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
CFTF
20.00 Fréttir.
20.25 Vcður og auglýsingar.
20.30 Karlar i krapinu. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
21.20 Sjónaukinn. Umræðu-og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni.
22.05 P.G. & E. Upptaka, sem
gerð var i Stokkhólmi i
fyrrasumar, þegar popp-
hljómsveitin Pacific Gas &
Electric kom þar við á tðn-
leikaferð sinni um Evrópu.
Hljómsveitina skipa fjórir
menn, og einn þeirra er
söngvarinn vinsæli Charlie
Allen. Tveir sjónvarpsþætt-
ir voru gerðir með hljóm-
sveitinni i Stokkhólmi, og er
þessi hinn fyrri. (Nordvis-
ion).
22.35 IJagskrárlok.
PIERPONT-úrin
manns-
úr af
mörgum
gerðum
og verð-
um.
KORNELÍUS JÓNSSON
úrsmiður
Skólavörðustíg 8, sími 18588,
Bankastræti 6, sími 18600.
handa þeim, sem
gera kröfur um
endingu, nákvæmni
og fallegt
útlit.
Kven- oq
karl-