Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 16
DIÚDVIUINN Almennar upplýsingar u» læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Föstudagur 6. april. 1973 Kvöld- nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúöanna i Reykjavik vikuna 30. marz til 5. april i L a u g vegsapótek . o g Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverrujarstöðinni. Simi 21230. Lögregla ræðst á verk' fallsmenn Barcelona 5/4. — Þúsundir verkamanna i Barcelona Spáni geröu verkfall i hálfa aðra klukkustund I gær til þess að mótmæla hrottaskap lög- reglunnar, sem skaut einn verkamann tii bana s.l. þriðjudag. Þann dag geröu verkamenn verkfall til þess að leggja áherzlu á kröfur sinar um hærri laun og styttri vinnu- tima. Lögreglan hóf skothrið á verkamennina og felldi einn þeirra,_____________ Verkfalls- alda í Finnlandi Helsinki 5/4. — Verkfallsalda gekk yfir Finnland i dag. Mörg skæruverkföll voru háð, og fleiri eru boðuð á föstudag. Um 100 þúsund bygginga- verkamenn lögðu niður vinnu i 8 stundir, og lömuðust við það allar byggingaframkvæmdir i landinu. Byggingamenn vildu knýja fram hraðari samn- ingaviðræður um kaup og kjör. Um 26 þús. málmiðn- aðarmenn og hafnarverka- menn i Kotka tóku þátt i verk- föllunum. Skæruliðar þjarma að stjórnarhernum i Kambodiu! Öllum leiðum til Phnom Pehn lokað Phnom Pehn 5/4. — Skæruliðar í Kambódíu hafa nú höfuðborgina Phnom Pehn í algjöru um sátri. Stjórnarhersveitun- um hefur ekki tekizt að rjúfa umsátrið þrátt fyrir öflugan stuðning banda- ríska flughersins, sem gerir látlausar árásir á stöðvar skæruliða. Birgðir vopna eru á þrotum i höfuðborginni. 1 kvöld var skipa- lest á leið upp Mekong-fljótið og ætlaði hún að freista þess að komast til Phnom Pehn i skjóli bandariskra flugvéla. Þaö eru skæruliðar hliðhollir Shianuk, fyrrum þjóðhöfðingja landsins, sem svo mjög þjarma að stjórnarhernum. Bandarikja- menn hafa undanfarið stóraukið loftárásir sinar á stöðvar skæru- liða. og beita m.a. risasprengju- þotum af B-52 gerð. Mikill hluti Mekong-fljótsins er undir yfirráðum skæruliða. og stjórnarherinn hefur ekki getað notað flutningaleiðina siðustu 9 dagana. Stjórnin i Phnom Pehn hefur lýst yfir neyðarástandi i öllu landinu. 1 Washington er tilkynnt borgarinnar i þvi skyni að lengja að Bandarikjastjórn hafi i hyggju lifdaga stjórnar Lon Nols hers- að koma á loftbrú svokallaðri til höfðingja Meö kampavin i nesti. Þetta er einn siðasti bandariski hermaðurinn sem yfirgaf Saigon og veifar hann kampavinsflösku, sem hann hafði með sér i nesti. En eftir að Bandarikjamenn urðu að hætta hernaöarað- geröum i Vietnam samkvæmt friðarsamningunum, hafa þeir stóraukið hernaöarihlutun sina i Kambódiu. Frumvarpið um fangelsismál: „Slíka byggingu vildu menn ekki sjá rísa hér” — sagði Svava Jakobsdóttir um álit sérfróðra aðila á stóru rikisfangelsi. Talsverðar breytingar gerðar á fangelsisfrumvarpinu Stjórnarfrumvarpiö um fang- elsi og vinnuhæli var til 2. og 3. umræðu i neöri deild I gær. Gerði Svava Jakobsdóttir grein fyrir þeim breytingum sem nú er lagt Þingnefndin sem fjallaði um tilaðverðiá frumvarpinu. Er þar málið kallaði á sinn fund nokkra i ýmsum greinum um þýöingar- aðila til ráðslags um frumvarpið. miklar lagfæringar aö ræða. Þessum aðilum var öllum mestur TREYSTIR AÐ NIXON STANDI VIÐ LOFORÐIÐ Stokkhólmi 5/4 —• Fullyrðingar Kínverja aö Sovétrikin ógni Kína eru uppspuni frá rótum, sagði Kosygin á blaðamanna- fundi, sem hann hélt i Stokkhlmi í dag, við lok heimsóknar til Svíþjóðar. Kosygin sagði ennfremur að hann treysti þvi að Nixon stæði við friðarsáttmálann um Vietnam. Kosygin ræddi við blaðamenn i 20 minútur um alþjóðamálefni, m.a. ástandið við botn Miðjarðarhafs. Hann sagði að deilur Israels og Arabarikj- anna væru einhver alvarlegasta ógnunin við heimsfriðinn og lagði áherzlu á að árásarstefna ísraels væri óþolandi. — Við vorum samt meðal þeirra sem studdu stofnun israelsrikis, og við erum enn þeirrar skoðunar að israel eigi að standa sem riki og fá tryggingu fyrir sjálfstæði sinu, ” i rriorgun undirrituðu þeir Kosygin og Olof Palme forsætis- ráðherra þrjá samninga um sam- skipti rikjanna á árunum 1973 og 1974. þyrnir I augum bygging 100 manna rikisfangelsis sem frum- varpiögerði ráö fyrir. Slikt stór- hýsi vildu menn ekki sjá risa hér, sagði Svava I ræðu sinni, en telja smærri og fámennari vinnuhæli eða fangelsiseiningar bæði mannúðlegri og heppilegri. 1 samræmi við þetta er nú flutt breytingartillaga, þar sem gerð er ráð fyrir að skipting rikis- fangelsis I sjálfstæðar einingar verði reglugerðaratriði. Hjá tilkvöddum aðilum kom og fram andstaða við deildaskipt- ingu rlkisfangelsis, þó sérfróðir aðilar væru ekki að öllu leyti sammála. Taldi Hildigunnur Ölafsdóttir að sú deildaskipting sem gert er ráð fyrir I frumvarp- inu hafi sætt rökstuddri gagnrýni I nágrannalöndunum. Ennfremur taldi Hildigunnur vafasamt að flokka fanga eftir aldri. En aðrir voru öndverðrar skoðunar? og treysti nefndin sér þvi ekki til að breyta til frá frumvarpinu. Kvaðst Svava nefna þetta atriði til þess að gagnrýna að ekki hefðu verið kallaðir á vettvang sérfróð- ir aðilar þegar frumvarpið var samið I upphafi. Framhald á bls. 15. Island fiutti tiliögu um landhelgismál í New York Gils Guðmundsson, forseti neðri deildar al- þingis, kom heim í gær frá undirbúningsfundi fyrir hafsbotnsráðstefnu sem haldinn var í New York, en þar flutti Island tillögu í gær þess efnis að strandríki beri einhliða réttur til útfærslu land- helgi. Hans G. Andersen mælti fyrir tillögu Is- lands í gærmorgun. Sagði Gils I viðtali við blað- ið, að i tillögunni fælist, að strandriki beri einhliða réttur til að ákveða sina eigin land- helgi innan eðlilegra marka, en þó ekki viðari en 200 sjómil- ur. Tillaga sem felur þetta sama i sér hefyr komið fram áður og Islendingar búnir að lýsa stuðningi við hana, en það er tillaga Kenya, sem fram kom I fyrra. — Samt sem áður töldum við rétt, sagði Gils, að ísland kæmi fram með sina eigin til- lögu, meðal annars með hlið- sjón af þvi að viðbúið er að kosnar verði undirnefndir og starfsnefndir til þess að vinna að þessum málum, og má telja vist, að lönd, sem komið hafa fram með tillögur, verði þar aðilar að og geti haft einhver áhrif á gang mála. —úþ 50 MÍLNA FISKVEIÐI- LÖGSAGA í 5- VlETNAM Suður-vietnömsk yfirvöld i Saigon fullgiltu hinn 16. desember s.l. tilskipun um að fiskveiðilögsaga landsins skyldi stækkuö úr þremur i 50 sjómilur. Samkvæmt þessum nýju lögum er öllum erlendum veiöiskipum óheimilt að veiða innan 50 milna markanna nema um það hafi veriö gerð- ur samningur við þarlend stjórnvöld. Lögin kveða svo á að landhelgisbrjótar skuli tafarlaust færðir til hafnar og þeir látnir sæta refsingu. Viðurlög eru fangelsi frá einum mánuði upp i þrjú ár ásamt sektum, sem nema frá 6— 40 miljón suður— vietnamskra piasta. Sektin fer eftir afia veiöiþjófsins. Allar refsingar tvöfaldast við endurtekin brot. Sovézkir gyðingar til Israels Tel Aviv 5/4. — tsraelsmenn geta reiknað með að miljón sovézkra gyðinga flytjist til Israel á næstu 10 árum að sögn Jigal Allonhi, aðstoðarfor- sætisráðherra Israels. t ræðu sagði hann að rúm- lega 50.000 sovézkir Gyðingar hefðu flutzt til landsins á siðustu tveimur árum. Finnar semja við Comecon Helsinki 5/4. — Urho Kekkonen Finnlandsforseti gaf Jussi Linnamo utanrikis- ráðherra i dag heimild til að undirrita viðskiptasamning þann sem Finnar hafa gert við Comecon, efnahagsbandalag Austur-Evrópurik janna. Samningaviðræðum Finna við Comecon lauk um miðjan marz. Samningurinn gerir ráð fyrir samvinnu aðila I efna- hagsmálum, tækni og visind- um. Brésnef til V-Þýzkalands Bonn 5/4. — Brésnef form. sov- ézka kommúnistaflokksins hefur staðfest, að hann muni fara i opinbera heimsókn til Vestur- Þýzkalands á þessu ári. Willy Brandt kanzlari tilkynnti þetta i vestur-þýzka Sambandsþinginu i dag. Ekki er ákveðið hvenær Brésnef fer i ferðalagið, en talið er liklegt að það verði um miðjan mai-mánúð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.