Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. apríl. 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 mu IfCMr Úi Þessar tvær teikningar eru gerðar af föngum sem setiö hafa I kvalastaönum Con Son, og gefa þær nokkra hugmynd um staöinn og tiifæringar þar. * ur búrum Saigonklík unnar Pyntingar og ka I kböö daglegt brauö Nýlega fylltist borgara- pressan heilögum viðbjóði á pyntingum sem fangar í Norður-Víetnam hefðu orðið að þola. Æsingurinn stafaði af því að þar var um að ræða nokkur hundruð sprengjuflugmenn frá Guðseiginlandi. Aftur á móti hefur borgarapressan ekki séð ástæðu til að eyða mörgum dálkum í pólitíska fanga Saigonklíkunnar, sem þó eru margfalt fleiri en hinir hrjáðu stjórnendur öflugustu morðtóla heims og ofaníkaupið flestir al- saklausir. Við ætlum að bæta ofur- lítið fyrir þessa „gleymsku" borgarapress- unnar með því að birta skýrslir fréttaritara frönsku fréttastofunnar AFP sem náði tali af nokkrum föng- um sem nýlega var sleppt úr haldi í hinum alræmdu Tígrisbúrum á fangaeynni Con Son í Suður-Víetnam. Likamir þeirra eru alsettir för- um eftir hlekki og þeir eru grind- horaðir. Fætur þeirra eru lamað- ir. Þessi lýsing á við pólitiska fanga sem Saigonstjórn lét lausa i endaðan febrúar eftir dvöl i hin- um illræmdu „Tigrisbúrum” á fangaeynni Con Son. Ný búr fyrir betlidali Saigonstjórnin lét i algjörri kyrrþey lausa 104 fanga og bann- aði þeim að fara til Saigon eða tala við fréttamenn. Fréttaritara frönsku fréttastofunnar AFP, Ro- land Pierre Paringaux, tókst þrátt fyrir bannið að hafa uppi á 14 þeirra, og af fundi þeirra bar hann 14 samhljóða lýsingar á meðferðinni sem þeir urðu að sæta. Tilvist Tigrisbúranna varð heyrinkunn i júni 1970 þegar sex stúdentum sem voru fangar á Con Son tókst að smygla út úr fánga- búðunum 17 siðna skýrslu sem send var Bandarikjaþingi. Mánuði seinna voru Tigrisbúrin komin á forsiður heimsblaðanna vegna þess að sendinefnd frá öld- ungadeild Bandarikjaþings tókst að komast að búrunum og festa þau á filmur en sendinefndin var i heimsókn i fangabúðunum á Con Son. Búrin voru 2,5sinnum 1,5 metr- ar að stærð og i þeim hirðust allt að átta menn. Veggir þeirra voru þykkir múrar, i þeim var sand- gólf og loftið var járnrimlar. Ofan á rimlana voru lagðir timburflek- ar svo varðmenn gætu gengið um i eftirlitsferðum. Einn fanganna sem fangelsað- ur var árið 1963 og dvaldist i búr- unum i fimm ár sagði að eftir heimsókn þingmannanna hefðu fangarnir verið fluttir úr búrun- um um stundarsakir meðan verið var að smiða ný búr undir hand- leiðslu Bandarikjamanna og fyrir bandariskt fé. Nýju búrin voru jafnstór hinum gömlu, en nú áttu fangarnir þess kost að vera einir um búrið og voru losaðir við hlekkina. — Einu framfarirnar frá gömlu búrunum voru þær, að nú gat maður legið og að ögn var rýmra um mann, sagði fanginn. Kalkbað En maturinn tók engum fram- förum. Máltiðin samanstóð eftir sem áður af ormétnum hris- grjónum, smábitum af þurrkuð- um fiski og kolkrabba og nokkr- um gúlsopum af vatni. Slika mál- tið fengu þeir tvisvar á dag. Og meðferðin var einnig óbreytt. Hún fólst m.a. i pynting- um i þvi augnamiði að knýja fram játningar sem komu sér vel fyrir yfirvöld. Venjulegir refsifangar voru látnir gera hreint, færa öðrum föngum mat og refsa þeim fyrir brot á fangelsisreglum. Áður en bandarisku þingnefnd- ina bar að garði voru reglurnar þannig að fangarnir máttu ekki ræða saman, setjast eða standa upp. I hvert sinn sem þeir brutu þessar reglur skvettu refsifang- arnir á þá uppbleyttu kalki eða ráku i þá oddvassar bambus- stengur. Refsifangarnir „lifðu fyrir það eitt að pina okkur og drepa”, sagði fanginn fyrrver- andi. Hann sagði, að konur sem sett- ar höfðu verið i búrin, hefðu oft orðið vitstola og öskrað allan sólarhringinn. Fangarnir voru kaþólíkar, búddistar, stúdentar og verka- menn. Meðalaldur þeirra var 30- 40 ár, en þarna voru menn á aldrinum frá sautján til sjötugs. Flestir voru fangarnir frá Saigon- svæðinu. Ævarandi örkuml Bandariskur læknir, John Champlin að nafni, sem starfað hefur fyrir bandariska flugher- inn, en hefur undanfarin fjögur ár starfað sjálfstætt i Suður-Viet- nam, rannsakaði fangana fjórtán. Hann kvað mennina lamaða og tilfinningalausa i fótum sakir vitaminskorts og taugabilana. Hugsanlegt er að nokkrir geti endurheimt hæfileikann til að ganga eftir langa meðhöndlun, en slika meðhöndlun er ekki auðvelt að fá i Suður-Vietnam,bætti hann við. Fangarnir þjást af alvarlegum lungnaskemmdum sem stafa af kalkinu sem skvett var á þá, og nokkrir þeirra eru með berkla. Meltingarfæri þeirra eru einnig illa farin vegna fæðisins. Þrátt fyrir likamleg örkuml eru fangarnir allir sálarlega heil- brigðir, utan tveir sem þjást af minnisleysi, sagði læknirinn að lokum. Fósturlát Fangarnir lýstu þjáningu'm sin- um reiðilaust. 41 árs verkamaður sagði þá sögu að hann hefði verið handtekinn ásamt þungaðri konu sinni og tveim ungum börnum i júni 1967 eftir mótmælaaðgerðir i Saigon gegn afskiptum Banda- rikjamanna af Vietnamstriðinu. Hann var félagi i samtökum búddista. Þau hjónin voru pyntuð á lög- reglustöð i nágrenni Tan Son Nhut flugvallarins. Konan missti fóstur og leið miklar kvalir I 12 daga. Sjálfur var maðurinn pyntaður með rafmagni. Rafskaut voru sett viða á likama hans og fingur hans brotnir. Pyntingarnar voru framkvæmdar af fimm viet- nömskum yfirmönnum i návist eins Bandarikjamanns, sagði fanginn. Konu hans var haldið i fangelsi i hálft annað ár. Seinna var farið með hann i aðsetur öryggisþjón- ustu hersins i nágrenni dýra- garðsins-i Saigon. Þar var hann aftur pyntaður i návist Banda- rikjamanna. Að endingu skrifaði hann undir það sem krafizt var af honum en „neitaði að hrækja á nafn Ho Sji Min forseta”. 9000 fangar á Con Son Fangarnir 14 voru þeirrar skoð- unar að stjórnin hefði viljað sleppa þeim áður en alþjóðlegum eftirlitsnefndum gæfist kostur á að heimsækja fangabúðirnar og hlýða á lýsingar fanganna, en vopnahléssamningarnir kveða á um slikt eftirlit. Samkvæmt opinberum heimildum eru enn tæplega 9 þús- und fangar i átta fangeisum á Con Son. Saigonklikan litur hins vegar á borgaralega fanga sem póli- tiska fanga, og fyrir stuttu lýsti hún þvi yfir að engir pólitiskir fangar fyrirfyndust i Suður-Viet- nam. Alþjóðlegu eftirlitsnefndinni og hernaðarnefnd striðsaðilanna fjögurra barst nýlega bréf „frá 8 þúsund pólitiskum föngum á Con Son”. Bréfið var sent frá samtök- um pólitiskra fanga sem höfðu skrá yfir nöfn allra fanganna. 1 bréfinu var lýst i smáatriðum meðhöndlun fanganna. Þær lýsingar voru nákvæmlega sam- hljóða lýsingum fanganna 14. (ÞHþýddiúr Land og folk) m Framundan hjá Norrœna húsinu: Skólamál, Ijósmynda- sýning, Fœreyjavika Sitthvað spennandi er fram- undan á dagskrá Norræna húss- ins á næstunni og ber þar hæst Færeyska viku I lok þessa mán- aðar, en einnig má nefna danska Ijósmyndasýningu og fyrirlestra tveggja norskra skólamanna. Færeyska vikan verður 27. april til 2. mai og verða þá I Nor- ræna húsinu sýningar á list, heimilisiðnaði og bókum frá Fær- eyjum, og fyrirlestrar verða haldnir um bókmenntir, jarðfræði og þjóðfélagsmál. Auk þess verða i sambandi við vikuna rithöf- undakvöld og dagskrá með söng og dansi. Á sunnudaginn kemur, 8. april, flytur Ivar Eskeland, núverandi deildarstjóri við Menningarstofn- un Norðurlanda í Kaupmanna- höfn og fyrsti forstjóri Norræna hússins, fyrirlestur um samnor rænan bókamarkað, sem nánar er sagt frá annars staðar í blað- inu. Annar Norðmaður, Nieis Christie, afbrotafræðingur og prófessor i félagsfræði við Osló- arháskóla, kemur svo á miðviku- daginn, 11. april, og flytur fyrir- lestur um æsku- og skólamál, sem hann nefnir: „Hvis skolen ekki fandtes” eða i isl. þýðingu: Ef skólinn væri ekki til. Ljósmyndasýningin verður dagana 14.—24. apríl og er frá Selskabet for dansk fotografi. Verða sýndar ljósmyndir, sem fengið hafa verðlaun i keppni SDF undanfarin ár. Sýningin er haldin I samvinnu við Dansk-is- lenzka félagið. 1 mai verða skólamál enn á dagskrá, en einhvern tima i þeim mánuði kemur Hans-Jörgen Dokka, lektor við Pedagogisk forskningsinstitutt i Oslo og fjall- ar um mál, sem ofarlega er á baugi hér á landi núna, nefnilega grunnskólann. Er fyrirlestur hans um norska grunnskólann og nefnist „Den norske grundskolen — idé og virkelighet”. Sænskur listamaður, Roland Svensson, sérfróður i „eymenn- ingu”,kemur einnig i mai og flyt- ur fyrirlestra með skuggamynd- um um sænska skerjagarðinn og um eldfjallaeyna Tristan de Cunha. Jafnframt verður þá sýn- ing á myndum eftir Roland Svensson. 12.—28. mai verður sett upp i Norræna húsinu norsk farandsýn- ing á málverkum listamanna frá Vestlandet, Vestlandsutstillingen sem er árviss sýning i Noregi. Að lokum má nefna sýninguna Islandia, sem verður sett upp i júni og er frá Historiska Museet i Stokkhólmi. Er það sýning safns- ins um ísland að fornu og nýjv^og einnig verða sýndar bækur um Is- land á hinum Norðurlandamálun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.