Þjóðviljinn - 29.04.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 29.04.1973, Page 7
Sunnudagur 29. aprll 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 Ef hugmyndir afbrotafræðingsins um hin smáu form og sjálfstjórn þeirra gilda, þá skulum við varast miðstjórnarvald og Breiðholtsvöxt! Refsistofnanir hafa ekkert aö segja I baráttunni gegn afbrotum, heldur þjóöfélagsgeröin sem menn kjósa sér — eöa sætta sig viö. Er fyrirmyndin ef til vill á íslandi? í tilefni af íslands fyrirlestrum Nils Christie SÍÐARI GREIN Hvernig stendur á afbrotum? Er það spurning um einstakling eða spurning um þjóðfélag? bað er vist helzti véfréttarlegt svar að segja að þetta sé spurn- ingin um einstaklinginn i þjóðfé- laginu, en það gæti falið það i sér, að búast mætti við meiri afbrot- um eftir þvi sem einsemd ein- staklingsins er meiri og vald þjóðfélagsins meira. Refsikerfið heldur ekki niðri afbrotum Nú vil ég ekki hætt mér lengra út á þennan hála is og sýkna Nils Christie strax frá þvi að hafa sett nokkrar ranghugmyndir inn i minn koll um þetta. Hann sneiddi einmitt hjá þvi að ræða þessa spurningu og hefur vafalaust tálið réttilega að ég hygg, að hún gæti ekki tilefni til nógu frjórrar um- ræðu. Hann lét nægja að visa til þess, að i heimalandi sinu, Nor- egi, hefði tala afbrota sveiflazt á milli ákveðinna efri og neðri marka allt frá þvi snemma á 19. öld. Hann likti þessu við sjálfvirk- an hitastilli: þegar afbrotin voru komin nógu langt niður, koma ákveðnir kraftar i þjóðfélaginu til sögunnar og ýta þeim upp aftur, og i ákveðinni hæð koma aðrir kraftar og þrýsta þeim niður á við. Hér er einfaldast, sagði Christie, að halda sig við þessar staðreyndir um sveifluhreyfing- una á hlutfallslegri tölu afbrota- manna gegnum tiðina. En aftur á móti hefur réttarfarskerfið staðið i stað þennan tima (miðað við ibúatölu), dómurum jafnvel fækkað. Og nú er rétt að leysa strax frá skjóðunni um skoðun Nils Christi- es á samhenginu milli starfsemi réttarfarskerfisins og tiðni af- brota: Hann heldur þvi fram að þarna sé.ekkert beint samband á milli! Fangelsanir og refsingar hafi ekkert að segja til að halda niðri tölu afbrota eða fæla menn frá þvi að drýgja ólöglegan verknað. Þessi ályktun er m.a. studd tölfræðilegum rökum um áðurgreindar stærðir. Og það er ekkert minni maður en einn af fremstu félagsfræðingum Noregs og afbrotafræðingum heimsins sem segir þetta (athugum að Noregur er og hefur lengi verið stórveldi innan félagsfræðinnar). En svo má segja þeim til hugg- unar sem trúa á dómstóla og straff, að Christie neitar að sjálf- sögðu ekki tilvist réttarfars- kerfisins sem hluta af þjóðfélag- inu. Og einmitt með þvi að vera hluti af allri félagsgerðinni hefur það áhrif á mannlega starfsemi og þá afbrotin sem annað. Þetta er semsé samsettara en menn oft halda. (Ég hef séð Christie minn- ast á það i eldri ritgerð, að af- brotamaðurinn er með nokkrum hætti nytsamlegur i þjóðfélaginu, bæði vegna skemmtunargildisog til að „betri” menn geti skellt skuldinni á einhvern sýnilegan óvin sem ekki ber hönd fyrir höf- uð sér. Og ef þetta er svona, er okkur þá virkilega umhugað um að útrýma fyrirbærinu?). Félagslegt aðhald af nágrenni og umgengni þýðingarmest Svo er hér rétt að vikja að þvi atriði, að það eru fleiri með eftir- litshlutverk en lögreglan ein. Við erum alltaf að lita eftir hvert öðru, segir Christie, og stýra hvert öðru. Á máli félagsfræðinga mun fyrirbrigðið heita félagslegt taumhald eða aðhald. Fólk örvar hvert annað, heldur aftur af hvert öðru, hvetur til athafna eða at- hafnaleysis með hinum fjöl- breytilegasta hætti. Þetta er ekki aðeins gert með orðum, heldur með likamsstellingum, svip- brigðum og öðru fasi. Hegðun þess sem maður hefur náið sam- neyti við, hlýtur að hafa mikil áhrif á sjálfan mann — og öfugt. Þetta taumhald sem skapast af persónulegu samneyti kallast fyrstu gráðu taumhald, og það er miklu mikilsverðara i sambandi við þá afbrigðilegu hegðun sem leitt getur til lögbrota, heldur en annarrar gráðu taumhaldið, þ.e. af hálfu þar til settra sveita og stofnana, lögreglu og réttarfars. Hvort tveggja er, að ekkert þjóðfélag hefði efni á þvi að af- nema fyrstu gráðu taumhald, þvi þá yrði byrðin af þeim sem eiga að sjá um annarrar gráðu taum- haldiðsvo óbærilega stór. Og hitt, að slikt ástand er absúrd og óhugsandi, þjóðfélagið er þvi að- eins, aö sambandið milli fólks sé á stigi fyrstu gráðu taumhalds i einni og annarri mynd. Þetta heyrir vist til barnaskóla- lærdómum félagsfræðinnar, en er nauðsynlegt að hafa i huga þegar vikið er að hinni miklu aukningu i afbrotum sem orðið hefur i Nor- egi siðustu 10 árin. Eru islendingar að ganga inn i stækkunarvöxtinn? Nú eru afbrotin nefnilega hætt að sveiflast innan sinna gömlu hóflegu marka. Þau geysast upp úr öllu valdi og eru langtum meiri nú, en þau hafa nokkru sinni áður verið. Hvernig stendur á þessari breytingu? Þetta er aðalspurning Nils Christies i afbrotamálunum, en eins og hann segir sjálfur: Godt spurt kan være bedre en svart— að spyrja vel er jafnvel betra en hafa svarið. En nú vill svo vel til, að Christie hefur tilgátu að svari sem er ákaflega jarðbundið ákveðnum einkennum norsks þjóðfélags, einkennum sem eiga sér glögga samsvörun á Islandi og hljóta þvi að koma okkur mikið við. Og þetta lýtur að þjóðfélagsþróun sem tengist umskiptum á mörg- um öðrum sviðum en afbrotasvið- inu (t.d. ekki siður varöandi bók- menntir, félagsstarf — eða þá stjórnmál). I fyrstu gæti manni virzt að Christie væri að slá út i aðra sálma. Hann fer að tala um vöxt mannfélags, tvenns konar form hans eða gerðir, afleggjara og stækkun. Afleggjaragerðin af vexti er það, þegar flutt er og hin gamla skipan er tekin upp á nýja staðn- um. Hann er mótaður i mynd þess gamla en er frá honum skilinn. Þetta form var lengi rikjandi. Byggðin færðist út, gamla smiðj- an annar ekki lengur verkefnun- um. Þá sezt nýr smiður að með sina smiðju þar sem allt er eins og i hinni sem fyrir var. En nú er stækkunargerð vaxt- arins að leysa afleggjarann af hólmi. Þá er bætt fyrir hvern ein- stakan þátt þeirrar heildar sem fyrir var. Stækkunarvöxtur er t.d. þegar smiðurinn fer að ráða fleiri smiði inn i smiðjuna til sin og kemur sér upp verkstæði. Seinna stækkar það upp i verksmiðju, siðan verður úr þvi stórfyrirtæki með mörgum tengdum vinnu- stöðum, og að lokum gefur það tilefni til stofnunar þjóðlegs auð- hrings. Þá er skemmst frá þvi að segja, að iðnaðarþjóðfélag okkar daga er af stækkunargerðinni. Hlutverkin leysa persónur af hólmi En við þessar þjóðfélagsbreyt- ingar stækkunargerðarinnar (sem Christie sagði að hefði fyrst farið verulega að gæta i heima- landi sinu á siðasta áratug) breytist aðstaða manna. Fyrrum voru menn fyrst og fremst persónur, en nú hafa menn aðal- lega með hlutverk að gera. Ef árekstur varð milli manna hérfyrrum (meðan vöxturinn var af afleggjaragerð), gátu menn látið dómarann úrskurða, eða þá flutt burtu til.að leita samneytis við aðrar persónur sem ekki höfðu sömu galla. Smiðurinn hefði gert annað tveggja af þessu ef honum hefði ekki komið saman við bakarann (ég leyfi mér að smiða þetta dæmi úr efnivið N.Chr., —hj.). En nú hittast menn aftur á móti i hlutverkum sinum (verksmiðjan sem vélaframleið- andi fyrir brauðgerðina, fulltrúar þeirra eru kannski starfsmenn sama lögfræðifirmans!). Verði nú árekstur milli þeirra aðila sem menn hafa einhver hlutverk á hendi hjá, þá eru það ekki lengur persónur sem eigast við sem slik- ar. Frá slikum árekstrum þýðir ekki að flytjast burtu, það væri gagnslaus flótti þvi áreksturinn væri einnig fyrir á nýja staðnum. Hér má einnig hugsa sér árekstur milli persónu og hlutverks og komast að svipaðri niðurstöðu. Þetta hefur það aftur i för með sér, að árekstrar milli manna sem persóna hopa fyrir árekstr- um milli stofnana, fyrirtækja og annars ópersónulegs valds. En um leið verða samskiptin manna i milli fátæklegri en áður, ein- staklingarnir eiga þess minni kost að hittast sem heillegar (tótal) persónur (i skólamála- greininni i gær var vikið að tótali- tetinu). Einangrun frá eðlilegu persónubundnu aðhaldi Hér erum við komin að kjarna vandamálsins. Einhver hefði sjálfsagt talaö um firringu i nú- tima þjóðfélagi, en ég heyrði Nils Christie aldrei nefna það orð i Is- landsfyrirlestrum sinum. En þeim mun meira ræddi hann um það, hvernig tækniþjóðfélagið og stækkunarvöxtur þess gerði tengsl manna á milli einhæfari og snauðari að mannlegum gildum. Af þessum sökum bregzt fyrstu gráðu taumhaldið i svo stórum stil. Menn eru of einangraðir til aðeðlilegtaðhald náist. Við stefn- um að þjóðfélagi þar sem fólk er svo sem einskis virði fyrir annað fólk, að þvi er þjóðfélagsformin snertir. Og sá félagsfræðingur sem hefur ekki vanizt þvi að horfa á þjóðfélagið af kaldlyndi stjörnuskoðarans hlýtur að hafa af þessu hinar mestu áhyggjur. Hafa enga æru að missa A þessu þjóðfélagsskeiði hins brestandi taumhalds er eðlilegt að afbrot færist i vöxt. Þannig er með ofbeldisbrot og náttúrlega ýmis frjárréttindabrot. En þó ekki hvaða brot sem er. Til að mynda eru málshöfðanir út af ærumeiðingum orðnar býsna sjaldgæfar i Noregi. Menn hittast nefnilega ekki lengur sem persónur (með æru), heldur sem leikendur i hlutverkum. En stofnanir og stórfyrirtæki, þurfa þau ekki að standa i mála- ferlum sin i milli? Eða rikisvald- ið, ákæruvaidið gagnvart þeim? Reynslan sýnir að árekstrar þarna eru oftast teknir til at- Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.