Þjóðviljinn - 29.04.1973, Síða 9
Kaupið, krakkar, kaupið
kaupið!
t augum barnsins renna þessir
tveir heimar saman i ruglings-
lega mynd og mörk veruleika og
imyndunar hverfa. Sjaldnast er
nokkur viðstaddur til að útskýra
og i sjónvarpinu eru aldrei
skýringar á efninu né umræður
um það.
Greinilegust verða áhrifin i
fátækrahverfunum, þar sem
sjónvarpstækið er mikilvægasta
húsgagnið, það er hin trygga
barnfóstra. Gatan er hættuleg,
lifið ömurlegt, mamma er úti að
vinna, pabbi kannski alls ekki til.
En sjónvarpið er á sinum stað.
Þeim, sem stjórna neyzlu-
iðnaðinum er ljóst, hve barnið er
mikilvægt. Það er viðskiptavinur
morgundagsins, — og kannski
þegar dagsins i dag. Og aug-
lýsingaflóðinu er steypt yfir
blessaða sakleysingjana. Börnin
verða fljótlega imyndunar-
kaupendur að pillum, sælgæti,
gosdrykkjum, kornflögum,
grammófónplötum, fatnaði, leik-
föngum....
Það liða aðeins 2,8 minútur
milli auglýsinga innskotanna i
barnadagskránum — fullorðnir
hafa tvöfalt lengri tima til að
jafna sig.Iðnjöfrarnirvita, að það
sem skiptir máli er að halda
börnunum föngnum við tækin'
(enda foreldrarnir oft bara þakk-
látir) og þessvegna verða kvik-
myndirnar milli auglýsingainn-
skotanna æ villtari og hrotta-
legri: spenningur,
spenningur.,.og dálftið tauga-
æsandi glæpir og illur, bráður
dauðdagi.
A laugardögum er send út
barnadagskrá allan daginn og er
ætluðaldurshópunum 2-12ára. Til
frekari aldursskiptingar er ekki
kostað, þvi fyrir iðnjöfrunum eru
öll börn einn og sami markaður.
í bók sinni „The Economics of
Child Television” hefur félags-
fræðingurinn Alan Pearce
reiknað út, að fyrir barna-
auglýsingarnar fá þrir stærstu
sjónvarpshringarnir 56 miljónir
dollara i tekjur árlega. Pearce
lætur sér reyndar ekki nægja að
ráðast gegn auglýsingunum sem
slikum. Hann ræðst lika harka-
lega á innihald þeirra.
Pilluglasið
Dauðinn er borinn fram með
sælgæti. Og sá sem er einmana,
veikur eða sorgbitinn kemst að
þvi, að allt batnar af lukkupillum.
Það hefur komið fyrir, að ein-
mana börn hafa i neyð troðið i sig
svo miklu af þessum vitamin- og
hressingarpillum, að þau hafa
misst meðvitund. Vitað er um
amk. tvö börn, sem fundust látin
eftir slika ofneyzlu.
Þar við bætast óheiðarlegu
auglýsingarnar um sykraðar
kornflögur — með litlu næringar-
gildi — aukabita og bita i rúmið á
kvöldin. Börnunum eru innrættar
rangar matarvenjur frá upphafi.
Leikfangaframleiðendur
freista að sinu leyti mest með
dýrum, vélrænum leikföngum,
sem allir „verða” að eignast. Af-
leiðingin verður oft leiðinda-
spenna milli barna sem „verða”
og foreldra sem getaekki:
Teymið viö Harvard Business
School sýnir i rannsókn sinni
fram á, að barnasjónvarpið geri
börnin tortryggin og óskamm-
feilin. Auglýsingarnar lofa, en
efna ekki. Ekkert i sjónvarpinu
passar við það sem börnin upplifa
i umhverfi sinu.
Einu ljósu punktarnir
Þrátt fyrir allt eru til örfáar
góðar barnadagskrár. Þám. er
þátturinn „Young Reporters”
(Ungir fréttamenn) I Boston, þar
sem börn segja börnum frá sinum
eigin, einföldu störfum og leikj-
um. Barnafréttaþáttur NBC á
laugardögum er einnig óvið-
jafnanlegur, en mjög stuttur.
Fjallað er um sérstakt málefni
frá ýmsum hliðum i hverjum
þætti, og hafa verið tekin fyrir
ýmis mikilvæg mál eins og
offjölgunin, hættan á eyðingu
dýrastofna, umhverfisvernd,
hreinlætismál, hvernig börn leika
sér i ólikum löndum og hvað leikir
þeirra geta sýnt eða táknað.
Sunnudagur 29. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Og svo er það „Zoom”, dagskrá
með einkunnarorðunum: „Ger-
um eitthvað gegn sjónvarps-að-
gerðarleysinu”. Þetta er dagskrá
fyrir börn eftir börn. Börnin
senda inn tillögur og hugmyndir,
sem siðan eru framkvæmdar i
upptökusal sjónvarpsstöðvarinn-
ar — og laða fram nýjar hug-
myndir. Þvi miður nær þessi
dagskrá fyrst og fremst til barna,
sem þegar standa öðrum betur að
vigi, en ekki til þeirra, sem mest
þyrftu á að halda.
Þar meö eru ljósu punktarnir
upp taldir. Yfirgnæfandi magn
barnaefnis sjónvarpsstöðvanna
er áberandi lélegt.
Það hefur ekki dugað til i þessu
efni, að stjórnin hefur skipað
nefndir, sem gefið hafa sérfræði-
legar skýrslur og greinargerðir.
Ekkert hefur breytzt við það.
Ekki virðist það heldur hafa nein
áhrif, að barnalæknar og sál-
fræðingar hafa látið opinberlega i
ljós miklar áhyggjur. Heimur
barnsins i Bandarikjunum virðist
ætla að úrkynjast i heim ofbeldis,
óraunverulegrar hamingju og
sinnuleysis.
Börnin eru fólk framtiðarinnar.
Það er ráðamönnum neyzlu-
iðnaðarins sannarlega ljóst og
það er þessi iðnaður, sem borgar,
— og ákveður. Það eru
iðnjöfrarnir, sem ráða barna-
dagskránum.
Barátta mæðranna.
Mitt i vonleysinu hefur lifnað
einn vonarneisti og það gerðist i
Boston fyrir fjórum árum. Þar
kallaði ung og áhyggjufull móöir
aðrar mæður saman til umræðna
um börn og sjónvarp. Það kom
fljótt i ljós, að hún var ekki sú
eina sem hafði hug á að gera eitt-
hvað i máiinu, og nú hefur þessi
litli umræðuhópur þróazt i lands-
samtök með um miljón félögum,
sem kallast „Action for Child
TV”, skammstafað ACT.
Samtökunum hefur tekizt að
ýta við rikisstjórninni, iðnaðinum
og sjónvarpsstöðvum eða amk. að
angra þessa aðila. Styrkur að-
gerðanna hjá ACT eru félagarnir,
þvi þeir eru einnig neytendur, —
og ennfremur kjósendur. ACT
hefur tekizt aö fá fjölda þekktra
sérfræðinga til samstarfs. Nýlega
var td. haldin ráðstefna við
Yale-háskólann undir kjörorðinu:
„Bjargið heiminum fyrir barnið
— og barninu fyrir heiminn.”
I ályktunum ráðstefnunnar var
ma. krafizt sérstakrar löggjafar
um barnasjónvarpsefni, eftirlits
með auglýsingum iðnaðarins,
rikisgreiddrar aðstoðar við sjón-
varpssjúk börn og unglinga og
rikisstyrks við góðar barna-
dagskrár og þætti.
Þá hefur ACT hótað að hætta að
borga afnotagjald til FCC
(Federal Communications
Commission) og amk. sú hótun
hefur haft bein áhrif. FCC hefur á
þessu ári i fyrsta sinn innréttað
sérstaka deild fyrir barnasjón-
varpsefni. Auk þess gekkst FCC
fyrir skoðanakönríun meðal
foreldra um óskir þeirra varðandi
sjónvarpsefni fyrir börn. Starfs-
menn nýju barnadeildarinnar
hófu störf sin með niðurstöður
þeirrar könnunar að leiðarljósi.
Þar er ma. ákveðið að útrýma úr
barnaþáttum öllum auglýsingum
um pillur og lyf. Einnig að banna
svokallað Hostess-
advertisement, en það eru aug-
lýsingaþættir með ýmsum vin-
sælum leikurum og poppstjörn-
um. Þar sem börnin þekkja oft og
dást að þeim sem fram koma i
þáttunum, fá þau traust á vörun-
um, sem auglýstar eru og sækjast
eftir þeim.
Enn er þetta rétt eins og dropi i
hafið. En þessar aðgerðir eru þó
viss byrjun; og þótt við hér á
tslandi höfum hvorki jafn marga
né langa barnaþætti i sjónvarpinu
og þeir vestra er sannarlega
ástæða til að gefa þessu ástandi
gaum. Það er td. þegar áberandi
hér, að þótt auglýsingunum sé
ekki stungið inn i þættina sem
innskotum, er þeim mjög ákveðið
beint til barna og unglinga. Eða
hver skyldi það vera á heimilinu,
sem hefur það mikinn áhuga á
auglýsingaefninu, að hann kann
allar auglýsingarnar utanað...?
(Endursagt— vh)
IiP 111 ^i | ^ ppir ::;í ’ - ■ nX )%"' ?l '*.ft ’ * jtlftl
Brezkir togaramenn kasta óþverra að Islenzkum varðskipsmönnum.
í/r brezku lesendabréfi:
Breskum fisk-
iðnaði fórnað
á altari EBE
I brezkum blöðum er jafnan mikið skrifað um
landhelgismálið. Blaðinu hafa borizt nokkrar úr-
klippur úr brezku blöðunum, en þar kennir margra
grasa,og þó að sumar fréttagreinarnar séu frá fyrri
tima telur blaðið rétt að skýra frá nokkrum þeim
markverðustu.
Aflinn hefur minnkað
1 „The Economist” 24. marz er
sáran kvartað undan þeim skrá-
veifum sem landhelgisgæzlan
veitir brezku veiðiþjófunum. Sagt
er að brezka togaraútgerðin hafi
tapað mörgum þúsundum punda
með skemmdum á veiðarfærum,
auk þess sem vinna sjómannanna
væri sifellt hættulegri og aflinn
færi verulega minnkandi. Þá er
fjallaö um þá afstöðu yfirstjórn-
ar Efnahagsbandalagsins aö
fresta ákvörðun um tollafriðindi
handa tslendingum vegna fisk-
veiðideilunnar. Tilkynning yfir-
stjórnarinnar hafi ekki komið
neinum á óvart, en „gæti haft
áhrif í Reykjavik og styrkt þá
aðila samsteypustjórnarinnar
sem vilja fremur gera skynsam-
lega samninga en styðja herra
Lúðvik Jósepsson, kommúniska
sjávarútvegsráðherrann, i bar-
dagaákafa hans”.
Hvaðan ætli þetta
sé fengið?
En þó að stefna hins kommún-
iska sjávarútvegsráðherra valdi
Bretum nokkru hugarangri telja
þeir að senn muni ský draga frá
sólu:
„Núverandi aðstaða Islenzku
rikisstjórnarinnar er ekki góö.
Ilún hefur tapað, þvi menn hafa
hlaupizt undan merkjum, hinum
litla meirihluta sinum I þinginu',
henni hefur mistekizt að ráða við
verðbólguna, sem er jafnvel
meiri en i öðrum vestrænum rikj-
um, hún hefur neyðzt til þess aö
draga úr yfirlýsingum um aö
Bandarikjamenn eigi að yfirgefa
NATO-stöðina i Keflavik,. . .” Og
menn geta velt þvi fyrir sér hvað-
an dáikahöfundur „The Econom-
ist” hefur heimildir sinar.
Þessi Jósepsson!
Enn nefna Bretar sjávarút-
vegsráðherrann Jósepsson og i
þetta sinn er sagt að hann noti
landhelgismálið til þess að draga
athygli landsmanna frá öðrum
vandamálum á tslandi!
Þeir ættu að
skammast sín!
En við annan tón kveður i les-
endabréfi A.L. Coleman, húsmóö-
ur, sem skrifar i Fishing News 16.
marz sl.: „Sem húsmóðir og
reglulegur lesandi Fishing News
er ég dolfallin yfir sifelldum
blygðunarlausum aðförum Fé-
lags brezkra togaraeigenda og
svokallaðrar samstarfsnefndar
brezku útgerðarinnar gagnvart
lslendingum, fáum og varnar-
lausum. Það var vegna tilveru
sinnar að tslendingar færðu fisk-
veiðimörkin út i septembermán-
uði sl. Fiskmagnið fer siminnk
andi i hafinu við Island vegna
miskunnarlausrar ofveiði (vis-
indalegar djúpsjávar-aðferðir)
háþróaðra verksmiðjuskipa og
frystiskipa erlendra þjóða”.
Og bréfritari hefur eitt og ann
að að athuga við aðild Breta að
EBE:
„Hins vegar hafa okkar sjó-
menn, sem stunda fiskveiðar við
landið, tapað tveimur þriðju af
Frh. á bls. 15
Enn netna tsretar sjavarui- rrn. a i
segir íslenzku stjórnina að
T / \ jr I P > I J____ _