Þjóðviljinn - 09.05.1973, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 9. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Flótti inn í eftir-
líkingu hins liðna
Leiktjöld efta hvað? Nýtt „gamalt” hús á Liineborgarheiði.
Menn gerast æ þreytt-
ari á þéttbýlum iönaðar-
borgum — ekki sízt þeir
sem búa í grónum og
þéttbýlum og þrælmeng-
uðum iðnaðarlöndum
einsog Þýzkalandi. Efn-
aðri millistéttir og þeir
sem eru þaðan af ríkari,
reyna því að forða sér út
í úthverfi og sveitir.
A siðustu árum hafa t.d. um
40 þúsund manns flutzt frá
Hamborg umfram þá sem þar
hafa setzt að — en ibúatala
sveitaheraða þar i grennd hef-
ur aukizt um 20%. Og nú þykir
mönnum ekki lengur neitt i
það varið að koma sér upp ný-
tizkulegu einbýlishúsi eða
sumarbústað uppi i sveit.
Menn vilja sem minnst af nú-
timanum vita á flótta sinum
undan afleiðingum tæknibylt-
ingarinnar. Eftirspurn eftir
gömlum iveruhúsum bænda
hefur stóraukizt, og má heita
að öll slik hús sé búiö að selja
sem unnt er og ennfremur
flikka upp á þau sem voru
komin úr notkun. Verð á slik-
um húsum hefur á tiltölulega
skömmum tima rokið úr 20
þús. mörkum upp i a.m.k. 150
þúsund. — eða um hálfa
fimmtu miljón króna fs-
lenzkra.
En þegar svo er komið að
ekki eru til lengur gömul hús,
þá risa upp hugvitsmenn, sem
áður höfðu búið til tilbúin ný-
tizkuleg hús og finna upp að-
ferð til að „smiða gömul hús
úr nútimabyggingarefnum”.
Risa nú á Liineborgarheiði
heil gervisveitaþorp fyrir hina
lifsþreyttu borgara, einna
helzt lik nákvæmlega útfærð
um Ieiktjöldum fyrir róman-
tiska kvikmynd. Fyrsta
„paritið” af þessum húsum
kostaði frá 118 þúsund mörk
um. _
Meðan þessu fer fram flytja
svo bændur unnvörpum inn i
nýtizkulega steinkassa.
Gömul hús úr nýju efni: verið að þekja stráþak f gerviþorpi á
Liineborgarheiði.
Volvo tekur
við sölu á
DAF bílum
Volvo mun I haust taka við sölu
á DAF bilum á Norðurlöndum, og
er ástæðan sú að Volvo hefur nú
keypt þriðjunginn I DAF fólks
bílaverksmiðjunum f Hollandi.
DAF framleiddi árið 1972 92
þúsund fólksbila, en árið 1980 er
gert ráð fyrir að framleiðslan
verði um 200 þúsund bilar á ári.
Það verður fyrirtækið Veltir hf.
sem tekur við DAF umboðinu af
fyrirtækinu Drangar hf. sem er
dótturfyrirtæki O. Johnson &
Kaaber. Veltir hf.mun siðar taka
við þjónustunni.
Væntanlegri
heilsugæzlu-
stöð gefin
sjónprófun-
artæki
— fró fréttaritara í
Hornafirði Þorsteini
Þorsteinssyni
Höfn 24. april. 1 dag boðaöi
stjórn Lionsklúbbs Hornafjarðar
til fundar að Hótel Höfn. Tilefnið
var, aö afhenda sjónprófunartæki
sem Lionshreyfingin hefur keypt
fyrir ágóða af fjársöfnun sem fór
fram fyrir nokkru, með söiu á
rauðu fjöðrinni.
Formaður Lionsklúbbs Horna-
fjarðar, ÞórhallurDan Kristjáns-
son, afhenti formanni byggingar-
nefndar væntanlegrar heilsu-
gæzlustöðvar hér á staðnum Her-
manni Hanssyni, tækin.
A munaðarleysingjahæli fyrir ástandsbörn I Suður-VIetnam. Við þessum börnum vill enginn gangast.
Enginn vill af þeim vita:
Dapurleg framtið ástands-
barnanna í Suður-Víetnam
Þórhallur gat þett aö Lions-
hreyfingin á Islandi hefði keypt 5
slik tæki fyrir andvirði áður-
nefndrar söfnunar sem afhent
verða til nota á ýmsum þéttbýlis-
stöðum út um landsbyggöina og
voru þessi tæki ein af þeim. Þá af-
henti formaður, héraðslækninum,
Kjartani Arnasyni súrefnistæki,
sem gjöf frá Lionsklúbbi Horna-
fjaröar.
A fundinum var mættur Óli
Björn Hannesson augnlæknir en
hann er staddur hér á augnlækn-
ingarferöalagi á vegum heil-
brigöisstjórnarinnar. Otskýrði
hann fyrir viðstöddum notagildi
tækjanna og svaraöi fyrirspurn-
um um sjónverndarmál.
Bandarískir hermenn
hafa skiliö eftir sig a.m.k.
30—50 þúsund ástandsböm i
Suöur-Víetnam. Hlutskipti
þessara bama er yfirleitt
hið hörmulegasta. Þau eru
allsstaöar óvelkomin.
Þegar Frakkar hurfu á brott
frá Vfetnam gengu þeir svo frá að
börn hermanna þeirra gátu feng-
ið rikisborgararétt. Mörg þeirra
voru siðan alin upp i Frakklandi.
En Bandarikjamenn, sem kalla
börnin „Amrasíumenn” eða
„Afróasiumenn” eftir þvi hvort
feðurnir eru hvitir eða þeldökkir,
vilja helzt sem fæst vita um sin
Vietnambörn.
Allskonar fyrirsláttur er hafður
i svörum. Bandariskir embættis
menn segja sem svo, aö bezt sé að
börnin séu hjá mæðrum sinum i
vietnömskum fjölskyldum. Emb-
ættismenn Saigonstjórnarinnar
segja, að stefna þeirra sé að kyn-
blendingarnir njóti sömu að-
hlynningar og aörir munaðar-
leysingjar. Sannleikurinn er allur
annar. Aðbúöin i þeim hælum þar
sem a.m.k. 2000 ástandsbörnum
hefur verið komið fyrir, er sögö
fyrir neðan allar hellur. Andúðin i
garð Bandarikjamanna er svo
mikil, að mjög er algengt að á-
standsbörn séu borin út nýfædd —
mæður þeirra óttast fyrirlitningu
ættingja og vina svo mikiö, að
þær áræða ekki að lifa i anda
þeirrar vietnömsku heföar að
börn séu „gjöf himinsins”. Mikill
fjöldi barna flækist um og lifir á
betli og þjófnaöi, mörg alast upp
hjá mæðrum sem hafa ofan af
fyrir sér með vændi.
Saigonstjórnin hefur sett lög
gegn ættleiðingu útiendinga, sem
gerir einnig þeim fáu hermönnum
lifið leitt sem vilja hafa börn sin
meö sér heim. Fást þó undanþág-
ur frá þeirri reglu. Hjálparstofn-
anir hafa og haft hugann við
ýmislegt annað en neyð barnanna
— kaþólskar stofnanir vilja að-
eins aðstoða við að koma börnum
i kaþólskt fóstur og Búddistar
haga sér á svipaðan hátt. —
Bandarikjamenn vilja ekki barn
nema það eigi hvitan föður —
osfrv.
Rússar efla
vígbúnað
PEKING 4/5 — Heimildir i
Peking herma að Sovétmann hafi
aukið vigbúnað sinn á landamær-
um Kina og Sovétrikjanna. Hafa
þeir frá áramótum fjölgað i her-
sveitum sinum á þessum slóðum
um 50 þúsund manns. Að auki eru
þeir sagðir hafa komið upp 58 eld-
flaugaskotpöllum til viðbótar
þeim sem fyrir voru.