Þjóðviljinn - 09.05.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 09.05.1973, Síða 9
MiOvikudagur 9. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „HEIMSBRESTINUM MIKLA” Frá „sköpun heimsins” eöa „heimsbrestinum mikla”. (Big Bang). Hérna á dögunum var frá þvi skýrt að ráðin væri gátan um uppruna heims þess, sem vér byggjum. (Aðra heima, hina duldu, látum við liggja milli hluta i þetta sinn). Hér skal stuttlega sagt frá þvi hvernig þetta heföi getað gerzt. Svo er að sjá sem allar vetrar- brautir, fjær og nær, séu á hraðri leið i burtu frá okkur, sem hér er- um að horfa i stjörnuspár og skrifa niður athuganir á þvi sem þar er að sjá. Ennfremur að þær fari þvi hraðar sem þær eru fjær og höfum við að þessu leyti algera sérstöðu i alheiminum. En þessi ályktun er á misskilningi byggð, svo sem hér mun verða skýrt. Setjum svo að gerzt hafi sprenging einhvers staðar og sprengjubrotin þotið i ýmsar átt- ir. Ef brotin hægja ekki neitt á sér, komast þau eftir nokkurn tima i þá fjarlægð frá staönum þar sem sprengingin átti sér stað, sem er i réttu hlutfalli við hraöa þeirra. En að þvi lögmáli við- bættu sem felst i einfaldri flatar- málsreglu — hið sama gildir um hvert sem er af sprengjubrotun- um. Hvar i heimi sem væri mundi athuganda sýnast allar vetrar- brautir vera óðfluga að færast frá og það svo að rétt mundi að álykta að þær séu á leiðinni að hverfa yfir ljósmörkin, týnast sjón okkar að eilifu. Athugun sem þessi mundi, ef rétt reyndist, geta leitt til þeirrar niðurstöðu að við séum stödd ekki allfjarri þeim stað þar sem sprengingin gerðist upphaflega, en miklu siöur nærri hinum ytri mörkum. Belgiskur stærðfræð- ingur og eðlisfræðingur, Lemáitre að nafni, byggði á þessu þá kenningu, að allt efni alheims- ins hefði i árdaga — fyrir miljörð- um ára — veriö saman komið á einum stað, og kallaði hann þetta „atome primitif” og sagði það mundi hafa sprungið. Og enda þótt i „atome primitif” væri hver einasta ögn af öllu efni eða efnivið veraldarheimsins, tók það ekki yfir meira en sem svaraði fjar- lægöina milli sólar og jarðar, en hún er 1/70 000 úr ljósári. Efni það sem þeyttist burt i allar áttir þeg- ar heimsbresturinn gerðist, þétt- ist seinna og varð að vetrarbraut- um, en i þeim komu svo sólirnar fram (sólkerfi). Gamow stjörnu- fræðingur hefur gert þessari kenningu góö skil, gert hana aö- gengilega fyrir almenning án þess að hún hafi við það tapað nokkru af sannleiksgildi sinu, enda er Gamow góðkunnur fyrir leikni sina i þvi að gera torskilin efni ljós i framsetningu. Hann hefur fundið nýyrði sem gefa inn- sýn i efnið, þannig kallar hann frumþokuna, „atome primitif” ylenfí en sprenginguna sjálfa hvellinn mikla. (Ég leyfi mér aö kalla hann „heimsbrestinn”. M!.E.). 1 kenningu hans felst það, að ylem hafi innbundið allt efni, og að ekkert annað efni sé til né verði nokkru sinni til. Unnt er að reikna það út nær heimsbresturinn varð, svo fram- arlega sem við megnum þaö að reikna rétt hlutfallið milli fjar- lægða vetrarbrautanna og hraða þeirra, aö þvi tilskildu að hraðinn hafi ekki breytzt. Við komumst þá að þeirri niðurstöðu að þetta hafi hlotið að gerast fyrir 10 miljörö- um ára. En sakir aðdráttarafls- ins, sem hlitir sömu lögmálum hvar i heimi sem er, dragast vetr- arbrautirnar hver að annarri, og við þetta dregur úr útþenslunni. Sé tekið tillit til þessa, má ætla að nokkru styttri timi sé liðinn. Kenningin um heimsbrestinn mikla gerir ráð fyrir þvi að slikar ógnarhamfarir hafi brostið á á einu vetfangi á þeirri stund sem kalla mætti fæðingarstund heims- ins, og sé leyfilegt að áætla aldur hans frá þeirri stuttu stund. Lemáitre viröist ætla að veröld- in hafi þá skapazt. Ýmsir aðrir hafa minnzt á það sem „gerðist áður”, en allt er þeim það óljóst. Stundum láta þeir i veðri vaka að heimurinn hafi reyndar verið til áður og miklu áöur, og hafi þá verið i svipuðu ástandi og nú er. Siðan muni hann hafa dregizt saman i það sem við köllum „ylem”, en oftast er svo helzt að sjá sem ekkert hafi til verið áður, heldur hafi heimurinn orðiö til á einni svipstundu og verið þá ylem og svo áfram fram að heims- bresti. Gamow hefur að gamni sinu sett fram hugmyndir sinar um það sem þá gerðist, minútu eftir minútu. Liklega á eftir að koma upp úr kafinu sitthvað skilmerkilegra um heim okkar eins og hann var „fyrren hann var skapaöur”. En til þess eru litlar likur að slikur samdráttur efnis — i þvilikum geysi-mælikvarða — sem ylem, gerist úr heimi okkar aftur, eins og hann nú er orðinn. Heims- bresturinn gerðist á einni svip- stund fyrir þeim árafjölda, sem engin frágangssök er aö reikna út. Sá sem heldur kýs að imynda sér að heimurinn hafi orðið til við yfirskilvitlega sköpun á ákveð- inni stund, hann má halda það. Fyrst ekkert var til á undan, hlýtur „atome primitif” að hafa orðið til úr engu, enda var þá ekk- ert annað til. A samri stund mundu náttúrulögmálin hafa skapazt, og upp frá þeirri stund og æ siðan mundu þau, og þau ein, ráða fyrir heimsrásinni eins og hún leggur sig. Samt er nú eftir að vita hvað lengra er i burtu en veröld sú sem unnt er að skoða, og hvað gerðist áður en hún hófst. bað er ekki auðvelt að hrekja kenningu Lemáitres, þá sem orða mætti þannig: Náttúrufræðin tók gildi á þeirri stund er heimur var skap- aður. En sköpun ,,1’atome primitif” gerðist með „valdboði frá hærri stað”, eða þvi sem hvorki verður skilið né skýrt. Ef náttúrulögmálin gerðust sam- stundis, hlýtur þróun heimsins að hafa verið ákveðin á þvi auga- bragði augabragða. ME. ( Endursögn úr Verdener og anti- verdener eftir pröf. Hannes Alfvén) *ylem er ævagamalt orð sem hér fær nýja merkingu. „FRJÁLSAR KOSNINGAR” Eftirfarandi grein er eftir Bandaríkjamanninn Har- low Ungerog birtist nýlega i Information. I henni gerir hann að umtalsefni sínu aðferðir Nixons til að ná endurkjöri sem forseti síðastliðið haust, en þær voru allvafasamar eins og daglegar fréttir af Water- gate-hneykslinu hafa sýnt okkur að undanförnu. Nixon forseti gerir meiri gælur við fasismann en nokkur af fyrir- rennurum hans hefur vogað sér aö gera. bað er mas. vafasamt að nokk- ur forseti hafi leyft sér að hugsa um að notfæra sér fasiskar að- ferðir jafnopinskátt og núverandi Bandarikjaforseti. Hið alræmda Watergatemál er aöeins eitt af aragrúa Ijósra dæma. bað hefur bara afhjúpað það hversu langt forsetinn hefur gengið i hættulegum leik sinum að aðferðum sem eru framand- legar i augum Bandarikjamanna og reyndar allra þjóða sem kenna sig viö frelsi. bað hefur komið i ljós að fyrr- verandi viðskiptaráðherra Bandarikjanna rakaði saman miljónum dollara i kosningasjóð Nixons i fyrra gegn þvi að lofa gefendunum þvi, að stjórnin mundi e.t.v. hætta við að 6ækja þá til saka fyrir margvisleg brot þeirra á bandariskum alrikislög- um og voru jafnt einstaklingar og fyrirtæki i hópi gefenda. Merk- asta framlagið kom frá Robert Vesco, en kauphallarnefnd stjórnarinnar hefur nú ákært hann fyrir fjármálabrask. Vesco hafði reynt að stinga af með leifarnar af þrotabúinu Investors Overseas Services sem stundaði alþjóðiegt fjárfestingasvindl. Og vitaskuld stóðu þessi fram- lög ma. undir kostnaði við að koma fyrir leynilegum hlerunar- tækjum i höfuðstöðvum Demó- krataflokksins i Watergate-bygg- ingunni en framlögin voru greidd út i hönd eftir tilmælum frá bróð- ur Nixons. beir sem stóðu i sjálfri fram- kvæmd glæpsins hafa þegar verið dæmdir i fangelsi eða sektir. Og það hafa komið fram svo miklar staðreyndir i málinu að hægt er að slá þvi föstu að fyrirmenn þeirra voru úr röðum hæst settu aðstoðarmanna Nixons og þar að Þær voru ekki allar eins heiðar- legar og þessi aðferöirnar sem Nixon notaði til aö ná kjöri sem forseti i fyrrahaust. auki ekki færri en tveir ráðherr- ar, John Mitchell fyrrverandi dómsmálaráðherra og Maurice Stans fyrrverandi viðskiptaráð- herra. önnur aöferð þeirra við njósnirnar var aö ráða ungt fólk til að látast vera stúdentar og gerast sjálfboðaliðar i kosninga- baráttu demókrata. bessir fölsku starfsmenn potuðu sér alls staðar inn i kosningavél and- stæðinganna og sáu repúblikön- um fyrir gögnum sem þeir gátu notað i slagnum við demókrata. bó þetta sé etv. ekkert nýmæli i kosningabaráttu annarra landa er það algjört einsdæmi i Banda rikjunum. Samkvæmt hefð gerist ungt fólk sjálfboðaliðar I kosningabaráttu þess frambjóð- anda sem þaðerhrifið af vegna þess aö það trúir á það aö hann sé sá hæfasti til að stjórna þvi sam- félagi sem það unnir hugástum. bannig hefur þetta gengið fyrir sig á heiöarlegan hátt og fyrir opnum tjöldum. En i fyrra var þessu kollvarpað — etv. til frambúðar. beir sem skipulögðu kosningabaráttu Nixons sendu unga fólkið sitt inn i raðir demókrata. baðan sendu svo þessir svikulu sjálfboðaliðar repúblikönum timasetningar fyr- ir opinbera kosningafundi and- stæöinganna og textann að ræö- um frambjóðendanna. Vopnaðir þessum upplýsingum var auðvelt verk fýrir repúblikana að fylla fundarsali frambjóðenda demó- krata af fólki sem ætlað var að hrópa óvinsamlegar athuga- semdir að ræðumönnúm. Ein aðferðin til sem menn Nixons notuðu var að láta falska sjálfboðaliða hringja i eða heim- sækja demókrataatkvæði sem bjó i hreinum hvitra manna hverfum. bar lékú þeir svo ákafa vinstri- sinna og báðu fólkið að kjósa demókrata þvi þá fengju þeir til leiðar komið þvi hugðarefni sinu að inn i hverfin flyttu svertingjar. Og þetta voru ekki einu fasisku aðferðirnar sem stuðningsmenn Nixons notfærðu sér. Falsaðar voru skýrslur sem sýndu fram á að McGovern væri hlynntur liknarmorðum en það var mál sem hvorugur frambjóðandinn hreyfði i slagnum. Nixon hefur alltaf litið á stjórn- mál sem leik. Leikaðferðir hans nú hafa gert þau hættuspili fyrir Bandarikin og reyndar allan heim. (bH þýddi úr Information)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.