Þjóðviljinn - 09.05.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 09.05.1973, Qupperneq 13
Miövikudagur 9. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 — Það verður ekki auðvelt. Við verðum að geta borið fram gilda ástæðu. Og svo er allt þetta veður út af ritfrelsi. Hvaða blað var þetta nú aftur? Andy nefndi nafnið. — Þá ætla ég að reyna persónuleg kynni. Ég gekk i Stan- ford með syni útgefandans. Við erum i sama bátaklúbbnum — ég var reyndar á leiðinni þangað þegar þú hringdir. Ég ætla að at- huea, hvort ég get ekki talið Gil á að stöðva greinaflokkinn fyrir sakir gamallar vináttu. Andy lagði tólið á. Þegar hann hafði skýrt frá orðum lög- fræðingsins hvæsti Ivora: — Ég get fullyrt, að þetta er ekki að- ferðin til að afgreiða mál af þessu tagi. — Ég trú þvi vel. En það er ég sem sé um þetta. — Kallarðu þetta að sjá um eitthvað? Þú hringir bara og vappar eins og köttur kringum heitan graut. — Æ, mamma, sagbi Lissa, fremur til að fá Ivoru til að lækka róminn en til að verja Andy. 31 — Með illu skal illt burt reka, héltlvora áfram með sömu látun- um. — Ef þessi Winter vill gera okkur óleik, þá gerum við henni óleik. Við spinnum upp sögu um, að hún hafi verið rekin fyrir ærnar sakir. Við getum látið dylgjurnar nægja, við þurfum ekki að segja hvað hefur gerzt — nú veit hið opinbera allt um Doree Ruick og fólk verður ekki lengi að draga sinar ályktanir. Þannig getum við komið óorði á Winter, áður en hún nær að opna munninn. — Nei, sagði Andy hljóðlega. — Þá sting ég upp á að Lissa fái taugaáfall og láti leggja sig inn á sjúkrahús. Það er stórkostleg hugmynd. Bezt væri að hún kæmist á Cedars þar er starfs- fólkið afskaplega indælt og verðið er ekki ósanngjarnt. Hún myndi fá almenning á sitt band alveg á stundinni, sjáið bara til. Andy sló lófanum á borðið. — Nei og aftur nei. Við ræðum þetta ekki einu sinni. — Dóttir mín ætti að minnsta kosti að fá að segja álit sitt. — Andy hefur rétt fyrir sér, mamma. Ég veit að þú ert að reyna að hjálpa, en þetta væri einfaldlega ekki rétt... Ivora yggldi sig, hún átti þvi ekki að venjast að henni væri andmælt. — Hlustaðu á mig, telpa min, og hættu að þykjast svona göfug. Láttu manninn þinn um það, honum fer það svo vel. Mér virðist það reyndar vera það eina sem hann getur. — Ég reyni það sem ég get, sagði Andy og átti erfitt með að stilla sig. — Og hver er svo árangurinn? Það þætti mér gaman að vita. Þú hefur ekki komið neinu i verk þessa fjóra daga nema gera allt erfitt og öfugsnúið. Ef þú ættir einn i hlut, þá myndi ég láta mér standa á sama. En nú er dóttir min og dóttursonur annars vegar... — Og þaö vill svo til að það eru eiginkona min og sonur. Þau góndu hvort á annað eins og reiðir hanar. Það er timi til kominn að Litla gula hœnan sagði: Á Guðs vegi almáttugs Ég bið þess, að Guð farsæli þær framkvæmdir, sem hér eru að hefjast: Að hús risi i hillingu nýs vaxtar Sjálfstæðisflokksins i skjóli samhuga fólks með sam- stilltum áhuga allra... Jóliami Hafstein við töku fyrstu skóflustungu að nýju Sjálfstæðis- luisi i ltvik, Mbl. x.5.1973. þú gerir þér ljóst, að þetta kemur þér alls ekki við, Ivora. Lissa gekk á milli eins og litill lómari. — Hættið þið nú, sagði íún festulega. — Þetta gagnar jkkert og hjálpar ekki Drew. Lissa hafði á réttu að standa. Þetta var tilgangslaust rifrildi.og hann var fús til að hætta. En þaö var Ivora ekki. — Ef þú ert að vonast eftir hjálp, þá er eins gott að þú treystir ekki á hann. Ef til vill eru hugmyndir minar ekki sérlega snjallar — ég hef aldrei haldið þvi fram, að ég væri óskeikul — en ég er þó að minnsta kosti reiðubúin að gera eitthvað. Hann reiddist aftur og gekk skrefi nær henni, hann fékk aldrei að vita til hvers, þvi að um leið barði Bruno að dyrum. Hann sagði Andy að lögreglan væri komin og vildi tala við hann. Andy gekk fram i anddyrið og var enn fokreiður. Zitlau fulltrúi beið eftir honum. — Mér þykir leitt að ónáða yður, herra Paxton, en það hefur dálitið komið fyrir. Hann virtist álita að svipurinn á Andy stafaði af ótta, þvi að hann bætti við i skyndi: — Það eru ekki góð tiðindi, en það er enginn harmleikur. — Ætli það séu ekki skástu tiðindin sem ég fæ i dag, fulltrúi. — En ég taldi vist, að þér vilduð fá að vita það strax, að ég neyddist til aö taka lifvörðinn yðar fastan. — Hub? Hvað hefur hann gert af sér? — Rokið upp rétt einu sinni, býst ég við. Það er gamall veik- leiki hjá honum. Hann var rudda- legur við einhverja stúlkukind sem dansar i einni af búlunum i Dalnum, og hún kærði hann fyrir likamsárás. Zitlau leit á hann. — En þér hafið kannski heyrt það nú þegar? Þakklæti Crystals frá kvöldinu áður hafði bersýnilega enzt til næsta dags, fyrst hún hafði ekki flækt hann i málið. Andy sá þvi enga ástæðu til að segja frá þvi. — Hvað get ég gert til að hjálpa Hub? — Ekkert i dag, enda er sunnu- dagur. En i fyrramálið getur hann losnaö gegn tryggingu. En hafið engar áhyggjur. Hann á ennþá marga kunningja þarna niöurfrá. Honum verður ekkert gert. — Ég er yður þakklátur fyrir að segja mér þetta, fulltrúi. — Það var i eigingjörnum til- gangi gert, viðurkenndi Zitlau. — Svo virðist að þessi dansmær hafi verið vinkona náunga að nafni Lamercy. Lamercy var það sem við köllum peningamann á fag- máli, hann höndlaði með hættu- lega peninga. Þér skiljið — illan feng, stolið fé, jafnvel lausnar- gjald. Mér finnst það athyglis- vert, að Hub skyldi einmitt leggja hendur á vinkonu Lamercys um þetta leyti. Ég er að velta fyrir. mér, hvort þér hafið ef til vill fengið þá hugmynd að finna Lamercy og ná til ræningjanna með þvi móti. — Nei, ég fékk ekki þá hug- mynd, sagði Andy sannleikanum samkvæmt. — Enda heföi það ekki stoðað. Lamercy var drepinn siðdegis i gær, þótt þeir fyndu hann ekki fyrr en seint i gærkvöldi. Fréttin birtist i blöðunum i fyrramálið. — Vitið þér hver myrti hann? — Faglega séð er það utan mins verkahrings. Okkar i milli sagt, held ég að það hafi verið sá hinn sami og myrti barnfóstruna yðar. Aðferðin var hin sama. Við höfðum sjálfir i hyggju að ná i Lamercy, skiljið þér, til að kom- ast að þvi hvort hann vissi nokkuð um son yðar. Það virðist hann hafa gert, og ræningjarnir hafa óttazt að hann kæmi upp um þá. Zitlau smellti saman fingrum. — Við vorum of seinir. Þeir höfðu allir verið of seinir. Það var lamandi að vita, að hin ákafa leit kvöldið áður hafði ekki aðeins verið árangurslaus, heldur hafði hún naumast verið byrjuð þegar bráðin var dauð. — Hvenær i fjandanum kemur skriður á þetta- Ég botna ekkert i hvers vegna ég hef ekkert heyrt frá þeim enn, sagði Andy. — Það kemur að þvi, sagði Zit- lau. — En þessi mál lúta sinum eigin lögmálum. Þegar skriður er kominn á þau heldur hann áfram. Ef til vill lengur en ætlunin var. Andy fylgdi Zitlau að bilnum. — Haldið þér enn, að þetta gæti ver- ið auglýsingabrella, fulltrúi? — Þér kannizt við sápuna sem i MIÐVIKUDAGUR 9. mai 7.00 Morgunútvarp, Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ystugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Edda Scheving heldur áfram að lesa söguna „Drengina mina” eftir Gustaf af Geijerstam (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Sálmalögkl. 10.25: Werner Jacob leikur á orgel ,,Vor Guð er borg á bjargi traust”, fantasiu eftir Max Reger. / Kantata nr. 80 eftir Bach með sama heiti. Flytjendur: Agnes Giebel, Wilhelmine Matt- hés, Richard Lewis, Heinz Rehfuss, Bach-kór og hljómsveit tónlistarfélags- ins i Amsterdam. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Orazio Frugoni, Annarosa Taddei og Sinfóniuhljóm- sveit Vinarborgar leika Konsert i As-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Mendelssohn. / Flutt verða atriði úr óperunni „Lohen- grin” eftir Wagner. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síödegissagan: „Sól dauöans” eftir Pandelis Previlakis.Þýðandinn, Sig- urður A. Magnússon,les (5). 15.00 Miödcgistónleikar: Is- lenzk tónlist.a. Leikhúsfor- leikur eftir Pál Isólfsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Igor Buketoff stj. b. Lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Karl O. Runólfsson, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson og Ragnar H. Ragnar. Eygló Viktorsdótt- ir syngur. Fritz Weisshapp- el leikur á pianó. c. Con- certo breve fyrir hljómsveit eftir Herbert H. Agústsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Bodan Wodiczko stj. d. Tvö lög eftir Jón Björns- son á Hafsteinsstöðum. Þór- unn Ölafsdóttir og Skag- firzka söngsveitin syngja. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. e. Tvær róm- önsur fyrir fiðlu og pianó eftir Arna Björnsson. Þor- valdur Steingrimsson og Ölafur Vignir Albertsson leika. 16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.26 Popphornið. 17.10 Tónlista rsaga. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Tónleikar. 18.00 Eyjapistíll. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni.Kristján Bersi Ölafsson stjórnar umræðu- þætti um útgáfu bráða- birgðalaga. Meðal þátttak- enda: Eysteinn Jónsson for- seti sameinaðs þings, dr. Gunnar Thoroddsen prófessor og Sigurður Lin- dal prófessor. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur. Guðrún A. Simonar syngur lög eftir Sigurð Þórðarson, Sigfús Einarsson og Sig- valda Kaldalóns. Olafur V. Albertsson leikur á pianó. b. Þegar ég var drengur.Þór- arinn Helgason frá Þykkva- bæ flytur annan hluta minn- inga sinna. c. Tvö kvæði eft- ir Pétur Beinteinsson frá Grafardal.Sveinbjörn Bein- teinsson flytur. d. Manntal I Múla.Séra Gisli Brynjólfs- son flytur frásöguþátt. e. Um isienzka þjóöhætti.Arni Björnsson cand.mag flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Lög- reglukórinn syngur „Kalda- lónskviðu”; Páll P. Pálsson stj.; Fritz Weisshappel leik- ur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Músin, sem læðist” eftir Guöberg Bergsson.Nina Björk Arna- dóttir les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Þættir úr sögu Bandarikjanna.Jón R. Hjálmarsson skólastjóri flytur erindi: Baömull og þrælahald. 22.40 Nútimatónlist. Halldór Haraldsson sér um þáttinn. Rætt verður um ýmis atriði i nútimatónlist og kynnt svíta úr óperunni „Aniara” eftir Blomdahl. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■O. cr Tf 18.00 Töfraboltinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Þul- ur Guðrún Alfreðsdóttir. 18.10 Einu sinni var. Gömul og fræg ævintýri i leikbún- ingi. Þulur Borgar Garðars- son. 18.35 Mannslikaminn. Brezk- ur fræðsluflokkur. Bein og vöðvar. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 18.50 Illé. 20.00 Fréttir. 20.25 i.Veöur og auglýsingar. 20.30 Þotufólkiö. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Diinint er þar sem dag- ur er enginn. (La nuit est mon royaume) Frönsk bió- mynd frá árinu 1951. Leik- stjóri Georges Lacombe. 21.25 Sjónaukinn. Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.10 Frá Armeniu. Finnsk kvikmynd um Armeniu og Ibúa hennar. Rætt er við fólk um lifsskilyrði og fram- farir og fjallað um sögu og hætti þjóðarinnar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.40 Dagskrárlok. “i<yi<siair> ht INDVERSK UNDRAVERÖLD Nýjar vörur komnar, m.a. ilskór, útskorin borð, vegghillur, vegg- stjakar, könnur, vasar, boröbjöllur, öskubakkar, skálar og mangt fleira. Einnig reykelsi og reykelsiskerin I miklu úrvali. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér i JASMIN Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.