Þjóðviljinn - 19.05.1973, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN I-augardagur 19. mal 1973
Franska byltingin I-II eftir Albert
Mathiez, íslenzkuö af Lofti Gutt-
ormssyni. Mál og menning —
Reykjavik 1972-1973.
Liklega hafa Islendingar aldrei
átt eins mikið af bókum og á mið-
öldum i hlutfalli við bókaeign ná-
grannaþjóðanna og þekking
þeirra á sagnfræði þeirra tima
var slik, að þeirra hlutur varð
mestur i ritaðri miðaldasögu
Norðurlanda ; Margvislegar
ástæður ollu þvi að islenzkt sam-
félag staðnaði og þar með lifræn
þátttaka i samtima Evrópuþjóð-
anna. Hér voru sett saman rit-
verk i miðaldastil fram á 19. öld
varðandi sögufræði. Þegar
Evrópuþjóðir tóku að endurskoða
sögu sina, þá skrifuðu islenzkir
þætti og frásagnir á keimlikan
hátt og af sömu forsendum og
gerðist á 13. og 14. öld úti hér.
Fyrstu bækur, sem prentaðar
voru hér á landi varðandi verald-
arsögu og nýrri sögu voru Gott-
fried Sehultzens: ný - yfirskoðuð
heimskringla ... úr þýzku máli út-
lögð á islenzku af séra Gunnlaugi
Snorrasyni.... Hrappsey 1779 og
„Chronologiae tentamen eður
Tima-Tals Registurs Agrip Fraa
Upphafe allra Skapaðra Hluta til
vorra Daga....” eftir Halldór
Jakobsson, prentað i Hrappsey,
1781. Þetta kver var ,,úr ýmsum
Sagna-Meistara Skrifum, á hvörs
dags Islenzku Samanlesið” eins
og segir i titli og kom út átta árum
fyrir frönsku stjórnarbyltinguna.
Þá má lesa nokkuð um þá atburði
i Minnisverðum Tiðindum, en rit
um frönsku byltinguna hefur ekki
komið út á islenzku fyrr en nú,
höfundar byggja mjög á þeim i
skrifum sinum. Þýðandi segir i
formála að „sagnfræöi sé öðrum
þræði endurtúlkun á fortíö i ljósi
nútiðar” og á það vissulega við rit
Mathiez ekki sizt varðandi rann-
sóknir hans á efnahags- og sam-
félagslifi, en mat I þeim efnum er
stöðugt i deiglunni. Saga Mathiez
er stjórnmálasaga reist á félags-
fræðilegum rannsóknum. Hann
lýsir i fyrstu kreppu gamla
stjórnarfarsins, tætingslegu sam-
félagi, þar sem miðaldaform
stjórnarhátta og samfélagsskip-
unar tafði og mismunaöi fram-
sókn þeirra afla, sem áttu mestan
þátt i efnahagslegri framvindu og
aukinni fjármagnsmyndun. Auð-
ug borgarastétt og efnaöri hluti
bændastéttarinnar krafðist úr-
bóta á samfélagsformi, sem
kreppti að framkvæmdasemi og
efnahagslegri útþenslu og heimt-
aði afnám sérréttinda og skyn-
samlegri stjórn efnahagsmála.
Höfundur dregur upp mynd af
frönskum landbúnaði, sem mjög
stöðnuðum atvinnuvegi, en nýrri
rannsóknir (t.d. Robert Forster:
The Nobility of Toulouse in the
Eighteenth Century. Baltimore
1960) benda til þess að með vax-
andi fólksfjölgun hafi frönskum
landbúnaði fleygt mjög fram
einkum i nágrenni stærri borga á
18. öld og auk þess hafi vinræktin
tekiö stakkaskiptum á siðari
hluta aldarinnar. Þvi fór fjarri að
borgarastéttin stæði ein að þess-
um breytingum i landbúnaðinum,
þar gætti ekki siður sveitaaðals-
ins. Misræmi um kjör voru þess-
vegna mikil úti á landsbyggöinni,
framleiðslan var mest þar sem
Borgarlýður Parísar leitar aðvopnum aöfaranótt 13. júll 1789,
Siglaugur Brynleifsson:
Franska
byltingin
sem er: Franska byltingin l-II
eftir Albert Mathiez, islenzkuð af
Lofti Guttormssyni. Mál og
menning — Reykjavik 1972-73.
Byltingarinnar er reyndar getið i
þeim ritum sem Páll Melsted
setti saman á öldinni sem leið og
einnig hafa birzt þættir af bylt-
ingunni i Mannkynssögu Máls og
menningar, en það er allt og
sumt.
Rit Mathiez nær frá upphafi
byltingarinnar og til 1794, hann
ætlaði sér að rekja sögu bylting-
arinnar allt til upphafs keisara-
dæmisins, en úr þvi varð ekki. Rit
þetta er nú eitt hinna sigildu rita
um frönsku stjórnarbyltinguna,
þótt margt hafi komið fram siðan
brýtur Mathiez blað i rannsókn-
um i þessum fræðum og siðari
markaðsbúskapur var rekinn og
kjör bænda sizt fjærst mörkuðum.
Þáttur þeirra, sem sáu ibúum
borganna fyrir korni var ekki lit-
ill i atburðarásinni, þeir gátu oft
ráðið verðlagi á aðalfæðu alls al-
mennings i borgunum, en brauð-
verðið mótaði oft afstöðuna til
rikjandi stjórna á byltingaárun-
um. Sumir höfundar álita að fall
Robespierres hafi orsakazt af þvi,
að efnaðir bændur i nágrenni
Parisar hafi hamlað kornflutn-
ingum til borgarinnar, sem leiddi
af sér hækkað verð á brauði, en
það varð til þess að „sans-culott-
es,” sem þýðandi nefnir siðbux-
ara, héldu að sér höndum þegar
gert var út um örlög Robiespierr-
es. Mathiez telur ýmsar ástæður
svo sem kaupbindinguna og dýr-
Arásin á Bastilluna 14. júli.
tiðina, en dýrtiðin var mögnuð af
fjandmönnum byltingarinnar.
Lýsing höf. á Lúðvik XVI og
drottningunni brýtur heldur betur
þá hugmynd, sem rómantiskir
skirffinnar reyndu að móta. Bak-
tjaldamakk konungs við fjand-
menn Frakklands og klaufalegar
tilraunir hans til pólitiskrar und-
irferli votta algjöra óhæfni hans,
sem konungs og landstjórnar-
manns. Hann var óliklegasti
maöurinn til þess að móta eitt-
hvað i áttina við þingbundna kon-
ungsstjórn á Frakklandi. Hann
hafði ekki lag á þvi að notfæra sér
innri andstæður i flokki byltinga-
manna, sem voru snemma hverj-
um manni augljósar, ráðunautar
hans voru pólitiskir ævintýra-
menn og sérhagsmunaseggir,
sem þáðu múturnar og klúðruðu
málunum. Konungur gat vissu-
lega sagt um þann söfnuð: Illt er
að eiga þræl að einkavin.
Oflin sem stóðu að byltingunni
stefndu sitt I hvora áttina, efnaðir
borgarar og bændur voru i and-
stöðu við öreigahópa og smáborg-
ara borganna og sveitaöreigana,
landlitla og landlausa sveitaal-
þýðu. Þætti bænda i byltingunni,
bjargálna og öreiga eru gerð tak-
mörkuð skil i riti Mathiez; þar
hefur nokkuð verið unnið á siðari
árum. íbúatala Frakklands um
1789 var kringum 25 miljónir og
þar af bjuggu i Paris milli
524-660.000 (George Rudé). Meg-
inhluti Frakka var sveitafólk, en
það var sundrað og stéttarleg
samstaða alþýðu i molum. „Ótt-
inn mikli” brast á i mörgum hér-
uðum landsins jafnframt bænda-
uppreisnum, sem voru kveðnar
niður með valdbeitingu og afsali
aðalsins á forréttindum og léns-
kvöðum. Margt hefur verið skrif-
að um „óttann mikla” og ýmsar
getgátur um uppruna hans.
Frakkar mundu hryllingssögurn-
ar sem gengu um bændaupp-
reisnir fyrri alda, stórlega ýktar
frásagnir. Borgarastéttin átti
talsverðar jarðeignir i upphafi
byltingarinnar og i þeim hópi
voru háværustu raddirnar um að
berja niður uppreisnir bænda
miskunnarlaust, ótti borgarans
um að missa eigur sinar hefur
skapað sér Grýlu I uppreisnum
bændanna og alizt á henni, magn-
að hana með minningum um van-
burða uppreisnir fyrri alda og ótt-
ast það, að ef til vill myndi bylt-
ingin vekja hinn mikla grúa Jóna,
út um hinar dreifðu byggðir, sem
var meginhluti frönsku þjóðar-
innar. Með þvi hefði byltingin
tekið þá stefnu, sem borgarastétt
Frakklands æskti sizt.
Höf. rekur gang byltingarinnar,
valdabanáttu hagsmuna-hópa og
hugsjónamanna, árásarstyrjaldir
erlendra rikja og tengsl land-
ráðamanna við þær. Höf. nær
dramatiskri hæð i frásögninni af
örlagadögum Frakklands, þegar
öll höfuðrfki álfunnar stefndu
herjum sinum gegn byltinga-
stjórninni og hún sigraði fjand-
mennina um leið og hún kvað nið-
ur alla undanlátssemi innan-
lands. Það var nóg af hálfvolgum
og enn þá meira af landráðalýð,
sem sigldu undir fölsku flaggi.
Höfundur rekur alla þá sögu og
getur hún verið þörf lesning nú
hér á hjara heims, þegar erlendir
aðilar þjarma að þessari þjóð,
með stuðningi innlendra læðu-
poka sem reyna á allan hátt að
sundra þjóðinni i þeirri baráttu,
sem hún á i. Klókir braskarar og
pólitiskir spekúlantar vildu halda
tengslunum við fornar vinaþjóðir
Frakka, sem minnir á afstöðu
sömu tegundar hér á landi, þessi
misseri.
Bókinni lýkur á falli Robe-
spierres og flokksmanna hans, og
er þar rakinn aðdragandi og
ástæður fyrir uppreisninni gegn
honum. Höfundi tókst að héfja
Robespierre sem hinn óhvikula
hugsjónamann og sýna Danton i
sinni réttu mynd i atburðarás
byltingarinnar. Lokaorð höf. um
Robespierre og fylgismenn hans
og lokaorð bókarinnar eru:—
Varla getur eftirminnilegra dæmi
um takmörk mannlegs vilja i
glimu hans við tregðu hlutanna.
Það er mikill fengur að þessari
bók. Þýðandi hefur unnið verk sitt
vandlega og af trúmennsku við
frumtextann. Höf. segir i inn-
gangsorðum, að bókin sé skrifuð
fyrir upplýstan almenning og ætti
þvi að vera vel þegin hér á landi.
Siglaugur Brynleifsson
Handlœkningadeild
Fjórðungssjúkrahússins
ú Akureyri vantar
LÆKNARITARA
til starfa nú þegar eða eigi siðar en 15. júni
n.k.
Starfið krefst góðrar vélritunarkunnáttu
og stúdentspróf eða hliðstæðrar mennt-
unar.
Ráðningartimi minnst 1 ár.
Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja
starfsreynslu sem læknaritari.
Upplýsingar um starfið gefnar i sima
12046 til kl. 16 virka daga.