Þjóðviljinn - 19.05.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.05.1973, Qupperneq 5
Laugardagur 19. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 5 „Þreytist aldrei á íslenzku landslagi Helgi Bergmann opnar á sunnudaginn enn eina málverkasýningu sína og i þetta sinn að Hall- veigarstöðum (á horni Garðastrætis og Tún- götu). Þetta er 13.einka- sýning Helga hér i Reykjavík,en hann hefur einnig haldið f jölmargar sýningar úti í sveitum. Þá hef ur hann tekið þátt i samsýningum. Sýningin er mynduð af verkum Helga frá síð- ustu tveimur árum. Á henni eru 50 myndir og eru allar falar. Helgi M.S. Bergmann er fæddur i ólafsvik 15. nóvem- ber 1908. Hann fluttist til Reykjavikur árið 1925 og lærði þar málaraiðn. Auk þess lagði hann stund á listmálun. Fyrstu sýningu sina hélt hann i sal K.F.U.M. i Reykjavik, þá aðeins 19 ára gamall. Sýndi hann þá um 40 oliumálverk og hlaut sýningin mikið lof. Mörgum þótti það nokkuð djarft af Helga að ráðast i sýn- ingu svo ungur að árum og þar að auki ómenntaður. Helgi lét það ekki á sig fá og eftir að hann hafði fengið birta af sér mynd i dagblöðunum var hann umsvifalaust tekinn i hóp listamanna. Arið 1937 sigldi Helgi til Danmerkur og lærði þar list- málun og skreytingar. Var hann þar við nám i 4 ár og naut til þess nokkurs styrks, bæði að heiman og i Danmörku. I þessari Danmerkurdvöl tók Helgi þátt i nokkrum samsýn- ingum. Þótt Helgi hafi löngum verið iðinn við málverkin hefur hann þó gefið sér tima til að leggja litina frá sér og taka sér penna i hönd. Hann skrif- aði þá háð um Viðreisnar- stjórnina og kom sú bók út ár- ið 1960. Hún var að vonum mjög umdeild og þótti mörg- um að Helga færi betur að ■ halda sér við pensilinn og leggja ritstörf niður hið bráð- asta. — Helgi Bergmann er óþreytandi i að mála lands- lagsmyndir og er hann þvi ferðagarpur hinn mesti. Myndir hans á þessari sýningu eru viðsvegar að á landinu og allar málaðar á siðustu tveim- ur árum. Helgi bregður sjald- an á leik með penslana sina, er frekar jarðbundinn og litt hrif- inn af abstrakt myndum. Þó er hann þeim ekki fráhverfur og nokkrar abstrakt myndir hans fengu að fljóta með á þessa sýningu. Eins og áður segir sýnir Helgi þarna 50 máiverk og eru-þau á verðinu frá 12.000 — 38.000 krónur. Dýrustu myndina kallar Helgi „Hamraborgina” og er hún tileinkuð þrem listamönn- um, þeim Davið Stefánssyni, Sigvalda Kaldalóns og Einari Kristjánssyni. Mynd nr. 50 er ekki til sölu fyrir neitt fast verð. Helgi bið- ur menn að bjóða riflega i þesa mynd sem er frá Vest- mannaeyjum. Söluverð mynd- arinnar hyggst hann láta renna óskert i Vestmanna- eyjasjóð og hefur hann beðið séra Þorstein Jónsson, fyrr- verandi sóknarprest i Vest- mannaeyjum, að koma fénu til einhverrar fátækrar ekkju úr Vestmannaeyjum sem hefur fyrir börnum að sjá. Sýning Helga Bergmanns er opin á mánudögum og þriðju- dögum frá klukkan 18—22 en aðra daga vikunnar frá klukk- an 14—22. Sýningin hefst sunnudaginn 20. mai, (ein- göngu fyrir boðsgesti) og stendur til mánaðamóta. Frú Agnete Helmstedt, náms- stjóri fóstruskólanna i Dan- mörku, dvelst hér á landi um þessar mundir i boði Sjóðs Selmu og Kay Langvads við Háskóla Is- lands til eflingar menningar- tengslum íslands og Danmerkur. Hún flytur tvo fyrirlestra fyrir almenning i Norræna húsinu mánudag 21. mai kl. 20,30og mið- vikudag 23. mai kl. 17,30. Fyrri fyrirlesturinn nefnist: „Sam- fundets generelle ansvar for smS- börnene”,en hinn siðari: „Skole- start, börnehaveklasser og begynderundervisning i Dan- mark”, Sjóður Langvadshjónanna hef- ur þegar unnið mikið og gott starf til eflingar menningartengslum tslands og Danmerkur, en sjóður- inn var stofnaður árið 1964. Póstmenn styðja landhelgis- baráttuna Aðalfundur Póstmannafélags tslands, haldinn 26. april 1973, lýsir fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar og þá alvarlegu baráttu, sem þjóðin stendur nú i. Fundurinn hvetur stjórnvöld til harðari aðgerða gagnvart lög- brjótum og þeim ofbeldisverkum sem álitnar vinaþjóðir tslands hafa i frammi. Okkur vantar fólk til að bera út blaðið Blaðberar óskast í eftir- talin hverfi: Skjól Hringbraut Hverfisgötu Laugaveg 2 Námsstjóri dönsku fóstru- skólanna flytur erindi Dómari i Pentagon-málinu Málsaðstæður móðg- un við réttlætiskennd Upp komst að Watergate-hneykslið var nátengt svonefndu Pentagon-máli. Þeir sem höfðu brotizt inn i aðalbækistöðvar Demókrata i Watergate höfðu einnig með aðstoð Alrikislögreglunnar brotizt inn hjá sálfræðingi Daniels Ellsberg, sem hefur verið fyrir rétti fyrir að hafa komið Pentagonleyniskjöl- um um Vietnam á framfæri við bandariska fjöl- miðla. dollara i skaðábætur og til að bera málskostnað sem þeir hafa lagt út. Málaferlin hafa þegar kostað þá 900 þúsund dollara. Þegar það var tilkynnt i réttar- sal að málið yrði látið niður falla skýrði meirihluti kviðdómara frá þvi, að þeir héfðu lýst Ellsberg og Russo sýkna saka ef til þeirra kasta hefði komið. Daniel Ellsberg og kona hans ásamt Anthony Russo; þau hafa fengið góðar fréttir. Þegar ljóst var að svo hæpnar aðferðir höfðu verið notaðar við rannsókn máls Ellsbergs og fé- laga hans Russos, sáu dómsyfir- völd sér þann kost vænstan að láta málið niður falla. Dómarinn, Byrne, sagði við það tækifæri, að hann hefði gjarna viljað að málið hefði sinn gang, en „hegðun stjórnvalda i málinu útilokar heiðarlega meðferð þess i kvið- dómi. Allar málsaðstæður eru bein móðgun við réttlætiskennd”. Nú ætla þeir Ellsberg og Russo að höfða mál á hendur embættis- mönnum Nixonstjórnarinnar, og krefjast þeir tveggja miljóna Fyrstu 5 leikirnir í útvarpsskákinni Otvarpsskák milli tsiands og Gunnarsson og Terje Vibe sem Noregs hófst í útvarpinu i gær- tefla. Vibe hefur hvltt, en Gunnar kveldi. Það eru þeir Gunnar svart og hér koma fyrstu 5 leik 1. e2-e4 c7-c5 2. Rgl-f3 d7-d6 3. d2-d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8-f6 5. Rbl-c3 a7-a6 Þess má svo að lokum geta að leikirnir verða birtir I fréttum út- varpsins kl. 19 á hverjum degi þar til skákinni er lokið. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.