Þjóðviljinn - 31.05.1973, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. mal 1973
af erlendum vettvangi
Watergate-yfirheyrslurnar að
hefjast fyrir rannsóknarnefnd.
Er Richard Nixon forseti
Bandaríkj anna ?
1 tilefni af komu Nixons til Is-
lands er full ástæða til að spyrja
sem svo: þaft i raun og veru
rétt kjörinn forseti Bandarikj-
anna sem er að koma hingaö? Og
menn skulu ekki halda aö þetta sé
einhvcr hótfyndni sem Þjóðviija-
menn eða þeirra nótar hafa búið
til. Kftir þvi sem lengra llður á
Watergatcmál og fleiri skugga-
hliðar koma fram á starfscmi
þeirra manna sem unnu að end-
urkjöri Nixons i fyrra, þeim mun
fleiri verða til að spyrja hvort
Nixon ætti I raun ekki að segja af
sér. Kða eins og rólynt bandariskt
-fréttavikurit, Newsweek, segir,
þann 28. mai: „Leit forsetinn cnn
svo á að kosningarnar 1972 væru
honum rétt umboð?” (genuine
mandate).
Blaðalesendur hafa mjög haft
hugann við sjálft innbrotið i
Watergate-húsið, simahleranir i
þessum aðalbækistöðvum Demó-
krataflokksins og þar fram eftir
götunum. Sjálfur fáránleiki þess
innbrots hefur, eins og brezka
blaðið Sunday Times benti á fyrir
skemmstu, dregið hug manna frá
þvi, hve hér er um stórt mál,
margþætt og langþróað, að ræða.
Watergatehneykslið var ekki ein-
stakt afbrot nokkurra ofurkapp-
samra stuðningsmanna Nixons,
heldur hlekkur i langri keðju.
Óttinn við ósigur
Mörg þau skuggalegu verk sem
koma fram i dagsljósið við athug-
un Watergatehneykslis höfðu
þegar af stað farið árið 1971, jafn-
vel fyrr. Menn verða að hafa það i
huga, að þá leið að þvi, að út-
nefndir yrðu frambjóðendur til
forsetakjörs, og skoðanakannanir
sýndu, að Richard Nixon stóð
mjög höllum fæti. Hann naut
meðal aimennings sýnu minna
fylgis en helztu oddvitar demó-
krata, Edmund Muskie, Hubert
Humphrey og Edward Kennedy.
McGovern var þá ekki enn i
sviðsljósi, og vinir Nixons, Ehr-
lichman, Haldeman og fleiri,
hjuggu eftir þvi, að Nixon virtist
þó hafa meira fylgi en hann. Þvi
var það fyrsta ætlunarverk þess-
ara manna, sem sumir hverjir
höfðu brallað ýmislegt ljósfælið
með Nixon i Kaliforniu áður fyrr,
að sjá svo til, að einmitt
McGovern færi i framboð gegn
Nixon.
Kosningabarátta
eyðilögð
Til þess þurfti fyrst að eyði-
leggja kosningabaráttu þessara
manna. Ehrlichm'an hafði enn
fyrr leigt spióninn Ulaszewicz til
að safna öllu þvi efni sem Edward
Kennedy mætti til bölvunar verða
isambandi viðslys það;sem hann ’
lenti i með ungri stúlku á eynni
Chappaquiddick. En Kennedy dró
sig fremur fijótt sjálfur út úr
átökum um framboð af hálfu
Demókrata. Þá var röðin komin
að hinum.Gordon Liddy, einn af
þeim sem brutust inn i Water-
gate, var sendur til Las Vegas og
brauzt þar inn hjá útgefenda ein-
um, en þar héldu menn geymdar
upplýsingar sem kæmu sér illa
fyrir Edmund Muskie. Siöan ein-
beittu þessir sömu náungar sér að
þvi að eyðileggja kosningabar-
áttu Muskies fyrir hinar mikil-
vægu prófkosningar i New
Hampshire. Þar voru t.d. blökku-
menn sendir heim til hvitra milli-
stéttarmanna segjandi sem svo,
að þeir væru fulltrúar „Harlem-
nefndar með Muskie ”, Falsbréf-
um var dreift i nafni verklýðsfor-
ingja eins m.a. þess efnis, að
Muskie hefði kallað afkomendur
Frakka sem eru allmargir i rik-
inu „canucks” sem er talið heldur
vont uppnefni. Ruglandi sim-
hringingar, fölsuð boðsbréf og
margt fleira i þeim dúr gerðu það
að verkum, að kosningavél Musk-
ies hrundi gjörsamlega saman.
Svo fór að lokum að Muskie grét
af reiði fyrir framan sjónvarps-
vélar, og það má ekki i Banda-
rikjunum. Muskie var búinn að
vera. Hann gat ekki „keep smil-
ing” — haldið áfram að brosa,
eins og Nixon kann og er lifsnauð-
syn i þvi stóra sjónvarpslandi.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna i
þessum dúr. Það voru t.d. nánir
samstarfsmenn Nixons i Hvita
húsinu sem létu vikublaðið Time
hafa efni sem laut i senn að hómó-
sexúalisma (stundum kallað kyn-
villa) og frjálslyndum öldungar-
deildarþingmanni, Tydings. Svo
fór að Tydings tapaði þingsæti
sinu.
Eagleton og fleiri
Þegar svo McGovern hafði
hlotið útnefningu, þá var það eðli-
legtáframhald á þvi sem á undan
var komið, að reyna að eyðileggja
kosningabaráttu hans. Það var
hægri hönd Nixons, Ehrlichman,
sem hafði orðið sér úti um heim-
ildir um að Thomas Eagleton,
sem McGovern hafði fengið með
sér sem varaforsetaefni, hefði
gengið til sálfræðings vegna
streitu. Og það var hann sem kom
efni þessu á framfæri við blöð ein-
mitt þegar það kom Demókrötum
verst. Mikil aðferð var að borga
ungum hómósexúalistum kaup
fyrir að sækja kosningafundi
McGoverns og hafa þar sem hæst
um stuðning sinn við hann. Þetta
vareittaf mörgum afbrigðum við
aðferðirnar i New Hampshire —
að hræða „venjulegt” fólk frá
stuðningi við andstæðinginn með
þvi að tengja við hann sem mest
af „hættulegu” fólki (blökku-
mönnum, hommum, kommum
o.s.frv.)
Það hefur lika komið mætavel
fram, að handlangarar Nixons
höfðu firna góða aðstöðu til alls
þessa. Þeir óðu i peningum. Þeg-
ar i fyrra hafði Nefnd til endur-
kjörs Nixons undir höndum 1,7
miljónir dollara i reiðufé, sem
hvergi hafði verið gerð grein fyr-
ir, og voru þá hvergi nærri öll kurl
komin til grafar. Og það hefur nú
vitnazt, að þessir sömu aðilar
hafa notað 900 þúsund dollara
(um 80 miljónir króna) til þess
eins að reyna að þagga niður
Watergatemálið — m.ö.o. i mútur
til meðsekra og embættismanna.
Lögleysa
Sjálft Watergatehneykslið er
þvi aðeins angi af langri og harð-
vitugri viðleitni Nixonsliðsins til
að forðast þann kosningaósigur
sem virtist blasa við árið 1971.
Vissulega varð ýmislegt annað til
að bæta stöðu Nixons en þessar
aðferðir — t.d. leyniheimsóknir
Kissingers og opinberar heim-
sóknir Nixons sjálfs til Peking og
Moskvu. En engu að siður er það
ljóst, að mikill hluti af þvi starfi
sem miðaði að þvi að endurkjósa
Richard Nixon i forsetaembætti
byggði á þvi að hunza og fótum
troða lög og rétt, að maður nú
ekki tali um siðgæðið. Og þvi
spyrja menn i Newsweek sem
annarsstaðar: Er umboð Nixons
raun verulegt? Newsweek
hnykkir á með þvi að segja, að
„undir stjórn Nixons hafa Banda-
rikin reynt hægfara valdspillingu
sem leiddi til þess að brotin voru
lög og siðgæði og endaði i hrein-
um og beinum lögreglurikisað-
ferðum”. Washingtonblaðið
Evening Star óttast, að menn
muni síðar lita á Watergatemálið,
málaferlin gegn Daniel Ellsberg
og fleira i þeim dúr sem „áfanga
á leið til einræðis”.
áb tók saman.
Fundur Alþýöubandalagsins í Vesturlandskjördæmi
Enga samninga viö Breta
Kjördæmisráð Alþýðubanda-
lagsins i Vesturlandskjördæmi
hélt fund 26. mai sl. Þar voru
samþykktar tvær áskoranir, önn-
ur til utanrikisráðherra, en hin til
forsætisráðherra. Fara þær hér á
eftir.
Hr. forsætisráðherra Ólafur Jó-
hannesson,
Forsætisráðuneytinu,
Reykjavik.
Fundur kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins i Vesturlandskjör-
dæmi haldinn hinn 26. mai 1973
sendir rikisstjórn Islands eftir-
farandi áskorun:
Engir samningar gerðir við
Breta, hvort heldur flotinn verður
innan eða utan islenzkrar fisk-
veiðilandhelgi.
Forsendur þessarar áskorunar
eru eftirfarandi:
Að með brottför brezkra veiði-
skipa úr islenzkri landhelgi þ. 17.
mai s.l. eru viðurkennd yfirráð
Islendinga innan 50 milna fisk-
veiðilögsögu.
Að koma brezka flotans inn i is-
lenzka fiskveiðilögsögu ónýtir öll
fyrri samningstiiboð til handa
Bretum.
Að árásin á fullveldi Islands
kemur i veg fyrir allar frekari
samningaviðræöur við Breta.
Að samningar við Breta eftir
hina freklegu árás væru móðgun
við þær þjóðir, sem virt hafa
landhelgi okkar, og þær þjóðir,
sem leitað hafa samkomulags
með friðsemd.
Hr. utanrikisráðherra Einar
gústsson,
Utanrikisráðuneytinu,
Reykjavik.
Fundur kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins i Vesturlandskjör-
dæmi haldinn hinn 26. mai 1973
sendir rikisstjórn Islands eftir-
farandi áskorun:
Að þegar í stað verði staðið við
ákvæði málefnasamnings rikis-
stjórnarinnar um brottför hers
Atlanzhafsbandalagsins frá Is-
landi.
Rikisstjórnin er minnt á, að nær
tvö ár eru liðin frá gerðmálefna-
samningsins og þvi ljóst, að her-
stöðvamálinu hefur verið ýtt til
hliðar. Slikt er illt, þar sem rikis-
stjórnin hefur sýnt verulegan
vilja til að standa við önnur á-
kvæði samningsins.
I nýkjörinni stjórn kjördæmis-
ráðs Alþýðubandalagsins i Vest-
urlandskjördæmi eiga sæti:
Formaður Halldór Brynjúlfsson
Borgarnesi,
varaform. Gunnlaugur Bragason
Akranesi,
ritari Jenni R. ólason Borgar-
nesi,
gjaldkeri ólafur Guðmundsson
Grundarfirði,
meðstj. Guðmundur M. Jónsson
Akranesi.
Varamenn:
Skúli Alexandersson Hellissandi,
Sigrún Gunnlaugsdóttir Akra-
nesi.
Endurskoðendur:
Hermann Hjartarson Ólafsvik,
Haraldur Guðmundsson Ólafsvik.