Þjóðviljinn - 31.05.1973, Side 13
Fimmtudagur 31. mai 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Hann vissi ekki hvort Lissa sæi
hann, en hann veifaði róandi i átt
til hennar. Eins og api klifraði
hann upp að glugganum og reyndi
hvern einasta þakstein með hönd-
unum áður en hann lagði þungann
á hann. Glugginn var opinn, en
það var net fyrir honum. Innanúr
herberginu barst dauft ljós, það
var náttlampi, en Andy gat ekki
greint annað en óljósar útlinur
húsgagnanna. Hann tók upp
skærin og klippti netið úr ramm-
anum. Eftir andartak stóð hann
inni i herberginu, sannkölluð
taugahrúga af eftirvæntingu.
Nú sá hann greinilega,og hann
stundi af feginleik. 1 fjarlægasta
horninu, hinum megin við hjóna-
rúmið, stóð vagga. t henni lá sof-
andi barn — Drew, hvislaði hann.
— Drew. Hannlæddistá tánum að
vöggunni og rétti ósjálfrátt hand-
leggina eftir syni sinum.
Hann stanzaði og starði. Barnið
sem hreyfði sig órólega i svefnin-
um og sneri andlitinu i átt til
hans. . . það var ekki Drew. Það
var litla stúlkan sem hann hafði
séð við fyrri heimsóknina i Spin-
drift-krána. Sonur hans sást
hvergi.
Hann stóð þarna eins og lamað-
ur. Vonbrigðin ætluðu að yfirbuga
hann. Hafði honum skjátlazt
svona hrapallega? Eða — það
sem verra var — var allt um sein-
an?
— Það getur ekki verið, tautaði
— Það versta við hóphjóna-
bandið okkar er það, að nú hangir
þrisvar sinnum meira af sokkum
og nærbuxum til þerris i bað-
herberginu.
hann. — Það er engin sanngirni i
þvi.
Hann heyrði uml. Sem snöggv-
ast hélt hann að hugmyndaflug
hans sjálfs væri að gera honum
glennu. Þá heyröi hann hljóðið
aftur. Andy einblindi á litlu stúlk-
una i vöggunni, en hún svaf vært.
49
Hann fékk ákafan hjartslátt.
Annað barn, rétt hjá.
Dyrnar að fataskápnum voru i
hálfa gátt. Andy reif þær upp. A
gólfinu var vindsæng — og á henni
litil vera. Náttlampaskinið féll á
glóbjarta hárið, lokkana sem
Lissa hafði ekki getað fengið af
sér að klippa af.
Andy kraup hjá syni sinum.
Drew lá á maganum með hnén
undir sér og bakhlutannn upp i
loftið. Hann var óhreinn i framan
og i sömu náttfötunum og hann !
hafði verið i, þegar honum var
rænt. En hann var á lifi og
óskaddaður. Varir hans hreyfðust
eins og hann væri að totta ósýni-
lega geirvörtu.
Andy gat með naumindum stillt
sig. Varlega tók hann upp litla
kroppinn, lyfti syni sinum ofur-
hægt til að vekja hann ekki. Þeg-
ar hann lagði drenginn loks að
brjósti sér, gat hann varla stillt
sig um að þrýsta honum fast að
sér, svo sæll var hann.
Hann klifraði út um gluggann
og varlega niður flisaþakið. Drew
þrýsti sér að honum i köldu
næturloftinu, en hann vaknaði
ekki. Við þakbrúnina stanzaði
Andy. Með erfiðismunum hafði
honum tekizt að lyfta sér upp með
báðum höndum, en hann kæmist
aldrei örugglega niður á sama
hátt. Með Drew i fanginu haföi
hann varla aðra höndina lausa.
Or svefnherberginu kvað við
hátt væl. Litla stúlkan var vöknuð
og vildi fá að drekka. Eftir andar-
tak færi Rene Pyle upp á loftið.
Og i næstu andrá myndi hún. . .
Hann mátti engan tima missa.
Með Drew i fanginu stökk hann
niður. í myrkrinu gat hann ekki
áætlað fjarlægðir, og Drew kom
honum til að missa jafnvægið.
Hann kom þunglega niður á ver-
andargólfið og fann hvernig ann-
að hnéð sveik hann. Gömlu rugby-
meiðslin höfðu aldrei verið hon-
um til trafala. Að vissu leyti höfðu
þau komið honum að gagni, þvi að
þeirra vegna hafði hann komizt
hjá herþjónustu og ekki hlotið
frama i lögreglunni — ef til vill
var öll velgengni hans þessum
meiðslum að þakka. En þau höföu
valið þennan tima til að taka sig
upp.
Hann valt fram yfir sig, en lenti
þó ekki ofan á barninu. Fóturinn
gat ekki borið þunga hans. Hann
skreið aö verandarbrúninni.
Lissa var þar. Meira að segja I
myrkrinu voru augu hennar
geysistór af ofvæninu. — Andy!
Þú ert meö hann. Er hann
ómeiddur?
— í finu lagi. Drew fór að
gráta. Andy rétti Lissu hann. —
Taktu hann og komdu þér burt
héðan. Hlauptu!
— Hvað um þig?
— Ég get það ekki, ég hef eyði-
lagt á mér löppina.
— Þá verð ég kyrr.
— Enga vitleysu, i guös bæn-
um, stundi hann. — Þú verður að
koma þér burt, Lissa. Það er eina
tækifærið okkar. Þau verða kom-
in á slóð okkar eftir eina minútu.
Ljósið i svefnherberginu var
kveikt. Þau heyrðu Rene kalla: —
Jói! Hub! Komið hingað upp undir
eins!
— Ég ætla að tefja fyrir þeim,
sagði Andy i ofboði. — Mér tekst
það áreiðanlega. Þeir eru að
hugsa um Drew, ekki mig.
Lissa trúði á lygi hans. — Ég
kem til baka með hjálp. Hún
þrýsti Drew að brjósti sér og
hljóp út i myrkrið. Andy heyrði
grátinn i litla drengnum, löngu
eftir að myrkrið hafði gleypt þau.
önnur hljóð kölluðu á athygli
hans. Þau hrópuðu hástöfum uppi
i svefnherberginu, kenndu hvert
ööru um. Hub hallaði sér út um
gluggann meö sama tryllingslega
reiðisvipinn og hann hafði séð á
honum kvöldið sem hann mis-
þyrmdi Crystal Tower. Hann
hvæsti. — Viö hefðum heyrt i bil.
FIMMTUDAGUR
31. mai
8.00 Fréttir um komu Nixons
og Pompidous og frá mót-
mælaaðgerðum af þvi tilefni.
Væntanlega veröur öðru
skotið inni ef fréttnæmt þykir.
Lengd fréttatimans er ó-
ákveðin, en hann verður
blandinn auglýsingum og
veðurfregnum.
FÖSTUDAGUR
1. juni
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Karlar i krapinu.Itustar I
rekstri.Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
21.25 lleimsókn Nixons og
Pompidous. Fréttaþáttur
um komu Bandarikjafor-
seta og Frakklandsforseta
til Islands og fundarhöld
þeirra i Myndlistarhúsinu
22.15 Frá Skiðamóti isiands,
Siðari hluti. Svipmyndir frá
keppni á skiðalandsmótinu
1973, sem haldið var á Siglu-
firði um bænadagana.
Kvikmyndun Þórarinn
Guðnason. Umsjón ömar
Ragnarsson.
23.00 Dagskráriok.
FIMMTUDAGUR
31.mai
Uppstigningardagur
8.00 Morgunandakt Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir •
8.15 Létt morgunlög Amerisk-
ar hljómsveitir leika létt
lög.
9.00 Fréttir. útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar a.
Sinfónia nr. 40 i g-moll
(K550) eftir Mozarta.
Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leikur, Colin Davis
stj. b. Lög eftir Sibelius.
Tom Krause syngur. Pentti
Koskimes leikur á pianó. c.
Dúett konsertinó fyrir klari-
nettu og fagott með
strengjasveit og hörpu eftir
Richard Strauss. Oskar
Michallik, Jörgen Buttke-
witz og útvarpshljómsveitin
i Berlin leika, Heinz Rögner
stj. d. ,,Lofið Guð i himna-
riki”, kantata nr. 11 eftir
Bach. Kathleen Ferrier,
Ena Mitchell, William Her-
bert, William Parsons og
Kantötukórinn syngja
ásamt hljómsveit undir
stjórn Reginald Jacques.
Kynnir: Guðmundur Gils-
son.
11.00 Messa i Neskirkju Prest-
ur: Séra Frank M.
Halldórsson. Organleikari:
Jón Isleifsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tiikynningar.
13.00 A frivaktinni Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Páfinn
situr enn i Róm” eftir Jón
Óskar Höfundur les (4).
15.00 Miðdegistónleikar a.
Egmont-forleikur eftir
Beethoven. Concertgebouw-
hljómsveitin i Amsterdam
leikur. Eugen Jochum stj. b.
Sinfónia nr. 98 i B-dúr eftir
Haydn. Hljómsveitin Phil-
harmonia leikur, Otto
Klemperer stj. c. Fiðlukon-
sert i D-dúr op. 77 eftir
Brahms. Zino Francescatti
leikur með Filharmóniu-
sveitinni i New York. Leon-
ard Bernstein stj.
16.15 Veðurfregnir Kór
Menntaskóians i Hamrahlíð
syngur andleg lög. Þorgerð-
ur Ingólfsdóttir stjórnar.
16.25 Popphornið
17.10 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar Vorið
erkomið: Séra Árni Pálsson
sóknarprestur flytur hug-
leiðingu um vorið og sumar-
ið/ Hjalti Aðalsteinn Július-
son, Margrét Flóvenz og
Kristin tvarsdóttir, öll úr 1.
bekk Þinghólsskóla, lesa
sögur og ljóð, — og einnig
les Hjálmar Arnason sögu/
Fjórar systur frá Breiða-
nesi i Gnúpverjahreppi
syngja nokkur lög/ Lesið
bréf til barnatimans.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Ilaglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.35 Landslag og leiöir Berg-
sveinn Skúlason flytur fyrra
erindi sitt um Múlasveit.
20.00 Gestur i útvarpssal Ein-
ar Grétar Sveinbjörnsson
leikur með Sinfóniuhljóm-
sveit tslands Fiðlukonsert i
G-dúr (K216) eftir Mozart,
og er jafnframt stjórnandi.
20.25 Leikrit: „Dregur að þvi,
er verða vill” eftir Hugrúnu
Samið út frá Rutarbók.
Leikstjóri: ÆvarR. Kvaran
Persónur og leikendur:
Naomi: Þóra Borg. Rut:
Helga Bachmann. Orpa:
Sigriður Þorvaldsdóttir.
Bóas: Rúrik Haraldsson.
Ráðsmaður: Guðjón Ingi
Sigurðsson. Þulur: Ævar R.
Kvaran.
21.00 Frá samsöng Karlakórs-
ins „Fóstbræðra” i Austur-
bæjarbióii þessum mánuði.
Söngstjóri: Garðar Cortes.
Undirleikari: Krystina
Cortes. Flutt er Sálumessa i
d-moll eftir Luigi Cherubini.
21.45 A jörð ertu kominnLjóð
eftir Birgi Sigurðsson.
Höfundurinn og Margrét
Helga Jóhannsdóttir leik-
kona lesa.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir „Gamla
konan”, smásaga eftir Ber-
tolt Brecht Bjarni Bene-
diktsson frá Hofteigi is-
lenzkaði. Erlingur E.
Halldórsson les.
22.35 Danslög
23.55 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur
1. júni.
7.00 Morgunútvarp, Veður-
fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Helga Hjörvar byrjar
að lesa söguna „Það er fill
undir rúminu minu” eftir
Jörn Birkeholm i þýðingu
Clfs Hjörvar. Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunpopp kl. 10.25:
Hljómsveitin Blodwyn Pig
syngur og leikur og Cat
Stevens syngur. Fréttir kl.
11.00 Morguntónieikar:
ttalski kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 2 i
D-dúr eftir Borodin./
Sinfóniuhljómsveit tón-
listarskólans i Róm leikur
Sinfóniu nr. 4 i Es-dúr op. 48
eftir Galzúnoff.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tiikynningar. Tónleikar.
13.30 Með sínu lagi. Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Siðdegissagan: „Páfinn
situr enn i Róm” eftir Jón
Óskar. Höfundur les (5).
15.00 Miðdegistónleikar:
Maria Callas, Giuseppe di
Stefano og hljómsveit Scala-
óperunnar i Mflanó flytja
atriði úr óperunni „La
Bohéme” eftir Puccini.
Antonio Votto stj. Fil-
harmóniusveitin I Los
Angeles leikur „Feste
Roman” eftir Respighi;
Zubin Metha . stj.
15.45 Lcsin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
16.20 Popphornið.
17.10 Tónleikar.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill.
20.00 Tónleikar.a. Svita nr. 4 i
D-dúr eftir Bach. Hátiðar-
hljómsveitin i Bath leikur;
Yehudi Menuhin stj. b.
Hornkonsert nr. 2 i Es-dúr
(K 417) eftir Mozart. Hljóm-
sveitin Philharmonia i
Lundúnum leikur. Ein-
leikari: Alan Civil. Stjórn-
andi: Otto Klemperer. c.
Sinfónia nr. 9 i C-dúr eftir
Schubert Rikishljómsveitin
I Dresden leikur; Wolfgang
Sawallisch stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Músin,
sem læðist” eftir Guðberg
Bergsson.Nina Björk Arna-
dóttir les (12).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Þættir úr
sögu Bandaríkjanna.Jón R.
Hjálmarsson skólastjóri
flytur erindi: Andlegt lif og
ófriðablikur.
22.35 Létt músik á síðkvöldi,
Ferrante og Teicher leika
vinsæl lög, Jordamairs
syngja og bandariskir lista-
menn flytja atriði úr söng-
leiknum „Fiorello” eftir
Jerry Bock og Sheldon
Harnick.
23.30 Fréttir i stuttu máli.