Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 1
UuDVUHNN
Sunnudagur 17. júni 1973 — 38. árg. —136. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZIA Í KRON
Þing
BSRB á
morgun
Um 170 fulltrúar frá 31
bandalagsfélagi munu sitja
þing Bandalags starfsmanna
rikis og bæja, sem hefst á
morgun, mánudag, og stendur
þrjá daga.
Þingið verður haldið i
Súlnasal Hótel Sögu og sett kl.
9 i fyrramálið. Aðalmál á
dagskrá þingsins eru skipu-
lagsmál vegna breytinga á
samningsréttarlögum og
stefnumótun i sambandi við
væntanlega kjarasamninga i
haustog byrjun næsta árs, svo
og ýmis hagsmunamál.
Þetta er 29. þing BSRB.
f DAG
Brottför hersins er for-
senda stjórnarsam-
starfsins og það mun
ekki verða hvikað í þvi
máli, segir Magnús
Kjartansson ráðherra í
þjóðhátíðargrein á síðu
3.
Viðtal er við Einar Sæ-
mundsen um landnýt-
ingu á Reykjanesskaga
á siðu 5.
Einar Sæmundsen
Sigurður Blöndal fjall-
ar um skynsamlega
nýtingu auðlinda á síðu
7.
Maðurinn er ekki herra
náttúrunnar, hann er
hluti af henni — grein-
arkafli eftir Eyþór
Einarsson á siðu 10.
Ágrip af sögu hernáms-
ins á siðu 13.
Rás tímanna — Þor-
steinn frá Hamri
bregður upp svipmynd-
um úr sjálfstæðisbar-
áttunni á fyrri öld og
þessari, sjá opnu.
Gísli T. Guðmundsson:
Ferðasaga með Ijóðum
úr Þingeyjarsýslu á
siðu 19.
Brézjnéf
flaug yfir
Mér þykir þetta mjög leitt, ég
hefði haft gaman af að taka I
höndina á Brézjnéf, sagði Ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra i
stuttu spjalli við islenzka blaða-
menn skömmu eftir að vitað var
að Leonid Brézjnéf, formaður
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna, mundi ekki lenda á islandi
cins og ráðgert haföi veriö.
i Tvær flugvélar meö Brézjnéf og
tylgdarliði hans flugu yfir á tólfta
timanum i gærmorgun. Forseti
tslands var mættur á flug-
vellinum til að taka á móti Bréz-
jnéf, ásamt forsætisráðherra.
Skyggni hafði verið slæmt um
morguninn, og er það liklegust
skýring á þvi, að flugmennirnir
héldu beint til Gander á
Nýfundnalandi. Engin skýring
kom þó frá sovézkum aðilum á
þessari breytingu.
Ölafur Jóhannesson var að þvi
spuröur, hvort hanh hefði ætlaö
aö tala við Brézjnéf um land-
helgismál. Hann sagði.að liklega
hefði litið tóm gefizt til alvarlegra
viðræðna,en ,,ætli maöur hefði
ekki reynt”.
Miklar öryggisráðstafanir voru
viöhafðar á flugvellinum i gær.
Flugumferð var stöðvuð, mikill
liðsafli islenzkra lögregluþjóna
var mættur, auk sovézkra og
bandariskra öryggisvarða (sumir
þeirra höfðu verið hér með
Nixon).
Frá Moskvu hafði borizt beiðni
um, að engir blaðamenn væru
viðstaddir komu Brézjnéfs. En að
sjálfsögðu höfðu tiöindi þessi
spurzt út, og stóðu blaöamenn i
samningaþófi um að fá a.m.k. aö
ljósmynda komumenn. Ekki kom
þó að þvi, að endanlega ákvörðun
jiyrfti að taka i þvi máli.
17. júní í
Hátíðahöldin í Reykjavik
í dag verða margþætt og á
ýmsum stöðum í borginni
og standa frá því um morg-
uninn kl. 10, að forseti
borgarst jórnar leggur
blómsveig á leiði Jóns
Sigurðssonar, til miðnættis,
að útidansskemmtunum á
fimm stöðum í borginni
lýkur.
Kl. 10.30 byrjar Lúðrasveit
verkalýðsins að leika ættjarðar-
lög á Austurvelli, en formaður
þjóðhátiðarnefndar, Markús Orn
Antonsson, setur hátiðina þar kl.
10.40. Forseti íslands leggur
blómsveig að minnisvarða Jóns
Sigurðssonar, forsætisráðherra
flytur ávarp sitt og flutt veri ir
ávarp Fjallkonunnar e tir
Matthias Jóhannessen. Karlakór
Reykjavikur syngur inn á milli og
lúðrasveitin leikur. Kl. 11.15 hefst
guðsþjónusta i Dómkirkjunni, sr.
Óskar J. Þorláksson, dómpró-
fastur predikar.
Lúðrasveitir barna og unglinga
Framhald á bls. 2:7.
Með þessari mynd af upprennandi æsku óskar Þjóð-
viljinn lesendum gleðilegrar þjóðhátiðar. Stöndum
vörð um sjálfstæðismálin!
EITRIÐ
FUNDIÐ
Mörg pilluglös, rennblautir
hvitir sloppar og hluti úr þjóf-
abjöllukerfi var það sem Helgi
Danielsson rannsóknarlögreglu-
maður fann i fjörunni fyrir innan
Sundahöfn er hann leitaði þar i
fyrrinótt.
Þarna var kominn hluti af
eitrinu, sem stolið var úr
Háaleitisapóteki við innbrot þar i
vikunni og sem valdið hefur skelf-
ingu meðal yfirvalda og
almennings siðan vegna hætt-
unnar sem börnum og öðrum
óvitum hefði getað stafað af þvi.
Lögreglan komst á sporið og
handtók tvo menn á fimmtudag
og aðra tvo daginn eftir, sem
grunaðir eru um innbrotið, en
höfðu þó enn ekki játað um hádegi
i gær. Einn mannanna á að sögn
að hafa sérhæft sig i innbortum i
apótek og margt bendir til sér-
hæfðra vinnubragða við
innbrotið, eins og td. að þjófa-
bjöllukerfið var gert óvirkt með
þvi að skera á virinn að þvi og
nema það einfaldlega á brott.
Að sögn Helga Danfelssonar
fannst fyrsta pilluglasið i fyrra-
dag og við nánari leit i fyrrinótt
fundust mörg fleiri glös, þjófa-
bjallan og slopparnir i fjörunni
austan við hafnarmannvirkin i
Sundahöfn. Er þarna um að ræða
bæði efni úr eiturskáp apóteksins
og eins örvunar- og deyfilyf, sem
stolið var úr öðrum hirzlum, en
nokkur hluti þeirra hefur einnig
fundizt annarsstaðar.
Alls var stolið 108 grömmum af
eitri úr skápnum og 8-9000 töflum
örvunar- og deyfilyfja, og er það
aðeins hluti af þessu sem þegar
hefur fundizt, svo ástæða þykir til
að aðvara foreldra barna i
nágrenni Sundahafnar ef börn
þeirra skyldu vera að leik þarna.
Helgi Danielsson með fund sinn úr fjörunni 1 gær. Hann hefur áður hiri
athyglisvcrða reka úr fjöru I starfi sinu sem lögreglumaður, eða hver
fann ekki flöskurekann fagra i netatrossunum á Akranesi fyrir nokkr
um árum? (Ljósm. GSP).
Innbrot i apótek hafa ekki verið Háaleitisapóteki. Hinsvega;
ótið að undanförnu, og hefur oft hefur ekki áður verið stolið jafr
verið stolið meira magni en i hættulegum efnum. -v