Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 17. júni 1973. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 Lýðveldið Island og glíman við heimsvaldastefnu Amerísk ásœlni og íslenzkt Á þjóðhátiðardegi ís- lendinga er ekki úr vegi að rifja upp hvernig is- lenzkum stjórnvöldum hefur tekizt að standa vörð um nýfengið sjálf- stæði. Hvernig hinu fá- menna islenzka lýðveldi hefur vegnað i ólgusjó viðsjárverðra alþjóða- samskipta. Þá er einnig nauðsyn að minnast þess að þrátt fyrir sterk öfl undirlægjuháttar við erlent vald, þá hefur með islenzkri þjóð búið sterk þjóðernisvitund, vitund sem mótmælt hefur stefnu hernáms og nýlendukúgunar i hvaða formi sem hún hefur birzt. 1945 Herstöðvar til 99 ára Þaö var sumarið 1945, sem Bandarikjastjórn fór fram á það við nýsköpunarstjórnina að þeir fengju þrjár herstöðvar til 99 ára. Þetta skeði aðeins rúmu ári eftir stofnun lýðveldisins, lýðveldis- andinn ekki enn dáinn út og fram- farasinnuð og vinsæl stjórn i landinu. Þvi tókst að hindra þá að gengið yrði að kröfum Bandarikj anna, en Sámur frændi gefst ekki upp i fyrstu tilraun, að minnsta kosti ekki þegar smáriki eiga i hlut. En vindar væntanlegs kalds striðs voru byrjaðir að nauða. Um haustið sagði svo i leiðara Visis: „Austrið og Vestrið -þessar tvær þjóðfélagsstefnur eru nú að skipta heiminum á milli sin. Eins og ástandið er nú orðið, eiga smá- þjóðirnar ekkert annað val, ef þær eru sjálfráðar, en að segja til um hvorum megin þær ætla að skipa sér. . . Islenzka þjóðin skip- ar sér einhuga i sveit hinna vest- rænu þjóða”. 1946 Fyrsti áfangi Sámur frændi lét sig ekki. Sam- kvæmt herverndarsamningnum frá 1941, átti bandariski herinn að fara i ófriðarlok. Haustið 1940 sat hann enn sem fastast suður á Miðnesheiði. 1 kosningum þá um sumarið höfðu allir heitið þvi að hér skyldu ekki vera herstöðvar og staðið yrði fast á landsréttind- um. En um haustið var Keflavik- ursamningurinn gerður — dulbú- in herstöð með samþykki Alþing- is. Með þvi hólst undanlátsemi is- lenzkra valdhafa og hernáms- stefnan opinberaði sig. Atburðir þessa hausts urðu siðan uppistað- an i skáldsögu Halldóts Laxness — Atómstöðinni. Árið 1946 töluðu fulltrúar hernámsflokkanna enn um að hér skyldi ekki vera her á friðartimum, en brátt skipuðust veður i lofti enda var nú Churchill búinn að halda sina Fulton-ræðu og kommúnistagrýlan að grafa um sig i alþjóðamálum. 1948 Annar áfangi tslendingar höfðu grætt mikið fé i striðinu og nýtt það á timum nýsköpunarstjórnarinnar til að byggja upp islenzkt atvinnulif og tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. En á þvi herrans ári 1947 hélt ráðherra.að nafni Marshall, ræðu vestur i Bandarikjunum og bauð striðshrjáðum ibúum Evrópu fé til uppbyggingar eftir rúst styrjaldanna. Bak við gylli- boðin lá vilji Bandarikjastjórnar að ná efnahagslegum itökum i gamla heiminum. Sagt er að engir borgarmúrar standist asna klyfjaðan gulli og svo fór og um Island. Arið 1948 varð islenzk þjóð „aðnjótandi” þessa fjár og án efa bar fjáraustur árangur á stjórn- málasviðinu. Það fé sem nota átti handa hin- um striðshrjáðu var nýtt til að búa i haginn fyrir hernaðarað- stöðu til handa Bandarikjastjórn á Islandi. 1949 Þriðji áfangi Árið 1918 er Island varð full- valda riki lýsti tsland yfir ævarandi hlutleysi i átökum stór- veldanna. Þetta hlutleysi var rofið af Bretum 1940, en árið 1949 var Island látið varpa þvi hlut- leysi fyrir borð. Þá gengu Islendingar i hernaðarbandalag þeirra velda er stunda rányrkju og kúgun um allan heim. Hin forna nýlenda skipaði sér á bekk nýlendukúgaranna. Þann 30. marz 1949 var keyrt i gegnum Alþingi samþykkt á Atlanzhafs- samningnum. Þar með hafði Bandarikjastjórn náð þriðja áfanganum en ennþá árið 1949 lýstu islenzkir valdhafar yfir þvi, að hér skyldi aldrei vera her á friðartimum. Þegar þessi fyrstu þrjú óheilla- spor voru stigin á fyrstu 5 árum lýðveldisins reis ætið mikil mót- mælaalda með þjóðinni og hæst reis hún þann 30. marz fyrir utan alþingishúsið. En þrátt fyrir ósigur, hélt andófið áfram. 1951 Fjórði áfanginn A þessu ári voru átök kalda striðsins hvað hörðust og McCarthy-isminn með sinu kommúnistahatri og ofsóknum i hámarki. Þá, undir yfirskyni styrjaldahættu vegna Kóreu- striðsins, beygðu hernámssinnar á Islandi sig fyrir kröfum Penta- gon um herstöðvar á Islandi. Þann 7. mai gekk bandariskur her á land án þess að Alþingi fjallaði um hernámssamninginn heldur aðeins lokaður leynifundur hernámsflokkanna. Þannig var hin 7ára gamla lýðveldisstjórnar- skrá þverbrotin og fórnað á altari haukanna i Washington. Þessu athæfi mótmælti Sósialistaflokkurinn og allir ein- lægir þjóðfrelsissinnar. Stór mót- mælafundur i Lækjargötu hóf andóf gegn erlendum herstöðv- um, andóf sem staðið hefur á þriðja áratug. 1956 Endurskoðun Hið erlenda hernámslið bjó um sig suður á Miðnesheiði og viðar, en ófriðarástand ársins 1951 var um garð gengið og andi friðsam- legrar sambúðar, Genfarandinn frá 1954, rikti i alþjóðamálum. Þvi var það að Alþýðuflokkur og Framsókn töldu heillavænlegt að auka fylgi sitt á vinstri væng stjórnmálanna með kröfu um endurskoðun „varnar- samningsins”. Alþingi samþykkti þaö i marz 1956. Um sumarið var mynduð vinstri stjórn er efna átti loforðin um brottför hersins, en undir yfirskyni breyttra viðhorfa i alþjóðamálum var þaö loforð svikið — uppreisnin i Ungverja- landi og Súezstriðið voru nýtt sem tilliástæða til þess. Þau svik fylktu hins vegar her- námsandstæðingum i öllum flokkum saman i samtökin Frið- lýst land og siðan i Samtök her- námsandstæðinga. 1960-1971 öflugt andóf Segja má að allan siðasta ára- tug hafi, þrátt fyrir afturhalds- stjórn, tekizt að reisa upp viðtæka baráttu gegn herstöðvum á Islandi. A fyrri hluta áratugsins efndu Samtök hernámsand- stæðinga til hverrar mótmæla- göngunnar á fætur annarri. Á siðari hluta áratugsins, þegar hin andóf undanlátsama stjórn ihalds og krata veitti hernámsliðinu stöðugt meira olnbogarými i islenzkri menningarhelgi, reis upp mótmælaalda náms- og menntamanna m.a. með ávarpi 60 menninganna gegn hernám>s sjónvarpinu. Og þó óþjóðleg stjórn vanrækti islenzkt atvinnu- lif og sýndi sig boðna og búna til að taka á sig hlutverk hins feita þjóns og fórna sjálfstæðinu á altari stórkapitalismans innan Efnahagsbandalagsins, þá sváfu öfl þjóðfrelsis aldrei á verðinum. Merki hernámsandstöðunnar var ekki látið niður falla. 1971 Úr vörn i sókn Samtimis þvi sem bandariskir heimsvaldasinnar hafa sýnt sitt rétta andlit gagnvart fátækri al- þýðu þriðja heimsins og afhjúpaö spillingu valdsins i eigin heima- landi, þá hefur að sama skapi vaxið styrkur þeirra afla er berjast gegn arðránsöflunum og þá einkum æskan fylkt sér til bar- áttu gegn heimsvaldastefnu og innlendum leppum hennar. Hinn ótviræði vinstri sigur i al- þingiskosningunum 1971 tryggði að i málefnasamning vinstri stjórnar fékkst ákvæði um endur- skoðun, eða uppsögn varnar- samningsins við Bandarikin i þvi skyni að herinn yrði á brott i áföngum fyrir lok kjörtima- bilsins. Til að fylgja efndum eftir hafa herstöðvaandstæðingar úr öllum flokkum myndað samtök og haft uppi að undanförnu öfluga andófsstarfsemi. 1973 Endurskoðun hafin A fyrri hluta kjörtimabils vinstri stjórnarinnar hefur land- helgismálið setið i fyrirrúmi. Frá 19. mai hafa landsmenn getað séð betur en áður hverjir eru banda- menn okkar i Atlanzhafsbanda- laginu — brezkur Natofloti hefur ráðizt inn i islenzka lögsögu og beitt ofbeldi til verndar sigildri rányrkju sinni. Alda mótmæla og krafan um úrsögn úr Nato hefur hljómað úr öllum áttum. Samtimis þessu hefur nú verið sent bréf til Bandarikjastjórnar og 6 mánaða timaklukka endur- skoðunar „varnarsamningsins” byrjar að tifa, fyrir lok þe§sa mánaðar. 1 lok þessa árs geta Framhald á 7. siðu. AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU IFASTEIGN EINFALDASTA OG HAGKVÆMASTA FJÁRFESTINGIN SKATT- OG FRAMTALSFRJÁLS TIL SÖLU I ÖLLUM BÖNKUM — ÚTIBÚUM SPARISJÓÐUM OG HJÁ NOKKRUM VERÐBRÉFASÖLUM íH) ■'ÍAS" SEÐLABANKI ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.