Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. júnl 1973. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5 Þannig hugsar Einar Sæmundsen sér skiptingu Reykjanesskagans eftir nýtingu landsins. 1) Beit á hrauni. 2) Beit á hrauni og móbergsmyndunum. 3) Beit á móbergsmyndunum. 4) Beit á stóru sam- felldu móbergssvæði. ) Landbúnaðar- svæði. 6) Þéttbýlissvæði. 7) Þéttbýlis- svæði i þróun. 8) Núverandi og hugsanleg útivistarsvæði. ;í 6 8 8 i! i i i 1 ! ' j; i i i1' j:! j i I!;' j.ipM , GRÆSNING . PA LAVA OG KVARTÆR GRÆSNING PA KVARTÆR STORT SAM.H OMR , OMRADE MED MEDFRITIDS INTR ETABL OG I ANHQK ARI ir.P Rýrt landbúnaðarland en mikil þörf á útivistarsvœðum Tillagan um skiptingu svæðisins er endurmat á nýtingu landsins miðað við breyttar aðstæður. Tekið er fyrst og fremst tillit til fjöldans, sem býr á sam- þjöppuðu svæði og vinnur við atvinnuvegi sem ekki krefjast landrýmis, en einnig til þeirrar stað- reyndar, að landið er í rauninni rýrt landbúnaðar- land, segir Einar Sæmundsen um niðurstöðu verkefnis síns. Einar Sæmundsen lauk prófi frá Arkitektaskólanum viö Lista- akademiuna i Kaupmannahöfn i fyrravor og lokaverkefni hans þar var tillaga að skipulagningu landnýtingar á Reykjanesskaga, byggð á náttúrufræðilegum, sögulegum og félagslegum for- sendum. Hann skýrði stuttlega frá niðurstöðum sinum á land- nýtingarráðstefnunni, sem haldin var i Reykjavik i vetur, en tók fram, þegar Þjóðviljinn bað hann um viðtal um þetta efni, að hér væri i rauninni um að ræða dæmi um vinnuaðferð og tillagan væri i grófari dráttum en vera mundi ef hún hefði verið unnin i alvöru, þe. til að byggja framkvæmdir á. — Niðurstaðan er fyrst og fremst dæmi um vinnuaðferð i sambandi við skipulagða land- nýtingu. Tillagan er unnin sem prófverkefni, algerlega óháð vilja og óskum sveitarfélaga eða ein- staklinga á svæðinu og þvi hálf- gerður leikur, einskonar fyrir- mynd, sagði hann. Hann kvaðst hafa fengið verkefnið ákveðiö nokkuð snemma á skólatimanum og fyrst unnið við að afla gagna og siðan endanlega unnið úr þeim i fyrra- vetur. Orvinnslan er i formi nokkuð langrar ritgerðar og fjölda uppdrátta, skýringa- og skýrslumynda. Við völdum að birta með þessu viðtali aðalniður- stöðumyndina, þe. skiptingu landssvæða á Reykjanesskaga eftir hugsanlegri nýtingu, þótt margar hinna séu reyndar stór- fróðlegar og segi sina sögu um aðstæður hér i nánasta umhverfi okkar. — Hvaða atriði voru það, sem þú lagðir til grundvallar niður- stöðu þinni um skiptingu svæðisins? — Fyrst þurfti ég að komast að þvi hvaða ytri og innri skilyrði væru fyrir hendi á þessu lands- svæði og i þvi skyni kynnti ég mér og tek tillit til sögu, menningar, náttúruauðlinda, jarðsögu og veðurfars á svæðinu. Ennfremur gróðurfars og landbúnaðarskil- yrða og nýtingar landsins fyrr og nú, bæði á þessu svæði sérstak- lega og með samanburði við landið allt. Þá er yfirlit yfir fólks- fjölda, fjölgun og þróun og ástand i þeim málum i samanburði við þróunina á tslandi öllu og tekin er til meðferðar skipting svæðisins i kaupstaði og sýslur, þéttbýli og strjálbýli, ennfremur atvinnu- hættir og atvinnusaga. Þá tek ég tillit til hvernig landinu er deilt upp til afnota nú, tek þéttbýliskjarnana og fólks- fjölda i bæjum og sveitum, tel býli og eyðibýli og sáluhjálparbúskap eða tómstundabændur, geri grein fyrir vega- og öðru samgöngu- kerfi og skiptingu útivistarsvæða, en þar er um að ræða td. skiða- lönd, veiðisvæði, sumarbústaða- svæði, iþróttamannvirki, fyrir- hugaðan fólkvang osfrv. Þetta eru þau atriði sem ég legg til grundvallar, en það sem fyrst og fremst verður að ganga út frá i sambandi við Reykjanesskagann er, að engar tilsvarandi kringum- stæður eru til annarsstaðar á tslandi, hvergi jafnmargir ibúar á jafn tiltölulega litlu og ekk sér- lega frjóu landi og ekkert annað landssvæði hefur sömu þéttbýlis- einkenni. Þéttbýlustu svæðin á Reykjanesskaga eru i sjálfu sér land minnst og öll svæðin um- hverfis þéttbýlissvæðin eru þverrandi landbúnaðarsvæði, bæði vegna þess hve rýrt landið er til búskapar, en einnig vegna þeirra áhrifa sem þéttbýlið hefur á umhverfið i kring, þar sem at- vinnumarkaðurinn verður arð- bærari en hokurbúskapurinn. Vaxandi þéttbýli hefur aftur meiri og meiri þörf fyrir úti- vistarrými og þessi landnýtingar- athugun min miðar kannski ekki sizt að þvi, að komast að niður- stöðu, þar sem tekið er tillit til þessara atriöa; annarsvegar þessa rýra lands til landbúnaðar og hinsvegar vaxandi þarfar á útivistarrými. I tillögunni er reynt að gera endurmat á nýtingu landsins miðað við núverandi, breyttar kringumstæöur. Þessar breyttu aðstæður koma td. greini- lega fram i þeirri staðreynd, að i einni af stærstu sveitunum á þessusvæði, Selvognum, búa ekki orðið nema 26manns á sjö býlum. Eyðubýlin eru 11. — Hvernig er niðurstöðutil- lagan i stórum dráttum? — Það verður að taka þaö fram, að niðurstaðan er ekki unnin i samráði né samvinnu við nokkurt sveitarfélag á svæðinu, Rœtt við Einar Sœmundsen arkitekt um prófverkefni hans um skipulagningu landnýtingar á Reykjanesskaga þannig að tillagan er orðin til við sannkallaðar óskaaðstæður, þar sem hvergi þarf að taka tillit til sérhagsmuna nokkurs sveitar- félags né annarra aðila. Slikar aðstæður væru auðvitað aídrei fyrir hendi i raun, en vegna þessa frelsis get ég gengið útfrá þeirri staðreynd ma. hve landið er i rauninni rýrt til búskapar og þessvegna kemur tillagan kannski mest við hag þeirra, sem stunda landbúnað á svæðinu og rýrir athafnafrelsi þeirra mest. Skerðingin kemur einkum niður á þeim sem stunda fjárbúskap og hrossarækt, en i sjálfu sér ekki niður á þeim, sem stunda naut- gripa- eða svinarækt til dæmis. 1 þessu sambandi er lika at- hyglisvert, að einmitt þéttbýlið kallar á fjölbreyttari búskapar- hætti i nágrenninu, enda hvergi á landinu jafn fjölbreyttur bú- skapur kringum höfuðborgar- svæðið, svinabú og alifuglarækt i stórum stil, ylrækt og fleira. Þetta er búskapur, sem ekki krefst mikils landrýmis i þeim skilningi sem við höfum aðallega miðað við á Islandi, þe. fyrir beit og heyskap. — Tillagan kæmi semsé helzt niður á sauðfjárbændum og hrossaeigendum, en hvaða breytingum öðrum gerir hún ráð fyrir? — Það er i sjálfu sér ekki gert ráð fyrir svo mikilli breytingu, heldur er þetta öllu fremur fólgið i að gera sér ljósa hluti og að- stæður, sem þegar eru staðreynd, og komast að niðurstöðu um heppilegustu og eðlilegustu not- kun landssvæðanna næst i kring- um þéttbýlissvæðinu. 1 atvinnurannsókninni kemur td. berlega i ljós, hve óverulegur búskapurinn er á þessu svæði, svo litill, að varla er ástæða til að taka tillit til hans, þótt kannski sé ljótt að segja það. En bú- skapurinn tekur aðeins til 2% ibúanna og hinir vinna við alls- konar annan atvinnurekstur, sem er samþjappaður á þessu svæði og krefst ekki mikils landrýmis. Það hlýtur að vera eðlilegt að taka fyrst og fremst tillit til þessa mikla fjölda fólks við skipu- lagningu á nýtingu svæðisins. Það er fróðlegt að velta fyrir sér, hvenær ásóknin á Reykjanes- svæðið hefst og hversvegna, hversvegna ibúafjöldinn þar er svona mikill miðað við landið allt og hvernig og hversvegna at- vinnuvegirnir byggjast þar upp. Asókn fólks þangað er bæði til- viljunarkennd að hluta og ekki. Góð fiskimið i nágrenninu hafa alltaf laðað að og atvinna kring- um sjósóknina og góðir hafnar- möguleikar hafa átt sinn þátt i þessu. En landið hefur ábyggi- lega frá öndverðu verið fremur rýrt til búskapar, enda sennilega hvergi á landinu jafn algengur blandaður búskapur, þe. bæði sjó- sókn og landbúnaður. Þessu reyni ég að gera nokkur skil i þáttunum um þröun byggðar og fólksfjölda og um atvinnusögu svæðisins. 1 stórum dráttum geri ég ráð fyrir skiptingu svæðisins eftir landnýtingu þannig, að útivistar- svæði væri svæðið um Heiðmörk yfir að Kleifarvatni og fjalllendið suður til Krisuvikur, þar sem fólksvangurinn stóri er fyrir- hugaður, og teygt lengra vestur til Grindavikur. Einnig yfir Blá- fjöllin, Hengilsvæðið og Þing- vallasvæðið með Botnssúlum og öðrum fjöllum i kring. Svæðin sem liggja næst aðalúti- vistarsvæðinu þvert yfir skagann eru hraunbreiður, sem hafa hvorttveggja i senn mjög tak- markað gildi sem útivistarsvæði og sem beitland. Beitlandið er æskilegastá eldri jarðmyndunum á svæðinu, þvi beitin hlýtur að vera mjög takmörkuð á yngstu svæðunum, þe. hraunasvæðun- um. Af eldri svæðunum er Esju- svæðið hálendast og þvi ekki eins heppilegt, en heiðasvæðið á milli, Mosfellsheiðin, er hinsvegar lág og að miklu leyti gróin og mundi vera æskilegasta og eðlilegasta beitilandið, lika vegna þess, að flest sveitarfélögin á svæðinu eiga land þar að. Þar yrði þá að vera hólfabeit og að einhverju leyti ræktað beitiland. Stórt svæði austan til á Reykjanesskaganum, þe. það sem liggur að ölfusinu, er einnig hugsað sem beitiland og ölfusið og Esjusvæðið með Kjalarnesinu sem landbúnaðar- svæði. Þá eru dregin upp aðal- þéttbýlissvæðin og skiptast i nú- verandi byggt höfuðborgarsvæði og aftur þéttbýlissvæði i þróun. Að sjálfsögðu er þetta allt i grófum dráttum og mikið af skiptingunni byggist á ónákvæmum skilum. Ég miða td. mikið við hæðarlinur kortsins, en þó ekki alltaf, og þvi eru td. land- búnaðarlöndin i ölfusi, sem dregin eru upp i 100 m linu, og á Esjusvæðinu, þar sem ekki eru gerð skil, enganveginn sambæri- Framhald á 12 siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.