Þjóðviljinn - 17.06.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 17. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
hefur að loka eina sjóbaðstaðnum
þar af heilbrigðisástæðum, og er
það illa farið.
Mengun frá iðnaði .er hér sára-
litil samanborið við það, sem ger-
ist i öðrum löndum, af þeirri ein-
földu ástæðu, að hér er enn sem
komið er litið um verksmiðjur,
þar sem viðsjárverð úrgangsefni
myndast að einhverju ráði, svo
sem efnaiðnaðar- og stáliðjuverk-
smiðjur. Auk þess eru verksmiðj-
ur hér viðast reknar með raf-
magni, þannig að ekki er um
niikla mengun af kola- eða oliu-
reyk að ræða. Sumar verksmiðj-
ur, sem hér starfa, gefa þó frá sér
úrgangsefni út i andrúmsloftið,
sem vitað er frá reynzlu manna i
öðrum löndum að geta orðið
hættuleg, ef ekki eru gerðar sér-
stakar ráöstafanir til að sia þau
frá eða eyða þeim. Hér er einmitt
um mjög mikilvægt atriði að
ræða, nefnilega að hægt er að fá
nákvæmar upplýsingar um það
frá öðrum löndum, hvers konar
mengun stafar frá hinum ýmsa
iðnrekstri, sem hér kann siðar að
verða rekinn. Ætti þvi að vera
hægt að gera viðeigandi ráð-
stafanir i tima, hvort sem um er
að ræða daunill úrgangsefni, sem
eru til mikils ama i þéttbýli, eða
efni, sem veruleg hætta stafar af.
Sú mengun frá verksmiðjum,
sem orðið hefur i öðrum löndum,
stafar einmitt af þvi, að ekkert
hefur verið aðhafzt til að koma i
veg fyrir hana fyrr en það var um
seinan, og þá annað tveggja, að
engar reglur hafa verið settar um
mengunina, eða að iðnrekendur
hafa svikizt um að fara eftir
reglunum i skjóli þess að eftirlit
væri ekki nógu strangt. Ein teg-
und mengunar er þó viða fyrir
hendi hér, og þó hún sé ef til vill
ekki hæítuleg er hún ákaflega
hvimleið. Ég á hér við dauninn
frá fiskimjölsverksmiðjunum,
sérstaklega sildarverksmiðjum,
sem oft hafa verið ibúum þorpa
og bæja til mikils ama. Séu reglur
til sem banna þessa forpestun
andrúmsloftsins, sé ég enga
ástæðu, sem mælir með þvi, að
þeim sé ekki framfylgt. Sérstæð
mengun, sem hér kynni að geta
orðið, er mengun frá sjóðheitu
frárennslisvatni gufuorkuvera,
sem einfaldast væri að losna við
með þvi að nota það til að hita upp
gróðurhús eða ibúðarhús.
Hér á landi er ekki notað mikið
af efnum til að eyða skaðlegum
skordýrum og illgresi, sem herja
á ræktað land, samanborið við
það sem gert er viða annars stað-
ar, og er aðalástæðan sú, að litið
er um slika skaðvalda hér i okkar
kalda úthafsloftslagi og vegna
einangrunar lands. Þó er nokk-
uð notað af slikum efnum i skrúð-
görðum og gróðurhúsum og jafn-
vel hættuleg efni, þó sum þau
verstu hafi ekki verið notuð.
DDT-blöndur hafa þó verið nokk-
uð notaðar, en DDT er nú búið að
banna með lögum i sumum lönd-
um, t.d. i Sviþjóð. Athuganir á
mengun frá þessum eyðingarefn-
um hafa litið verið gerðar hér á
jarðvegi, vatni og andrúmslofti
enn sem komið er. Þó mun DDT
hafa fundizt i sýnishornum, sem
hafa verið tekin, svo reglulegum
rannsóknum á megun af þessu
tagi verður að koma á fót sem
fyrst, einmitt á meðan mengunin
er enn litil.
Við mannvirkjagerð af ýmsu
tagi hafa verið unnin hér spjöll á
náttúru landsins, sem hægðar-
leikur hefði verið að koma i veg
fyrir. Við vegagerð virðist t.d. oft
svo sem jarðýtan taki völdin af
mönnunum með þeim alkunna
árangri, að stór flæmi lands með-
fram nýlögðum vegum hafa sums
staðar verið gjörsamlega rúin
gróðurþekjunni, á sama tima og
hamazt er við að græða upp land
annars staðar. Gróið land er
verðmæti, sem fyllsta ástæða er
til að umgangast meö varúð og
meta að verðleikum. Eitthvert
gleggsta dæmi um spjöll af þessu
tagi sá ég fyrir fáum árum á
vesturströnd Vatnsfjarðar i
Barðastrandarsýsiu, þar sem
nýr vegur hafði verið lagður eftir
fallegri skógivaxinni hlið á þann
hátt, að 20-30 m breitt flakandi
flag var sitt hvoru megin vegar.
öllum skógi og öðrum gróðri
hafði verið rutt burt á þessu
svæði. Slik vinnubrögð verða að
teljast hin mesta óhæfa og geta
vart verið nauðsynleg. Möl og
sandurtilvega og bygginga virðist
lika oft tekið af fullkomnu handa-
hófi hingað og þangað, án þess að
nokkurs staðar séu lagfærðar
gryfjur á eftir. Auðvelt ætti að
vera að setja reglur um malar-,
sand- og gjallnám á ákveðnum
stöðum, þar sem gengið væri um
eins og siðuðum mönnum sæmir,
og séð um að öllum reglum væri
hlýtt. Við staðsetningu mann-
virkja þarf lika að viðhafa alla
gát, og mörg lönd hafa ströng lög
um að fyllsta tillit skuli tekið til
náttúruverndarsjónarmiða við
alla skipulagningu, og þó einkum
utan bæja og borga, svo að landi
og landslagi sé ekki spillt að
óþörfu. Sérstaklega þarf að sýna
mikla varúð, þegar um er að ræða
stórframkvæmdir, sem hafa
varanleg áhrif á náttúruna, eins
og t.d. beizlun vatnsorku, en
henni fylgja oft stiflugerðir til
vatnsmiðlunar, sem kunna að
hafa i för með sér myndun stór-
eflis uppistöðulóna og mikla til-
færslu vatns. Þar er, frá náttúru-
verndarsjónarmiði, margs að
gæta, sem oft vill gleymast að
mestu, þegar um slik mál er fjall-
að á undirbúningsstigi, venjulega
vegna þess, að menn, sem bera
eitthvert skynbragð á jafnvægið i
hinni lifandi náttúru, eru ekki
hafðir með i ráðum. Þegar land
er tekið til ræktunar af einhverju
tagi, grasræktar, kornræktar eða
skógræktar, þarf að gæta þess, að
ekki sé spillt að óþörfu sérstæðri
náttúru, sem ástæða væri til að
friðlýsa, t.d. finnst mér gengið
fulllangt i að ræsa fram votlendi,
sem ekki verður brotið til ræktun-
ar á næstunni. Fallegar mýrar
eru að verða sjaldséðar.
Sökum mannfæðar og strjálbýl-
is er ágangur ferðafólks, sem
leitar út i náttúruna úr bæjum og
borgum, mjög litill hér^ þar sém
það dreifist um hið stóra land. Að
visu eru það tiltölulega fáir staðir
i námunda við þéttbýlustu svæð-
in, sem ferðafólk sækir mest á, og
þar þarf að vera vel á verði til að
náttúrunni verði ekki spillt. Það
þarf lika að koma i veg fyrir, að
fögrum og mikið sóttum stöðum
við vötn eins og Þingvallavatn,
Laugarvatn og Mývatn verði
nokkurn tima lokað fyrir almenn-
ingi með sumarbústöðum og
girðingum. Aftur á móti er miklu
minni aðsókn ferðafólks að
sjávarströndum hér en i hlýrri
löndum, þar sem verndun strand-
svæða er viða mikið vandamál.
Umgengni ferðafólks er i mörgu
ábótavant hér eins og annars
staðar, drasl er skilið eftir á
tjaldstöðum og þar sem fólk áir,
þó verulega hafi dregið úr þeim
ósið nú siðustu ár, sem betur fer.
En hér iðka menn það, sem viður-
lög eru við i öðrum löndum, þó að
hér sé það látið óátalið af yfir-
völdum, að fleygja hvers kyns
drasli, svo sem pappir, flöskum
og niðursuðudósum út um bil-
glugga, svo að rastirnar liggja
meðfram vegunum. Annað atriði
er hið vitaverða kæruleysi sumra
þeirra, sem aka i bilum með drif-
um á öllum hjólum og virðast
leggja það i metnað sinn að ganga
ekki skref nema brýna nauðsyn
beri'til. Þessir menn böðiast um
allt og yfir allt á bilum sinum og
skera sundur viðkvæman gras-
svörð með hjólförum, sem eru
viða til stórra lýta, auk þess sem
þau geta verið upphaf upp-
blásturs, þar sem mótstaða og
endurnýjunarhæfni gróðursins er
minnst, þ.e. upp til fjalla og inni i
miðhálendi landsins. Hér þarf að
verða breyting á hið fyrsta, al-
menningsálitið á að fordæma
svona hegðun, og enginn, sem
verður vitni að sliku framferði, á
að láta það óátalið.
Hér á landi hefur verið komið á
fót tveimur þjóðgörðum, en mörg
fleiri svæði i öllum landshlutum
verðskulda að vera friðlýst og
gerð að þjóðgörðum. Friðunar-
ákvæðum i elzta þjóðgarði okkar
hefurhvergi nærri verið nógu vel
fram fylgt, en vonandi stendur
það til bóta. En það kostar tölu-
vert fé að reka þjóðgarða með
sóma, búa ferðafólki þar aðstöðu
til dvalar, til að njóta náttúrunnar
i friði og ró, og hafa eftirlit með
öllu þvi, sem þarf. Nokkur önnur
smærri svæði hafa verið friðlýst
sem náttúruvætti og friðlönd, en
þar þarf lika að bæta mörgum við
á næstunni. Ferðafólki hefur
einnig verið heimill aðgangur aþ
einhverju leyti um skógræktar-
svæði, þrátt fyrir ræktunartil-
raunirnar, sem þar fara fram.
Ekki má gleyma útivistarsvæði
höfuðborgarbúa, sem nýlega hef-
Framhald á bls. 12
Eldcy — alfriðuð vegna visindarannsókna
Gervigigarnir i Skútustaðalandi verða friðaðir innan skamms
Lindakcilir við Hvannalindir