Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 1
uobviuinn
Þriðjudagur 19. júni 1973. — 38. árg. —137. tbl.
ÞAÐ BORGARSIG
AÐVERZLA í KRGN
k A
Þingmenn
skora á
Nixon
WASHINGTON 17/6. - Hópur
bandariskra öldungadeildar-
manna, undir forystu Edwards
Kennedys, hefur skorað á Nixon
að hefja viðræður við Brézjnéf i
þeim tilgangi að komast að sam-
komulagi um bann við tilraunum
með kjarorkuvopn. Skora þeir á
hann að hefja þessar viðræður
strax nú á fundum þeim sem þeir
þjóðmæringar eiga með sér þessa
dagana i Bandarikjunum. Þing-
mennirnir eru úr báðum stóru
flokkunum, og hafa þeir áður lagt
fram frumvarp sama efnis i
öldungadeildinni. Utanrikisnefnd
öldungadeildarinnar hefur lagt
blessun sina yfir frumvarpið.
Byrne í
efsta sœti
en þrír geta
farið upp
fyrir hann
Robert Byrne frá Banda-
rikjunum hefur aftur hreiðrað
um sig i fyrsta sætinu á milli-
svæðamótinu i Leningrad.
Hann sigraði Sovétmanninn
Mark Tajamanof i 10. umferð
og gerði jafntefli við landa
hans, Anatóli Karpof, I þeirri
elleftu.Byrne hefur nú 8.
vinninga.
En veldi Byrnes er ekki
sterkt, þvi næstir á eftir
honum koma Sovétmennirnir
Kortsnoj með 7,5 v. og tvær
biðskákir og Karpof með
sama vinningafjölda og eina
biðskák. Þeir eiga þvi góða
möguleika á að sigla fram úr
Bandarikjamanninum þegar
biðskákir verða tefldar. Bent
Larsen á einnig möguleika á
að komast fram úr honum, þvi
hann sigraði Sovétmanninn
Gennadi Kúsmil i 11. umferð,
hefur Larsen nú 7,5 v. og bið-
skák.
Tékkinn Jan Smejkal kemur
á hæla Larsens. Hann hefur nú
unnið sex skákir i röð og hefur
7 vinninga og biðskák. A eftir
honum kemur Vestur-Þjóð-
verjinn Robert Hiibner, sem
vann Búlgarann Ivan Radúlof
i elleftu umferð og hefur 6,5
vinninga.
Þjóðhátiðin tókst meðágætum um land allt. Gott veður var vlðasthvar og gátu því útihátiðarhöldin farið fram eftir auglýstri dagskrá, og sótti
þau undantekningariitið mikill mannfjöldi.
17. júní l Reykjavík — Sjá myndir og frétt á 4. síðu
Hei indallur í bann
hjá Morgunblaðinu
Eftirfarandi ályktun,
sem Heimdellingar gerðu á
fundi sínum fyrir 2-3 vik-
um, hefur ekki enn fengið
inni í Morgunblaðinu, og
hafa ritstjórar þess reyndar
neitað að birta ályktunina.
Þjóðviljinn vill gefa lands-
mönnum kost á að fylgjast
með þvi hverslags skrif það
eru, sem flokkast undir
bannvöru á síðum Morgun-
blaðsins.
Ályktunin fer orðrétt hér
á eftir:
„Opinn fundur stjórnmála-
nefndar Heimdallar haldinn 2.
júni mótmælir harðlega ofbeldis-
aðgerðum Breta á Islandsmiðum.
Fundurinn krefst þess að
Bretar hverfi tafarlaust úr
islenzkri landhelgi og virði i hvi-
vetna islenzk lög. Fundurinn lýsir
fullum stuðningi við allar að-
gerðir landhelgisgæzlunnar og
telur hana hafa skýlausan rétt til
að beita öllum tiltækum ráðum
við löggæzlustörf sin.
Fundurinn harmar hikandi af-
stööu forustumanna stjórnar-and-
stöðunnar og telur óábyrgar yfir-
lýsingar þeirra til þess eins
fallnar að skapa ósamstöðu
meöal þjóðarinnar i landhelgis-
málinu. Með framferði þessu er
stjórnarandstaðan að færa
Vinstri stjórninni allan heiður og
hróður þegar sigur fæst i land-
helgisdeilunni.
Fundurinn telur, að landhelgis-
málið eigi ekki að leggja undir
Itaag-dómstólinn. Mál, sem
varða þjóðartilveru okkar.
Islendinga, leggjum við ekki
undir erlenda dómstóla.
Fundurinn harmar þann galla,
sem fram hefur komið á stjórnar-
kerfi — NATO, — að það skyldi
ekki koma i veg fyrir hernaðar-
árás einnar NATO-þjóðar á aöra,
þrátt fyrir fyrirfram tilkynningu
um aðgerðina. Bandalag eins og
Atlanzhafsbandalagið byggist á
gagnkvæmum skilningi og
virðingu aðildarrikjana á lifs-
hagsmunum sérhvers þeirra.
Skilningur á lifshagsmunum
Islendinga hefur ekki komið
nægilega fram innan NATO.
Islendingar hljóta þvi, að endur-
skoða afstööuna til veru sinnar i
NATO, ef svo fer fram, sem nú
horfir.
Fundurinn telur að vinna beri
markvisst að eflingu islenzku
landhelgisgæzlunnar og óskar
henni heilla i starfi.”
Heimdellingarnir báðu Styrmi
og Eykon Morgunbl.ritstj. aðbirta
ályktun sina, en þeir neituðu
harðlega. Var formaöur útgáfu-
félags Morgunblaðsins, maðurinn
sem vittur er i ályktuninni,
kallaður á vettvang, og dæmdi
hann á þá lund, aö ritstjórarnir
gerðu rétt i aö birta ekki
ályktunina. Sagði formaðurinn að
stjórnarmálanefndin hefði verið
að skipta sér af málum sem ekki
heyrðu undir hana. (Útleggst:
Stjórnarmálanefnd á ekki að
skipta sér af stjórnmálum).
Heimdellingarnir brugðust hin-
ir verstu við og kváðust fá
ályktunina birta annars staðar.
Boðaöi þá útgáfustjórnarfor-
maðurinn, Geir Hallgrimsson, til
fundar með Heimdellingum og
þingmönnum. Mættu 40 á fundin-
um, þar af einn þingmaður auk
Framhald á bls. 15.
Lúðrasveit Ilradcanykastala fagn'aði boösgestum við opnun tékkóslóvösku sýningarinnar á
laugardaginn (Ljósm. A.K.)
Sýning frá Tékkóslóvakíu:
Opnuð í Laugar-
dakhöll um helgina
Sýningin ,,Ar i Tékkóslóvakiu”
var opnuð i sýningarhöllinni i
Laugardal á laugardaginn var, að
viöstöddum fjölda boðsgesta,
þám. forseta islands, ráðhcrrum,
borgarfulltrúum, þingmönnum
og fl.
Framkvæmdastjóri sýningar-
innar, Vilém Havelka, skýrði
gestum frá tilhögun sýningarinn-
ar, en aðstoðarráðherra utan-
rikisverzlunar Tékkóslóvakiu,
Ivan Peter, opnaði hana formlega
og sagði ma., að Tékkar létu sig
miklu skipta viðskiptasamböndin
við Island og legðu áherzlu á að
auka þau. Þeir fylgdust af áhuga
með viðleitni Islendinga til að
draga úr þvi, hve l'járhagur
landsins væri einhliða háður fisk-
veiðum, og að hrinda i fram-
kvæmd stórhuga áætlunum i
iðnaði. Við svipað verkefni hefði
verið að glima fyrir 25 árum i Sló-
vakiu, sem nú hefði hinsvegar
fjölda nýtizku iðjuvera.
Einnig talaði Lúðvik Jósepsson
viðskiptaráðherra og minntist
ma. á i ræðu sinni, að Tékkóslóv-
akia væri tiltölulega litið land og
fámennt miðað við stærri þjóðir
og hefði oft mátt þola nokkurn
yfirgang af nágrönnum sinum
Framhald á bls. 15.