Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur lí). júni 1973. g Holland er vætusamt og því framleióa Hollendingar mjög | fínt bordsalgsem þolir betur S raka og rennur því alltaf jafn (ö leikandi létt! f NEZO borósalt er ódýrast í kaupfélaginu ■;* HBS vy Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verður haldinn að Lækjargötu 14b fimmtudaginn 21. júni kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VERKAMENN Viljum ráða 2 menn til sementsafgreiðslu og annarra starfa. Sementsverksmiðja rikisins Simi 83400. Fró Gagnfræða- skólanum á Selfossi Innritun nemenda i fjórða og fimmta bekk fer fram i skólanum miðvikudaginn 20. júni og 21. júni frá kl. 10-12 og 13-16 báða dagana. Simi 99-1256. Inntökuskilyrði i fimmta bekk eru þau að umsækjandi hafi hlotið 6,0 eða hærri meðaleinkunn á gagnfræðaprófi i islenzku I, islenzku II, dönsku, ensku, stærðfræði, eða 6,0 eða hærra á landsprófi, miðskóla. Efþátttaka leyfir verður kennt á fjórum kjörsviðum, það er á hjúkrunar-, tækni-, uppeldis- og viðskiptakjörsviði. Skólastjóri. Viðskipti Sovétríkja og Bandaríkja í grein sem dr. J. Sjérsjnéf hef- ur birt i Prövdu segir á þessa leið: Menn spyrja sig nú að þvi hverjar séu framtiðarhorfur efnahagslegra samskipta Banda- rikjanna og Sovétrikjanna. Svör- in eru mjög mismunandi. Sumir bandariskir hagfræðingar telja að þegar á næstu árum muni við- skipti landanna 10—15 faldast og nema 5000 miljónum dollara ár- lega. En til eru sérfræðingar sem álita aö við aðstæður sósialisks hagkerfis skipti utanrikisverzlun litlu máli, að sovézkar áætlanir miði við að landið sé sem mest sjálfu sér nógt og þvi séu mögu- leikar á viðskiptum takmarkaðir. Sovézkir hagfræðingar hafa og mjög hugann við mat á viðskipt- um milli landanna og á þvi, i hvaða formi þau gætu skynsam- legust orðið. t»egar i október 1919 sagði Lenin aö „við erum eindregið hlynntir efnahagslegu samkomu- lagi við Bandarikin, við öll lönd, en Bandarikin sérstaklega ”. Þessari stefnu var áfram fylgt á þriðja áratugnum, meðan enn var ekki stjórnmálasamband við Bandarikin, og á þeim fjórða þeg- ar utanrikisverzlunokkar tókst að þróast sérlega hratt, og á árum sameiginlegrar baráttu gegn Hitler. En eftir strið rauf banda- riska stjórnin i reynd viðskipta- tengsli landanna. Sú stefna að efla viðskipti landanna er þvi ekki ný fyrirokkur, en skoðanir okkar á mikiivægi og þróunarmöguleik- um þeirra hljóta að breytast við nútimaaðstæður. Við höfum þá i huga eftirfar- andi: 1 fyrsta lagi að ræða við þær þjóðir sem hafa öflugast fram- leiðslukerfi og þar með þá stóru heimamarkaði og margþættan útflutning sem eru forsendur fyrir viðtæku efnahagslegu sam- starfi. t öðru lagi er það báðum löndum i hag að nýta sér alþjóð- lega verkaskiptingu i samskipt- um sinum, og mun þetta hafa það i för með sér að þungamiðja bar- áttu milli tveggja þjóðfélagskerfa færist yfir á efnahagslega sam- keppni. t þriðja lagi er nauðsyn- legt að taka með i reikninginn möguleika og hagsmuni aðila að þvi er varðar notkun á ýmsum formum langtimasamkomulags um efnahagsmálin. Aö lokum er það mjög þýðingarmikið að bæði löndin eru i forystu i visindum og tækni. Aukið samstarf á sviðum eins og lausn orkuvandamála, geimrannsóknir, umhverfisvernd ofl. þýðir ekki aðeins að mikið fé sparast — þýðing þess nær ekki aðeins til landanna tveggja. bessi samvinna verður i reynd eini möguleikinn til að leysa ýmis flókin vandamál sem mæta mannkyninu á siðasta fjórðungi 20. aldar. Þróun til eðlilegrar sambúðar hefur þegar borið þann árangur að viðskipti landanna hafa þre- faldazt á sl. 12 mánuðuin og farið yfir 500 milj. dollara i april var undirritaður samningur við Oceidental Petroleum sem er i sjálfu sér mikil aukning viðskipta — hann gerir ráð fyrir viðskiptum fyrir 8 miljarði doilara á næstu 20 árum. Samningur þessi er fyrsta skrefið til stórfeildra við- skipta milli landanna. Ýmis bandarisk fyrirtæki taka nú þegar þátt i ýmsum helztu mannvirkjum fimm ára áætl- unarinnar. Swindell-Dressler og nokkur önnur fyrirtæki veita tæknilega aðstoð við byggingu bilaverksmiðjunnar við Kama. Occidental Petroleum mun taka þátt i að reisa mikla áburðar- verksmiðju. Auk þessa eru að skapast horf- ur á samvinnu á sviði léttaiðnað- ar. Reynsla siðari ára sýnir, að með bættum lifskjörum i Sovét- | rikjunum eykst mjög hluti neyzluvöru i innflutningi. Bandarisk reynsla i fjöldafram- leiðslu slikrar vöru og svo i skipu- lagningu þjónustu er að sjálf- sögðu áhugaverð. Þegar hefur ! verið gerður samningur við Tool | and Dye um kaup á heilli verk- smiðju sem býr til ýmisleg heim- ilistæki. Bandarikjamenn hafa vaxandi áhuga á •amstarfi um orkumál. Sala bandarisks útbúnaðar gæti og hjálpað til að þróa oliu- og gas- iðnað okkar. Og sala jarðgass til Bandarikjannamundi greiða fyrir alla bandariska þátttöku i þess- um viðskiptum. Gleymum ekki breytingum á efnahagssamstarfi, sem koma t.d. fram i þvi, að i marz var sam- ið um vörukaupalán til sovézkra Jónsmcssumót sjóstangaveiði- manna verður haldið i Reykjavík 22. júni n.k. Róið veröur kl. 22 að kvöldi og komið að kl. 7 að morgni laugardagsins 23. júni. Um kvöldið verður svo verðlauna- afhending, en verðlaun eru fjöl- mörg og veitt fyrir mestan afla einstaklings, stærstu fiska og siðast en ekki sizt til aflahæstu fjögurra manna sveitar. Það er Morgunblaðið, sem gefur flest verðlaunin, er keppt verður um, en þau eru mjög glæsileg, styttur og bikarar af mörgum gerðum. í fyrra voru milli 70 og 80 keppendur i Jónsmessumótinu, sem þá var haldið i Grindavik,og búizt er við góðri þátttöku núna, m.a. verða keppendur frá Akureyri, Keflavík og Vest- mannaeyjum. Þátttökutilkynning- ar verða að hafa borizt fyrir 13. júni. Agúst-mótið á Akureyri. Hið árlega sjóstangaveiðimót Akureyringa verður sennilega 25. verzlunarfyrirtækja til langs tima — nemur það 225 miljónum dollara. Þetta er að visu ekki há upphæð, en mjór er mikils visir. Þetta samstarf mun gera Sovétrikjunum kleift að auka hraðann isósialískri uppbyggingu og verða við vaxandi kröfum heima fyrir. Og að þvi er Bandarikin varðar mun það sjá þeim fyrir ábatasömum pöntun- um, hjálpa til að leysa ýmis brýn vandamál bandarisks efnahags- lifs og veita mörgum þúsundum verkamanna vinnu. apn. ágúst i sumar og er talið vist að þátttaka verði fjölmenn i þvi móti. Róið verður frá Dalvik að vanda, og fiskað á norðanverðum Eyjafirði, út af Arskógsströnd- inni, i kringum Hrisey og út með Ólafsfjarðarmúla. EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ á tslandi 1974? Miklar likur eru fyrir þvi, að Evrópumeistarmót sjóstanga- veiðimanna verði á Islandi næsta ár. Sótt hefur verið um að halda mótið hér, en frekari ákvörðun verður tekin um það á þingi Evrópusambands sjóstangaveiði- manna i Plymouth i september, en þar fer fram meistarmótið i ár. Evrópumeistaramótið fór fram á tslandi 1968, og komu þá 76 keppendur erlendis frá, en alls voru keppendur um 160. Forseti Sjóstangaveiðifélags Reykjavikur er nú Birgir J. Jóhannsson, tannlæknir. Orðsending til viðskiptavina Sjóvátrygg- ingarfélags íslands h.f. Við höfum i dag sent út tilkynningu um iðgjald af ábyrgðar- og kaskotryggingum bifreiða. Við viljum vekja athygli yðar á þvi, að gjaldfrestur er 14 dagar frá póst- lagningu tilkynningarinnar. Vinsamlega greiðið þvi iðgjöldin hið allra fyrsta. SjóvátrgqqiÍttÉflaq Islands Húsmæðraskólinn Laugum S-Þing. starfar i tveimur námstimabilum næsta skólaár. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, simi um Breiðumýri. Jónsmessu- mót sjóstanga veiðimanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.