Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 19. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 JON CLEARY: Sendi- fulltrúinn — Hvaða laun hafið þér, herra Malone? Hann lyfti brúnum. Hann hafði einhvern tima lesið að asiumenn litu öðrum augum á einkamál en evrópubúar, en hann hafði aldrei verið spurður svona afdráttar- laust, ekki einu sinni þegar hann var að fást við kinversku ópium- smyglarana áður en hann byrjaði i morðdeildinni. — Ég fæ rétt rúmlega tvöþúsund á ári. Áströlsk. Sextán hundruð sterlingspund. — Það er ekki sérlega mikið, eða hvað? Demantarnir á fingr- um hennar blikkuðu hann hæðnis- lega þegar hún bar höndina upp að perlufestinni sem hún bar um hálsinn. — Ég var sæmilega ánægður með það heima. Og það var alveg satt; hann hafði aldrei látið sig dreyma um auðæfi og var þvi ónæmur fyrir mútum. Hann hafði talið það sjálfsagðan hlut. Hann vissi að hvern einasta mann mátti verðleggja; en hann hafði aldrei hugleitt verðið á sjálfum sér. — En ekki núna? Malone leit inn i stóra salinn, á silkiklædda veggina, glitrandi ljósakrónuna, fallegar konurnar i kjólum sem kostuðu mánaðar- laun hans. — Ég kom hingað i kvöld i Rolls-Royce, i fyrsta skipti sem ég hef ekið i slikum bil, og ef til vill hið siðasta. Það er óliklegt að ég tapi glórunni út af einhverju sem ég bragða aðeins einu sinni. — Hvers konar bil eigið þér heima? — Gamlan Holden. — Holden? Hvað er nú það? — Það er farartæki sem sést ekki framanvið dýra spilaklúbba. Þér ættuð að húkka einhvern annan, frú Cholon. Þá kom hann auga á Jamaica sem stóð i dyrun- um og horfði á þau, og hann kinkaði kolli. — Spyrjið þennan náunga. Hann er Bandarikja- maður. Þeir eru rikari en flestir aðrir. Madama Cholon leitá Jamaica. — En hann er þeldökkur! Malone varð ekki hissa á við- brögðum hennar. Hann hafði heyrt kinverska stúlku heima i Campbell stræti i Sydney kalla frumbyggja skitugt svart svin; kynþáttafordómar stungu viða upp kollinum. Allt i einu féll hon- um ekki alltof vel við þessa smá- vöxnu, fallegu konu sem hafði svo furðulegan áhuga á honum. Hann setti glasið frá sér á stein- handriðið og skaut i blindni: — Ykkur Vietnama hefur aldrei flökrað við litnum á bandariskum peningum. Hann vissi að hann hafði getið sér rétt til; hún var vietnömsk. Hún starði andartak á hann, sagði siðan eitthvað á framandi tungu en hann skildi það samt: honum hafði verið bölvað nógu mikið sem lögregluþjóni til þess að hann skildi tóninn, þótt hann skildi ekki orðin. — Sömuleiðis, sagði hann og gekk frá henni. Hann gekk fram- hjá Jamaica þegar hann fór inn- Lausn á síðustu krossgátu I = G, 2 = R, 3 = 1, 4 = N, 5 = D, 6 = V, 7 = E, 8 = K, 9 = F, 10 = L, II = A, 12= M, 13 = A, 14 = Ð, 15 = J, 16=0, 17 = T, 18 = U, 19 = 0, 20 = S, 21 = B, 22 = Ú, 23 = Y, 24 = P, 25 = H, 26 = Æ, 27 = 1, 28 = Þ, 29 = 0, 30 = Ý, 31 = É. um dyrnar að aðalsalnum. Bandarikjamaðurinn horfði beint á hann og hann stanzaði. — Hvaða kona er þetta sem ég var að tala við? Jamaica horfði á eftir madömu Cholon sem hraðaði sér eftir svölunum og inn i aðra stofu. — Ég var sjálfur að velta þvi fyrir mér. 11 Hann lýgur, hugsaði Malone. — Látið mig vita ef þér komizt að þvi. — Hún er býsna girnileg, er það ekki? — Það sagði hún lika um yður, sagði Malone og gekk inn i salinn. Sheila Quentin kom til móts við hana; hún var jafn stillileg, glæsileg og ósnortin og þegar hún hafði komið. — Við erum að fara herra Malone. Maðurinn minn er dálitið þreyttur. Þér viljið kannski verða eftir? — Nei, ég er lika þreyttur. Þau þokuðust yfir salinn. Karl- menn brostu innilega til Sheilu Quentin, konurnar voru ögn seinni til. En hún brást einlægt við á sama hátt; bros hennar var diplómatiskt, en einhvern veginn tókst henni að gera það einlægt. — Færðuð þér manninum min- um slæmar fréttir, herra Malone? sagði hún og kinkaði kolli til stórvaxinnar nigeriukonu sem minnti á litskrúðugt sólarlag i þjóðbúningi sinum. — Af hverju spyrjið þér að þvi? — Hann var i svo góðu skapi þegar hann kom heim i kvöld. Hann var sannfærður um að ráð- stefnan myndi takast vel. En núna — Hún leit upp til hans. — Hvers konar skilaboð komuð þér með til hans frá Canberra? Tvær konur trufluðu þau, kana- disk og þýzk. Malone stóð álengdar meðan konurnar þrjár ræddu stundarkorn um fatasendingar til fátækra barna i Stepney. Siðan héldu þau áfram. — Þér ættuð að spyrja hann sjálfan. — Er það svona mikið leyndar- mál? — Ég er hræddur um það. — Og slæmt? Hann hikaði en kinkaði siðan kolli. Hún beit á vörina og það vottaði sem snöggvast fyrir þjáningasvip á andliti hennar. — Fjandinn sjálfur. Og ailt sem var i svo góðu gengi. — Mér þykir það leitt, sagði hann, og undraðist sjálfur hve honum var mikil alvara. — Komið þér alltaf með ill tiðindi? Aftur hikaði hann, en kinkaði aftur kolli. — Alltof oft. Þeim finnst ég bera rétta persónu til að flytja þau. — Ég hata yður, herra Malone. Hún brosti og honum hlýnaði um hjartaræturnar. — En það er ekki yður að kenna. Nei, hugsaði hann, það er ekki mér að kenna. Hann velti fyrir sér, hvern hún myndi hata, þegar hún kæmist að þvi hverjum það væri i rauninni að kenna. Þá voru þau komin til Quentins og Lisu Pretorious sem biðu þeirra rétt utan við dyrnar að stóra salnum. Quentin var þreytulegur eins og maður sem runnið hefur langt skeið og gefizt upp i lokin. Konurnar tvær horfðu á hann með áhyggjusvip, en honum tókst að brosa. — Þetta er ekkert. Ráðstefnur eru eins og maraþonhlaup — það tekur timann að ná andanum aftur. Skeið af horlicks i glasi af skota ætti að duga. Konurnar grettu sig og brostu til hans, en Malone sá að þær voru ekki sannfærðar. Quentin leit til hans. — Þurfið þér nokkurn tima að ná andanum aftur, herra Malone. — Ég verð feginn að komast heim, sagði Malone með áherzlu. II Pallain sat i svarta Ford Zephyr bilaleigubilnum . Hann hafði kynnzt kostum þess að hafa mörg vegabréf og ökuskirteini og billinn hafði verið leigður i nafni Pierre Martin. Honum likaði ekki sú áhætta að nota stolinn bil við verkefni af þessu tagi; það borgaði sig að vera innan ramma laganna, að svo miklu leyti sem það var unnt, i stolnum bil var alltaf sú áhætta að samvizkusöm lögga gripi mann. Zephyrinn yrði yfirgefinn þegar þeir hefðu komizt undan, og það yrði aldrei hægt að rekja hann til Jean- Pierra Pallain. Tryggingarféð myndi tapast, en madame Cholon lagði það fram, og fimmtán pund voru smáræði i samanburði við þær upphæðir sem hún stilaði upp á. Pham Chinh sat við hliðina á honum og hann ætlaði að kveikja sér i sigarettu, en Pallain sló eld- spýturnar úr hendi hans. — Geymdu þetta, sagði hann á frönsku. — Þú getur reykt seinna. Pham Chinh strauk tauga- óstyrkum fingri niður barnslegan vangann. Hann var þritugur að aldri, en útlit hans hafði verið hið sama siðast liðin fimmtán ár; aðeins augun höfðu alltaf verið gömul, gömul, kænskuleg og ill- yrmisleg. — Það er orðið álitið. Koma þessir diplómatar aldrei heim? — Það fer þó sæmilega um okkur. Vorkenndu heldur veslings Tho þarna yfir i garðinum. Hann benti yfir torgið að dimmri eyjunni i miðið með trjám og runnum. Þar var Truong Tho með riffilinn i fanginu eins og brúðu úr tré og málmi, skæruliðinn i frumskógi Lundúna. Pallain hafði keypt vopnið i búð við Bond-stræti, þar sem afgreiðslumaðurinn var að minnsta kosti hertogi. — Hvað ætluðuö þér að skjóta, herra minn? Ambassador: Pallain var sann- færður um að maðurinn hefði kunnað að meta tign skot- marksins. — Dádýr. — Með miðunarkiki, herra minn? — Er nokkuð athugavert við það? — Nei, herra minn. En það er varla — hm — sanngjarnt, eða hvað? Pallain hafði borgað út i hönd, en það hafði ekki hrifið af- greiðslumanninn heldur, og nú beiðTruong Tho þarna i skuggan- um eftir að drýgja dáð sem Englendingar myndu trúlega segja að ekki væri sanngjörn. — Hann verður að hitta. Pham Chinh var þvi feginn að það var ekki hann sem átti að skjóta;hann vissi, að hann hefði verið of taugaóstyrkur til að miða rétt. — Það verður ekki tækifæri til að skjótá nema einu sinni. Pallain sagði ekkert, en leit á úrið sitt. Torgið var autt, nema einstaka einkabill eða leigubill óku eftir þvi. Háu húsin voru eins og tóm skurn, þótt i einu eða tveimur sæjust ljós i glugga. Billinn stóð við endann á Cheshamgötu, þar sem hún iá að torginu, en að baki var þýzka sendiráðið og á móti hvit súlna- göngin á spænska sendiráðinu. Lágvær tónlist barst til þeirra yfir götuna, Segovia i angurværu hugarástandi; einhver var með heimþrá eftir Andalúsiu. Þýzkt mannamál heyrðist, og tveir menn i hvitum rykfrökkum gengu hjá, án þess að lita á bilinn. Það eru eintómir útlendingar i London, hugsaði Pallain, en þeim myndi fækka um einn áður en nóttin væri liðin. En kannski var Ástraliumaður ekki talinn út- lendingur. Hann hafði aldrei skilið hvernig þessi samveldis stefna var i framkvæmd. Hvað svo sem Quentin var, þá yrði hann dauður von bráðar og hefði aðeins rikisborgararétt i gröfinni. ÞRIÐJUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Þorbergs heldur áfram sögu sinni um „Bettu borgarbarn” (2) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson segir frá skýrslu rann- sóknarnefndar sjóslysa frá árinu 1971. Morgunpopp kl. 10.40: Seals og Crofts syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljómplöturabb Cendurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: ,,I)aia- skáld” eftir Þorstein Magnússon frá Gilhaga. Indriði G. Þorsteinsson les (2) 15.00 M iðdegis tónleik ar. Walter Klien leikur á pianó tilbrigði um „Come un agn- ello” (K460) eftir Mozart. Paul Tortelier sellóleikari og hljómsveitin Phil- harmónia i Lundúnum leika Tilbrigði um rococo-stef op. 33 eftir Tsjaikovský: Her- bert Menges stjórnar. Theo van der Pas leikur á pianó Stef og tilbrigði op. 73 eftir Gabriel Fauré. Sinfóniu- hljómsveitin i San Fran- cisco leikur „Istar”, sinfón- ísk tilbrigði eftir d’Indy: Pierre Monteux stjórnar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál, Þorvaldur Kristinsson þýðir og flytur erindi eftir William B. Nagel prófessor. 19.50 Barnið og samfélagið. Rannveig Löve kennari flytur erindi: Hvað gerist i lesveri? (Aður útv. 27. febr. sl. ) 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir 20.50 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Kvennakór Suðurncsja syngur islenzk lög undir stjórn Herberts H. Agústssonar. 21.30 Skúmaskot. Hrafn Gunnlaugsson stjórnar þætti á liðandi stund. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.30 Harmónikulög. Ebe Jularbo og félagar hans leika sænsk harmónikulög. 22.50 A hljóðbergi. Baráttan viö Richard Nixon og þúsund daga valdatimi Kennedys. Dagskrá úr sam- tima hljóðritunum sett saman af Gerald W. Johnson. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 0"0 Þriðjudagur 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Skuggarnir hverfa.Sov- ézk framhaldsmynd. 6. þáttur. Harður vetur. Þýð- andi Lena Bergmann. Efni 5. þáttar: Klavdia, kona Fjodors, fær tilkynningu um dauða hans, en hún getur ekki trúað að hann sé látinn, og þegar nágrannarnir koma heim hver af öðrum að striðinu loknu, vonast hún stöðugt eftir manni sin- um. Lifið i þorpinu kemst aftur i eðlilegt horf, þrátt fyrir erfitt og óþurrkasamt sumar. Unga kynslóðin læt- ur æ meir til sin taka. Sonur Frols, dótturdóttir Mariu og Anisims og dóttir Ustins og Serafinu eru orðin fullorðin og farin að taka þátt i at- vinnu- og ástamálum þorps- ins. Frol er óhamingjusam- ur i hjónabandi sinu ogtekur nú að gefa ekkjunni Klavdiu hýrt auga. 21.45 Nitjándi júni, Umræðu- þáttur um réttindabaráttu kvenna. Umræðunum stýrir Svala Thorlacius. 22.25 íþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. INDVERSKUNDRAVERÖLD Nýkomið: margar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indvcrskri bómull. Batik — eftli I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. JASMÍN Laugavegi 133 (við Illemmtorg) FÉLAG ÍSlLiZKRA HLJÓllSTffliAM útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið i 20255 milli kl. 14-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.