Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 6
fi Sin/V — ÞJÓDVIL.IINN Þriftjudagur 19. júni 1973 DMVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 llnur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ÍSLAND NOTAÐ SEM NJÓSNASTÖÐ Ákvörðun rikisstjórnarinnar að hefja endurskoðun „varnarsamningsins” frá 1951 hefur komið á nýjan leik á stað mikl- um umræðum um herstöðvamálið.og ljóst er að það mál mun verða i brennidepli næstu mánuði. Magnús Kjartansson ráð- herra birti á þjóðhátiðardaginn athyglis- verða grein um þetta mál. í henni var m.a. vakin athygli á þvi breytta hlutverki sem bandariska herstöðvin gegnir i her- stöðvaneti bandariskrar heimsvalda- stefnu. Af þeim 3000 Bandarikjamönnum sem staðsettir eru á Miðnesheiðinni, þá eru i þeim hópi aðeins rúmlega 100 menn sérþjálfaðir i vopnaburði og 14 orustuflug- vélar. Það er öll „verndin” sem banda- riski herinn veitir íslendingum. Þvi benti Magnús á, að allt tal um að herstöðin væri til varnar gegn árás væri marklaust tal, „island er nú einvörðungu notað sem njósnastöð”. Þessa staðreynd verða menn að hafa vel i huga i umræðum um her- stöðvamálið á komandi mánuðum. En bandariska herstöðin er ekki aðeins notuð til að njósna um ferðir sovézkra kaf- báta. 1 fyrrnefndri grein benti Magnús á eftirfarandi: . „Dátarnir á Miðnesheiði eru hvorki látnir hreyfa legg né lið þótt íslendingar séu beittir hernaðarofbeldi, fullveldi þjóðarinnar skert og traðkað á islenzkum lögum. Þess i stað er flugstjórnarmið- stöðin á Keflavikurflugvelli notuð til þess að leiðbeina brezku njósnaflugvélíinum sem dag hvern snuðra yfir fiskimiðum okkar. Engum manni með heilbrigða dómgreind ætti lengur að dyljast að bandariski herinn á íslandi tekur nú þátt i að vernda sérréttindi stórvelda gegn bar- áttu smáþjóðar fyrir lifshagsmunum sin- um.” Rikisstjórnin hefur nú hafizt handa við efnd þess fyrirheits sem er forsenda stjórnarsamstarfsins. Ef ákvæðið um brottför hersins hefði ekki fengizt inn i málefnasamning rikisstjórnarinnar hefði vinstri stjórnin aldrei verið mynduð. Á næstu sex mánuðum verður kannað hvort samkomulag næst við Bandarikjastjórn um brottför hersins, en i Bandarikjunum eru uppi raddir um fækkun herstöðva erlendis. Náist hins vegar ekki samkomu- lag kemur til kasta islenzkra stjórnvalda, og um það atriði sagði i grein Magnúsar: „Stjórnarflokkarnir hafa sameiginlega ákveðið að samningunum frá 1951 verði sagt upp; þeir falla þá úr gildi á einu ári og herinn verður að vera á brott innan þess tima. Auðvitað sker alþingi úr um þessi mál eins og allar aðrar ákvarðanir rikisstjórnarinnar. Málefnasamningurinn frá 14da júli 1971 er hins vegar bindandi skuldbinding stjórnarflokkanna allra um að nota þingmeirihluta sinn til þess að framkvæma þá stefnu sem i samningnum felst, þar á meðal ákvæðið um brottför hersins. Það er tilefnislaus óskhyggja stjórnarandstæðinga að einhverjir þing- menn stjórnarflokkanna bregðist þeim skuldbindingum sinum.” Á nýliðnum þjóðhátiðardegi hafa mörg fögur orð fallið um nauðsyn þjóðar- einingar. 1 niðurlagi greinar Magnúsar var að þvi vikið: ,,Hér verður ekki eðlilegt, heilbrigt and- rúmsloft fyrr en herinn er farinn og íslendingar búa einir og frjálsir i landi sinu. Einnig af þessari ástæðu er þjóðinni það knýjandi nauðsyn að fullkomna það verk sem nú er hafið.” Chile: Borearastéttin vinnur ^ nfaa hrpvfinúnm pin« nP MTR að falli Allendes Blaðamaður danska blaðsins,,Informatfon" er staddur í Chile og skrifar þessa grein þaðan. Segir hann frá því hvernig unn- ið er á móti stjórn Allende m.a. með því að skapa vandræðaástand á vöru- markaðinum, þannig að það lítur út fyrir að allt of litið sé af vörum á boð- stólunum. Borgarastéttin er hrædd um stöðu sína, og jókst sá ótti eftir síð- ustu kosningar og vinnur hún nú skipulagt að þvi að efna til borgarastyrjaldar í Chile, þannig að hægt verði að steypa stjórn All- endes af stóli. Borgara- stéttin lætur sér ekki líka úrslit kosninganna, og vill því reyna að „leiðrétta" lýðræðið með eigin hætti. Santiago i april.— Það hefur alltaf þótt ofur eðlilegt i verka- manna- og fátækrahverfunum að þurfa að biða i röð eftir af- greiðslu. Nú tiðkast biðraðir einnig i hverfi rikisbubbanna i miðri Santiago, en þar er fólk ó- vant siikum hlutum. Þar stend- ur fólk nú prúðbúið i röð og bið- ur eftir afgreiðslu á nauðsynja- vöru ýmis komar. Það er að visu ekki mikill skortur á þessum vörum, en borgara- og millistéttin er farin að hamstra eins og allt væri að verða uppurið. Af þessu leiðir, að ekki er til nægilegt af vörum i verzlunum, en nóg á svörtum markaði, þar sem verðið er auð- vitað hærra, allt að þvi tifalt verzlunarverð. Biðröðin er vopn í stjórnmálabaráttunni. Um tvö hundruð manns biða þess i röö að fá keypta vindlinga og fullorðinn maður segir: „Að- ur gat maður bara keypt sér vindlinga án þess að standa i röð, en nú er allt i upplausn og vitleysu. Og stjórnin að bjóða manni upp á þessi ósköp, — hún geturekki haldið velli lengi með þessu móti. Ég hef i sjálfu sér ekkert á móti Allende, hann er heiðarlegur og góður stjórn- málamaður, en hann er bara i klónum á kommúnistunum og maóistum og Castro. Það var nú skárra áður.” Litil og i'eitlagin kona, sem heldur á innkaupatösku segir hæðnislega við manninn: sem i vændum eru. Þær eiga að bæta lif verkamannsins, bónd- ans og ibúa fátækrahverfisins á kostnað hins rika. Vöruskortur. Það er þessi ótti sem fulltrúar borgarastéttarinnar hafa not- fært sér, og ýtt undir þessa sjúk- legu þörf til þess að kaupa, hjá borgara- og millistéttinni. Vegna óþarfa kaupa þessara stétta og minnkandi framleiðslu á sumum hlutum er vöruskortur i búðunum, þótt svarti markað- urinn blómstri. Eftir Jens Lohmann ,,Heyrðumig,ef þér finnst svona leiðinlegt að standa i röð, af hverju ertu þá að þvi? Þú getur bara farið á Mapocho eða ein- hvern annan stað, þar sem vinir þinir eru að selja á svörtum sigarettur sem þeir hafa hamstrað.” Maðurinn fór strax að and- mæla konunni, og eftir andartak höfðu þeir sem næstir stóðu i röðinni byrjað ákafar umræður, og var talað um stjórnina, sósialisma og ástandið á vöru- markaðinum, o.fi. Það er einkum i hverfum rika fólksins sem kvartað er hátt og skýrt, þvi þar er fólkið á móti stjórn alþýðufylkingarinnar. Dugmikið fólk. I hverfum fátæka fólksins og verkamannanna er fólk vongott og biður bctri tima, og hefur oft aðdáunarvert þrek til þess að halda áfram baráttunni. En i hverfum rika fólksins rikir von- leysi eftir kosningarnar 4. marz. Andstæðingar Allende höfðu vonað að þeir gætu sigrað hann, en það fór á annan veg, þvi stjórnarflokkarnir juku fylgi sitt. Nú eru þeir ríku hræddir við þjóðfélagsbreytingarnar Fram til þessa hafa hvorki borgara- né millistéttirnar orðið hart úti vegna stefnu stjórnar- innar. Enn geta þessar stéttir fengið keypt nærri þvi hvað sem er á svörtum markaði, — aðeins ef þær hafa peninga og það hafa þessar stéttir enn. Þar sem fólk kemur saman i Barrio Alto, hverfi fina fólksins, er aðalum- ræðuefnið rikisstjórnin, og hvernig auðveldast sé og ódýr- ast að ná i vörur á svörtum markaði. Dollarar eru seldir á svörtum markaði, og jókst sal- an mjög eftir kosningarnar i marz. „Við neyðumst til þess að vinna skipulagt gegn rikis- stjórninni sem vill eyðileggja landið, við þurfum að fella rikis- stjórnina”, segir Pablo Roder- iguez Grez foringi hægri öfga- hreyfingarinnar „Föðurland og Frelsi”. Hreyfingin hefur aðal- aðsetur i Barrio Alto. „Ræður hreyfingin yfir vopn- um?” spyr blaðamaðurinn. Vopnuð hreyfing. „Ekki eru allir félagar vopn- aðir, a.m.k. ekki enn. Auðvitað ættum við öll að bera vopn. Stjórnin leyfir vinstri sinnuðum öfga hreyfingum eins og MIR að hafa vopn, en það er ógnun við tilveru þjóöarinnar og öryggi. Svo virðist sem herinn kæri sig kollóttan um þótt marxistar vaði uppi og gangi af þjóðinni dauðri,ogþá er það skylda hins almenna borgara að gripa til sinna ráða. „Föðurland og Frelsi”, er byggt upp eins og her, með ungu fólki úr borgara- og millistétt og afbrotaunglingum úr fátækra- hverfunum. Samtökin hafa ein- kennisbúning, bláar buxur og hvita skyrtu. Þau hafa samband við hinn mjög svo ihaldssama „Þjóðarflokk” og við rikis- stjórnir Brasiliu og Boliviu. Peningar eru samtökunum heldur ekki neitt vandamál, þvi margir verða til þess að gefa þeim, bæði utanlands og innan, stóriðjuhöldar sem aðrir.” — Hvernig stjórn viljið þið svo fá i staðinn? Andsvör fasismans. „Að minnsta kosti viljum við komast hjá þvi að hafa atvinnu- stjórnmálamenn; þeim er aldrei að treysta, og það voru þeir sem komu öllu þessu öngþveiti af stað. Við viljum mynda sterka rikisstjórn með aðstoð frá hern- um og fólki úr öllum möguleg- um starfsgreinum — fólki sem hefur staðið sig vel á sinu sviði, þvi okkur finnst ekki rétt að láta öll stjórnmál miðast við og stjórnastaf stjórnmálaflokkum. En aðalatriðið er þó að rikis- stjórnin verði sterk og ráði við allar uppreisnir og annað sem gæti stofnað þjóðarheill i voða.” Það er rétt eins og menn séu komnir til Þýzkalands á þvi herrans ári 1932. Þetta viðhorf er orðið mjög algengt meðal fólks úr borgara- stéttunum eftir að Allende kom til valda. Notkun vopna fer i vöxt, hefur aukizt mjög eftir kosningarnar i marz, og það eru borgarastéttirnar sem þar eiga hlut að máli, ekki sizt fólk úr þessum hálffasisku samtökum, „Föðurland og Frelsi.” Þeir hafa ráðizt með vopnum á göngu verkamanna og við tækifæri ráðizt á fólk úr fá- tækrahverfunum og miða smám saman að þvi að gera þessar stéttir jafn hræddar og óörugg- Einn liður i herferðinni til þess að skapa óánægju og vandræða- ástand á vörumarkaðinum var „gangan til að mótmæla tómum pottum” i nóvember 1971. ar og þeir eru sjálfir. Þannig skapast óöruggt og ótryggt á- stand, sem gæti gert borgara- stéttinni það mögulegt að koma af stað borgarastyrjöld. Borgarastéttirnar og fylgi- fiskur hennar eru núna betur vopnum búnir en Allendestjórn- in. Borgarastéttin hefur skipu- lagt vopnakaup sin bæði fyrir einstaklinga og félög. Eins og kona nokkur orðaði það: „Við eigum tvær byssur hér heima við,og við munum svo sannar- lega nota þær, þvi það er einasta tungumálið sem þessi rauði skrill skilur.” Verkamannaflokkarnir eru illa skipulagðir, hikandi og nán- ast óvopnaðir með öllu. Ótti borgarastéttanna er þó ekki á- stæðulaus. Undanfarin ár hefur meiri hluti verkamanna orðið sér meðvitandi um nauðsyn á róttækri breytingu á þjóðfélag- inu. Þetta fólk getur ekki snúið við, það verður að halda barátt- unni áfram. (Þýtt úr Informatfon). Tveir sækja um Hæstarétt Nýlega rann út umsóknar- frestur um embætti dómara við Hæstarétt Umsækjendur um embættið eru; Björn Sveinbjörnsson, hæsta- réttarlögmaöur, og Gunnar M. Guðmundsson, hæstaréttarlög- maður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.