Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 26. júni 1973. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Ræöa Magnúsar Kjartanssonar ráöherra - flutt í sumarferð Alþýöubandalagsins á Jónsmessu 1973: VIÐ ERUM ÍSLENDINGAR VEGNA ÞESS Góöir samferðamenn. Þegar Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna.kom hingaðfyrir nokkru átti ég þess kost,að ræða við hann um stund. Hann rifjaði m.a. upp fyrir mér hvernig Austurrikismenn fóru að þvi að losna við allar erlendar herstöðvar úr landi sinu og fá stórveldin til þess að lýsa yfir þvi, að þau mundu um aldur og ævi viðurkenna og virða hlut- leysi og friðhelgi þessa lands, sem þó er nálægt miðdepli i þeirri togstreitu um áhrifasvæði og valdajafnvægi sem stórveldin hafa ástundað siðan striði lauk. Einhugur þjóðar forsendan Hér er hvorki staður né stund til þess að rifja upp þá sögu, svo fróðleg sem hún er, en ég mun seint gleyma einu atriði sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lagði þunga áherzlu á. Hann sagði, að meginástæðan fyrir þvi, að Austurrikismenn náðu markmiði sinu — og alger forsenda þess — hefði verið ein- hugur þjóðarinnar sjálfrar. Menn skiptust þar vissulega i fylkingar og deildu hart um stjórnmál; menn höfðu þar mjög ólikar skoðanir á alþjóðamálum, á stórveldunum og stefnu þeirra; um hitt voru allir sammála.að um slikar deilur skyldu Austurrikis- menn fjalla sjálfir, einir og frjálsif i landi sinu. Það var þessi einhugur og gagnkvæm hollusta við framkvæmd þeirrar stefnu að losna við allar erlendar her- stöðvar, sem réð úrslitum, sagði framkvæmdastjórinn. Við Islendingar þekkjum slikan einhug litillar þjóðar sem þráir óskorað sjálfstæði. Fyrir aðeins þrem áratugum — þegar verið var að undirbúa stofnun lýðveldis — hefði enginn Islendingur dirfzt að orða þá hugsun að hér á landi ættu að vera erlend vighreiður um ótiltekna framtið eftir að striði lauk. Samt fór það svo.að hér var komið upp nýjum, ódul- búnum herstöðvum, aðeins sjö árum eftir að Islendingar endur- heimtu að fullu sjálfstæði sitt og stofnuðu lýðveldi, og við sitjum enn uppi með þessar herstöðvar 22.árum siðar. Hernámshirð á íslandi Hvað er það sem gerir gæfu- mun okkar og Austurríkis i þessu efni? Austurrikismenn voru einhuga um að brjótast út úr her- kvi valdajafnvægis og áhrifa- svæða; við tslendingar erum sundruð þjóð. Meðal okkar er valdamikill og harðsnúinn hópur, sem hefur gert hollustu við her •• námið og rikisstjórn Bandarikja Ameriku að lifshugsjón sinni. Einu gildir hvernig stjórnvöld Bandarikjanna beita valdi sinu. Þótt þau kosti öllu til ár eftir ár að reyna að drekkja i blóði frelsis- baráttu fátækrar bændaþjóðar i Asiu, er hollusta hinna Islenzku erindreka óskert. Þótt i ljós komi eins og nú að undanförnu að æðstu embættismenn i Bandarikunum vfla ekki fyrir sér að beita glæpum, innbrotum, njósnum, hlerunum og fölsunum til þess að ná sigri i forsetakosningum, vekur það aðeins hrifningu þessarar islenzku hernáms- hirðar. Það var þessi hópur, sem lét uppi þær vonir, þegar jarð- eldar hófust á Heimaey, að nú mundi loks sannast að Islend- ingar gætu ekki búið i landi sinu án erlendrar aðstoðar. Það var þessi hópur, sem baðst afsökunar á þvi, að Vestmannaeyingar skyldu bjarga sér sjálfir i stað þess að láta „varnarliðið” bjarga sér, eins og Sigurður Lindal prófessor komst réttilega að orði. Það var þessi hópur, sem sendi blaðamenn i bandariska sendi- ráðið til þess að spyrja um það hversu mikið ætti nú að gefa okkur, hvar þeir væru þessir miljarðar sem Bandaríkjastjórn vildi láta af hendi rakna, en rikis- stjórn Islands hefði ekki fengizt til að hirða. Nú átti að kaupa okkur i eitt skipti fyrir öll. Þessi hópur er ekki stór, en hann er valdamikill. Hann hefur hreiðrað um sig i forustuliði Sjálf- stæðisflokksins og i ritstjórn Morgunblaðsins. Hollusta við utanrikisstefnu Bandarikjanna og stuðningur við hernámið eru forsendur þess, að nokkrir menn komist til frama innan stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar um þessar mundir, eða fái að móta skrif stærsta dagblaðs landsins; þetta eru ömurlegar staðreyndir, en þær fara ekki framhjá nokkrum manni. Þegar á rekast Islenzkir hagsmunir annarsvegar og hinsvegar hagsmunir Banda- rikjanna eða Atlanzhafsbanda- lagsins, finnur þessi hópur til með andstæðingum okkar. Eða er Geir Hallgrimsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ekki heiðursgestur NATO um þessar mundir, einmitt sömu dagana og herskip NATO reyna að sökkva varðskipum okkar og drekkja sjómönnum okkar? Allt eru þetta feigðar- merki á forystu Sjálf- stæðisflokksins Ég er hér að tala um litinn harðsnúinn hóp.enekki þannstóra fjölda sem veitt hefur Sjafstæðis- flokknum brautargengi á undanförnum árum. Venjulegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins bregðast við eins og aðrir lands- menn á örlagastundum, og engir urðu reiðari en þeir þegar Geir Hallgrimsson réðst á islenzku landhelgisgæzluna og tók málstað Breta, þegar Ægir reyndi að taka brezka landhelgisbrjötinn Everton. Hitt hef ég lengi undrazt af hve miklu langlundargeði kjós- endur Sjálfstæðisflokksins hafa þolað óþjóöholla aðfstöðu forustu- manna sinna og ósæmileg ofstækisskrif Morgunblaðsins, einnig eftir að gerningaveðrum kalda striðsins slotaði. Sem betur fer bendir nú margt til þess að sú afstaða sé að breytast. Grimmi- leg innanflokksbarátta leiðtog- anna er til marks um óánægju og upplausn meðal óbreyttra flokks- manna. Allur þorri ungs fólks hefur að undanförnu snúið baki við Sjálfstæðisflokknum. Þegar þeir fáu sem eftir eru i Heimdalli reyna að fóta sig á heilbrigðum, þjóðlegum viðhorfum, verða þeir fyrir bannfæringu flokksforust- unnar, og samþykktir þeirra fást ekki birtar i Morgunblaðinu. Allt eru þetta feigðarmerki forustu, sem er að hrörna og glata trausti sinu I þjóðfélaginu. Lita á sig sem forréttindaaðila i þjóðfélaginu Hvernig stendur á þvi, að forusta Sjálfstæöisflokksins tekur hollustuna við hernámið og bandarisk stjórnarvöld fram yfir allt annað,jafnt i orði sem verki? Hún litur réttilega á sig sem for- réttindaaðila i þjóðfélagi okkar og telur sér traust og hald i þvi að skriða i skjóli þeirrar vesturheimsku. rikisstjórnar sem gætir hagsmuna auðhringa um allan heim. Hún er haldin pólitisku ofstæki, sem jafnan ein- kennir menn þegar þeir reyna sjálfir að bæla siðgæðisvitund sina og heilbrigð þjóðleg viðhorf. En hvatirnar eru einnig nærtæk- ari og áþreifanlegri. I 22 ár hefur valinn hópur fjármálamanna annazt allar framkvæmdir i þágu hernámsliðsins. Þær hafa ekki veriðboðnar út, heldur afhentar gæöingum, sem marga hverja er að finna i æðstu forustu Sjálfstæðisflokksins; sá gróði, sem þeir hafa hirt áhættulaust, nemur hundruðum miljóna króna, og prósentur af þeim gróða hafa runnið i sjóði Sjálfstæðisflokksins. Og einnig hafa komið til kaldrifjaðar pólitiskar hvatir. Kalda striðið og hernámið hafa verið notuð vitandi vits til þess að sundra þjóðinni, skipta henni i fjand- samlegar fylkingar, ala á tortryggni og heift milli manna og samtaka: — Þetta eru hinar sigildu aðferðir þeirra.sem reyna að tryggja forréttindi sin með þvi að sundra öðrum, deila og drottna. Hér er að finna ástæður þess hversu ósamþykkir sjálfum sér vinstri menn hafa veriö og eru enn; hin upplognu rök kalda striðsins og spilling hernámsins valda þvi enn.að menn tortryggja hverjir aðra, þótt jafnt skoðanir þeirra sem félagsleg aðstaða ættu að gera þá að sjálfgefnum sam- herjum. Fyrirheitið um brottför hersins forsenda stjórnarsamstarfs Allt veldur þetta þvi, að baráttan gegn hernáminu er algert úrslitaatriði i islenzkum stjórnmálum. Ég hef sagt það áð- ur og segi það enn.að fyrirheitið um brottför hersins var forsenda þess að núverandi stjórn var mynduð, og framtið hennar er undir þvi komin.að við það fyrir- heit verði staðið undanbragða- laust. Ég segi þetta ekki sem neina hótun heldur er ég að benda á óumflýjanlega staðreynd. Jafnvel þótt einhverjir kynnu að hugsa sér að hægt væri að gera „málamiðlun” um hernámið eins og við verðum að gera málamiðl- un um fjölmörg atriði i sam- steypustjórn þriggja flokka, leiddi slkt aðeins til þess að grundvöllur stjórnarsamstarfsins brysti. Það er ekki unnt til frambúðar að framkvæma þjóð- lega og félagslega vinstristefnu i hersetnu landi, i skugga hins bandariska herveldis. Forsenda þess. að við getum haldið áfram þeirri sókn sem hófst með vinstrisigrinum mikla i kosningunum 1971 er.að við aflétt- um hernáminu og tryggjum okk- ur þannig óskorað sjálfstæði og athafnafrelsi á öllum sviðum þjóðlifsins, að við endurvekjum þann heilbrigða þjóðlega metnað sem er fjöregg okkar. An þess munu allar aðrar athafnir okkar verða unnar fyrir gig. Við höfum ráöizt i mikil stórvirki á sviði efnahagsmála að undanförnu til þess að styrkja fullveldi okkar. Við höfum stækkað landhelgina i 50 milur og hnekkt uppgjafarsamnipgunum sem hernámssinnar gerðu’1961 i þvi skyni, aö landhelgin skyldi aldrei stækkuð framar nema með leyfi útlendinga. Við höfum hleypt nýju lifi i þá atvinnuvegi okkar sem höfðu verið látnir drabbast niður undir tiu ára viöreisnarstjórn. Við höfum markað þá stefnu að ný og stórfelld iðnþróun skuli lúta yfir- ráðum tslendinga sjálfra. Allt eru þetta óhjákvæmileg og mjög veigamikil verkefni til þess að tryggja framtið þjóðarinnar. En efnahagsmálin ein skera ekki úr um framtið neinnar þjóðar. Þau eru aðeins grundvöllur. Ofan á honum ris þjóðfélagið sjálft, félagslegir innviðir þess, sam- búðin við landið, sagan, menningin, tungan. Við erum íslendingar vegna þess eins... Við erum tslendingar vegna þess eins, að við búum i þessu landi.sem við höfum ferðazt um i dag, að við tölum sérstakt tungu- mál, að við nærumst á menningu sem á samhengi sitt órofið allt frá landnámsöld. Það eru þessi verðmæti, sem gera okkur að lifandi einstaklingum og að þjóð, sem leggur sjálfstæðan skerf til heimsmenningarinnar. Ef við glötum þessum verðmætum, ef við sættum okkur við það, að verða til frambúðar hernumin þjóð, hluti af stærri heild, hlekkur I keðju, eins og það er orðað, munu engar efnahagslegar fram- farir koma i veg fyrir það að við verðum aðrir einstaklingar og önnur þjóö. Verður þá hægt að kalla okkur þjóð framar? Þetta hafa beztu menn okkar alltaf vitað, og fáir hafa orðað það betur en Borgfirðingurinn og skáldið Snorri Hjartarson I kvæði sinu „Land þjóð og tunga”, sem hann orti I upphafi baráttunnar gegn hersetu á íslandi: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig I orðs þins háu vé. Á dimmum vegi dýrð þln um mig skein, i dögun þeirri er likn og stormahié og sókn og vaka; eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd min sé. Þú átt mig, ég er aðeins til I þér. örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinzta kvöld. tsland, i lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og lif gegn trylltri öld. Frímerkjasýning í Norræna húsinu Þriðjudaginn 26. júni 1973 gefur póst- og simamálastjórnin út nýtt frimerki i tveimur verðgildum, 9 kr. og 10 kr., með mynd af Norræna húsinu i Reykjavik. Sama dag hefst norræn póstráð- stefna i Reykjavik, og frimerki með sömu mynd koma út i Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svi- þjóð. Er þetta i þriðja sinn, sem Norðurlöndin gefa út frimerki með sömu mynd, og hefur verið ákveöið að framvegis komi slik frimerki út þriðja hvert ár. Aður hafa Norðurlandafrímerki veriö gefin út 1956 og 1969. 1 tilefni af útgáfudeginui verður i Norræna húsinu ui óákveðinn tima sýning frimerkjum þeim, sei Norðurlöndin hafa gefið út árunum 1970, 1971 og 1972. Þí verður og hægt að fá keypt ný; frimerkin. Verð eins fyrstadag umslags frá hverju landi er k 163 og verð samstæðu af óno uðum frímerkjum kr. 152. Sýningin verður opnuð kl. 10 útgáfudaginn af póst- og sim, málastjóra Jóni Skúlasyni ( verður opin almenningi frá kl. 1 Aðgangur er ókeypis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.