Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júní 1973. SUMARFERÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á JÓNSMESSU Kjörn Th. Björnsson listfræöingur var fararstjöri 900 þátttakendur 17 langferðabílar Árleg sumarferð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík var farin nú á sunnudag- inn. Við birtum hér í opnunni myndir úr ferðinni. Mikill mannfjöldi tók þátt í ferðinni eins og jafnan áður. Þátttakendur voru yfir 900 og þurfti 17 stóra langferðabíla til að flytja allan þennan fjölda. Þarna voru m.a. marqar stórar fjölskyldur, börn og eldra fólk. Farið var í Borgarfjörð og var aðaláningarstaður- inn í Norðurðrdal í landi Hreðavatns, rétt hjá Norðurá. Ekið var sem leið liggur upp í Hvalfjörð yfir Svína- dal og Geldingadraga í Borga rf j örð. F y rst i áningastaður var í Skorra- dalnum, en þaðan ekið í Norðurárdal með viðkomu i Munaðarnesi. Við Norðurá skemmtu menn sér við leiki og náttúruskoðun, en síðan kallaði Björn Th. Björns- son, listfræðingur, sem var fararstjóri í þessari ferð menn saman, flutti hann nokkur ávarpsorð, en gaf síðan orðið Magnúsi Kjartanssyni, ráðherra. Ræðu Magnúsar birtir Þjóðviljinn í heild á 7. síðu í dag. Er Magnús Kjartansson hafði lokið máli sínu, bauð Björn Th. Björnsson sér- staklega velkominn til þessa mannfundar Guð- mund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli, sem þarna var kominn ásamt fleiri Borg- firðingum, — en að því búnu flutti skáldið ferða- fólkinu kvæði. Úr Norðurárdal var haldið um Stafholtstungur og inn Hvítársíðu. Við Hraunfossa var numið staðar og dvalið nokkra stund í góðu yfirlæti, en síðan lá leiðin um Hálsa- sveit, Reykholtsdal, Flóka- dal og Lundareykjadal og um Uxahryggi og Bláskógaheiði niður í Þing- vallasveit. Undir Ármannsfelli var síðasti áningarstaður ferðarinnar. Þar voru afhentir vinningar í happdrætti ferðarinnar, en þeir voru hvorki meira né minna en um 90 að tölu, eða einn vinningur á 10. hvern þátt- takanda í ferðinni. Fór margur glaður af þeim fundi, og hafði fengið sinn ódýra farmiða ríflega endurgoldinn, en far- miðarnir kostuðu aðeins kr. 500.- fyrir fðllorðna og kr. 300,- fyrir börn. Fólk var sátt við veður- guðina þennan Jónsmessu- dag, enda þótt dálítið ýrði úr lofti á stundum. Borgar- fjörðurinn skartaði sínum fögru litum, en af nattúru- Gu&niundur Böðvarsson skáld flytur kvæði sitt. Brugðið á leik I vætunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.