Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 26. júni 1973. Frakklandsforseta líður „betur en dollaranum99 EINAR MÁR JÓNSSON SKRIFAR • FRÁ PARÍS Síöan Pompidou Frakklands- forseti kom aftur úr íslands- feröinni, hafa þær raddir gerzt æ háværari, sem halda þvi fram að hann sé alvarlega veikur. Viku- blaöið L’Express hafði að visu bent á það fyrr i vetur, aö for- setinn hefði fitnað undarlega mikið og snögglega siðustu mánuði og verið óvenju oft fjar- verandi frá störfum vegna „inflú- ensu”, en önnur blöð höfðu ekki tekið neitt undir það. En þegar Pompidou birtist allt i einu i sviðsljósinu i Reykjavik frammi fyrir fjölda blaðamanna og miljónum sjónvarpsáhorfenda gátu menn ekki lengur orða bundizt: hann hafði breytzt svo mikið á fáum mánuðum, að hann var orðinn næstum þvi óþekkjan- legur. t staðinn fyrir þrekvaxinn en kraftmikinn mann, var hér kominn akfeitur maöur og afmyndaður i andliti, sem átti erfittum gang og jafnvel um mál. Enginn — og sizt af öllu Banda- rikjaforseti — gat lengur verið i vafa um að eitthvað meira gengi að honum en „inflúensa”. Þannig var fyrsta afleiðing fundarins i Reykjavik sú að leiða i ljós alltæpa stöðu forsetanna beggja: annar fárveikur og hinn búinn að missa góðan hluta af valdi sinu og áhrifum vegna mesta stjórn- málahneykslis, sem land hans hefur þekkt i öld. Bandariskur diplómat lýsti vel tilfinningu allra, þegar hann kvaddi franskan starfsbróður sinn með þessum orðum: „Næst þegar við hittumst efast ég stórlega um að viö vinnum enn fyrir þessar beyglur! ” Gestir gefa læknisvottorð Eftir þetta hafa öll blöð Frakk- lands birt greinar um heilsu for- setans, og eru blaðamenn yfirleitt sammála um að honum beri skylda til að skýra þjóðinni frá heilsufari sinu, vegna þess að rakalausar kviksögur um það (honum voru eignaðir 15 mis- munandi sjúkdómar og allir banvænir) væru verri en sann- leikurinn, hver sem hann væri. En Pompidou svaraði þessu öllu með skætingi. Þegar bandariskur iöjuhöldur ávarpaöi hann i veizlu og spurði hreinskilnislega hvernig honum liði, svaraði Pompidou aðeins: „Betur en dollaranum!” Gestir sem sóttu hann heim i forsetahöllina skömmu eftir Is- landsferðina luku upp einum rómi um, að hann væri við staka heilsu, og einn þeirra, þjóðhöfðingi frá Afriku, taldi það þó bezt hvað hann væri orðinn feitur, það höfð- aði til fegurðarskyns þjóðar hans og skyldu aðrir stjórnmálamenn i Evrópu fylgja þessu fordæmi. . . Það var ekki laust við að sumir efuðust um að gestirnir hefðu tek- ið það upp hjá sjálfum sér að gefa Pompidou þessi „læknisvottorð”. Skömmu siðar fór hann i helgarfri til sveitaseturs sins i Auvergne, og fór ekki út fyrir hússins dyr nema til messu i þorpskirkjunni. Hópur blaða- manna þyrptist þá að til að skoða útlit forsetans i návigi, en hann æpti á þá: „Það er ykkur að kenna að ég fer ekki út. Þið farið i taugarnar á mér!” En um sama leyti var tilkynnt að hann myndi mjög draga úr opinberum hátiðahöldum „til að geta betur hvilt sig eftir inflú- enzuna i vetur”. Vikublaðið Express gerði þá könnun á ástandinu. án þess þó að skýra frá heimildum sinum, og sagði siðan að Pompidou væri undir stöðugu eftirliti einhvers „sérfræðings”, en nafn hans (og sérgrein) væru rikisleyndarmál. Hann gengi undir kóbalt-geislun og fengi cortisone i stórum skömmtum. Þetta var hvorki staöfest né borið til baka af opin- berri hálfu, og hafa frönsk blöð siðan birt langar greinar um það hvaöa sjúkdóma cortisone væri beitt við. En þeir eru margir og misjafnir, allt frá gigt aö hvit- blæði. Forsetinn hefur skipt sér af öllu Þessi sjúkdómur Pompidous, hvernig sem honum er varið, hefur skyndilega vakið Frakka til umhugsunar um það, hvað for- setaveldi er tæpt. Undanfarna mánuði hefur franskt stjórnarfar stefnt hraðbyri til hreins forseta- valds þrátt fyrir stjórnarskrána, sem gerir ekki ráð fyrir sliku, og eftir siðustu kosningar má heita að Pompidou hafi verið einn á sviöinu. Hann hefur skipt sér af öllu og gefið út á fundum stjórnarinnar yfirlýsingar um helztu málefni, sem siðan hafa verið birtar almenningi til umhugsunar likt og orðskviðir Maos oddvita. Hins vegar hefur Messmer forsætisráðherra varla komizt í fréttirnar, og litið ber á öðrum ráðherrum nema þegar þeir birta yfirlýsingar, sem bæta viö og skýra spakmæli forsetans. En orðrómurinn um veikindi Pompidous hefur skyndilega Georges Pompidou Þamiig hcfur Pompidou breytzt á stuttum tíma. Fyrsta myndin er frá IÍHÍ8, önnur myndin frá 1972 og sú siðasta var tekin fyrir sköinmu. beint athygli manna að þvi, að i þessu stjórnarfari er stjórnin öll komin undir likamlegu og and- legu ástandi eins manns. Fram- tiðin sker úr um það, hvort þessar áhyggjur Frakka nú muni hafa einhver varanleg áhrif á stjórnarfarið i landinu, en nú sem komið er hefur þessi orðrómur haft nokkrar afleiðíngar á stjórn- málalif liðandi stundar. Þannig litur nú út fyrir að áhrif Pompidous (sem hafa sennilega aldrei verið meiri en nú á sviði alþjóðamála) séu að minnka i Frakklandi sjálfu. Það er þó ekki einungis orðrómurinn um veik- indin, sem veldur þvi, heldur hefur annað mál varpað nokkrum skugga á almætti hans. Skömmu eftir kosningarnar boðaði hann nefnilega að hann myndi bráð- lega leggja fyrir þingið frumvarp um styttingu kjörtimabils forsetans niður i 5 ár, en þó með þvi skilyrði að þingmennirnir samþykktu það eins og það væri, en reyndu ekki að breyta þvi eða bæta einhverju við það. Annars myndi hann efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu! Þessi talsmáti er dæmigeröur fyrir stjórnarhætti Pompidous, en það kom fljótt á daginn að þingmennirnir ætluöu ekki að hlýða þessu. Ýmsir miðflokkamenn vildu nota tæki- færið og stofna embætti varafor- seta. Vinstri menn (og reyndar fleiri)vildu afnema hina frægu 16. grein stjórnarinnar, sem gerir forsetanum það kleift að taka sér alræðisval um stundarsakir. Sem sagt, Pompidou hætti við að leggja frumvarpið fyrir þingið, og af þvi að hann mundi allt of vel eftir hrakförunum i þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Efnahags- bandalagið i fyrra, vildi hann heldur ekki hætta á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið var þvi svæft, og sýndi þessi álappalegi ballett að vald Pompidous var ekki eins ótvirætt og menn höföu haldiö. Flokksbræður hans eru nú allt i einu farnir að þora að óhlýðnast skipunum hans, a.m.k. i orði. En hitt er þó alvarlegra að ýmsir þeir sem hingaö til hafa verið skilyrðislausir stuðningsmenn hans, hafa nú áttað sig á þvi, að valdatimi hans kunni að verða styttri en búizt var við og eru nú að hugsa um að undirbúa fram- tiðina. Dulin kosningabarátta Þess vegna litur nú út fyrir að e.k. dulin kosningabarátta sé að hefjast i Frakklandi. Hennar verður að visu ekkert vart vinstra megin i stjórnmálalifinu — haft er eftir Mitterrand i einkaviðtali, að honum finnist þetta tal um heilsufar forsetans heldur óvið- kunnanlegt, en annars hugsar hann mest um að undirbúa næsta þing jafnaðarmannaflokksins — en hún gerist nú æ meir áberandi meðal stuðningsmanna stjórnar- innar sjálfrar. Ýmsir þeirra bera það jafnvel svo haglega til baka að um neina kosningabaráttu geti verið að ræða, að ekki verður hjá þvi komizt, að taka eftir þvi, að hún sé þeim ofarlega i huga. Það eru nú einkum tveir menn, sem taldir eru stefna að þvi að verða eftirmenn Pompidous, Chab- an-Delmas fyrrverandi forsætis- ráðherra og Valery Giscard d’Estaing fjármálaráðherra, og þótt þeir hafi verið ráðherrar i sömu stjórn árum saman hafa þeir býsna ólika stefnu. Giscard d’Estaing hefur orð á sér fyrir að vera ósigrandi. Hann aöhefst aldrei neitt nema að mjög velathuguðu máli og skipuleggur allar aðgerðir sinar löngu fram i timann. Nú er eins og hann stefni markvisst að þvi að vekja athygli manna á viðtækum hæfileikum sinum. 28. og 29. júni mun hann stjórna hátið flokks sins i sirkus- tjaldi skammt frá Paris og hefur hann boðið þangað ýmsum mektarmönnum til aö stjórna umræðuhópum um ýmis mál, sem snerta framtið Frakklands. Fyrir utan þetta heldur hann ræöur og kemur fram i sjónvarpi — m.a. i kappræðum við Marchais, leiðtoga kommúnista. Framhald á bls. 15. Fótboltakappinn i Chamalieres

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.