Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. júni 1973.
Keflvíkingar virðast
óstöövandi
Máttlítiö KR-liö átti aldrei
neina möguleika
gegn þeim og tapaði 0:2
Ekki sýndu ungu ljónin úr KR nein merki þess að
þau hefðu vigtennur, er KR mætti ÍBK i Keflavík sl.
sunnudag, heldur voru KR-ingarnir likari hræddu
gæludýri og áttu aldrei neinn möguleika gegn hinu
geysisterka ÍBK-liði, sem nú hefur hlotið 10 stig eft-
ir 5 leiki. Lokatölurnar 2:0, sigur ÍBK, gefa ekki
rétta mynd af gangi og tækifærum leiksins, nei,4ra
til 5 marka sigur hefði verið nær sanni. í heild var
þetta þó ekki skemmtilegur leikur. Keflvikingar
leika ekki knattspyrnu fyrir áhorfendur, heldur til
að veiða stig, og KR-ingarnir sýndu aldrei neitt af
þvi sem maður hefur stundum séð til þeirra i vor.
Engu var likara en falibaráttuskrekkur sé kominn i
liðið.
Og það er kannski ekki að furða
þótt fallbaráttuskrekkur sé kom-
inn i KR-inga. Liðið hefur verið i
falibaráttunni s.l. 2ár, og allt útlit
er fyrir að svo verði enn i ár,
nema að stór breyting til batnað-
ar verði á liöinu frá þvi sem nú er.
Þessi skrekkur leyndi sér ekki i
leiknum við IBK. Allan leikinn
virkuðu KR-ingarnir hræddir við
Keflvikingana, og allt sem þeir
gerðu mótaðist af þvi. Þeir voru
seinni á boltann, gáfu eftir i
hverju einvigi og það var aldrei
neinn sóknarþungi hjá liðinu.
Aftur á móti er komið nokkuð
mikið öryggi yfir leik IBK-liðsins.
Enda ekki að furða með aðra eins
vörn og tBK hefur á að skipa.
Þeir Guðni og Einar hafa aldrei
verið betri en um þessar mundir
og það er ekki fyrir nema stór-
góða sóknarmenn að komast i
gegn hjá þeim.
En snúum okkur þá að leiknum
sjálfum. Ekki voru liðnar nema 7
minútur þegar fyrra markið kom
og — hvilikt mark! Gisli Torfason
fékk boltann á miðjum vallar-
helmingi KR, lék nokkra metra i
áttina að KR-markinu, gaf siðan
yfir til hægri, þar sem Karl Her-
mannsson var óvaldaður og tók
við boltanum og skaut viðstöðu-
laust að markinu, og þrátt fyrir
góða viðleitni Magnúsar Guð-
mundssonar til varnar, réð hann
ekki við þetta þrumuskot, 1:0.
Siðan gerðist fátt markvert i
F'ramhald á bls. 15.
ÞEGAR DYRIN^'KMNARh
c JEAN
HOFÐU MÁL
EFFEL
—Ertuskotinneða hvað?—Já, og hún er dökkhærð
—Oinbogana niður af borðinu, segi ég!
Magnús Guðmundsson markvörður KR í kröppum dansi. Svona þvögur mynduðust oft á vltateig KR í
siðari hálfleiknum. (Ljósm. S.dór)
Norðfirðingar í sókn
töpuöu aðeins 0-1 fyrir Ármanni
Þróttarar frá Neskaupstaö
hafa tekið miklum framförum i
sumar, og nú um helginu stóðu
þeir vel i Armenningum og töp-
uðu aðeins með einu marki gegn
engu. Hitt er aftur annað, að
sóknarmenn liðsins eru alltof ó-
duglegir við markaskorun,og I 5
leikjum islandsmótsins hafa þeir
aðeins skorað 6 mörk, en fengið á
sig 14. 1 stig hafa þeir þó nælt sér
I með jafntefli Liðið er neðst í 2.
deild, en ekki er ástæöa til að spá
þvi langdvalar þar, ef það tekur
áfram sömu framförum og hing-
að til.
Arangur Armenninga er ekki
eins góður og búast hefði mátt við,
þvi liöið var orðið mjög sterkt á
timabili s.l. sumar og liklegt til
stórræða i sumar. Eitthvað er þó
dauft yfir þeim sem stendui; og i 5
leikjum hafa þeir aðeins náð 6
stigum. Þau fengust með 2 vinn-
ingum og 3 jafnteflum. Marka-
talan er hagstæð um 3 mörk.
Arangur þessi getur kannski
ekki talizt slakur, en liöið var lik-
Kóka-kóla
golfkeppni
Hin árlega kóka-kóla keppni á
Akureyri fór fram i siðustu viku.
Það er 72ja holu mót, sem leikið
er á 4 dögum, 18 holur á dag.
Sigurvegari varð Gunnar Þórð-
arson á 331 höggi. 1 öðru sæti
Hörður Steinbergsson með 351
högg og þriðji varð Bragi Hjart-
arson á 360 höggum.
Með forgjöf sigraði Björn Finn-
björnsson á 290 höggum nettó.
legt til stórra afreka i sumar, en
þau virðast ætla að láta biða eftir
sér. Æfingarskorti er ekki um að
kenna, Armenningar virðast I á-
gætri æfingu og eiga rnarga
skemmtilega einstaklinga. Þeir
ná þó ekki nógu vel saman ennþá,
en vonandi stendur það til bóta og
þá munu Armenningar væntan-
lega fara I gang af fullum krafti.
staðan
Staðan í 1. deild eftir 3 leiki
helgarinnar er þessi (Ath. leikur
Vals og Fram i gærkveldi er ekki
meö í þessu);
ÍBK
Valur
tBV
1A
Fram
KR
UBK
ÍBA
5-5-0-0-12: 1-10
4- 3-0-1- 7: 6- 6
5- 3-0-2- 6: 4- 6
5-2-1-2-18: 8- 5
4- 2-1-1- 4: 2- 5
5- 1-1-3- 4: 9- 3
5-1-0-4- 8:18- 2
5-0-1-4- 3:13- 1
Markahæstu mcnn:
Teitur Þór.ðarson ÍA 8
Matthias Hallgrimsson ÍA 4
Asgeir Eliasson Frani 3
Steinar Jóhannsson ÍBK 3
Ilörður Jóhannesson ÍA 3