Þjóðviljinn - 26.06.1973, Blaðsíða 16
DlOOVIUINN
Þriðjudagur 26. júni 1973.
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar
eru gefnar í simsvara Lækna-
félags’ Reykjavikur, simi
18888.
Nætur- kvöld- og helgarvarzla
lyfjabuðanna i Reykjavik vikuna
22. júni — 28. júni verður i Lauga-
vegsapóteki og Holtsapóteki.
Slysavaröstofa Borgarspital-
ans er opin allan sólarhringinn.
Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstööinni. Simi
21230.
Dean í Vatnsgati
Nixon var
• x • •
vi onoinn
— en gerði sér ekki
grein fyrir afleiðingunum
Þannig hugsar teiknarinn sér aö Nixon hafi viljað notfæra sér heim-
sókn Brézjnéfs. En nú er hann farinn heim og Vatnsgat fariö aö leka af
auknum krafti. . .
I dag hófust yfirheyrsl-
urnar i Vatnsgati á ný eftir
viku frestun vegna heim-
sóknar Brézjnéfs til Banda-
rikjanna. Sá sem fyrstur
kom fyrir nefndina sem
rannsakar málið var John
Dean, fyrrum lögfræðileg-
ur ráðgjafi Nixons. Hann
átti að koma fyrir nefndina
á þriðjudaginn var, en þar
sem hann er talinn luma á
mikilvægum upplýsingum
Framhald á bls. 15.
Hvalveiðar
bannaðar?
LONDON 25/6 — í dag
kemur Alþjóða hval-
veiðinefndin saman til
fundar i London til að á-
kveða hvort leyfa eigi
hvalveiðar áfram og
setja veiðikvóta verði
veiðarnar leyfðar.
Búizt er við að fram
komi tillaga um algjört
bann við hvalveiðum.
Slik tillaga var felld á
fundi nefndarinnar i
fyrra og að öllum likind-
Aö þessu sinni er komiö aö
lokasprettinum i skyndisöfnun
Þjóðviljans, aftur á móti mun
áskriftasöfnunin standa leng-
ur yfir. Stefnt er aö þvi aö
ljúka f jársöfnuninni fyrir
mánaöamót. Félagar f Al-
þýöubandalaginu og sérstak-
lega hverfastjórnir i Reykja-
vík eru hvattir til aö hefja nú
lokasprettinn, þvi mikið er i
húfi — þaö veröur aö tryggja
fjárhagsafkomu blaösins, svo
ekki komi til rekstursstöðvun-
ar. Hafiö samband viö skrif-
stofu söfnunarinnar aö Grett-
isgötu 3, i síma 18081 og 19835.
um biða hennar sömu
örlög nú. Visindamenn
sem starfa á vegum
nefndarinnar segja
hvalastofninn vera að
rétta úr kútnum og að
honum sé ekki eins hætt
við útrýmingu og fyrir
nokkrum árum.
Fjöldi náttúruvernd-
arsamtaka hefur dregið
fullyrðingu visinda-
mannanna i efa og segir
ástandið mun verra en
þeir vilja vera láta.
Hópur visindamanna og
náttúruverndarmanna
setti i dag hálfrar siðu
auglýsingu i Times þar
sem skorað er á nefnd-
ina að banna hvalveiðar
i tiu ár.
14 lönd eiga aðild að
Alþjóða hvalveiðinefnd-
inni. Þau eru Argentina,
Ástralia, Bandarikin,
Bretland, Danmörk,
Frakkland, ísland, Jap-
an, Kanada, Mexikó,
Noregur, Panama, So-
vétrikin og Suður-Afr-
ika.
Sólveig Stefáns-
dóttir, flugfreyja.
Áhöfn
Loftleiða
Aöalmundur
Magnússon, flug-
vélstjóri.
þotunnar
Olaf Olsen, flug- Arni Sigurbergs-
stjóri. son, aöstoðarflug-
maður.
lris Dungal, flug- Sigriöur Guö- Anna K. Einars-
freyja. mundsdóttir, flug- son, flugfreyja.
freyja.
Jytta Hjaltested,
yfirflugfreyja.
Aöalbjörg Sigurö-
ardóttir flugfreyja.
Heppni að ekki
varð stórslys
Þegar Loftleiðaþotu hlekktist á i New York —
Óhappið getur haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Loftleiðir
Leiguþotu Loftleiða
hlekktist á í lendingu á
Kennedyflugvelli í New
York s.l. laugardag með
þeim afleiðingum að um
30 manns meiddust eitt-
hvað, flestir mjög lítið.
Eftir skoðun í slysadeild
f lugvallarins voru 8
manns flutt á sjúkrahús,
þar af 2 flugfreyjur is-
lenzkar, þær Jytta
Hjaltested og Sólveig
Stefánsdóttir. En allir
nema einn fá að fara af
sjúkrahúsinu í dag eða á
morgun. Einn maður
verður að dveljast þar
eitthvað fram eftir vik-
unni.
Þarna hefur sannarlega litlu
munaö aö stórslys yröi. Vélin
var aö koma frá Stokkhólmi,
ósló og Reykjavik meö 130
farþega og 9 manna áhöfn.
Allt var eölilegt hjá flugvél-
inni þar til hún var alveg aö
lenda á brautinni og var um
þaö bil 12 fet frá braut. Þá allt
i einu skall hún af miklum
krafti niöur á brautina, ytri
hreyfill vinstra megin rakst
niöur og kviknaöi i honum og
féll hann siöan af. Rann vélin
stuttan spöl eftir brautinni en
stöðvaöist siöan.
Farþegum var bjargað út
um neyöarútganginn og var
fólkið þegar flutt á slysadeild
flugvallarins. Og eins og áður
segir sluppu flestir ómeiddir
og allir án stórmeiðsla.
Siguröur Magnússon blaða-
fulltrúi Loftleiöa sagöi i viö-
taliö viö Þjóöviljann i gær, að
taka myndi nokkrar vikur að
gera viö vélina, og enda þótt
hún væri tryggö uröu Loftleiö-
ir fyrir miklu tjóni vegna
þessa óhapps. Tjónið i heild
nemur auðvitaö miljónatug-
um isl. kr.
Þá sagöi Sigurður aö Loft-
leiöir yröu fyrir miklu tjóni
vegna minnkandi aðsóknar
farþega yfir hafiö eftir þetta
óhapp. Það væri alltaf þannig
hjá flugfélögum sem yröu fyr-
ir óhappi véla sinna aö far-
þegafjöldinn minnkaöi fyrst
eftir óhappiö.
Ekki liggur fyrir örugg vitn-
eskja um hvaö olli þessu slysi.
Sumir halda þvi fram, að loft-
hemill hafi virkað of snemma,
en aörir að svokallað spoiler,
sem er tæki til aö koma i veg
fyrir aö vélin hoppi viö lend-
ingu, hafi bilaö. En rannsókn á
slysinu er þegar hafin og
veröa niðurstöður hennar ef-
laust kunngeröar innan tiöar.
Samkvæmt skeyti, sem
barst i gærkveldi frá New
York og samtölum viö starfs-
menn Loftleiöa þar, mun Jytta
Hjaltested fara úr sjúkrahús-
inu i dag eöa á morgun, en Sól-
veig Stefánsdóttir mun enn
þurfa aö vera þar i nokkra
daga. Meöal farþeganna sex,
sem meiddust, var islenzk
kona, frú Þórhildur Gisladótt-
ir, eiginkona séra Þorleifs
Kristmundssonar á Kolfreyju-
stað, en þau hjón voru bæði i
flugvélinni. Gert er ráö fyrir
að frú Þórhildur fari fljótlega
úr sjúkrahúsinu, og var gizkað
á, að hún yröi þar enn i 2—3
daga. Flestir farþeganna
meiddust i baki.
S.dór
Fangaskipti hefjast
SAIGON 25/6 — Undirnefnd
sameiginlegrar hernaöarnefndar
um Vietnam komst að samkomu-
iagi i dag um nýja áætlun um
fangaskipti milli Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar og Saigonstjórnarinn-
ar. Samkvæmt henni eiga fanga-
skiptin sem legiö hafa niðri um
tveggja mánaða skeiö að hefjast
aftur næstkomandi föstudag og
ljúka þann 7. júli n.k.
Þjóöfrelsisfylkingin hefur
skuldbundiö sig til að sleppa 617
föngum og Saigonstjórnin 533.
Saigonstjórnin mun afhenda
fangana i bænum Quang Tri.
Brézjnéf kveður Nixon
WASHINGTON 25/6 — 1 dag
lauk átta daga heimsókn Brézj-
néfs til Bandarfkjanna og flaug
hann áleiðis til Parísar þar sem
hann mun eiga tveggja daga viö-
ræður við Pompidou.
Þeir Brézjnéf og Nixon gáfu út
sameiginlega yfirlýsingu i lok
viðræöna sinna. Segir þar að
fundur þeirra nú marki timamót i
þróun friðsamlegra samskipta
landanna. Einnig er látin i ljós
von um að miklir möguleikar séu
á að gert verði varanlegt sam-
komulag um takmörkun kjarn-
orkuvopna og niðurskurð á birgð-
um þeim sem til eru.
1 yfirlýsingunni sem er 17 blað-
siður er 30. október gefinn sem á-
kveðin dagsetning á upphafi við-
ræðna um gagnkvæman niður-
skurð herafla i Evrópu.
Þeir félagar búast við að i kjöl-
far öryggisráðstefnu Evrópu sem
hefst i Helsinki 3. júli muni koma
fundur þjóðarleiötoga aðildar-
landanna. Aherzla er lögð á að
friður i Evrópu sé mál málanna
og þess vegna skuli löndin tvö
beita sér af alefli fyrir þvi að ör-
yggisráðstefnan beri skjótan og
góðan árangur.