Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 5
Sunnudaj'ur 8. júlí 1973. I>.K>I)VII..IINN — SÍDA 5
Ólafsfjörður:
Tregur
afli
Það hefur verið heldur tregur
afli hér hjá okkur og gæftir
slæmar, sagði Björn Þór
Ólafsson, frcttaritari Þjóðviljans
á ölafsfirði, um vor og sumar-
vertiðina hjá handfærabátum á
Ólafsfirði en þaðan eru gerðir út
um 20 handfærabátar.
Ógæftir eiga mesta sök á afla-
leysinu, því að þær hafa verið
miklar hér i vor og sumar en
einnig hefur afli verið misjafn þá
gefur. Einn og einn dag hefur þó
verið dágóður afli, en ég hygg að
meðalafli á mann, hjá þeim sem
stunda þessar veiðar áé ekki
meira en 300 kg. á dag. Okkur
sem höfum stundað handfæra-
veiðar héðan nokkur ár finnst
fiskurinn smærri nú en áður, það
mun samdóma álit flestra, sagði
Björn.
Þeir togbátar sem gerðir eru út
frá Ólafsfirði hafa aflað allvel að
undanförnu. Og þvi hefur verið
nóg atvinna i frystihúsinu og
raunar hefur verið góð atvinna á
Ólafsfirði það sem af er þessu ári.
Einn skuttogari er gerður út frá
Ólafsfirði, Ólafur Bekkur, og
hefur hann aflað vel að undan-
förnu, komið með 100 tonn úr
veiðiferð þrisvar i röð og úthaldið
er 10 til 12 dagar.
Björn sagði að margir þeirra
sem gera út á handfæraveiðar
söltuðu fiskinn sjálfir vegna þess
að frystihúsin væru treg til að
taka við afla þeirra, ef eitthvað
berst á land að ráði. S.dór.
Húsavík:
70 bátar
gerðir út
í sumar
Kristján Asgeirsson á Húsavik
sagði okkur að mjög mikil at-
vinna væri nú þar nyðra og
skortur á vinnuafli til allra hluta.
Smábátaútgerð er mikil á Húsa-
vík. 1 allt eru gerðir út þaðan um
70 bátar og stunda þeir handfæra-
veiðar, linuveiðar og nokkrir eru
mcð þorsknót.
Kristján sagði að gæftir hefðu
verið stopular í vor og sumar.
Norðanáttin hefði verið rikjandi
og veður risjótt og kalt. Afli hefur
verið afar misjafn. Alltaf hafa
einhverjir bátar fengið sæmi-
legan dagafla, eða i kringum tonn
eftir manninn, það teljum við
sæmilega gott, sagði
Kristján. En á heildina litið
hefur afli verið heldur tregur.
Það hefur verið litið um fisk i
innanverðum Skjálfanda og hefur
orðið að sækja út undir Mánár-
eyjar.
Hins vegar hefur afli þeirra
báta sem róa með linu verið
sæmilegur. í vetur sem leið var
góð vertið og hjá þeim bátum sem
héldu áfram með linu i júni hefur
aflinn verið ágætur, eða frá 3 og
upp i 5 tonn og þetta eru 10 til 17
tonna bátar. I dag róa 5 bátar
með linu og sá sjötti að bætast við
næstu daga.
Svo eru stærri bátarnir með
þorsknót en þær veiðar hafa
gengið afspyrnu illa það sem af
er, þannig að mér virðist linu-
fiskiriið hafa komið bezt út hér
hjá okkur á Húsavik i vor og
sumar, sagði Kristján.
Kristján kvað mikla atvinnu
vera i frystihúsinu á Húsavik og
væri vinnuaflsskortur þar sem og
raunar i flestum atvinnugreinum
á staðnum. A Húsavik eru nú um
30 ibúðir i byggingu og miki!
vinna er i sambandi við gatna
gerð og ýmsar aðrar opinberai
framkvæmdir. —S.dór.
BETRI BORG .
Fyrir hverja er skipulagt?
Hópur áhugamanna hefur gert fjóra útvarpsþœtti um skipulagsmál.
— Sá fyrsti: „Að fara yfir götu”, verður fluttur i dag
,,Hvar er börnunum ætlaður staður I borginni. Borgarstjórinn
segir, að gróðurinn elti malbikið, en börnunum er lifshættulegt
að vera að leik á umferðareyjum hraðbrautanna”.
I dag kl. 13.55 hefst i útvarp-
inu fyrsti þátturinn af fjórum,
sem kallaður eru „Betri
borg”. Þættir þessir eru unnir
af hópi áhugamanna um
skipulagsmál. i þeim verður
fjallaðum ýmsar hliðar skipu-
lagsmála og þátt hins al-
menna borgara i þeim. Reynt
er að svara þeirri spurningu,
fyrir hverja sé eiginlega
skipulagt. Hverra hagsmuna-
hópa eru þærkröfur, sem helzt
eru teknar til greina við skipu-
lag borgarinnar og annarra
þéttbýlissvæða á landinu?
Þátturinn i dag heitir ,,Að
komast yfir götu”. Verður þar
fjaliað um vanda ýmissa
minnihluta hópa, barna,
gamalmenna. fatlaða o.fl., og
hvernig þeim gengur að fara
ferða sinna um borgina.
Áhugafólk
Þættirnir eru unnir af 15
manna hópi áhugamanna um
bætt og manneskjulegra
skipulag. Þeim hefur ofboðið
eins og fleirum það skipulag,
sem gerir ekki ráð fyrir börn-
um eða mannlegri tilveru, og
hvernig stjórnendur skipu-
lagsmála virðast alla tið fyrst
og fremst hafa þarfir blikk-
beljunnar i huga. Miljóna
verðmæti er sóað i þann eina
þátt skipulagsmála, sem
tengdur er umferðinni. Og
aldrei virðist i alvöru hugsað
til annars, en að leysa um-
ferðarvandann með fjölgun
einkabila, hraðbrauta og
bilastæða, þó að blikkbeljan sé
þjóðhagslega miklu dýrari
lausn en bætt almenningssam-
göngukerfi.
Þetta leiðir til þess, að ekki
er hugsað fyrir mannlegum
þörfum. Það er ekkert pláss
fyrir börn i umferðinni, nema
á afgirtum leikvöllum, sem
eru margir hverjir skugga-
legri en svo, að nokkur maður
vildi geyma fénað sinn á þeim.
Ýtt er undir einkabilakaup
t.d. með þvi, að gera mæðrum
sem eiga ungabörn gjörsam-
lega ófært að ferðast um borg-
ina með barnavagna.
Skipulagslýðræði, það er
skipulag, sem tekur mið af
raunverulegum þörfum og
óskum fjöldans, er nafnið tómt
hér á landi.
Þeim, sem standa að
þessum útvarpsþáttum,
finnst, að hinn almenni borg-
ari eigi, að ráða hvernig bær-
inn er skipulagður, og vilja
ekki trúa, að þau sjónarmið,
er ráða i skipulagsmálum nú,
séu annað en óskir ákveðinna
hagsmunahópa i þjóðfélaginu.
Að fara yfir götu
Þátturinn i dag ber nafnið
„Að fara yfir götu”. Um-
sjónarmenn hans eru Sigrún
Júliusdóttir og Sigmundur Orn
Arngrimsson, Reynt mun að
fá almenna borgara til að tjá
sig um borgarskipulagið, þvi
að allt of sjaldan er hinn al-
menni maður spurður ráða
um þau mál. Einkum mun þó
leitazt við, að lýsa vanda
úmissa minnihlutahópa, svo
sem gamalmenna og fatlaðs
fólks.
Hver maður, sem hugleiðir
þessi mál, sér að það er brot á
öllum mannréttindum, að
hefta ferðafrelsi fólks vegna
þess að það er ekki fært um að
ferðast óhindrað i skipulagi,
sem fyrst og fremst er miðað
við dauða hluti, bila.
Barnið og borgin
A sunnudaginn kemur fáum
viö að heyra næsta þátt um
„Betri borg”. Sá þáttur heitir
„Barnið og borgin”. Verður
þar reynt, að bregða upp
mynd af þvi hversu ólýðræðis-
lega.er farið að börnum og að-
standendum þeirra i borginni.
Börnunum er hvergi ætlaður
staður i umferðinni, sam-
kvæmt skipulagi á athvarf
þeirra að vera á leikvöllum og
barnaheimilum, sem eru
reyndar öll yfirfull. Skipulags-
yfirvöld gætu þó talsvert aukið
bilaumferðina meö þvi aö
banna börnum hreinlega að
fara út af heimilum sinum.
Billinn og borgin
Þar næsta sunnudag heyr-
um við þáttinn „Billinn og
borgin”. Þar verður rætt um
þær þrjár helztu aðferðir, sem
unnt er að beita til aö fara á
milli staða i borginni, þ.e. i
einkabil, i almenningsvagni
eöagangandi (hjólandij. Ljóst
er, aö fyrsta aðferðin hefur
algeran forgang i núverandi
skipulagi, og reyndar aftrar
hún þvi, að unnt sé að leysa
umferðarvandann. Umferðar-
þungi einkabila er stærsti
Þrándur i Götu betra almenn-
ingsvagnakerfis. Það er ekki
unnt að skipuleggja bætt
strætisvagnakerfi nema þvi
aðeins að gengið sé á for-
gangsrétt einkabilsins
Skipulagið
Síðasti þátturinn fjallar svo
um skipulagið i viðu félags-
legu samhengi. Rætt verður
um skipulagslýðræöi og reynt
að sýna fram á, hverjir helzt
græða á núverandi skipulagi.
Er skipulagið spegilmynd
rikjandi kerfis, eða er unnt að
breyta þvi innan ramma auð-
valdsþjóðfélagsins?
Hlutur almennings
Eins og áður segir, eru þeir,
sem þættina vinna, áhugafólk
um skipulagsmál. Þeir telja,
að ekkert breytist nema al-
menn umræða skapist um
þessi mál. Hlutur almennings
getur aldrei orðið stór, nema
hann geri sér grein fyrir vand-
anum, sem við er að fást.og til
þess er umræða nauðsynleg.
Vonandi verða þættirnir
„Betri borg” góður grund-
völlur slikrar umræðu.
ÓP
Kunnir erlendir læknar
flytja fyrirlestra hér
Arið 1935 var stofnað í Sviss
alþjóðasamtök skurðlækna I.C.S.
og eru aöalstöðvarnar nú i Chi-
cago. Alheimslæknaráðstefnur
eru haldnar annað hvert ár og ár-
in milli þeirra ráðstcfna eru
haldnar heimsálfuráðstefnur, og
verður sú næsta i Madrid i
septemher. A ráðstefnum þessum
er fjallað um ýmsa þætti skurð-
læknisfræðinnar og tengdra sér-
greina i formi fyrirlestra,
umræðna og námskeiða.
Islandsdeild innan samtakanna
hefur verið starfandi siðan 1971.
Nú i fyrsta skipti hefur Islands-
deildin tekið á móti erlendum
gestum og eru þeir núverandi for-
seti I.C.S. hinn kunni italski
skurðlæknir prófessor Stefanini,
>emeinkum er þekktur fyrir skurð-
aðgerðir á liffærum i kviðarholi
og æðaskurðaðgerðir, og Dr. De
Vault, sem er aðalritari alþjóða-
samtakanna. Fyrirlestur próf.
Talið fra vinstn: Jón G. Hallgrimssou, Dr. De Vault, Dr. Stefanini og Frosti Sigurjónsson. Þeir Jón og
Frosti eru báðir skurðlæknar og i stjórn tslandsdeildar alþjóðasamtaka skurðlækna.
Stelaninis mun einkum fjalla um
skurðlækningar i sambandi við
sjúkdóma i maga og briskirtli.
Fyrirlestur Dr. De Vault er
félagslegs eðlis.
A fundi með fréttamönnum
sagði dr. Stefanini að i baráttunni
við krabbameinið mætti ekki ætla
að skurðlæknar gætu gert öllu
meira en þeir geta núna, og þvi
myndi höfuðáherzlan verða lögð á
virus-. ónæmis- og erfðafræði-
rannsóknir i sambandi við
krabbamein.
— SJ.