Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júll 1973. HANDFÆRAVEÍÐAR FYRIR VESTAN OG NORÐAN ÓGÆFTIR OG AFLALEYSI llnr rru tveir núvvrandi og fyrrverandi trillukarlar á lsafirfti. Til hægri er Itagnar fyrrverandi og t.v. Ingi núverandi trillukarl. (Ljósm. Leó — ísafirAi) Jón llelgason,einn af þeim sem gerir út á handfæraveiðar frá tsafirði. Trillan hans heitir Bllðviður. (Ljósm. Leó) Hið kalda og risjótta vor og það sem af er sumri hefur valdið þvi að smábátaútgerð hefur gengið illa viðast hvar á landinu. Fyrir vestan kvarta menn bæði undan ógæftum og aflaleysi þegar gefur, einkum hefur smábátunum frá Snæfellsnesi gengið illa i vor. Á Vestfjörðum hafa ógæftir hamlað veið- um mjög, reitingsafli hefur verið þegar gefur. Smábátaútgerð er sem kunnugt er stór þáttur i atvinnulifi flestra kaupstaða fyrir vestan, norðan og austan og væri ástandið sennilega alvarlegt i atvinnumálum viða, ef hinir nýju togarar væru ekki komnir til landsins. Eða eins og vigtarmaðurinn á ísafirði sagði, ,,trillurnar ná þvi varla að fylla upp i eyðurnar milli þess sem togararnir landa”, svo litill hefur afli þeirra verið. En hlýðum nú á svör nokkurra aðila sem við leituðum til út á landsbyggðinni. Ólafsvík: „Ætli þetta séu ekki síðustu kvikindin'>'> Einn áf mörg hundruð trillubátum scm gerftir eru út á handfæraveiöar á íslandi i dag. (Ljósm. Led — tsafirfti) Isafjörður: Haraldur Guftmundsson skip- stjóri í ólafsvfk var ekki beint léttur í máli þegar vift spurftum hann um afla handfærabátanna i vor og sumar. Hann sagöi aö afli heföi verið mjög lítill, þá sjaldan gefið hefði á sjó, „þetta eru smá kóð” sagði hann” og það kæmi manni sannarlega ekki á óvart þótt þetta værusiðustu kvikindin, sem verið er að slita upp.” Gæftir hafa verið stopular i allt vor og sumar, en þó hefur það stundum verið verra hvað gæftir snertir, en sjaldan eins litill fiskur og núna. Haraldur sagði að 6-8bátar væru gerðir út frá Ólafs- vik á handfæri i sumar og hann bætti þvi við, að aflinn hefði verið þetta 300 til 500 kg á bát dag hvern. Róðurinn tekur einn og hálfan til tvo sólarhringa og ef aflanum er deilt niður á daga- fjöldann verður útkoman ekki glæsilegri en þetta. Haraldur sagði ennfremur að afli nú væri niun lélegri en var i fyrra og hann bætti þvi við.að afli báta frá Snæfellsnesi væri yfir- leitt mun lakari en árið áður. Sömu sögu væri að segja um troll- bátana, afli þeirra væri mun minni en verið hefur undanfarin ár. — Og ástæðan,Haraldur? — Við vitum það auðvitað allir hverju þetta er að kenna, það má segja það að þetta séu siðustu kvikindin sem við erum að drepa, útfærsla landhelginnar kemur mörgum, mörgum árum of seint og hvernig þetta hefði endað ef þessi rikisstjórn hefði ekki tekið við? Ég vil helzt ekki hugsa þá hugsun til enda, sagði Haraldur. Hann sagði að þrátt fyrir minni afla hefði verið næg atvinna i frystihúsunum. Það væru það margir bátar gerðir út frá Ólafs- vík að afli þeirra, þótt litill væri nægði til að halda vinnu i frysti- húsunum gangandi. Auk þess væri mikil uppbygging á öllum sviðum þar vestra, þannig að atvinna i þorpinu væri næg i sumar. S.dór Mun verra \ isalirfti liafa handfæraveiftar gengift illa i vor og sumar, mest vegna gæftaleysis. Þaft hefur ver- iftmeft eindæmum slæmt liftarfar á tsafirfti þaft sem af er suinri. Um 20 bátar stunda nú handfæraveiðar frá tsafirði. en í fyrra Aflinn hefur verið mjög misjafn þegar gefið hefur, allt frá þetta 100 kg og upp i 2 tonn. Sjómenn kvarta ekki svo mjög undan aflaleysi þegar gefur, en það hefur bara verið svo sjaldan sem hægt hefur verið að vera við. í mai voru gæftir heldur skárri en i júni og þá komust : stærri bátarnir uppi 6 tonna afla i ferð en þess ber að geta að þá eru þetta 3 til 4 menn á bátnum. Minni bátarnir, þar sem eru þetta 2 eða 3 menn á, hafa komizt upp i 5 tonn i róðri bezt. Þetta er mun minni afli en i fyrra,en þá voru gæftir lengst af mjög góðar. Þrátt fyrir þetta hefur verið mikil vinna i frystihúsunum og þar eru það togararnir sem bjarga málunum. Þeir landa það oft að vinna nær alveg saman og svo bætist alltaf eitthvað við frá litlu bátunum. Isafjarðartogararnir hafa aflað heldur vel undanfarið, hafa komið með þetta 100 tonn úr viku- ferð af sæmilegum fiski. Sdór Sauðárkrókur: Sœmilegur afli í vor Hreinn Sigurðsson, fréttaritari Þjóðviljans á Sauðárkróki, sagði að afli handfærabáta sem róa frá Króknum hefði verið allsæmileg- ur i vor. Það eru þó ekki nema 3. bátar sem gera út á handfæri frá , Sauðárkróki i vor og sumar og þeir hafa veriðmeð þetta 2.og upp i 6 tonn úr róöri. Gæftir hafa verið sæmilegar en ekkert umfram það. Þessir bátar og raunar fleiri voru gerðir út til grásleppuveiða i vor og gekk sú vertið alveg sérstaklega vel, svo vart hefur gengið betur áður. Frá Sauðárkróki eru gerðir út tveir skuttogarar og hafa þeir einnig aflað vel að undanförnu. Það hefur þvi verið mikil vinna i frystihúsunum á Króknum i vor og sumar. Alls munu um 140 manns vinna i frystihúsunum tveimur, en þau eru bæði með- eigendur i útgerðarfélagi tog- aranna. Nú er fyrirhuguð lagfæring og viðbygging við frystihús kaupfélagsins og eru fram- kvæmdir þegar hafnar. Þá á einnig að steypa eða malbika allt i kringum frystihúsin, en þau standa hlið við hlið út á svo kölluðum Tanga. Munu þau standa sameiginlega að þessu verki. Þá mun og fyrirhugað að lagfæra allt hafnarsvæðið nokkuð. Mjög mikil atvinna hefur veriðá Sauðárkróki i vetur og vor og nú er skortur á vinnuafli. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.