Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Sunnudagur 8. júll 1973. — 38. árg. —154. tbl. \ I KRO ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON SENDIBÍLASTÖÐIN Hf BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Það verður skortur húsnæðis- 1 Eyjum öll frystihúsin í gang á vetrarvertíð Gunnar Sigurmundsson, prentsmiðjustjóri í Vestmannaeyjum tókst nýlega á hendur, að annast rekstur Félagsheimilisins i Eyjum. Gunnar er varamaður i stjórn Viðlagasjóðs og hefur fyIgzt vel með störfum þar. Hann tekur einnig mikinn þátt í störfum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sem var varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Fáir munu því kunnugri um ástand og horfurí málefnumVest- mannaeyinga en Gunnar Sigurmundsson, og gripum við því tækifærið til að leggja fyrir hann örfáar spurningar síðla á föstudag, rétt áður en Gunnar flaug aftur til Eyja. Starfsemin í Félags- heimilinu — Hvað er fyrirhugað i sam- bandi við rekstur Félagsheimilis- ins i Eyjum, Gunnar? — Hugmyndin er, aö i Félagsheimilinu fái fólk nokkra aðstöðu til að eyða fristundum sinum, sem reyndar eru ek'ki margar. Þarna eru ýmis leiktæki, aðstaða fyrir borðtennis, töfl og spil. Einnig er miðað við, að menn geti sezt niður til Iesturs i Félagsheimilinu, en nú er verið að setja upp bókasafnið á ný en að þessu sinni i barnaskólanum, þvi aðfyrrihúsakynni þess fóru undir hraun. 1 Félagsheimilinu er lika ætlunin að láta ýmis blöð liggja frammi, svo að gestir geti litið i þau. Við ætlum okkur að halda uppi i Félagsheimilinu almennu.m kvikmyndasýningum. Hingað til höfum við aðeins haft 16 milli- metra vél, en um næstu mánaðarmót ættum við að geta hafið sýningar með 35 millimetra vél. Kvikmyndir verðum við allt- af að sýna 2 kvöld i röð, hverja mynd, svo að allir eigi kost á að koma, þvi að mikið er um að menn vinni annað hvert kvöld. Með haustinu gerum við svo ráð fyrir, að ýmis félög komist i gang Þessi fallega mynd, sem hann Leó ljósmyndari á tsafiröi tók f vikunni, er hér á forsfðu til að minna á frásögn af aflabrögðum og fleiru varðandi smábátaútgerð víösvegar um iandið, á bis. 4 og 5 i dag. með sina sérstöku starfsemi i Félagsheimilinu, jafnóöum og fólkið flytur aftur heim. Við ætlum okkur að fá ieikhópa og skemmtikrafta til að heimsækja Eyjar i sumar, og slikar heimsóknir eru reyndar þegar byrjaðar, þvi að á fimmtudagskvöldið var efnt til íkemmtunar, þar sem þau Baldvin Halldórsson, leikari, Edda Þórarinsdóttir, leikkona og Finnur T. Stefánsson, gitarleikari skemmtunar, þar sem þau en Sigurður Rúnar Jónsson, tónlistarmaður, sem um skeið hefur verið i Eyjum,hafði mestan veg og vanda af þessari skemmtun. Þetta þótti takast mjög vel, og skal þess getið að listafólkið vildi alls enga greiðslu taka fyrir. Við gerum okkur vonir um að geta haldið þessari starfsemi áfram. Félagsheimilið hefur verið opiö á kvöldin að undanförnu frá klukkan 8—12, en ætlun er að hafa lika opið kl. 5—7. Margir lita inn hjá okkur. Mötuneyti og matsala — En hvernig er með mat i Vestmannaeyjum núna, er þetta alltaf bara eitt mötuneyti? — Allir, sem starfa hjá bænum eða Viðlagasjóði eru i fæði i mötuneytinu, sem siðustu mánuöi hefur verið til húsa i Gagnfræðaskólanum, og er borö- að i leikfimisalnum. Svo rekur Pálmi Lórenz matsölu niður á Strandvegi og er þar hægt að fá keyptar allar máltiðir, og þar borða nú flestir feröamenn. Pálmi rekur lika sjoppu, þar sem seldir eru smáréttir og er hún viö Heiðaveg. Um aðrar matsölur eða mötuneyti er ekki að ræöa. Litiö er um eldun i heimahúsum, en einstaka menn reyna þó að nota kósangas. Þetta mun ekki breytast mikið fyrr en viö fáum raftnagnið aftur, sem væntanlega verður i ágúst.Ég tel mjög erfitt fyrir fjölskyldur að setjast að i Eyjum fyrr en rafmagnið er komið i lag, en samt munu nú þegar 10 til 20 fjölskyldur vera komnar. Og mér er kunnugt um að það er mikill hugur i fjölda Vestmannaeyinga að komast heim sem allra fyrst. — Hvað um verzlanir? — Kaupfélagið er eina verzlun- in, sem er opin og svo hefur það verið lengst af siðan gosið byrjaði og svo er nú sjoppan hjá Pálma Lórenz. Unnið allan sólarhringinn — Hvaöer að frétta af hreinsun bæjarins? — Hvað um væntanlegar bóta- greiðslur frá Viðlagasjóði, og livað um húsnæðismálin yfirleitt? — Formaður Viðlagasjóðs mun hafa lýst þvi yfir, að bóta- greiðslur til þeirra, sem hafa tapað húsum sinum ættu að geta hafizt upp úr 1. september n.k. Búizt er við að alveg næstu daga sendi Viðlagasjóður mcnn til að meta skemmdir á húsunum, en reglur um hvernig bótagreiðslum verði hagað eru enn ekki fullmótaðar. l>að hefur tekið langan tima. l>ess er óskað af Viðlagasjóði, að menn, sem eiga uppistandandi hús i Eyjum, en ætla sér ekki að flytja þangað á næstunni láti vita, ef þeir vilja leigja húsin. Ég er viss um, að það verður mikill húsnæðisskortur i Vestmannaeyj- um. Það eru fleiri, sem vilja l'lytja heim en eiga ibúðarhæf hús. Viðlagasjóður tekur við óskum um að fá húsnæði á leigu og reynir að greiða úr. „Ég tel þessar kröfur al- mennings eiga fullan rétt" — Hvað telur þú, að eigi að gera við þau hús Viðlagasjóðs, sem enn hafa ekki verið reist? — Mörgum hefur fundizt, að seint gengi með þessi hús erlendis frá, og valda þar reyndar ýmsar orsakir. En nú er sýnilegt á öllu, að margt fólk, sem fær úthlutað húsum verður flutt heim aftur áb- ur en húsin verða tiibúin til ibúð- ar. Það eru þvi ákaflega háværar raddir um að horl'ið verði aö þvi ráði að reisa mörg húsanna i Framhald á bls. 15. Gunnar. Sigurmundsson. — Mjög erfitt er að segja, hvað búið er að hreinsa mikinn hluta, þetta virðist mun meira magn en menn héldu upphaíféga 'hetúr pressast og sigið saman. Aðeins er búið að hreinsa lóðir viö 2 vestustu göturnar, en hins vegar eru flestar götur orðnar akfærar i þeim hluta bæjarins, sem ekki eyddist algerlega. Unniö er við hreinsun alian sólarhringinn á þriskiptum vöktum og munu vinna við þetta nær 100 manns. t hreinsunina þurfum við að setja allt þaö afl, sem hægt er, en það er Viðlagasjóður sem ber kostnaðinn. Þyrla Landhelgisgæzl- unnar í sjúkraflugi Sjúklingnum liður eftir atvikum vel Siðustliðinn föstudag fór þyria Landhelgisgæzlunnar i sjúkraflug vestur I Djúpadal á Barðaströnd, og náði í aldraðan mann, sem fengið hafði hjartatilfclli. Maður- inn liggur nú á gjörgæzludeild Landakotsspitala og I gær var lið- an hans cflir atvikum bærileg. Fyrir nokkru var þyrlan send til að ná i sjúkan mann á togaran- um Vestmannacy og gckk sá leiðangur vel. Klukkan hálf fimm á föstudag var hringt I Landhelgisgæzluna og beðið um að ná i sjúkan mann vestur i Djúpadal. Maðurinn, sem er 75 ára vistmaður á Hrafnistu, hafði fengið alvarlegt hjartatil- felli. Þyrlan fór á loft i Reykjavik hálftima siðar.eða kl. 5. Nokkrum tima hafði verið eytt til að fá lækni með I förina, en enginn var til taks. Svo virðist.sem i skipu- lagi læknisþjónustu sé ekki gert ráð fyrir þvi, aö læknir fari með i sjúkraflutninga, og er það baga- legt, þvi að oft getur orðið taf- samt að hafa upp á lækni, sem ekki er á vakt. 1 þessu tilfelli kom það þó ekki að sök. Starfsmenn Landhelgisgæzlunnar höfðu með sér súrefnistæki og allt tókst með ágætum vel. Kl. hálf átta lenti þyrlan i Reykjavik og var sjúklingurinn fluttur á gjörgæzludeild Landa- kotsspitalans. I gær var rannsókn ekki lokið, en liðan hans var eftir atvikum bærileg. Landhelgisgæzlan er nokkuð oft beðin um siika sjúkraflutninga. Fyrir nokkru var náð I sjúkling 50 til 60 sjómílur á haf út, en sá at- burður féll nokkuð i skugga heimsóknarNixonsog Pompidous. Skipverji á togaranum Vest- mannaey hafði fengið slæma igerð i fingur og þurfti að komast undir læknishendur hið bráðasta. óp • • Oryggismálaráðstefna Evrópu: Fyrsta hluta lokið Næst þingað í Genf 18. september Helsingfors 7/7 — t dag lýkur fyrsta hluta öryggis- og sam- vinnuráöstefnu Evrópu i Hels- ingfors. Akveðið var að næsti hluti ráöstefnunnar, sem veröur sennilega sá mikilvægasti, verði haldinn i Genf 18. september. Almcnn ánægja rikir meö fund- inn, og eru fulltrúar bæði austur. og vcsturveldanna ánægðir meö árangur. Seinna i dag ætla allir utanrik- isráðhcrrarnir að gefa út sameig- inlega yfirlýsingu, þar sem m.a. verður skýrt frá samvinnu þeirra og áætlun fyrir næsta hluta ráð- stefnunnar. Á ráöstefnunni hefur aðallega verið fjallað um öryggismál, samvinnu á viðskipta og fjár- málasviðinu, samskipti manna á milli og félagsmál. Einnig um vinnuskipun á þessum hluta ráð- stefnunnar. Fulltrúar austantjaldsland- anna höfðu mestan áhuga á ör- yggismálum, en flestir fulltrúar vesturveldanna lögðu mesta á- herzlu á ferðafrelsi fólks og fé- lagsmál. 1 gær kom utanrikisráðherra Finnlands Athi Karjalainen, fram með þá tillögu,að á næsta hluta ráðstefnunnar yrði rætt um þann möguleika að hafa viss svæði þar sem ekki væru höfð nein kjarn- orkuvopn. Stakk hann upp á aö hafa Norðurlönd eitt slikra svæða. Einnig vildi hann ræða þann möguleika að hafa alveg vopnlaus svæði sums staðar. Sagði Karjalainen aö þessi tillaga væri tiu ára gömul og hefði forseti Finnlands, Kekkonen átt hug- myndina. Gert er ráð fyrir að þriðji og fjórði hluti ráðstefnunnar verði haldinn i Helsingfors. Rússar hafa áhuga á að æðstu menn stór- veldanna haldi með sér fund, og bæði þeir og fulltrúar vesturveld- anna segjast vilja gleyma öllu sem hét kalt strið. Það þykir þó trúlegt að slik þróun taki nokkur ár. Það tekur lika tima að breyta aliti almennings á slikum hlutum, og fólki á vesturlöndum gæti gengið erfiðlega að átta sig á breytingunni, sem allt i einu er orðin á óvinum þeirra I Rússlandi, og sama er að segja um fólk i Austantjaldslöndunum varðandi t.d. Bandarikin. A ráðstefnunni varð ekki sam- komulag um tillögu Mintoffs, ut- anrikisráöherra Möltu, sem vildi leyfa Túnis og Alsir að hafa full- trúa á ráðstefnunni. Veröur af- greiðsla þess máls geymd þar til i Genf, i september. tsraelsmenn vildu fá sinn fulltrúa á þingið ef Túnis, Alsir, eða nokkuð annað arabariki fengi fulltrúa. Tiilaga Mintoffs var ekki samþykkt m.a. vegna þess,að mörg riki óttuðust að þá kæmuönnur riki á eftir og vildu fá aðgang að ráðstefnunni. Astæöan til þess að Mintoff vildi koma fulltrúum jþessara landa að, var sú aö hans mati að ekki væri nokkur möguleiki að koma á varanlegum friði i Evrópu án þess að Miðjarðarhafslöndin væru þar með i ráðum. Rogers, fulltrúi Bandarikj- anna, sagði, að ekki væri unnt að aðgreina öryggi Bandarikjanna og Evrópu, þess vegna yrðu herir Bandarikjanna kyrrir i Evrópu. Ekki minntist hann þó á að þörf væri fyrir heri Evrópurikja i Bandarikjunum. Rogers ætlar til Tékkóslóvakiu að loknum fundi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.