Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 8. júlí 1973. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15
Reykjavík—Norðurland um
Kjalveg og Sprengisand
Næstkomandi mánudag hefjast ferðir
milli Reykjavikur og Akureyrar um
hálendisleiðir.
Fyrst um sinn verða ferðir sem hér segir:
Frá Reykjavik: mánudaga og
fimmtudaga, brottför kl. 8.00
Frá Akureyri: miðvikudaga og
laugardaga, brottför kl. 8.30.
Þar til Sprengisandsleið opnast verður
eirtvörðungu farið um Kjalveg.
Farið er um Hellisheiði, Grimsnes að
Geysi og Gullfossi, um Bláfellsháls,
Hvitárnes i Kerlingafjöll. Um Kjalveg,
Hveravelli, Auðkúluheiði og Blöndudal til
Bólstaðahliðar og siðan þjóðveg til Akur-
eyrar.
Kunnugur fararstjóri er með i ferðinni.
Verð aðra leið um Kjalveg eða Sprengis-
sand, máltiðir innifaldar kr. 2.450.00.
Verð hringferð aðra leið um byggð,
máltiðir innifaldar á hálendisleið kr.
3.500,00.
NAUÐSYNLEGT ER AÐ PANTA FAR í
SÍÐASTA LAGI DAGINN FYRIR
BROTTFÖR.
FERÐAFÓLK, notið þetta einstaka tæki-
færi, til að ferðast ódýrt um stórbrotnustu
fjallvegi landsins og fögur héruð i byggð.
UPPLÝSINGAR:
BSÍ simi 22300
Ferðaskrifstofa Akureyrar simi 11475
Norðurleið H.F. simi 11145 og 20710.
Félagsmálastofnun Reykjavikur
auglýsir laust til umsóknar*
starf húsnæðisfulltrúa
stofnunarinnar.
Laun samkv. kjarasamningi borgar-
starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, þurfa að hafa borizt
stofnuninni fyrir 22. júli n.k.
Frekari upplýsingar um starfið veitir
skrifstofustjóri stofnunarinnar.
Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar
Eflið Þjóðviljann! —
Áskrifendasöfnun Þjóðviljans er nú i fullum
gangi. Kjörnar hafa verið hverfastjórnir i Al-
þýðubandalaginu i Reykjavik. en aðalverkefni
stjórnanna þessar vikurnar er að sjá um
áskrifendasöfnunina. Aðalmiðstöð sofnunar-
innar er á skrifstofu Alþýðubandalagsins
Grettisgötu 3. Simi 18081. Ennfremur veitir
skrifstofa Þjóðviljans allar upplýsingar. Simi
17500. £
Stuðningsmenn Þjóðviljans — félagar i Al-
þýðubandalaginu! Tökum öll rösklega á til
þess að efla Þjóðviljann!
Kristinn
Framhald af bls. 9.
áður, og aðstæður manns eitthvað
svipaðar og þær voru áður en
maður fór aö veikjast.
— Ertu heilsubetri núna?
— Ég er mistækur töluvert.
Taugarnar eru anzi illa farnar.
Ég svitna á meðan ég sit hér og
rabba viö þig. Það er nú svo.
Annars var ég ákaflega kátur og
léttlyndur ungur maður.
Glaumbær heima
Nú getur Ási ekki setið á sér
lengur og gripur frammi:
Blessaður vertu, þetta var
glaumbær heima hjá afa þegar
þeir voru þarna heima
frændurnir. Þeir voru báðir
miklir leikarar! Kristinn og
Valdimar bróðir hans. Það var
ein revia allan daginn þegar þetta
fólk hittist, leikið á allskonar
hljóðfæri og brandararnir fuku og
grinið alveg endalaust.
Og Asi heldur áfram:
— Hann Kristinn var aflamaður
mikill. Pabbi og hann áttu eins
báta og öfluðu einhver lifandi
feikn. Þeir voru stundum með
jafnháan eða betri hlut en þeir
sem voru á stærstu bátunum.
— Ég get sagt þér, segir Krist-
inn, að 1932 byrja ég að róa 3.
marz og við róum til 11. april. A
þessu timabili fengum við 32
þúsund þorska og áreiðanlega 18
skippund af verkaðri ýsu. En þá
er bara fiskverðið 50 krónur
tonnið, eða 5 aura kilóið, sem var
litið. Þá höfðum við næsthæsta
hlut yfir allan Vestmannaeyja-
flotann — það var Sighvatur
Bjarnason, forstjóri, sem var
með Þorgeir Goða, stærsta bátinn
i Eyjaflotanum, sem hafði
nokkrum króna hærri hlut.
Munurinn lá I þvi, að þeir fengu
visstfyrir stykkið af fiskinum! en
við fyrir kilóið. Fiskurinn var
yfirleitt smár og þvi var betra að
fá visst fyrir stykkið.
— Hvað voru margir á bátnum
þínum?
— Við vorum 6, þrir eða fjórir
réru, en hinir voru við beitingar.
Ási: Það má gera ráð fyrir að
þessi afli hafi verið um 250 tonn,
svo þú sérð að þeir hafa fiskað
þessir karlar.
Kristinn: Já, það var marga,
marga, mýmarga dagana sem
við fórum þrjár ferðir og komum
þrisvar með bátinn fyllan yfir
daginn. Við gátum flutt 3-4 tonn
eftir þvi hvernig veðrið var. Við
skiptum þannig að báturinn hafði
einn hlut, en mannskapurinn
allur jafnt og við borguðum sam-
eiginlega allan útgerðarkostnað.
Það voru miklu betri kjör en á
stærri mótorbátunum.
— Funduð þið bræðurnir ekki
ný mið?
— Ekki vil ég nú segja það, en
hitt er annað aö við tókum báðir
glögglega eftir.
Asi: Svo var dugnaðurinn og
kappið svo mikið — langt fram
yfir aðra.
Kristinn: Já, það var lika leyni-
legt kapp á milli okkar
bræðranna... þarna var ekki hægt
að svindla, vigtin sagöi til — við
lögðum báðir inn blautan aflann.
Aldrei geigur
— Var aldrei geigur i þér á
sjónum?
— Aldrei, hvorki á sjó eða i
björgum. En hitt er annað mál, að
ég hef séð tvisýnu i lifinu — bæði á
sjó og landi.
— Þú hefur aldrei hætt við
róður vegna hugboðs?
— Nei, en ég hef oft hætt við
róður þegar ljóst var að það yrði
ekkert sjóveður. Ég man, Asi,
þegar mótorbáturinn Fram fórst.
Þá var ég háseti hjá pabba þinum
og við erum komnir austur að
Bjarnarey. Hann er að setja i
þessa voða öru kviku — svo lif-
andisjórinn eitthvað, en logn. Við
sjáum að það hljóti að vera
vindur á næsta leiti og við verðum
sammála um það bræðurnir að
= SPAKMÆLI :
m m
m m
Z Ekki skal telja ungana !!
■ ■
■ fyrren eggin brotna. ■
það sé ekkert vit i að fara að
leggja linu. Þegar við erum búnir
að venda og lagðir af stað heim
aftur þá kemur austan gola og við
hengjum seglin upp undireins.
Þegar við erum nýkomnir inn-
fyrir hafnargarðinn, þá bara hol-
brýtur alla leiðina inn i Heima-
klett — tók bara alveg af höfnina.
Þarna hefði enginn árabátur
komizt i gegn. Það var bara til-
viljun að við vorum þarna á milli
sjóa. Þá fórst mótorbáturinn
Fram rétt upp við landsteina hjá
Kirkjubæ og það sást úr landi —
lenti of grunnt fyrir og fékk brot á
sig. Þetta var liklega 1915 frekar
en'16... þeir drukknuðu allir. Það
er mörg raunasagan.
Konur stunduöu ekki sjó
— Réru konur á þessum árum?
— Nei, ekki i Eyjum. Ég heyrði
það aldrei orðað að konur
stunduðu sjó, en einu sinni lögðu
sveitamenn frá sem kallað er —
þeir gátu ekki lent við sandinn og
komu til Eyja. Þar var kona með.
Hún var háseti. Hún hét Una Una-
dóttir og bjó siöar mörg ár i
Eyjum. Ég hef aftur á móti heyrt
talað um kvenfólk sem fór i björg
og það meira að segja i þeirri
frægu Dufþekju norðan i Heima-
kletti, en þar hafa farizt 18 eða 19
manns. Það var farið þangað á
vetrum eftir hvannarót til mann-
eldis og þá hefðu þessi óhöpp helzt
viljað til. Þá notaði fólkið húð-
ristur fyrir sigólar. Það var
kallaður vaður sem náðist úr
nautshúðinni, 28 faðmar. Og
þegar farið var i há björg var
talaö um svo og svo margar
vaðarhæðir. Það var komið nóg af
manillutógum þegar ég fór að
fara i björg, tjörubikuð tóg, notuð
eingöngu til þess.
— Ertu einn af þeim sem telur
þig varla íslending?
— Nei, nei, en ég sagði stundum
i gamni að ég væri Vestmanna-
eyingur en ekki tslendingur, en ég
meinti aldrei neitt með þvi, en
hitt er annað mál að mér og
fleirum hefur oftar en einu sinni
dottið i hug, að Vestmanna-
eyingar ættu að búa einir að
sinu... nei, nei, aldrei i alvöru.
Þetta er orðið allt öðruvisi en
áður var, svo tiðar samgöngur og
svo mikil blöndun.
Asi: Það hefur alltaf rikt sér-
stakur andi i Eyjum. Þetta er jú
eyja og samfélagið veröur öðru-
visi en annarsstaðar,
afmarkaðra. Fram að striði voru
samgöngur við Vestmannaeyjar
meiri en við nokkurn annan stað á
landinu. Oll skip sem komu frá
útlöndum komu fyrst við i Vest-
mannaeyjum og svo aftur þegar
þau héldu til baka
Kom ekki til Reykjavíkur i
25 ár
— Hefurðu nokkuð farið i ferða-
lög seinni árin?
— Nei, ég get bara sagt þér, það
er bara frásagnarvert, að það var
l'.omið á 26. ár sem ég haföi ekki
komið til Reykjavíkur þangað til
gosið rak mig þangaö. Ég kom til
Reykjavikur þegar konan min
sáluga lá á Landakotsspitala, og
það var siðasta ferð min til
Reykjavikur, þar til gosið
byrjaði.
— Varstu svona heimakær?
— Nei, ég var bara svo niöur-
brotinn eftir að ég missti konuna.
— Þú hefur þá ekki farið til
útlanda?
— Nei, aldrei. Mig langaði i vor
þegar þeir fóru til Noregs gömlu
Vestmannaeyingarnir. Ég hefði
haft gaman af að koma til
Noregs, ég hefði getað kjaftað við
Norsarana, þvi að ég vann svo
mikið með Norðmönnum hér fyrr
á árum þegar þeir komu til Eyja
með salt og kol. Maður gat
kjaftað við þá eins og ykkur núna.
— Likaði þér vel við Norð-
mennina?
— Agætlega, prýðilega. Það
komu oft annarra þjóða menn til
Eyja, mikið Þjóðverjar en mjög
litið um Englendinga — svo voru
Danir og Hollendingar I bland.
— Hefurðu farið til Eyja siðan
gosið byrjaöi?
— Nei, en ég fer kannski þangað
innan tiðar, ef að sýningin gengur
vel.
— Þú hefur ekki verið reiður
máttarvöldunum?
— Nei, enda færist jnanni það
nú ekki.
Enskir
Framhald af bls. 3.
hins vegar við Norðursjó, verða
enn augljósari. Hansasambandiö
klofnaði hreinlega um Jótlands-
skaga.
Þáttur kirkjunnar
Það er forvitnilegt að kynna sér
þátt kirkjunnar i deilunum á Is-
landi og sjá hvernig deiluaðilar
reyna að beita henni fyrir sig.
Kirkjan var á þessum tima
öflugasta veraldlega valdið.
Veraldlegt vald byggðist á
eignarhaldiá jörð, og kirkjan var
stærsti jarðeigandinn. Jörðum
hennar átti enn eftir að fjölga
fram að siðaskiptum. Kirkju-
furstar, biskupar og fl., voru að
mörgu leyti á engan hátt
frábrugðnir veraldlegum
höfðingjum, og afstaða þeirra til
almúgans, leiguliða og
smábænda, var nákvæmlega sú
sama.
Það skipti þvi allmiklu máli
fyrir deiluaðila á tslandi, hvaða
menn sátu á biskupsstólnum. Jón
Tófason Hólabiskup, sem liklega
hefur verið af sænskum ættum,
andaðist 1423. Hefjast miklar
deilur milli konungsmanna og
stórs hluta leikra og lærðra
höfðingja um þhð, hver skuli
stýra Hólastóli. Konungsmenn
hafa betur og koma sinum mönn-
um að i officialis og ráðsmanns-
stöðu. En Eirikur kóngur er á
ferðalagi um Evrópu og getur þvi
ekki ráðstafað biskupsembættinu
á Hólum um sinn.
Suður i Róm situr páfinn, æðsti
maður kirkjunnar. Venjan var,
að hann skipaði ekki biskupa á ts-
landi, en þó mátti bregða út af
þeim vana, ef rifleg þóknun var i
boði. 1425 skipar páfinn biskup á
Hólum Jón Vilhjálmsson. Fullt
nafn hins nýja Hóabiskups var
Jón Vilhjálmsson Craxton, og
var liann Englendingur að
þjóðerni.
Það má mikið vera, ef Jón
Craxton er ekki leynivopn ensku
kaupmannanna i baráttunni við
danska koungsvaldið á tslandi,
enda er margt sem bendir til
þess.
Danir gæta sin á að missa ekki
Skálholtsstól einnig úr höndum
sér. Við næstu biskupaskipti varð
þar biskup tryggur stuðnings-
maður Eiriks konungs, Jón
Gerreksson. Honum drekktu ts-
lendingar eins og hundi iBrúará,
og telja sumir, að Englendingar
hafi staðið á bak við þær aðgerðir.
Vist er, að þar voru aö verki
islenzkir útvegshöfðingjar, sem
sáu sér i hag i viðskiptum við
Englendinga. óp
Sölumiðstöð bifreiða
Framboð — Eftirspurn
Símatimi kl. 20—22.
Sími 22767
V estmannaey j ar
Framhald af bls. 1.
Vestmannaeyjum komist raf-
magnið i lag og hægt verði að
hefja þar búsetu á ný.
Ég tel að þessar kröfur almenn-
ings eigi fullan rétt á sér.
— Hvar yrðu húsin sett niður i
Vestmannaeyjum?
— Það yrði nú bæjarstjórnin að
ákveða, en vafalaust yrði það
vestantil i bænum, e.t.v. vestur á
Hamri, um þetta hafa ekki verið
teknar ákvarðanir.
En nú er búið að aka vikri á það
svæði, sem fyrir gosið hafði verið
skipulagt fyrir nýtt hverfi, vestan
við kaupstaðinn. Með gjallofani-
burði hefur verið myndað þarna
gatnakerfi, en þangað hefur verið
flutt gjalíið af lóðum og götum
kaupstaðarins.
— Hvernig horfir með skóla-
hald i vetur?
— Skólarnir verða að taka til
starfa i Eyjum i haust. t dag
(föstudag) fór skólastjóri barna-
skólans ásamt fulltrúum frá
menntamálaráðuneytinu til að
lita á hús barnaskólans og at-
huga, hvort það gæti ekki verið
tiltækt i haust. Fræðsluráð bæjar-
ins mun alveg á næstunni hefja
könnun á þvi með tilliti til skóla-
halds, hversu margar fjölskyldur
hyggjast snúa aftur til Eyja fyrir
veturinn.
Hvaö torveldar
heimflutning?
— Hvaða atriði torvelda mest
heimflutning að þinum dómi?
— Þar er rafmagnsleysið núm-
er eitt, svo eru margvisleg vand-
kvæði meðan lóðahreinsun er
ekki lokið. Þá má nefna húsnæð-
isvandamálin, ekki sizt hjá þeim,
sem töpuðu húsum sinum alveg.
Nú og svo hljóta heimflutningar i
stórum stil að vera þvi háðir að
atvinnulifið komist i gang og
einnig þjónustustarfsemi af ýmsu
tagi.
— Hvað um frystihúsin og fisk-
vinnsluna?
— Eina frystihúsið, sem tapað-
ist var Hraðfrystistöðin. En öll
frystihúsin, sem uppi standa,
ættu að verða komin i gang i ver-
tiðarbyrjun samkvæmt yfirlýs-
ingum forráðamanna þeirra. Og
reyndar hafa eigendur Hrað-
frystistöðvarinnar, sem fór undir
hraun, nú þegar sótt um lóð undir
nýja Hraðfrystistöð. Og komist
frystihúsin almennt i gang tel ég
allar likur á að flestir Vest-
mannaeyjabáta rói að heiman i
vetur.