Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 7
Sunniidaguí 15.jú)í 1973." Þ’j'ÖÐVÍL'^ÍNrC — SiÐA 7 Grindaskörð. Þribollar. Hliö á gömlu Selvogslciðinni. Litla kóngsfell ber i mitt hliöið. Vinskapur á Mosunum. þjófar þessir voru réttaöir þegar' við komum lengra. Við höldum svo yfir Helgadals- ás og niður af honum og austur um og förum þar eftir móbergs- klöppum,og erum við þá komnir að Valahnúkum, norð-austan við Helgafell, okkar tignasta fell, sem ég trúi að margur Hafn- firðingur óski sér að deyja I og sitja þar að sumri og skrafa saman við langelda. I Valahnúk- um er Músarhellir. Þar sváfu eina nótt fjárleitarmenn á haust- um, þeir sem smöluðu Norður- fjallið. Nú hefur helli þessum verið annað nafn gefið, heitir Valaból. Og áfram höldum við og komum i grunnar dalkvosir sem heita Migludalir. Liklega hefur einhver áð þar á gæðing sinum, henni Miglu, sem skeiðaði allra hrossa mest. Nú liggur leiðin upp yfir hraunrima allbreiðan og er þarigjá,sem nefnist Húsfellsgjá. Þegar kemur upp fyrir hraunið taka við melhæðir með hraun- rimum á milli. Svæði þetta heitir Strandartorfur, og segja munn- mælin, að þar hafi Strandarkirkja átt skógaritak. Þar fer nú litið fyrir skógi eða kjarri. Siðar hefur svæði þetta fengið nafnið Kapla- tóur. Þegar kemur suður fyrir taka við Hellurnar; er það hellu- hraun mikið og liggur upp undir Grindarskörð, sem blasað hafa við sjónum allt frá þvi, að við vor- um hjá Músarhelli. Hér má sjá að um hafa farið langar lestir hesta, þvl viða eru götur sorfnar i klappirnar. Hér hefur lika verið farið með rekstra, ekki sizt þegar aðalsláturhöfnin var i Hafnar- firði. Þegar við höfum farið um 10 min. gang upp Hellurnar eru á hægri hönd klettar sem heita Gálgaklettar. Mér er að detta i hug, að þegar Álftnesingar hafi verið búnir að fanga útileguþjófana i heimahög- um sinum hafi þeir farið með þá að klettum þessum og hengt þá þar. Þegar komið er eftir hellun- um upp þar sem aðalbrekkan byrjar, er þar jarðafall mikið, þar I eru hellar nokkrir. 1927 éða 8 var einn þessara hella notaður af rjúpnaskyttum, sem stunduðu veiði upp um f jöllin og lágu þarna við nokkrar nætur. Þórðarhelli kalla ég þennan helli og kenni hann við Þórð nokkur Eyjólfsson, sem bjó á Brúsastöðum. Komið í Dauðsmanns- skúta Þegar hér er komið taka við Mosarnir, og nokkru ofar er svæðið nefnt Flá, og er þá komið að örðugasta hjallanum, Kerlingarskarði. Þarna deildust vegir. Stigur lá upp hraunbungu á vinstri hönd. Grindarskarða- stigur. Lá hann suður um austur- enda Stórkonugjár upp að Heiðartoppi á Heiðinni há og austur áfram að Vindheimum i ölfusi. Við höldum nú upp þennan örðuga hjalla. Brekkan er svo brött að kunnugir segja mér, að þeir hafi orðið að hvila hestana minnsta kosti einu sinni áður en upp var komið. Svo komumst við á brekkubrúnina. Þá höfum við austan okkur Mið-Bolla, sem eru tveir,og vestan eru svo Þribollar, sem Sélvogsingar kalla Kerlinga- hnúka. Við hnúk næsta tökum við eftir stig sem liggur yestur. Þetta er Námastigurinn og liggur vestur i Brennisteinsnámur. En við höld- um áfram og liggur leiðin um austurenda Draugahliðar. Þar hefur bæði verið ruddur vegur og hlaðinn. Þegar niður kemur liggur leiðin yfir hraun, sem nefnist Skarðahraun, kennt við Grindaskörð. Þar förum við gegnum girðingarhlið og litið eitt austar eru svo tvær vörður, sem við köllum Tvivörður. Liggur nú leiðin austur og upp undir Kðngsfellið litla. 1 hraun- ’tröðum, sem þar eru, blasir við okkur litill skúti. Hann er kallaður Dauðsmannsskúti. Þar varð úti maður um 1860. Skörðin búa yfir mikilli dul, þvi 1633 hvarf þarna maður og hefur ekkert af ■ honum fengizt. Haldið var að tröll hafi heillað hann. Þorstanum svalað i Sælubunu Nú tekur leiðin á sig hlykk og stefnir vestur og liggur þar um svonefndan Grafning. Við Þri- vörður eru vegamót. Þar niður eftir sléttu klapparhrauni liggur Stakkavikurvegur, fyrir endann á vestari Hvalhnúk og siðan niður Fjallið niður um Selstig að Stakkavik og vestur að Herdisar- vik. Annar stigur liggur nokkru austar niður Fjallið og heitir hann Hliðarvegur. Liggur i Hliðar- skarð og niður skarðið að Hlið. Þessir vegir eru nú sjaldan farnir." Þegar komið er niður úr Grafningi er komið i fagran dal, sem heitir Stóri-Leirdalur. Þar er grösugt og sléttar flatir norður með Hvalhnúknum. Úr Leirdal liggur leiðin upp i Hvalhnúka- skarð og niður úr þvi sunnan við gil, sem þar er. Blasir nú við Fjallið, sem þeir kalla svo Selvogsingar, Herdisavikurfjall, Stakkavikurfjall og Hliðarfjall,og er þetta afréttur þessara bæja i Selvogi. Þegar kemur fram úr Hvalhnúkaskarði liggur leiðin vestur undir hliðartöglum Heiðarinnar háu, er þar viða grösugt, og heita á vinstri hönd Hvalhnúkabrekkur. Góðan spöl suður frá Skarðinu er hraunhóll mikill og heitir Þorvaldshóll. Þegar honum sleppir taka við móar.og er gatan heldur ógreið um þá. Þá er komið i Litla-Leirdal, sem eiginlega er slakki utan i Heiðinni. Þar nokkru neðar er svo uppspretta og kringum hana flöt, og er þetta kallað Rituvatnsstæði. Nokkru neðar verða á vinstri hönd við okkur fell, sem heita Urðarfell, Þau eru tvö, Urðar- fellið stóra og Urðarfellið minna. Þau eru aðskilin af gili er nefnist Kálfsgil. 1 þvi er uppspretta nefnd Sælubuna. Gott vatn ungum sem gömlum. Utan 'i Urðarfelli stóra er Strandardalur, en i Urðarfelli litla eru Hliðardalirnir tveir. Þá komum við i Katlana og Katla- hraun. Við sniðskerum það vestur á við og erum þá komnir á fjalls- brúnina. Heita hér Katlabrekkur þar sem leiðin liggur niður af fjallinu. Þar I grasivaxinni laut eru vegamót. Liggur ein leiðin þaðan út með Hliðarfjalli og heitir þar Hliðarvegur. önnur leið er þarna og heitir Vogsósaleið. Liggur hún niður svæði sem kallast Rofin um Aldindal og Stekkjardali i Hlaupandahóla heim til Vogsósa. Hópurinn dreifist En við skulum halda áfrám og stefna á byggðina. Leiðin liggur um Austur-Rofin,og sunnar er fell á vinstri hönd, sem heitir Vörðu- fell. Þar voru lögréttir þeirra Sel- vogsinga. En fell þetta er einnig frægt fyrir sinar mörgu vörður. Svo er mál með vexti, að þegar unglingar voru sendir að leita f jár eða annars búpenings, þá kom oft fyrir, að þeir fundu ekki gripina. Fóru þeir þá á Vörðufell, og ef þeir hlóðu vörðu brást það ekki að þeir fundu gripina. Leiðin liggur þarna upp svo nefndar Eymu-Illhæðir eða Eymu-Hellhæðir, og svo er komið að Kökhól.og Skálinn er þar ekki langt frá. Austan leiðarinnar eru nokkrarhæðir, svo sem Strandar- hæð og Strandarhellir, og þar skammt frá er hellirinn Gapi.og enn sunnar er Bjarnarhellir. A þessum stöðum eru rúmgóðir fjárhellar. Nú erum við komnir niður á þjóðveginn og þar hittum við á vegamót. Við höldum svo niður i Klifið og eru þá Dalhólalágar á hægri hönd, en nokkru neðar á vinstri hönd eru Bjarnastaða- hólar. Þeir sem byggja Þorkelsgerði fara nú i suð-vestur, en Bjarna- staðamenn og Nesmenn halda niður undir túngarð. Þar skilja enn leiðir, og halda Bjarnastaða- menn suður og heim, en Nesmenn austur með garði um slétta velli, sem heita Flatir. Siðan i túngarðshliðið og heim til bæjar. Við köllum þetta Selvogsleið eða Selvogsveg, en Selvogsingar kalla hana Suðurferðaleið, og er það einkennilegt, þvi leiðin liggur þvi sem næst i norður. Þessi leið sem við höfum nú farið er ágæt gönguleið að sumri til. Tekur 6 klukkustundir að ganga hana þegar rólega er farið. Ráðlegg eg öllum sem vilja halda sér ungum að ganga hana tvisvar til þrisvar á sumri. Gisli Sigurösson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.