Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 15. júlí 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Ferðir um öræfi og eyðisveitir eða um nágrenni Reykjavíkur Mikil örtröð öefur oft verið af fólki I Þórsmörk. Ferðafélagið hefur reist salerni og snyrti- klefa við skála sinn i Langadal. Þessi niynd er af byggingarframkvæmdunum í vor, en nú er allt fullfrágengið. Þegar félagar f Ferðafélagi tslands fóru um sfðustu hvitasunnu inn i Þórsmörk til að dytta að og lagfæra ýmislegt við skálann i Langadai, bjuggust þeir eins og fleiri við góðu veðri. Reyndin varð sú, að þeir lentu i snjókomu. Gamlir félagar segja, að ekki hafi snjóað svona seint i Þórsmörk um áratugi. Inngangur: Ferðafélag tslands hefur lengi unnið ötullega að ferðamálum. t sumar verða eins og endranær farnar margar lengri og skemmri ferðir á vegum þess. Fargjald i ferðalögum Ferðafélagsins er til- tölulega lágt. Hver ferðalangur hefur með sér skrinukost, og get- ur þá hver matazt, þegar honum hentar, og etið, hvað sem hann vill. Félagar Ferðafélagsins eru nú um 7000, og borga þeir heldur lægri fargjöld en utanfélags- menn. Árbækur Ferðafélagsins hafa um langa hrið verið eftirsóttar. t þeim má finna mikinn fróðleik um bygggðir og óbyggðir lands- ins. Bækur þessar ættu að vera til á hverju heimili, einkum þar sem börn eru. Um skeið hefur verið allerfitt að eignast elztu árbæk- urnar, en Ferðafélagsmenn hafa látið Ijósprenta þær, og er nú unnt að fá alla árganga árbókarinnar nema fjóra. Vert er að vekja athygli á stutt- um ferðalögum á vegum Ferðafé- lagsins, helgarferðum, eftirmið- dagsferðum og kvöldferðum. Félagið heldur uppi föstum ferðum i Þórsmörk og Land- Mikil umsvif Ferðafélagsins Búrfellsgjá, 25. júli i Seljadal og 1. ágúst út i Viðey. Fargjald. mannalaugar. A báðum þessum stöðum á félagið skála, og er unnt að dvelja þar milli ferða. Þátttaka i ferðum félagsins hefur verið mjög góð það sem af er þessu sumri. Þátttakendur eru á öllum aldri og ýmsu þjóðerni, islendingar eru þó i miklum meiri hluta. Að jafnaði hafa um 85% þátttakenda verið íslendingar. Langar ferðir. I júlimánuði gengst Ferðafé- lagið fyrir eftirtöldum löngum ferðum: Gistihúsið Djúpavogi er eina gisti- og veitingahúsið á öllu svæðinu milli Beru- fjarðar og Hornafjarðar. Gistihúsið starfar allt árið og leggur áherzlu á góða þjón- ustu. Ferðafólki skal bent á, að Berufjörður og nágrenni býr yf- ir margbreytilegri náttúrufegurð, sem vert er að njóta og veita athygli. Papey og fjöldi smáeyja i nánd viö hana búa yfir afar f jöl- skrúðugu fuglalifi og sérstæðri náttúrufegurð. — Þangað er aðeins 40 min. sigling frá Djúpavogi. Minna má á að óviða hefur steinasöfnurum orðið eins vel til fanga og i fjöllunum i nágrenni þorpsins^ enda sum þeirra viðfræg fyrir sjaldgæfa og fallega náttúrusteina. Gistihúsið Djúpavogi BERUFIRÐI. Kerlingarfjöll. 13. júli verður íagt af stað til Kerlingarf jalla og höíð þar tiu daga dvöl. Mývatnsöræfi — ódáðahraun. 14. júli er lagt upp i 9 daga ferð um Mývatnsöræfi. Verður viða komið við og margt skoðað. Skaftafell — öræfajökull. Atta daga ferð, farin af stað 17. júli. Strandir. 14. júli verður lagt af stað I 6 daga ferð um Strandir, og er meiningin að fara norður að Dröngum. Kjölur og Sprengisandur. Lagt af stað 14. júli. Ferðin tekur sex daga. Hornstrandir. Ferðafélagið ráðgerir tvær Hornstrandaferðir. Þá fyrri 17. júli, og tekur hún niu daga, þá siðari 23. júli, og verður það 10 daga ferð. Verður farið fót- gangandi um Hornstrandir. Landmannaleið — Fjallabaks- vegur.Sex daga ferð, lagt af stað 21. júli. Snæfjallaströnd — lsafjörður — Göltur.Lagt verður af stað i átta daga gönguferð um þetta svæði 24. júli. Hagavatn.24. júli verður einnig lagt af stað I átta daga gönguför frá Hlöðum á Hlöðuvelli og inn að Hagavatni. Vatnajökuli. 28. júli er ráðgert að fara á Vatnajökul. Mun ferðin taka fjóra daga, og verður farið með snjóketti. Lakagigar — Eldvatn — Laug- ar. 28. júli verður einnig farið i ferð að Lakagigum á vegum Ferðafélagsins. Fastar ferðir i Þórs- mörk og Landmanna- laugar. 1 Þórsmörk er farið á hverjum laugardagsmorgni og hverjum miðvikudagsmorgni. Mikið er um, að fólk dvelji þar á milli ferða, i hálfa eða heila viku eða jafnvel lengur. Má þá hvort held- ur sem er dvelja i skála Ferðafé- lagsins eða eigin tjaldi. A föstudagskvöldum eru svo fastar ferðir i Landmannalaugar, en þar á félagiö einnig skála. jHelgar og dagsferðir. Um hverja helgi efnir Ferðafé- lagið til stuttra ferða. Um ýmsar leiðir er að velja, Hnappadalur,. Kerlingarfjöll og margt fleira.; Á sunnudagseftirmiðdögum verður farið i stuttar ferðir um nágrenni Reykjavikur, og klukk- an átta á miðvikudagskvöldum er einnig farið i stuttar gönguferðir. Er þá venjulega komið heim fyrir miðnætti. Að kvöldi 11. júli verður farið um Geldinganes, 18. júli að Verð farmiða er nokkuð breyti- legt, og fer það eftir þvi. á hvaða hátt er ferðazt og hversu löng ferðin er. 1 sumum ferðunum er hluti leiðarinnar farinn i flugvél, og hleypir það náttúrulega verð- inu upp. Venjuleg helgarferð kostar 1.300 krónur fyrir utanfélags- menn. Ef um þriggja daga ferð er að ræða er fargjaldið 1.800 krón- ur. Verð farmiða i langar ferðir er breytilegt eins og áður segir. Ó- dýrasta ferðin kostar 3.300 krónur en sú dýrasta 10.400 krónur. Verð farmiða i stuttum göngu- ferðum, er frá 300krónum og upp i 500 krónur, og fer verðið eftir þvi, hversu langt er ekið áður en menn hefja gönguna. Fundir f aÓ Hótel Loftleidum^^ £ Fundarsalir IHótels Loftleiða eru hinir ’fullkomnustu hér á landi, og í grannlöndum eru fáir betri. Þar geta 200 manns þingað í einum sal, meðan 100 ráða ráðum sínum í þeim næsta. Leitið ekki langt yfir skammt. Lítið á salarkynni Hótels Loftleiða - einhver þeirra munu fullnægja kröfum yðar. HOTEL LOFTL0ÐIR «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.