Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. júlf 1973. ÞJÓÐVILJINN — StPA 15 í Einn hæsti foss landsins er nú nærri í alfaraleið. Gönguferð að fossinum er á flestra færi og veitir mönnum innsýn í stórkostlega sköpunarsögu landslagsins. Háifoss i Þjórsárdal er einn af hæstu og tignarlegustu fossum landsins. Þjórsárdalur er nú kominn i alfara- leið. Margir koma þangað til að skoða Búrfellsvirkjun og þeir sem eru á leið i Land- mannalaugar, til Veiði- vatna eða ætla norður Sprengisand, fara nú flestir um Þjórsárdal og yfir Þjórsá á brúnni við inntaksvirki Búr- fellsvirkjunar. leitir liparitkambar, Rauðu- kambar. A milli Rauðukamba og Reykholts má enn greina gamlar bæjarrústir, liklega frá söguöld. Bærinn stöð skammt frá hver, sem þarna er. Nú er þar sundlaug. f áframhaldi af Rauðukömbum ris hátt fjall, Fossalda. Á milli Fossöldu og Stangarfjalls er Fossárdalur, þröngur dalur, sem endar i hrikalegum gljúfraþröngum, þar sem Fossá steypist niður 125 metra hátt fall i Háafossi. Frá þjóðveginum sést eins og hvitt strik i botni Fossárdals, fljótt á litið gæti þar virzt fönn, þetta strik er Háifoss. Leiðir að Háafossi Það er ekki unnt að aka I bil alla leið að Háafossi. Verða menn að ætla sér að minnsta mörkinni, þvi að kringum sund- laugina eru grasbalar og trjá- gróður, en allt i kring er nær þvi gróðurlaus auðnin. Við sund- laugina er sauðfjárgirðing. Handan hennar er Flóamanna- afréttur. Rétt austan við laugina er hlið á girðingunni, og má þar greina vegarslóða inn Fossardal. Eftir honum er unnt að komast talsvert inn dalinn, og er þá alltaf vérið austan Fossár. Þó er fjarri þvi, að unnt sé að aka alveg að Háafossi. Hólaskógur 1 Hólaskógi er ekkert tré. Nafnið Hólaskógur er eitt þeirra örnefna, sem minna okkur óþægilega á, hve miklum breyt- ingum landið hefur tekið frá þvi á landnamsöld, og hversu við- kvæm náttúran er fyrir illri um- HÁIFOSS Þótt ferðum i Þjórs- ardal hafi fjölgað, hefur fjöldi þeirra, sem leggja leið sina að Háa- fossi, ekki vaxið að sama skapi. Endur- bætur á vegakerfinu hafa ekki einvörðungu valdið þvi, að fólk fer i lengri ferðir en áður tiðkaðist, þær hafa lika haft það i för með sér, að fólk virðist ragara við að yfirgefa bifreið- ina og leggja land undir fót i bókstaflegum skilningi. Þjórsárdalur er umgirtur fjöllum á alla vegu nema að sunnan, en þar beljar Þjórsá fram af miklum krafti. Mynni dalsins er frá suðurenda Búrfells, þar sem Þjórsá steypist niður Þjófafoss, að Bringu eða Gaukshöfða, en þar rennur áin fram i breiðum far- vegi á sandeyrum. Efkomið er i dalinn eftir þjóð- veginum frá Reykjavik, er fyrst komið að þeim tveim bæjum, sem um. langa hrið hafa verið einu býlin i dalnum, Asólfs- stöðum og Skriðufelli. Siðan liggur leiðin i landnorður með- fram Skriðufellsfjalli og Dimon. 1 þessum hluta dalsins er mestur gróður, hliðarnar vaxnar þéttu birkikjarri. Dimon er nokkurn veginn um miðjan dal, og á móts við hann fer vegurinn að sveigjast til austurs. Hér ber meir á lágum hólum og hæðum en fremst I dalnum. Allt er hulið svörtum vikri úr siðasta Heklugosi, en undir honum glittir i hvitan vikurúr fyrri gosum. Hóiarnir i innri hluta dalsins eru gervi- gigar, sem mynduöust I fyrnd- inni, er hraun flæddi hér um á leið til sjávar. Skömmu áður en komið er að brúnni yfir Fossá, liggur vegurinn upp á lága öldu, og er tilvalið að stanza þar og svipast um. 1 norðri er lágt fell, Reykholt, mjög nærri og inn af þvi ljós- kosti tvo til þrjá tima, ef þeir ætla að komast að 'fossinum. Bezt er þó að hafa rýmri tima, þvi að margt er að skoða á leiðinni. Þeir, sem áhuga hafa á myndun og mótun landsins, ættu ekki að hraða för sinni um Fossárdal. Úr Þjórsardal er einkum um tvær leiðir að velja. 1 fyrsta lagi að aka upp i mynni Fossárdals og ganga siðan inn dalinn, I öðru lagi að aka norður með Stangarfjalli I Hólaskóg, ganga svo vestur yfir fjallsöxlina og koma að fossinum ofanverðum. Heppilegast er að sameina þessar leiðir; fara t.d. frá Stöng upp i Gjá, siðan norður með Stangarfjalli i Hólaskóg og þaðan að Háafossi; ganga siðan fram Fossárdal og koma aftur að Stöng. Þá hefur verið gengið rangsælis hring um Stangar- fjall. Þetta er tilvalin gönguferð fyrir þá, sem vilja tjalda ein- hvers staðar við Rauðá. Gengið inn Fossárdal Um tvær leiðir er að velja inn Fossárdalinn Frá Stöng liggur slóði vestur með Stangarfjalli, og er hann fær öllum bilum. Um það bil sem sér inn i dalinn er komið að Fossá. Þarna er hún yfirleitt ekki fær öðrum farar- tækjum en torfærubilum. Það er alls ekki vert að leggja út i neina tvisýnu, þvi að ekki er unnt að komast á bil miklu lengra inn dalinn, menn spara sér i hæsta lagi hálftima gang meö þvi að fara yfir ána. Og þótt vel gangi yfir á þessu vaði, er ekki öll sagan sögð, þvi að vegarslóðinn er mestan part á áreyrunum, og er ýmist vestan eða austan árinnar. Miklu neðar við ána móts við Reykholt, er vaðið á gömlu Sprengisandsleiðinni. Botn er þar góður, og ef litið er i ánni má dröslast þar yfir á hvaða bil sem er. Margur bilstjórinn hefur þó mátt yfirgefa bil sinn út i miðri á. Þeim, sem eru á litlum bilum, er ráðlegt að fara ekki yfir Fossa annars staðar en á brúnni á þjóðveginum. Austan Fossár er greið leið inn Þjórsárdal. Vegurinn liggur milli árinnar og Reykholts. Inn við Rauðukamba er komið að sundlaug. Þarna hefur verið gerð sannkölluð vin i eyði- gengni. Fyrr á öldum var þarna allmikill rauðablástur, og má enn sjá menjar hans. En til rauðblásturs þurfti óhemju magn kola, enda hefur skógur- inn verið óspart höggvinn til kolagerðar. A milli Stangar og Steina- staða rennur Rauðá, og hefur sá forni kappi Gaukur Trandilsson þurft að vaða ána er hann fór að finna húsfreyjuna á Steinastöð- um, eins og segir i hinum gamla dansi: Önnur var þá öldin er Gaukur bjó að Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Enn er skammur spölur frá Stöng til Steinastaða, þó að báð- ir þessir bæir séu löngu komnir i eyði. Rétt fyrir sunnan vaðið á Rauðá má sjá vegarslóða, sem greinist frá veginum til Stangar til austurs. Þetta er leiðin inn i Hólaskóg. Er ekið norður með Stangarfjalli allt þartilkomið er aö gangnamannakofa þeirra Gnúpverja. Reyndar er þetta reisulegra hús en svo, að rétt sé að nefna það kofa. Þarna verða menn að stiga t úr bifreiðinni. Nú er komið að afréttargirðingu Gnúpverja. Nær Gnúpverjaafréttur allt inn til jökla á milli Fossár og Þjórsár. Ágætt er að ganga meðfram girðingunni þar sem hún teygir sig vestur og norð- vestur upp Stangarfjall. Þarna er hvergi bratt, og sauðkindin unir sér vel á grasbölum og i lágvöxnu víðikjarri. Þegar upp er komið tekur við mýrlendi, og þar er fuglalifið einstaklega fjörugt. Er gengið hefur verið i u.þ.b. tvo tima má greina drunurnar I Háafossi, og koma menn nú að honum ofanverðum. Það er tignarlegt að horfa niður i gljúfrið og fram Fossárdalinn. Sjálfsagt er að fara yfir ána ofan við fossinn og skyggnast niður af vestri brún gljúfursins. Og nú er um tvennt að velja, að fara sömu leið til baka eða aö fara niður i gljúfrið og ganga fram Fossárdal. Mun þá vera öllu hentugra að fara niður austan árinnar. Háifoss i Þjórsárdal. I botni Fossárdals steypist Fossá niður I hrikaleg gljúfraþröng. Fossinn er röskir 120 m á hæð. Vfða er fagurt i Þjórsárdal og óviða er unnt aö „lesa" landmótunar- sögu jafn auöveldlega og þar. Þessi mynd er tekin i Gjánni, undurfögr- um stað við Rauðá, skammt fyrir ofan Stöng. Þeir, sem leggja leið sina að Háafossi, ættu einnig að koma viö i Gjánni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.