Þjóðviljinn - 17.07.1973, Page 4

Þjóðviljinn - 17.07.1973, Page 4
A SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kveðjuorð Magnús Sigurðsson rafvirki Fœddur 19. júli 1941 — Dáinn 10. júli 1973 10. þ.m. lézt að Borgarspitalan- um Magnús Sigurðsson rafvirki tæplega 32 ára að aldri. Hann var fæddur 19. júli 1941 aðTjaldanesi i Saurbæjarhreppi i Dölum vestur, sonur heiðurshjóiianna Ásthildar Magnúsdóttur Árnasonar i Tjaldanesi og Sigurðar Lárusson- ar rafvirkja sama stað. Magnús heitinn lærði ungur rafvirkjun og stundaði þá iðn til dauðadags, lengst af hjá Eaf- magnsveitum rikisins, og þótti á- vallt dugnaðar og sómamaður i hvivetna. Arið 1964 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni.Vilhelminu Þór, dóttur séra Þórarins Þór prests að Reykhólum og siðar á Patr- eksfirði, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sinum fagurt og friösælt heimili svo orð var á ger- andi, og eignuðust þau 3. indæl börn, augasteinar foreldra sinna, afa og ömmu börn. Frá ættfræðilegu sjónarsviði var Magnús heitinn kominn af hinum beztu ættum, eða hinni kunnu Ormsætt, sem fjölmenn er um vestanvert landið og um land allt, blönduð ættum hinna gömlu Hergilseyinga og Djúpdæla, þvi Kristin langamma hans Magnús- dóttir hreppstjóra i Tjaldanesi var þremenningur við Björn Jónsson ritstjóra og ráðherra frá Djúpadal. Þá er og stutt að rekja ætt Magnúsar til Lunda og Ein- arsnesætta i Borgarfirði, til ætta hinna gömlu biskupa, herra Odds Einarssonar og herra Guðbrands Þorlákssonar; var hann 12. i röð- inni frá þeim. Þá er og auðvelt að rekja ætt hans til hinna gömlu Skarðverja og mætti svo lengi telja. Sannleikurinn er sá, að oft þarf meira til en góðar ættir til þess að verða dugandi þjóðfélagsþegnar, en þegar slikt fer saman sem glöggt kom i ljós á stuttri ævi Magnúsar heitins , að samfara góðum ættum var hann dugnaðar- og heiðursmaður i hvivetna, sem ekki mátti vamm sitt vita, elsku- legur heimilisfaðir og eiginmað- ur, enda naut hann samvinnu hinnar góðu konu sinnar til þess að gera heimilið fagurt fyrir- myndar heimili sem yndislegt var að heimsækja, það er þvi sárt til þess að vita, að svo efnilegur, vel gefinn dáðadrengur, svo ung- ur að árum skuli nú vera horfinn yfir landamærin sem aðskilja lif og dauða, og um leið vonir og lifs- hamingja ungrar fjölskyldu i rúst lagðar. Sár er þvi söknuður fjöl- skyldunnar, konu hans, foreldra, barna og systkina hans, tengda- foreldra og annarra vanda- manna, og eins og hið gamla al- þýðuskáld, Bólu-Hjálmar, segir i einu kvæði sinu: Sýnist mér fyrir handan haf hátignar skær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp rennur vonar dagur. Vonardagur fjölskyldunnar um siðari samfundi og sameiningu handan hafsins, sem skáldið minnist á i kvæði sinu. Ég sem þessar fáu linur rita, kveð nú frænda minn með söknuð i hjarta og þakka honum ásamt fjölskyldu minni, vináttu hans og góðvilja okkur til handa, um leið og ég bið honum blessunar Guðs. Dýpstu samúð votta ég konu hans, börnum, systkinum, for- eldrum, tengdaforeldrum og gömlum afa hans, við útför frænda mins Magnúsar,sem fram fer þriðjudaginn 17. þ,m. kl 1.30. Arni Ketilbjarnar. Fregnin um andlát frænda mins, Magnúsar Sigurðssonar frá Tjaldanesi, kom mér og okkur vinum hans mjög á óvart, jafnvel þótt að við vissum að hann hafði átt við mikla vanheilsu að striða undanfarið, þá reyndum við öll að lifa i voninni um að þessi góði drengur fengi batann og mætti dvelja meðal okkar áfram. En i gær þegar fréttin um andlát hans barst okkur, þá rifjaðist svo margt upp fyrir mér; fallega brosið hans og góðleikinn og hlýj- an sem ávallt fylgdi honum. Við áttum þvi láni að fagna að umgangast Magga nokkuð bæði hér i bænum og eins þegar leið hans lá vestur á Arnarstapa, þeg- ar hann var sendur á vegum raf- veitunnar, alltaf ljúfur og elsku- legur i viðmóti. Magnús var kvæntur Vilhelm- inu Þór, fallegri og góðri konu, sem annaðist hann með hinni mestu ást og umhyggju til hinstu stundar. Þau eignuðust þrjú börn, Ásthildi 7 ára, Guðrúnu 4. ára og Þórarinn Þór 11/2 árs sem öll eru eins og fallegir sólargeislar. Elsku Minna min, megi góður Guð gefa þér og börnunum ykkar styrk i sorgum ykkar. Ástu frænku minni og Sigurði foreldr- um Magnúsar ásamt systkinum hans Kristjáni, Hólmfriði og Láru sendi ég minar innilegustu sam- úðarkveðjur, einnig tengdafor- eldrum hans,séra Þórarni Þór og frú Ingibjörgu. Ég hefi þá trú að nú sé Magn- ús orðinn að geislandi veru, þar sem engar þjáningar eru til.en aðeins ást og kærleikur rikir. Guð blessi minningu Magnúsar Sig- urðssonar. Maria Sigurðardóttir. Magnús Sigurðsson er lifandi þótt hann sé dáinn Hann lézt árla morguns hinn 10. júli siðastliðinn. Er ekki mótsögn i þessum setn- ingum? Hvernig getur dauður maður verið lifandi? Hvernig? — Spyr sá sem ekki veit. — Hverju á að svara? Svar þarf ekki sá, sem veit. Og kannski getur hann ekki svarað. Hann bara veit — og það er nóg. Konan hans sat við sjúkrabeð hans þegar hann „skildi við” — Hún veit. Ég, sem þetta skrifa, kom þar að áður en hálf stund var liðin. Ég sá likamann liggja þar — friður og ró var i svip hans, — en sjálfur var hann þar ekki lengur. Lika ég veit að hann er lifandi. Likaminn er dáinn. Það er vist. — En ást hans, kærleikurinn, vin- áttan, góðvildin, umhyggjusemi hans — allar hans andlegu sálar- gáfur — þær eru allar enn i fullu gildi — það vitum við og finnum. Það allt er enn raunverulegt — það er ekki dáið. — Andvana lik- aminn er einskis megnugur leng- ur i að miðla þeim andlegu gæð- um, sem bjuggu i göfugri sál hans og heiðrikum huga. Samt finnum við enn glöggt að kærleikur hans. Gamalt uppsátur Skagamanna Kalmarsvik á Akranesi. Aður en vélbátaútgerð hófst áttu Skagamenn uppsátur i Kalmars- vik. Nú setja grásleppukarlar báta sina upp i vikinni. I aldanna rás hafa margir atburðir og mikil örlög oröið viö‘ Kalmarsvik. Ekki hafa allir bátar snúið aftur og stundum hefur lendingin ekki tekizt sem skyldi. Fyrir um það bil hálfri öld stóð kona nokkur á kampinum við vik- ina og horfði á mann sinn og syni fara i sjóinn. Enginn fékk neitt að gert. Þannig er með fleiri staði á íslandi; lif og saga fyrri alda endurspeglast i hverri vik og hverjum firði. vinátta og góðvild er lifandi verú- leiki meðal okkar. Við elskuðum hann að visu all- an — likama og sál — og hefðum helzt af öllu viljað hafa hann hjá okkur þannig enn um langa hrið. — En þvi fengum við ekki ráðiö. Likaminn var frá okkur tekinn — og vist er það ekki sársaukalaust —. En hitt, sem ekki dó og getur ekki dáið — eigum við enn, og það verður aldrei frá okkur tekið — svo er Guði fyrir þakkandi. Og Guði er lika þakkað. Þótt sorg og söknuöur búi viö hjarta- rætur og tár hrynji af auga er þakkað af heilum huga og öllu hjarta. Hvernig? — Hvernig er hægt að þakka það, sem veldur þjáningu og sorg? Spyr sá sem ekki veit. Við sem þekktum hann og þótti vænt um hann — vitum það, og við svörum: Hvernig er annað hægt en að þakka fyrir svo ágæt- an mann. — Það var mikil bless- un að fá að kynnast honum og njóta mannkosta hans. Návist hans, þrungin velvild, góðvilja og mannást hafði bætandi áhrif á umhverfið. Það varð öllum til góðs á einhvern hátt að komast i snertingu við mannbætandi pers- ónutöfra hans. Fyrir það getum við ekki annað en þakkað og margt fleira. Og þó að við gerum það með grátstaf i kverkum og harm i hjarta mun bæði heyra og skilja sá, sem við viljum þakka. Magnús Sigurðsson fæddist i Tjaldanesi i Saurbæ i Dalasýslu 19. júli árið 1941, elzti sonur Sig- urðar Lárussonar, rafvirkja- meistara i Tjaldanesi og konu hans Ásthildar Magnúsdóttur, mikilla sæmdarhjóna, sem trega mjög ágætan . son. Magnús hóf rafvirkjanám hjá föður sinum vestur i Dalasýslu.en lauk þvi hjá rafvirkjameistara i Reykjavik, sem sagði mér nýlega að betri nemanda en Magnús hafi hann aldrei haft hvorki fyrr né siðar. Sveinsprófi i rafvélavirkj- un lauk hann árið 1966 og meist- arapróf fékk hann árið 1970. Hann fékk strax orð á sig fyrir vandvirkni og var eftirsóttur til starfa. Hann var mjög vel að sér i iðngrein sinni og þótti mönnum sem leysast mundu vandræði i hans höndum. Hann réðist til starfa hjá Raf- magnsveitum rikisins og var seinustu árin verkstjóri yfir flokki manna, sem fór um landið og lagði raflinur og gerði við skemmdir þegar veðurofsi og snjóþyngsli brutu staura og slitu linur. Þetta var oft erfið vinna og reyndiá þrek og karlmennsku, og svo áhættusöm var hún? að ekki tókst honum að fá keypta lif- tryggingu þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. Hann hafði vinsældir af vinnu- félögum sinum. Hann var ljúf- mannlegur við undirmenn sina og naut vaxandi álits og trausts þeirra, sem yfir hann voru settir, enda samvizkusamur, duglegur og ósérhlifinn. — Má nokkuð marka hreysti hans og karl- mennsku af þvi t.d. að s.l. vetur vann hann sárþjáður sitt erfiða og áhættusama starf alla daga hvernig sem viðraði þótt hann gæti oft ekki notið svefnhvildar vegna kvalakasta, sem altóku hann svo að hann hafði ekki við- þol. Þó kvartaði hann ekki, enda vissu fáir um — utan kona hans, sem þá var með honum og sagði mér frá. Hann kunni sér ekki hóf i dugnaði og ósérhlifni, svo mikil var skyldurækni hans. Samt var hann hófsamur á eigin munað og reglusamur i háttum. Hann var glaðlyndur að eðlisfari, gáfaður og velviljaður og einstakt ljúf- menni. Hann var öllum góður, og vin- semd hans, hógværð og meðfædd prúðmennska löðuðu að honum fólk af öllum gerðum. — Hann átti marga trygga vini, fór aldrei i manngreinarálit — var mjög eig- inlegt að horfa framhjá göllum annarra og ávirðingum. Þeir, sem voru minni máttar fundu til sin i návist hans — svo mikil var samkennd hans og háttvisi. Ann- ars var hann hlédrægur og óhlut- deilinn um annarra hag, en væri hann til kvaddur, gat hann þegar þvi var að skipta umgengizt með fullri sæmd jafnt lærdómsmenn og höfðingja sem kotunga og ó- lánsmenn. Ekki flokkaði hann sjálfur fólk þannig. Hann leitaði að manneskjunni i hverjum ein- stakling og mat hvern mann á mælikvarða eigin góöviljuðu dómgreindar sinnar, sem brást honum ekki. Langa og erfiða sjúkdómslegu og þjáningafulla baráttu við ó- læknandi sjúkdóm bar hann með sama drengskap, karlmennsku og æðruleysi og einkenndi lif hans. öll hugsun hans snerist um velferð ástvina hans en ekki um eigin þjáningu. Magnús kvæntist Vilheiminu Þór frá Reykhólum hinn 19. sept- ember árið 1964. Hjónaband þeirra var einstakl- ega gott þótt ólik væru þau i skap- höfn. Geðprýði hans og stilling var slik að hann lét ekki koma sér úr jafnvægi og honum var lagið að gera gott úr öllu og snúa á bezta veg. Um gagnkvæma ást þeirra efaðist enginn, sem til þekkti, hún var einlæg og afdrátt- arlaus allan timann. Hún brann jafnheitt i brjóstum þeirra sein- asta daginn þegar hún sat við rúmstokkinn hans og hélt i hend- ina á honum unz yfir lauk — og fyrir niu árum þegar þau hétu hvort öðru ævitryggðum og leidd- ust hönd i hönd fram kirkjugólfið á Reykhólum eftir vigsluna, gagntekin hamingju og ástar- sælu, ljómandi af lifsþrótti og æskugleði. Þau eignuðust þrjú börn: Ást- hildi, 7 ára, Guðrúnu 4. ára og Þórarinn Þór hálfs annars árs. Það leyndi sér aldrei hve heitt Magnús unni konu sinni og börn- um. Þau voru honum eitt og allt. Ást hans var óeigingjörn, trygg og fórnfús. Lifsnautn hans var að vinna að velferð þeirra og ham- ingju. Fyrir sjálfan sig var hann svo nægjusamur að mér fannst oft með ólikindum, en ekkert fannst honum ofgert, sem orðið gat þeim til gagns og gleði. Ég mat Magnús mjög mikils og dáðist að mannkostum hans; góð- mennska hans og geðprýði var aðdáunarefni. Mér þótti þvi meira til hans koma sem ég þekkti hann lengur og kynntist honum betur. Ég varð betri mað- ur i návist hans og tel mér sæmd- arauka af að hafa eignast traust hans og vináttu. —-Fyrir það og ó- tal margt annað er ég honum á- kaflega þakklátur — þó liklega mest fyrir þá hamingju, sem hann gaf dóttur minni i niu ára hjúskap þeirra — og fyrir þann lærdóm, sem hann kenndi mér með æðruleysi og hetjuskap i voðalegu dauðastriði, þvi að þótt svo kunni flestum að sýnast sem hann hafi tapað þvi striði — þá er hann i minum augum sá sem sigraði með sæmd. — Hann hræddist ekki dauðann — fjarri þvi. —- Hugur hans snerist allt til hinztu stundar um þá, sem hann elskaði, — um konuna sina og börnin þeirra. Honum mun ég aldrei gleyma og minningu hans mun ég alltaf geyma sem dýrmætan fjársjóð, sem enginn getur frá mér tekið. Margir ungir menn standa hon- um sjálfsagt jafnfætis að þeim mannkostum, sem einkenndu hann og gerðu hann ágætan, en engan þekki ég honum fremri i þvi, sem ég tel mest um vert i fari manns. Af kynnum okkar finn ég nú, er við skiljum að sinni, að ég er sá, sem mest hefi grætt. Ég vil svo ljúka þessum orðum með þvi að lýsa einlægu þakklæti minu til allra þeirra mörgu, sem reyndust sannir vinir þeirra Magga og Minnu þessa seinustu mánuði. Ég veit hve mikið það hjáipaði þeim að finna fúsleika svo ótalmargra til að gera allt, sem i þeirra valdi stóð til að Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.