Þjóðviljinn - 17.07.1973, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. júli 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
j(
Aö sigra friðinn
Alþýða Suður-Víetnams
hefurunniðmikinn en dýr-
keyptan sigur á banda-
rískri vígvél og skjólstæð-
ingum hennar í Saigon.
Risaþotur varpa ekki
lengur sprengjum á frels-
uðu svæðin og það er hægt
að vinna af fullum krafti
að uppbyggingarstarfi.
En verkefni Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar eru fleiri
en þau sem beint lúta að
uppbyggingu. Saigon-
klíkan notar hvert tæki-
færi til að grafa undan
friði og koma í veg fyrir
sættir innanlands. Og enn
berast henni vopn í
stórum stíl frá vinum
sínum í Pentagon, sem
hafa í landinu mikinn
fjölda „ráðgjafa" erskipt
hafa á herbúningi og
borgaralegum klæðum.
Enda veit Thieu, að stjórn
hans fær ekki lifað af
nema hún ráði yfir sem
öflugastri vígvél — og
mun þó skammt duga
stálið eitt, eins og
reynslan af hetjusögu
þjóða Indókína sannar.
Eftirfarandi myndireru
teknar á frelsuðu svæð-
unum í Suður-Víetnam.
©
Ungt fólk fær vettvangs-
kennslu i hagnýtri grasafræði;
það er ærið verkefni að bæta úr
þvi tjóni á gróðri, sem lofthern-
aður og eiturhernaður Banda-
rikjamanna hefur valdið.
©
Bandariskur blaðamaður lét
svo um mælt fyrir skömmu, að
hann hefði orðið þess var, að á
frelsuðu svæðunum hefðu allir
þekkt skilmála Parisarsamn-
inganna, en svo til enginn á
svæðum Saigonstjórnarinnar.
Myndin sýnir flokk manna frá
Þjóðfrelsisstjórninni vinna að
þvi að koma upp hátalarakerfi
sem miðlar almenningi fréttum.
®
Aðrir menn frá Þjóðfrelsis-
hreyfingunni hjálpa til við
endurreisn þorpsins Cua Viet i.
Quang Tri héraði.
En Þjóðfrelsisherinn getur
ekki enn unað sér hvildar. —
Myndin sýnir konur úr hernum
á fundi.
Af erlendum
bókamarkaði
As lf By Magic
Angus Wilson, Secker & Warburg^
1973.
Angus Wilson er talinn mikill
stilisti og gæddur miklu innsæi.
Hann tók fremur seint að setja
saman skáldsögur. „Hemlock
and After” kom út 1952, en siðan
hefur hver skáldsagan rekið aðra,
hann hefur einnig skrifað talsvert
um bókmenntir almennt. I
þessari skáldsögu lýsir hann
manneskjunni i leit, jafnvel
þvingaðri leit fullnægjunnar og
þeim aðferðum sem aðalpersónur
sögunnar telja hentastar til
þessa. Omun Wilsons á fjöl-
skyldulifi er alkunn og einnig
áhugi hans á kynvillu. I þessari
bók kemur hvorttveggja til skila.
önnur aðalpersóna sögunnar er
„Hamo”, ekki hómó, og guðdóttir
hans Alexandra; auk þeirra
koma mikið við sögu hippar og
kynvillingar, sem tjá sig á þvi
máli sem þeir tiðka. Hamo er
búvisindamaður og hefur tekizt
að þrefalda hrisgrjónaupp-
skeruna með vissum aðferðum.
Afleiðingar verða fjarri þvi að
verða eins hagkvæmar og ráð var
fyrir gert, og hann sér of seint að
kynbæturnar auka mismuninn
milli rikra og snauðra þjóða.
Sögusviðið er hnattkúlan, Hamo
og Alexandra eru á hnattferða-
lagi, og þvi lengur sem ferðazt er,
þvi skýrar koma i ljós falsaðar
forsendur flestallra tilburða
manneskjunnar, galdur visinda-
mannsins koðnar niður i van-
burða kukl og hann er drepinn.
Alexandra virðist ætla að losna
undan galdrinum þ.e. kuklinu
með nokkuð óvenjulegum hætti,
eins og segir frá I bókinni.
Lýsingar höfundar á þroskaleit
indverskra guðspekinga og
evrópskra nemenda þeirra er
uppteiknuð af mikilli iróniu,
mynd höfundar af „guru”
svindlara og vælandi nema hans
er einstaklega minnisstæð.
Structural Anthropology
Claude Lévi-Strauss. Translated
from the French by Claire
Jacobson and Brooke Grundfest
Schoepf. Penguin Books 1972.
Bók þessi kom út i Frakklandi
1958, hún er safn ritgerða og
greina, sem höfundur hefur valið
úr hundrað samantektum undan-
farinna þrjátiu ára. Hver ritgerð
er sjálfstæð, og allar fjalla þær á
einn eða annan hátt um uppbygg-
ingu og gerð samfélaga, undir-
stöðugerð mannlegra samskipta
og þróun samfélaga innan
rammans, sem gerðin mótar.
Hann leitast við að finna alls-
herjar ramma, frumgerð, sem
ákveður og mótar öll samfélög,
frumreglur, sem mótast af
gerðinni. Kenningar Lévi-Strauss
þykja mjög nýstárlegar og hafa
vakið mikla eftirtekt, ekki aðeins
meðal mannfræðinga heldur
einnig meðal alls almennings.
Þessi bók er lykill að kenningum
hans. Undanfarið hefur hann
unnið að útgáfu „Mytologianna”
þar sem forsendur kenninga
hans, heimildirnar, eru raktar.
Charles Booth's London
A Portrait of the Poor at the Turn
of the Century drawn from his
Life and Labours of the People
inLondon. Selected and edited by
A. Fried and R.M. Elman. Fore-
word by Raymond Williams.
Pelican Classics. Penguin Books.
Lýsingar Booths á lifi verka-
manna i London fylla sautján
bindi. Rit þetta er meðal mark-
verðustu heimilda um þann hluta
brezks samfélags á siðasta hluta
19. aldar, sem húrrapatrfótar
minntust aldrei á. Ritið vakti
athygli á eymd, sem átti sér fáar
jafn hrikalegar hliðstæður, og það
breytti einnig afstöðu manna til
fátæktarinnar. Hraðað var lög-
gjöf um ellistyrk 1908, en þau
þýðingarme.stu urðu áhrifin á
almenningsálitið, kröfurnar um
félagslegar ráðstafanir urðu
háværari, náungasamkenndin
jókst, var ekki lengur stétt-
bundin. Þessi sýnisbók er enn
þann dag i dag fyrirmynd um
félagslegar rannsóicir.
Suöur-Vietnam
i
í