Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. ágúst 1973.ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Flökun og pökkun stóð sem hæst i frystihúsinu i Bakkagerði er blm. bjóðviljans kom þar fyrir skömmu og á gömlu bryggjunni fyrirneðan voru trillubátarnir að landa hver af öðrum. Agæt vinna hefur verið i frysti- húsinu i sumar, að þvi er Sigur- steinn Jóhannsson verkstjóri þar sagði i stuttu viðtali, og vinna þar að staðaldri 28 manns, 10 karlar og 18 konur. Hafa bátarnir aflað mjög vel að undanförnu, aðallega veitt þorsk og fengið hann út af Glettingi. Tiu trillur eru nú gerðar út frá Borgarfirði og tveir 11 tonna bátar. bykir trillukörlunum gott ef þeir geta róið fram i október. sagði Sigursteinn. en stærri bátarnir tveir halda áfram á linu i haust. begar vinnan við fiskinn minrrk- , Sigursteinn Jóhannsson ar tekur slátrunin við og er ekki verkstjóri tekið á móti fiski á meðan. 1 fyrra Frá Borgarfirði eystra Mikil atvinna og ný höfn í undirbúningi Krvstihúsið i Bakkagerði. KIIB þýðir Kaupfélag Héraðshúa. * var slátrað um 6 þúsund dilkum i Bakkagerði og bjóst hann við, að það yrði amk. ekki minna nú. Er nýbúið að gera talsverðar endur- bætur i frystihúsinu, ma. hefur hreinlætisaðstaða verið bætt og innréttuð ný kaffistofa starfsfólks og er þar nú mjög vistlegt að sjá. Höfnin hefur valdið Borg- firðingum nokkrum erfiðleikum, er bryggjan gömul orðin og varnarveggur molnaður að ofan, enda brimar yfir hann i roki. Verst er þó, hve aðgrunnt er við Bakkagerði og verður td. að fara út á pramma til að afgreiða strandferðaskipin, þar sem þau geta ekki lagzt að bryggjunni. betta ástand stendur nú loks til bóta og eru byrjaðar hafnar- framkvæmdir við Höfn, bæ útmeð firðinum sunnanverðum. Hefur þar i sumar verið keyrt grjót i varnargarð, sem á að ná úr landi úti svokallaðan Hafnarhólma. beim áfanga mun lokið i sumar og siðan væntanlega haldið áfram næsta sumar. Byggingaframkvæmdir hafa verið nokkrar i Borgarfirði og nýlega var vigt þar nýtt félags- heimili. —VH llandaflið, cn ckki kranar. I.öndun á gömlu bryggjunni. Undirbúningur að lang- þráðri höfn í Borgarfirði eystra er nú loks hafinn og á að gera hana við bæinn Höfn, þar sem mjög aðgrunnt er við byggða- kjarnann í Bakkagerði. Talsverð vinna hefur verið i frystihúsinu í Borgarfirði í sumar og bátar þaðan hafa aflað vel að undanförnu. Hann var failegur fiskurinn, sem þær voru að pakka, enda hráefnið ferskt, beint úr trillunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.