Þjóðviljinn - 05.08.1973, Síða 6

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNlSunnudagur 5. ágúst 1973. UÚBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: tltgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb> Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ftéttastjóri: Eysteinn Þorvalds$on Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 Hnur) Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 18.00 Prentun: Blaöaprent h.f. EINFALT MÁL Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að alls ekki er vist, að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna komist á næsta ári að niðurstöðu um við- áttu efnahagslögsögu. Hafréttarráð- stefnan gæti staðið mörg ár. íslendingar hafa i einni sérnefnd Sameinuðu þjóðanna lagt fram tillögu um 200 milna auðlinda- lögsögu og sá stuðningur, sem slik eða hlið- stæð tillaga kann að fá á hafréttarráð- stefnunni, er beinlinis undir þvi kominn hversu íslendingum tekst að tryggja fullnaðarsigur i landhelgismálinu. Sú mikla hreyfing, sem náðst hefur i land- helgismálum er fyrst og fremst að þakka forustu Islendinga. Þeim mun ein- dregnari, sem afstaða okkar er til 50 milnanna, þeim mun meiri likur eru á okkur hagstæðum úrslitum hafréttarráð- stefnunnar. Svo einfalt er þetta mál og þessum staðreyndum gleyma íslendingar ekki.VindbelgurinniiVisi getur engu breytt um þessa meginstaðreynd. SJÁLFSTÆÐIS- VIÐLEITNISMÁRÍKJA Smáriki Evrópu hafa á undanförnum árum — einkum eftir heimsstyrjöldina siðari — sætt sig — nauðug — viljug — við að utanrikispólitiskar forsendur væru ákveðnar af stærri og öflugri rikjum. Milli stórveldanna Sovétrikjanna og Banda- rikjanna urðu átök eftir striðið — kalda striðið — sem setti svip sinn á alla afstöðu smárikjanna. Vald þessara stórvelda og áhrif yfirgnæfði jafnvel þjóðlega hags- muni smárikjanna, sem hölluðu sér að stórveldunum eftir svokallaðri skiptingu i áhrifasvæði. Þegar smáriki sem sliku var ógnað á einn eða annan hátt var litið á það sem ógnun frá öðru stórveldinu: samningar milli rikja yfir múra hins kalda striðs voru litnir hornauga — stund- um voru heilu sendinefndirnar önnum kafnar við að eyðileggja verzlunar- samninga eða menningarsamninga, sem brutu i bága við formúlur stórveldanna.. Stórveldin hafa þannig haft bein áhrif á alla afstöðu smárikjanna, ekki aðeins utanrikispólitiskt, heldur einnig i innan- landsmálum. Þannig hafa stórveldin með Marshall „hjálp” og efnahagssamstarfi alls konar freistað þess að gera smárikin háð sér. Þessi stefna stórveldanna hafði tilætluð áhrif: forsvarsmenn smárikjanna urðu æ sljórri fyrir getu þjóðar sinnar til að standa á eigin fótum. Sumir fylltust beinni vantrú á þjóð sina og er viðreisnar- stjórnin á íslandi ákaflega skýrt dæmi um það. En á siðustu árum er þetta að breytast — smárikjunum i vil. Klúbbur hinna riku getur ekki lengur vaðið að vild sinni i auð- lindir smárikjanna. Þau eru i vaxandi mæli að taka völdin i sinar hendur og þau krefjast þess um leið að fá sjálf að nýta auðlindirnar. Glöggt dæmi um þetta eru fjölmörg riki i Suður-Ameriku og Afriku. En við skulum lika lita okkur nær og gera okkur grein fyrir þvi,að landhelgisbarátta íslendinga er hliðstæð auðlinda- og þar með sjálfstæðisbaráttu annarra smá- rikja. Landhelgisbarátta okkar er i fyrsta lagi efnahagsleg: — til þess að tryggja möguleika okkar á að lifa menningarlifi á íslandi. í öðru lagi er landhelgismálið barátta upp á lif og dauða fyrir komandi kynslóðir á íslandi og i þriðja lagi eru Islendingar nú að heyja baráttu, sem kemur öllum þjóðum heimsins að notum: íslendingar eru að varðveita matarforðabúr fyrir heiminn og það fólksfjölgunarvandamál, sem er yfir- vofandi á næsta árabili krefst þess, að matarauðlindanna verði sérstaklega gætt. Það er þvi ljóst, að sjálfstæð stefna íslands i landhelgismálinu er liður i við- leitni allra smárikja i heiminum i dag til þess að losna úr viðjum stórveldahags- muna, sem hafa mótað heimsmyndina að eigin vild siðustu áratugi. GÓÐA FERÐ Sennilega er um helmingur landsmanna á ferðalögum um þessa helgi. Þjóðviljinn óskar þeim öllum góðrar ferðar og minnir um leið á nauðsyn góðrar umgengni við landið. Enginn islenzkur ferðalangur má bregðast skyldum sinum i umgengninni við landið og náttúru þess nú fremur en endranær. Rætt við samgöngumálaráðherra, Björn Jónsson Hafnarframkvæmdirnar miða að auknu viðlegurými fiskibáta Á miðvikudaginn gaf Seðlabankinn út frétta- tilkynningu þess efnis,að Alþjóðabankinn hefði ákveðið að veita íslend- ingum um 600 miljóna króna lán til hafnar- framkvæmda til að bæta hafnaraðstöðu Vest- mannaeyjabáta og að unnið yrði að aukinni hafnargerð I Þorláks- höfn, Grindavik og á Höfn i Hornafirði. Þá var einnig skýrt frá þvi, að rikissjóður muni afla i 300-400 miljóna króna láns til sömu framkvæmda. Þjóðviljinn sneri sér til Björns Jónssonar, samgöngumálaráð- herra, og spurðist nánar fyrir um þessar fram- kvæmdir. — Hefur verið ákveðið hvernig rlkissjóður útvegi þær 300-400 miljónir, sem ætlunin er að hann leggi beint fram til þessara fram- kvæmda? — Ég get nú ekki svarað þvi beint. Það hafa komið fram hug- myndir um það, en málið er þannig vaxið,að ég get ekki svar- að þessu, þvi málið er enn á athugunarstigi. Ég get þó sagt,að það standa nokkuð góðar vonir til að það verði ekki sérstaklega erfitt. — Eftir að rlkiö hefur lagt fram þá upphæð, sem talað er um verð- ur um einn miljarö að gera. Hefur veriö ákveðið hvernig upphæðin skiptist á þessar þrjár hafnir? — Það er ekki hægt að gefa upp neinar ákveðnar tölur I þessu sambandi, en það hefur verið gert ráð fyrir, að framlag til hámarks- framkvæmdanna gæti orðiö um 1 miljarður. Tölur um hvernig fram- kvæmdaféö skiptist niöur á hafn- irnar eru með verulegum fyrir- vörum, þvl eftir er aö hanna stór- an hluta framkvæmdanna. En samkvæmt þvl, sem við gerum ráð fyrir er Grindavfk með allt að 375 miljónum I heildina, Þorláks- höfn með 600 miljónir og Höfn I Hornafirði með 30 miljónir. — Er búiö að ákveða hvaö aöallega verði framkvæmt á þessum stöðum? — Aö no"kkru leyti er búið að ákveöa þaö. Ef við tökum Grinda- vik fyrst, er þar um að ræða að bæta hafnaraðstöðuna eins mikið eins og mögulegt er á yfirstand- andi ári, þannig að þær fram- kvæmdir komi til góða á næstu vertið. Siðan verði svo á næsta ári unnið aö frekari framkvæmdum þar, til dæmis endurbótum á inn- siglingarrennu. Gert er ráö fyrir þvi, að aukning á viðlegurými I Grindavik verði með þessu móti fyrir 25 báta. Um Þorlákshöfn er það að segja, að þar koma nokkrir val- kostir til greina til að bæta hafn- araðstööuna og skapa öryggi fyrir öllum áttum og veörum, er gert ráð fyrir að viðbótarrými geti skapazt fyrir allt að 40 báta. Þessar framkvæmdir eru þó ekki lengra á veg komnar en það að þær eru ennþá óhannaöar. Eft- ir er að prófa möguleikana I módeli, en búið er að semja um aö það verði gert úti i Danmörku, þannig aö ekki er enn fullljóst hvaða kostur verður valinn. — Það verður þá ekki unniö við framkvæmdir á öllum þessum stöðum I einu. 1 Þorlákshöfn verður eingöngu unniö aö undir- búningi þetta árið, en hins vegar er vonazt eftir að framkvæmdum verði það langt komið á árinu 1974 að þær komi að gagni nokkurn veginn fullgert á vertið 1975. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi að verkinu á Höfn verði hraöaö svo að framkvæmdir þar komi að notum á vertiðinni I vetur, og gæti skapað pláss fyrir um það bil 10 báta. — Framkvæmdirnar eru þvi aðallega miöaöar við aukið við- legupláss og löndunarrými? — Já, fyrst og fremst fram- kvæmdir,sem miða að þvi að geta tekiö við fleiri skipum. — Eru þessir þrir staðir þannig búnir verkunarhúsum, aö þeir geti sjálfir tekið að sér vinnslu þess fisks, sem þangað berst I auknum mæli á land, eða er ætl- unin að keyra hann á aðra verk- unarstaði? — Grindavlk hefur áreiðanlega ekki aðstöðu til að verka allan fisk sem þangað gæti borizt á land eftir að höfnin er fullgerö, og Þorlákshöfn ekki heldur. Þannig veröur það vafalaust þannig til að byrja með, að fiskurinn verður fluttur á aðra staði, en siðar kem- ur vissulega til athugunar um aukningu íiskiðjunnar á þessum stöðum, — Er það, sem nú er I bigerð eftir þeim hugmyndum, sem kjörin þingmannanefnd, sem ætl- aö var það starf að gera tillögur um hafnarframkvæmdir á Suður- landi, hefur látiö frá sér fara? — Það má segja, að þetta sé unniö út frá því nefndaráliti, og fullt samræmi sé þar á milli. — Hugmyndin um höfn viö Dyrhólaey er ekki inni i þessu prógrammi nú, eða hvað? — Nei. Það er I raun og veru alveg sérstakt mál. Möguleikarn- ir á aö leysa akkúrat þessi mál á þessum þremur stööum, eru bundnir við það, að verið sé að bæta um eftir hamfarirnar I Vest- mannaeyjum. Þessir þrlr staðir standa næst þvl að geta komizt fljótt I gagnið, og alla vega á þvi timabili, sem við gerum ráð fyrir að eftirhreiturnar af Vestmanna- eyjavandanum séufyrir hendi, og llka framkvæmdir, sem Alþjóða- bankinn, eftir rannsókn, er fús að lána fé til, og þannig gert þetta mögulegt. Höfn við Dyrhólaey kæmi hins vegar ekki I gagnið fyrr en eftir5- 6 ár I fyrsta lagi, en þá má segja að Vestmannaeyjavandamál verði úr sögunni. Hins vegar get- ur það alltaf verið á sinum stað og athugun á þvl ef við teljum það hagkvæm't að byggja nýja höfn þar og nýjan bæ. En það er sér- mál sem ekki verður tengt við þetta. — A þeim stöðum þrem, sem hafnarframkvæmdir verða nú gerðar á, hefur verið skortur á vinnuafli, að minnsta kosti yfir vetrarmánuðina. Er ekki viðbúiö að straumur fólks liggi til þessara staða frá þá öðrum minni stöö- um? — Það má búast við þvl,að I bili verði nokkur vertlðarbragur á þessum stöðum, eins og við þekktum hann frá eldri tlö. Hins vegar er þarna tvennt, sem ekki endilega þarf að vera samtengt, þaö er afkastagetan á þessum stöðum og möguleikar báta til að setja fisk á land, þvl samgöngur við þessa staði eru nokkuð góöar og fullir möguleikar á að dreifa hráefninu til annarra staða, sem ekki hafa kannski nægilegt hrá- efni. — Er gert ráð fyrir, að leggja þurfi i mikinn kostað við höfnina I Vestmannaeyjum til þess aö koma henni I fullt gagn aftur? — Þar eru mikil verkefni fyrir hendi. Sérstaklega varðandi það, að höfnin hefur um leiö og hún batnaði með hraunrennslinu og orðið kyrrari, hefur horfið straumur, úr henni þannig að þarna hefur orðið mikil mengun, sem aö meðal annars mun koma I veg fyrir það, að fiskur verði unn- inn þarna i frystingu að verulegu marki á næstu vertið. Það verður þvi töluvert stórt mannvirki.sem bara þarf að gera út af því einu. Þar að auki hafa svo hús og mannvirki við höfnina skemmzt. En það mál teljum við að sé fyrst og fremst mál Viðlagasjóðs, og eftir atvikum eðlilegar hafnar- framkvæmdir eftir venjulegum leiðum. — Ef dregin er saman aukning viðleguplássins I þessum þremur höfnum Björn, þá veröur hún hver? — Það yrðu 25 báta aukning I Grindavík og 10 á Höfn fyrir þessa vertið, en Þorlákshöfn kæmi svo meö 40 báta rými á næstu vertlð þar á eftir. Það hefur verið taliö varlegt að reikna með þvl, að um það bil þriðjungur Vestmannaeyjaflotans yrði ekki horfinn til Eyja 1975 þannig að vandamáliö verður þá einnig fyrir hendi. — úþ

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.