Þjóðviljinn - 05.08.1973, Side 9

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Side 9
Sunnudagur 5. ágúst 1973., ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 Aðstaöa lækna úti á landsbyggðinni er mjög misjöfn Rætt við Ólaf Ólafsson, landlækni Þjóðviljinn náði í gær tali af landlækni, ólafi ólafs- syni, en hann er nú á förum í visitanzíu i læknishéruð á Norðausturlandi og á Aust- fjörðum, og spurði hann hvernig ástatt væri nú í læknamálum í dreifbýlinu. — Ástand læknamála dreifbýl- isins er meö betra móti þetta sumar, sagöi Ólafur. öll læknis- héruö eru setin. Tæpur helmingur læknishéraöa er setinn af fast- skipuöum læknum. Innan viö 20 héruö eru setin af settum læknum til lengri eöa skemmri tima, eða læknakandidötum. 10 læknishér- uö eru setin af nágrannalæknum. — Þýðir þetta að það góða á- stand sem nú rikir i læknamálum landsbyggöarinnar standi ekki nema til hausts, þar sem nokkur hluti starfandi lækna er aðeins settur og hluti þeirra eru kandi- datar? — 1 og meö mætti kannski álita þaö. Þó er langt siðan tekizt hefur að manna læknishéruð yfir sum- artimann eins vel og nú. Næsti vetur er aö visu áhyggjuefni. Þó er von til aö takast megi aö manna flest héruðin, þvi tölu- verður hópur ungra lækna hefur fengið styrki og lán til náms, en þvi hefur fylgt sú skylda, að þeir eigi aö gegna þjónustu i héraöi i eitt ár. Ég hef borið fram við lækna þá tillögu, að einmenningshéruö, en þar vilja menn siður gegna af mörgum ástæðum, svo sem þeim, aö á læknum slikra héraða hvilir sifelld vaktskylda, að i slikum héruðum tækju þrir eða fjórir sig saman, og gegndu þeim og ná- grannahéruðum, þannig að sami maður þyrfti ekki að vera heilt ár i senn i einmenningshéruðum; heldur skiptu þeir árinu með sér, en störfuðu þess á milli á stærri heilsugæzlustöðvum. Læknar hafa tekið mjög vel undir þessa tillögu. Hitt er svo annað, og á þaö hef ég lagt mikla áherzlu siðan ég tók við þessu starfi, að útbúa þessi héruð vel, þannig að það eigi ekki að hindra að menn fáist þangað, en það hefur einmitt gert mörg þessara einmenningshéraða mjög fráhrindandi fyrir lækna hversu tækjabúnaði hefur veriö ábótavant, og sum hver mjög illa útbúin. Þvi hvernig sem fer, að ekki verði þar læknar staðsettir i framtiðinni heldur verði slikum stööum gegnt frá heilsugæzlu- stöð, verður eigi að siður aö vera aðstaða fyrir hendiá slikum stöð- um, þannig að læknir sem færi þangað hefði aðstöðu til að sinna lækningum þar. — Það heyrast stundum raddir um það, að læknamál höfuöborg- arinnar hafi verið vanrækt á kostnað dreifbýlisins, og sizt auð- veldara sé fyrir fólk hér aö fá til ■ sin lækni en fyrir dreifbýlisfólk að komast til læknis. Teluröu að þannig sé i raun og veru málum komið? — Ef maður veikist hér i höfuð- borginni kemst hann til læknis, og þeirri þjónustu þurfum við að koma upp úti á landi, að fólk geti komizt til læknis. En slikt er ekki fyrir hendi þar viða. Hitt er annað mál, að það er margt i ólestri hér i höfuðborginni, sem mætti laga, og ég held að það, að við getum ekki náð i lækni hér á svipstundu, sé á nokkrum misskilningi byggt. Ef menn verða alvarlega veikir og ná ekki til heimilislæknis sins, er hverj- um sem er heimilt að biðja um sjúkrabil, sem kemur þeim á sjúkrahús. Þessu má ekki gleyma, að þessa þjónustu hefur fólk úti á landsbyggðinni ekki. Þess vegna leggjum við höfuðá- herzluna á það núna að útbúa læknisstöðvar i dreifbýlinu þann- ig, að hægt sé að koma fyrir góðri læknisþjónustu þar. — Þú ert að fara i visitaziu núna, ólafur. Hvert er feröinni heitið? - Ég ætla að fara á Norðaustur- land og Austfirði. A helgum hef ég farið um Suðurland, i júni fór ég um Skagafjörð, Húnavatnssýslur, Borgarfjörð og Dalasýslu. Mér finnst gott og nauðsynlegt að komast á sem flesta læknisstaði og ræða þá ekki einvörðungu við læknana, heldur einnig sveitar- stjórnirnar. — Og aðkoman er misjöfn? — Það er nú upp og niður. Sums staðar er aðstaðan ekki góð. Sums staðar er ekki haldið við læknamóttökunum og læknis- bústöðunum. Sums staðar vantar tækjabúnað. Og eins og ég sagði áðan leggjum við höfuðáherzlu á aö bæta úr þessu og búa þessi hér- uð tækjum og bæta aðbúnaðinn, og höfum til þess fullan stuðning heilbrigðisráðherra, þvi við verð- um að gæta þess að skapa ekki slikt ástand, aö i höfuðborginni einni séu fullkomnustu sjúkrahús Framhald á bls. 15. Þetta segja ungir íhaldsmenn um flokkinn sinn Hvað segja ungir Sjálfstæðismenn um Sjálfstæðisflokkinn? Þeirri spurningu má fá ýtarlega svarað i nýlegu hefti Stefnis, málgagns Sambands ungra Sjálfstæðis- manna. Eins og kunnugt er, er yfirgnæf- andi meirihluti unga fólksins i landinu i fullri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og i þeim hópum á þessi flokkur fylgi sem samsvarar i mesta lagi 10% eða ámóta og hægriflokkarnir hafa i nágrannalöndum okkar. Þeir úr hópi yngstu kynslóðar sem af kynlegum orsökum hafa leiðst undir merki Sjálfstæðisflokksins velta þvi eðli- lega fyrir sér. hvers vegna þeir séu svo einangraðir sem raun ber vitni um. Flestir vitum við raunar svarið við þeirri spurningu, en miklu fróðlegra er að hlýða á þeirra eigin orð. Þess vegna birtir Þjóð- viljinn hér nokkra orðrétta kafla úr um- ræðum ungra Sjálfstæðismanna um Sjálf- stæðisflokkinn. Það skal tekið fram — áður en við gefum ungum ihaldsmönnum orðið — að ummæli þeirra um flokkinn voru tekin upp á skrifstofum Morgun- blaðsins og með sérstakri aðstoð ritstjór- anna þar. Blaðalesendur vita aftur á móti hversu ritskoðunarvinnubrögðin eru i al- gleymingi á þeim skrifstofum þannig að án alls efa hefur verið skorið út úr um- mælum ungu ihaldsmannanna eitt og annað — en það er engu að siður fróðlegt að lesa það sem hér fer á eftir. Millifyrir- sagnir eru blaðsins. Þá rikir lögmál merkurinnar! (Um val manna á landsfund Sjálfstæðis- flokksins) „Fámennir hópar innan sjálf- stæðisfélaganna velja og hafna i þessu til- liti i skjóli valdaaðstöðu sinnar og þá skipa þeir jafnan trygga fylgifiska sina og sálu- félaga sem fulltrúa viðkomandi félags á landsfundinn. Sé torfa fylgifiskanna of þétt og valið reynist erfitt fyrir „stórlaxana” reyna smáfiskarnir, hver sem betur má, að ota fram sinni totu i von um náð og pólitiska upphefð. Má með sanni segja að þá riki i fylgifiskatorfunni hið svokallaða „lögmál merkurinnar.” Sá sterki sigrar þann veikari!” Hverfasamtökin: Traglskur feigðardans „Hverfasamtökin eru bráðnauðsynleg! En með stofnun þeirra var stigið stórt skref i þá átt að opna flokkinn og skapa aukin tengsl við kjósendur. En fram- kvæmd starfa á vegum hverfasamtak- anna svo og skipulag þeirra og stjórnun hefur verið tragiskur feigðardans frá önd- verðu. Það á að vera hægt að byggja upp mikið og öflugt flokksstarf i hverfunum. En þegar þessi mál eru krufin til mergjar, þá endurspegla hverfasamtökin þá starfsemi og þá skipulagshætti, sem rikja i Sjálf- stæðisflokknum.” Þessir mannlegu brestir! „Ég hef nú alltaf verið hlynntur þessum hverfasamtökum og tel að þau séu á sinn hátt starfi sinu vaxin. Aftur á móti mega menn ekki kenna skipulaginu um galla þeirra manna, sem starfa innan skipu- lagsins. Það er ekki skipulaginu að kenna, heldur eru það mannlegir brestir, sem hér um ræðir, og á þá rekum við okkur, án til- lits til um hvaða skipulag er að ræða.” Andskotans sama „En hvað sem öllu lýðræðishjali liður, þá er það staðreynd að almenningi er and- skotans sama um allt slikt.” Málsvari myrkraaflanna „Við vitum, að það hefur átt sér stað siðustu árin nokkuð merkileg og sérstæð stjórnmálaþróun meðal ungs fólks á Vesturlöndum... Nú vil ég halda að þessi þróun ógni ekki á nokkurn hátt kjarna Sjálfstæðisstefnunnar, en hitt er svo annað mál, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur reynt að leiða þessa rödd samvizkunnar hjá sér, en einn og einn flokksmaður hefur svo litið á málin svipað og McCarty sálugi gerði á sinum tima. Afleiðingin verður svo sú að ungt fólk á íslandi litur á þessa fáu flokksmenn sem dæmigerða málsvara Sjálfstæðisflokksins og i ljósi afstöðuleysis flokksins til þessara tveggja mála (þ.e. mengun, firring og hernaðarstefna,— inn- skot Þjv.) dregur þetta unga fólk þá fáránlegu, en samt á inargan hátt skiljan- legu ályktun (leturbreyting Þjóðviljans), að Sjálfstæðisflokkurinn sé málsvari allra þeirra illu afla, sem gott fólk berst nú gegn um allan heim”. Eitur i beinum ungs fóks „Haldið þið að ungt fólk aðhyllist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins i nógu rikum mæli?.... (Svar:) Nei, nei, Sjálfstæðisflokkurinn er eitur i beinum allra skólamanna. (Annað svar:) Ekki segja skólamanna. Það á ekki að klina þessu á skólamenn frekar en annað ungt fólk.” Stefnulaus i flestum aðalmálum „Við skulum gera okkur grein fyrir þvi, að áróðursstaða okkar hefur verið mikið veikari nú siðustu árin og þá helzt vegna þess að við höfum verið stefnulaus i flestum aðalmálum.” (Spurning:) Hver er þá afstaða Sjálf- Framhald A bls. 15. Tragískur feigðardans

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.