Þjóðviljinn - 05.08.1973, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN |Sunnudagur 29. júlí 1973.
Gleymdi beygjunni
Það gerðist aðfaranótt sunnu-
dagsins s.l. á dansleik á Iðavöll-
um á Héraði i sambandi við
hestamannamótið þar, að ein-
hver ökuglaður ungur maður
tók ófrjálsri hendi Volgubil, sem
stóð á bilastæðinu. Ferðin varð þó
ekki lengri en 300 metrar, þvi að
á vegamótum við þjóðveginn
gleymdi hann að taka beygjuna,
en stakk Volgunni á bólakaf i
skurð, sem er i beinu framhaldi af
Iðavallaafleggjaranum.
Ef gefnar væru einkunnir fyrir
að stinga bil fallega i skurð, hlyti
ökuþjófur þessi aö hafa fengið
hátt. Myndin sýnir er verið var
að draga bilinn upp.
Ráðuneytið um stjórnunarkostnað:
Hækkað um 22%
milli ára
Vegna skrifa i Morgunblaðinu
sunnudaginn 29. júli og þriðju-
daginn 31. júli sl. um skrifstofu-
kostnað stjórnarráðsins og
stjórnunarkostnað Reykjavikur-
borgar, skal eftirfarandi tekiö
fram:
1. Rlkisreikningur og
reikningur Reykjavikurborgar
eru ekki settir fram þannig, að
unnt sé að bera saman gjaldliði
reikninganna án sérstakra
skýringa. Gjöld aðalskrifstofa
ráðuneytanna skv. rikisreikningi
eru ekki að öllu leyti hliðstæð
gjaidalið þeim i reikningi
Reykjavikurborgar, sem nefndur
er „stjórn borgarinnar”. Sá mun-
ur kemur m.a. fram vegna mis-
munandi starfsskipulags og
reglna við röðun og framsetningu
gjalda i reikningunum. Sem dæmi
má nefna, aö ný fjárfesting i
skrifstofuvélum, áhöldum og hús-
næði er I rikisreikningi bókfært að
fullu með gjöldum þess árs, sem
til hennar er stofnað, en i
reikningi Reykjavikurborgar er
fjárfestingin færð sem eign i
efnahagsreikningi og afskriftir
reiknaðar. Eru þær tilgreindar i
sérstökum gjaldalið i reikningi
borgarinnar en ekki innifaldar i
gjaldaliðnum „stjórn
borgarinnar”.
Móttaka erlendra gesta og
risna er i rikisreikningi heimfærö
á hverja einstaka aðalskrifstofu,
en i reikningi Reykjavikurborgar
koma þau gjöld fram i liðnum
„óviss útgjöld”.
Ýmis viðfangsefni falla undir
einstakar aðalskrifstofur ráðu-
neytanna, sem fela i sér gjöld er
eigi geta talizt almennur skrif-
stofu- eöa stjórnunarkostnaður.
Slikir gjaldaliðir koma einkum
fram hjá aðalskrifstofum for-
sætis- og utanrikisráöuneyta. Má
þar nefna kostnaö við fálkaorðu,
þjóðhátiðarundirbúning, viðhald
og endurbætur á Arnarhvoli,
stjórnarráðshúsi og ráðherra-
bústað og fleiri liöi, er koma fram
á aöalskrifstofu forsætisráðu-
neytisins. Með gjöldum aðalskrif-
stofu utanrikisráöuneytisins eru
framiög til upplýsinga og
kynningarstarfsemi, kostnaður
vegna þátttöku i alþjóðaráð-
stefnum og vegna samninga við
erlend riki og fleiri viðfangsefni.
Endurbætur á húsnæði ráðuneyta
voru mun meiri árið 1972 en 1971
og kostnaður vegna landhelgis-
málsins varð verulega hærri árið
1972 en árið 1971. Allir þessir
gjaldaliðir koma fram á aðal-
skrifstofum forsætis- og utan-
rikisráðuneyta.
2. Við samanburð á gjöldum
aðalskrifstofa ráðuneytanna árin
1972 og 1971 þarf einnig að hafa i
huga, að með gjöldum aðalskrif-
stofu menntamálaráðuneytisins
árið 1972 koma gjöld vegna
þeirrar starfsemi, er fræðslu-
málaskrifstofan annaðist og
haldið var utan við aöalskrif-
stofuna allt fram til ársloka 1971.
Það ár námu þau 52,8 m. kr.
3. Með hliðsjón af framan-
greindu er villandi aö bera saman
sem gjöld aðalskrifstofa ráðu-
neytanna annars vegar 333,3 m.
kr. árið 1972 og 211,2 m. kr. árið
1971 eins og gert hefur verið.
Réttari samanburöur væri 241,3
m.kr. árið 1971 og 294,4 m kr. árið
1972, sem sýnir 22,0% hækkun á
árinu 1972.
Þessar fjárhæðir eru reiknaðar
út þannig, að annars vegar er
gjöldum fræðslumálaskrif-
stofunnar áriö 1971, 52,8 m. kr.
bætt við heildarfjárhæðina þaö
ár, 211,2 m kr. og hins vegar eru
ekki taldir með þeir gjaldaliðir
aðalskrifstofa forsætis- og utan-
rikisráðuneyta bæöi árin, sem til-
heyra öðrum viöfangsefnum en
yfirstjórn sbr. skýringar hér að
framan. Þeir gjaldaliðir námu
hjá aðalskrifstofu forsætisráðu-
neytis 12,1 m kr. áriö 1971 og 23.3
m kr. árið 1972, en hjá aðalskrif-
stofu utanrikisráöuneytis 10,6 m.
kr. árið 1971 og 15,6 m kr. árið
1972.
4. Hækkun íramangreindra
gjaldaliða um 22% á árinu 1972
stafaði að nokkru leyti af ýmsum
leiðréttingum á launum vegna
kjarasamningsins, sem gerður
var i desember 1970, og eigi komu
til framkvæmda fyrr en á árinu
1972. Þar á meðal voru
leiðréttingar skv. 19. gr.
samningsins, er náöu aftur til
gildistöku hans hinn 1. júli 1970.
2. ágúst 1973.
9
Kópavogsbúar
Leikskólinn og dagheimilið Kópasteinn
við Hábraut verður lokað miðvikudaginn
8. ágúst vegna viðgerðar.
Forstöðukona
SPRUN GUVIÐGERÐIR
simi 10382 auglýsa:
Framkvæmum sprunguviðgerðir i steyptum veggjum og
þökum, með hinu þrautreyn’Ia ÞAN-kitti.
Leitið upplýsinga.
SIMI 10382 — KJARTAN HALLDÓRSSON.