Þjóðviljinn - 05.08.1973, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.08.1973, Qupperneq 16
UOBVIUINN Sunnudagur 5. ágúst 1973. Almennar upplýsingar um læknaþ.jónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgi- dagavarzla lyfjabúðanna vikuna 3. — 9. ágúst er i Holtsapóteki og Laugavegs- apóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhringinn. Kvöld- næ tur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Rúmeni á fornsagnaþingi: Á fornsagnaþingi þvi,sem nú cr haldið i Reykjavik er einn maður rúmenskur, Valeriu Muntcanu, kennari i germönsk- um málum við háskólann i Búkarest. Hann hefur nú verið i Uppsölum uin sex mánaða skeið og er að lesa til kandidatsprófs þar. — Ég verð að játa, sagði Munteanu i stuttu viðtali við Þjóðviljann, að norræn fræði eru mjög á byrjunarstigi i Rúmeniu. Það eru 4-5 ár siðan ég sjálfur fór að lesa dönsku og sænsku og nú kenni ég þau mál stúdentum, sem yfirleitt hafa þýzku að aðalfagi. En ég hefi mikinn áhuga á að færa þetta starf út, og þvi er ég nú i Svi- þjóö. Þar hefi ég fengið nokkra tilvisun i islenzku, og mér finnst mér stórlega fara fram hérna, þótt ég sé ekki búinn að vera nema þrjá eða fjóra daga. Og ég veit af undirtekum við mina sænskukúrsa að stúdentar eru áhugasamir um norræn mál. Af þvi sem fyrr segir leiðir það nokkuð af sjálfu sér, að ég er ekki hingað kominn á forn- sagnaþing til að fræða aðra menn, heldur til að hlusta, kynnast fólki og landi. Ég ætla að hafa héðan með mér sem mest af bókum islenzkum sem við höfum alltof litið af i Búka- rest, sem og myndaefni, þvi oft erum við i háskólunum beðnir að fara i fyrirlestraferðir út um landið og segja frá löndum,sem við höfum kynnzt. Og ég vona að mér takist að koma þvi svo fyrir, að ég geti komið hingað á næsta ári og tekið duglegan sprett i islenzku. Ég hefi þýtt á rúmensku Pan og Victoriu eftir Hamsun og Viðreisn i Vadköping eftir Hjalmar Bergman og bráðum kemur Strindberg út i minni þýðingu. Ég hefði gaman af að spreyta mig á tslendingasögum — ef nokkuð af þeim hefur yfir- leitt komizt yfir á rúmensku, þá er það áreiðanlega um þýzku en ekki úr frummálinu. Valeriu Munteanu: Við erum rétt að byrja... Gjama vildi ég reyna að þýða íslendingasögur Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs hélt fund á Höfn í Hornafirði Eina deilumálið er norrænn kj arnaklj úfur i fyrradag lauk tveggja daga fundi Menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, sem haldinn var á Höfn I Hornafirði, og hélt ncfndin þing með fréttainönnum i Norræna húsinu i Reykjavik. Mcnningarmálanefndin er ein af fjölmörgum nefndum Norður- landaráðsins, en hún hefur þó sérstöðu meðal þeirra siðan gerður var menningarmála- samningurinn i llelsinki, sem skipulagði samvinnu Norðurland- anna á þessu sviði og kom henni á fastan kjöl. Tengd starfi hennar er Nordisk Kultursekretariat i Kaupmannahöfn, sem sér um frainkvæmd á samþykktum Norðurlandaráðsins. Nefndin hefur til umráða sér- staka fjárveitingu til menningar- mála, sem nemur 510 milj. islenzkra króna og er stærsta styrknum úr henni veitt til samnorrænna rannsóknarstarfa (165 milj. króna), en einnig er veitt fé til menntunarmála og al- mennrar menningarstarfsemi. Menningarmálanefnd Norður- landaráðsins hefur unnið mikið starf frá upphafi, og eru tvö verk hennar einkum tengd fslandi. Annað þeirra er Norræna húsið i Reykjavik, sem Norðurlandaráð, kom á laggirnar fyrir tilstilli nefndarinnar, og hitt er Eldfjalla- rannsóknarstofnun, sem stofnuð verður hér. Þessar tvær stofnanir verða af svipaðri stærð, þvi að til Norræna hússins er veitt 16,1 milj. króna á ári, og til Eldfjallarann- sóknastofnunarinnar verður veitt 13,3 milj. króna. En nefndin hefur einnig mörg önnur verk i undirbúningi. M.a hefur reynslan af Norræna húsinu i Reykjavik vakið áhuga á þvi að stofna annað slikt hús i Þórshöfn IFæreyjum.og er það nú i undir- búningi. Erlendur Patursson sagði fréttamönnum frá þvi,að Færeyingar biðu eftir þvi með mikilli eftirvæningu. Svo verður einnig stofnuð mála- og upplýsingamiðstöð I Helsinki. Loks er ákveðið að stofna samnorræna stofnun um lappneska menningu (Nordisk Sameinstitut) i Kautokeino á næsta ári. Nefndin fæst þó við miklu meira en að koma á fót menningarstofnunum, og hefur hún nú rætt um mál eins og sam- starf milli útvarps- og sjón- varpsstöðva á Norðurlöndum, samræmingu skólakerfis og gagnkvæma viðurkenningu á prófum frá Norðurlandaskólum, aukna æskulýðssamvinnu og þýðingastarf bæði þýðingar milli norðurlandamálanna og þýðingar Fjórðungsmót hesta- manna á Austurlandi Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi var haldið á Iða- völlum á Héraði um siðustu helgi. 1 kappreiðunum gerðist það m.a. að hinn frægi gæðingur Stormur, sem þeir Hörður G. Albertsson og Sigurbjörn Báðrarson eiga, setti nýtt islandsmet i 800 m stökki á 61,9 'sek. óðinn, sem er eign Harðar G. Albertssonar, sigraði i 250 m stökki á 18,3 sek., en þessi hestur er frægur fyrir að hafa aldrei tapað kcppni. En á hestamannamótinu fór lika frain góðhestasýning og gæðingakeppni. A myndinni sést einn kunnur hestamaður á Austurlandi, Þorkell Steinar Ellertsson skólastjóri á Eiðum, sýna einn gæðinginn. Fulltrúar i menningarmálanefnd Norðurlanda fyrir utan Norræna húsið, nýkomnir frá Höfn i Horna- firði. (Ljósm. EMJ). úr þeim á ensku. M.a. er væntan- legt á markaðinn safn af fslenzkum leikritum á ensku. Yfirleitt rikir eining meðal nefndarinnar, en eitt mál voru nefndarmenn þó ekki sammála um og það var hvort byggja ætti norrænan kjarnakljúf til kjarnorkurannsókna, og fannst ýmsum það nokkiíð dýrt fyrir- tæki, þar eð hann myndi kosta 100 milj. danskra króna i gerð, og rekstrarkostnaður væri um 12 milj. d.kr. á ári. Á fundinum bentu nefndar- menn einkum á nauðsyn þýðingarstarfsemi og norænnar æskulýðsstarfsem i. Tönnes Andenæs frá Noregi benti á að nú gæti það verið ódýrara að fljúga til Mallorca heldur en milli Norðurlanda, þannig að auðséð væri að styrkja þyrfti kynnis- ferðir unglinga um Norðurlöndin. Þorfinnur á flugi á ný ef tir viðgerð Þorfinnur Karlsefni, farþegaþota Loftleiða, sem hlekktist á i lendingu á Kennedyflugvelli i júni- mánuði, hefur aftur byrjað farþegaflutninga. Þorfinnur lenti á Keflavikurflugvelli hinn 30. júli i áætlunarflugi til Oslóar og Stokkhólms. Hafði flugvélin þá verið i viðgerð hjá bandariská flugfélaginu United Airlines i um fjórar vikur, eða frá þvi skömmu eftir að óhappið varð i lendingu vélarinnar á Kennedvflugvelli að inorgni laugardags hinn 23. júni si. Ráðstafanir, er gcra varð til að afla flugvéla til að halda uppi áætlunarflugi félagsins til Norðurlanda á þessu timabili, inæddu mjög á starfsfóiki flugrekstursdeiidar okkar hér i Rcykjavik, auk þess sem breytilegur flug- kostur olli stórkostlega auknu álagi á félaga okkar i farskrárdeildum og mebal flugafgreiðslufólks á flugvöll- um á viðkomustöðum okkar, einkum á Norðurlöndum, i New York og hér heima.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.