Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 1
Tillaga í borgarráði:
BANKINN BURT
AF ARNARHÓLI
Sigurjón Pétursson.
Rœðir við Kana
Útvarpiö hafði það eftir utan-
rikisráðherra, Einari Agústssyni,
i gær, að hann hyggði á ferð til
Bandarikjanna seint i þessum
mánuði að ræða viö þarlenda
menn um brottflutning herliðsins
héðan af landinu.
Ekki var gefin upp ákveðin
timasetning, né heldur hverjir
yrðu i för með ráöherra.
Á borgarráðsfundi í gær
lagði Sigurjón Pétursson,
fulltrúi Alþýðubandalags-
ins fram eftirfarandi til-
lögu: „Með hliðsjón af því
að mjög mikil og almenn
andstaða er meðal Reyk-
vikinga gegn byggingu
húss Seðlabankans við
Arnarhól, samþykkir
borgarráð að hefja nú þeg-
ar viðræður við stjórn
Seðlabankans um aðra
staðsetningu hússins.
Jafnframt veröi teknar upp við-
ræður viö stjórn Seölabankans og
rikisstjórnina um kostnaö sem af
þessari tilfærslu kann aö leiöa”.
’ rgreiöslu þessarar tillögu var
frestaö fram til næsta fundar,
sem veröur á þriðjudag.
Blaöiö haföi samband við
Sigurjón og spurði hvernig hann
vildi skýra breytta afstöðu sina,
en hann var á sinum tima fylgj-
andi þvi aö Seðlabankinn fengi
lóöina viö Arnarhól. Sigurjón
sagði:
Seölabankinn átti á sinum tima
lóöina Frikirkjuvegur 11 og ætlaöi
aö hefja þar byggingafram-
kvæmdir, en bankinn haföi til
þess leyfi samkvæmt skipulaginu
þá. Þá kom upp andstaða gegn
jþvi að byggt yröi á þessum staö, i
nágrenni Tjarnarinnar og i þess-
ari húsaiinu sem talað hefur verið
um aö friöa. Hafnar voru viöræö-
ur viö stjórn Seölabankans um aö
þeir fengju annan stað, sem þeir
gætu sætt sig viö. Bent var á lóö-
ina viö Arnarhól, sem þá var bila-
stæði. Mönnum þótti ekkert sér-
stakt athugavert viö að leyfa
bankanum að byggja á bilastæð-
inu, og var það samþykkt i
borgarráöi, byggingarnefnd,
skipulagsnefnd og borgarstjórn
meö samhljóöa atkvæöum alls-
staöar. Þaö var ekki fvrr en
Framhald á bls. 15.
Jónas Árnason^ staddur í Bretlandi:
Sókn Breta á Islands-
mið jókst um 100%!
— eftir útfærsluna. Harðar deilur i sjónvarpsþætti i fyrrakvöld
Jónas Árnason alþingismaður,
sem nú er staddur i Bretlandi i
boði Yorkshire Television, aflaði
sér þeirra upplýsinga að á fyrsta
árinu eftir útfærslu landhelginnar
hefðu Bretar sótt tvisvar sinnum
haröar en áður i fiskimiðin viö ís-
land, til þess að ná 170 þúsund
tonna meðaltalinu frá áratugnum
1960—1970, en við þaö meðaltal
miðaði Haagdómstóllinn endem-
isúrskurð sinn. Samkvæmt niður-
stööum nefndarinnar sem rann-
sakaði ástand þorskstofnanna i
Noröur-Atlanzhafi (ICES), er
Sigfús Schopka átti sæti i fyrir Is-
lands hönd og samkvæmt hag-
skýrslum (Sea Fisheries Statist-
ical Tables), sem gefnar eru út af
brezka landbúnaðar- og fiski-
málaráðuneytinu, þurftu Bretar á
áratugnum 1960—1970 167 þúsund
veiöitima á ári til þess aö ná fyrr-
nefndu meðaltali. Þaö samsvarar
þvi að Bretarnir hafi veitt um eitt
tonn á einum veiöitima. En árið
1971 voru þessir veiðitimar eða
eins og Bretar kalla þá „tonntim-
ar” orðnir 281 þúsund (höfðu
reyndar þrefaldazt frá árinu 1969
þegar Breiar sóttu mest á Bar-
Framhald á bls. 15.
— hinzta kveðja
Margt hefur breytzt i
menntakerfinu á siðustu tim-
um, og nú hefur réttmæli set-
unnar snúizt i stafsetningar-
villu. Þótt margir skólanem-
endur hafi barizt hart og
sveitzt blóöinu til að læra
leyndardóma þessa torskilda
tákns, þá hafa margir reynzt
ófærir um aö læra þaö og helzt
úr lestinni á námsbrautinni
fyrir bragöiö.
Nú er orðið rangt að nota z,
og vonandi geta þeir sem tek-
izt hefur að læra z-reglur,
gleymt þeirri bölvaðri vit-
leysu. Ráðherraskipuö nefnd
hefur orðið sammála um að
leggja áherzlu á að skera set-
una niður við trog. Að ööru
leyti hefur nefndin ekki lokið
störfum. Menntamálaráð-
herra hefur nú tekið skjóta á-
kvörðun og gefið út tilskipun
um afnám z (sjá augl. á 3. siðu
blaðsins i dag). i heiðursskyni
við hið bannfærða tákn og
þetta bezta leikíang prent-
villupúkans er Þjóðviljinn
prentaður með rangri staf-
setningu i dag. En við munum
heiðra hið viðbragðsfljóta
menntamálaráðuneyti með
löglegri stafsetningu fram-
vegis.
Votmúli:
Samkvæmt tillögu að handan?
Vegir drottins eru órann-
sakánlegir, en sagt er aö hann
hafi óvéfengjanlega lagt leiö
sina um flóatetur og fúamýrar
kostalitillar eyðijaröar austur
I Sandvikurhreppi.
Fyrir nokkrum árum stofn-
aði kaupmaður einn á Selfossi
sálarrannsóknarfélag þar i
bænum. Voru sumir í fyrstu
hissa á þessari nýju tegund af
athafnasemi kaupmannsins,
en hann reyndist drjúgur I
liðssafnaöi undir merki spltit-
ista og söfnuðurinn er orðinn
stór og nær langt út fyrir Sel-
fossbæ. Einn af þeim sem
gekk I þetta sambandsfélag
hérvistarmanna og þarvistar-
manna var bankaútibústjóri
Búnaðarbankans á Hellu, vigi
Ingólfs. Þrátt fyrir stuöning
að handan, vildi svo hörmu-
lega til að útibússtjóri bilaðist
á heilsu og varð aö hætta ver-
aldarstörfum. Kom þá i ljós
að kaupmaðurinn sem var
leiötogi sálarrannsóknar-
manna, haföi fengiö um 30
miljónir króna aö láni I banka-
útibúinu. Ekki mun þetta hafa
getað gerzt án vitundar
bankaráðs og Ingólfs. En nú
voru góð ráö dýr. Kaupmaöur-
inn átti engar eignir sem heit-
ið gat, en hafði lagt féð I kaup-
sýslustarf sitt, og eflt verzlan-
ir sínar á Selfossi og I Reykja-
vík.
Kaupmaöurinn var hins
vegar ekki aöeins landvinn-
ingamaður I andanum. Hann
hafði keypt kostarýra og
hlunnindalausa jörö, Votmúla
I Sandvikurhreppi, fyrir 1,8
miljónir króna. Einhver itök
viröist Bönaðarbanki lslands
eiga I öðrum heimi, þvi að á
miðilsfundi bárust þau skila-
boð til kaupmannsins, að hann
ætti að greiöa skuldir sinar við
útibúið á Hellu.
Og slðan gerist það sem allir
vita af fréttum I blööum: Sel-
fosshreppur kaupir þessi flóa-
tetur og fifusund i Sandvikur-
hreppnum ásamt kofunum i
Votmúla fyrir einar litlar 30
miljónir, sem ásamt vöxtum
veröa nær 90 miljónir króna
um það er lýkur. Þessi kaup
samþykkti ihaldsmeirihlutinn
I hreppsnefnd Selfoss með
miklum bolabrögðum og ira-
fári, en Ibúar staðarins eru
hreint ekki sáttir við þetta Is-
landsmet meirihluta hrepps-
nefndar. Er nú hafin undir-
skriftasöfnun til að krefjast
nýrrar upptöku málsins.
Kaupunum fylgdi yfirlýsing
kaupmannsins um aö hann
skuldbindi sig til að greiða
gjaldaskuld sina við hreppinn
að upphæð tvær miljónir
króna. En ekki getur það verið
næg ástæöa til aö réttlæta
þetta næsta hæsta jarðarverð
á Islandí.
En hvers vegna vill ihalds-*
meirihlutinn i hreppsnefnd þá
knýja fram þessi jarðakaup?
Þaö litur út fyrir að verið sé að
gera yfirbót fyrir afglöp Bún-
aðarbankans. En hvers
vegna? Sveitarstjórinn Guð-
mundur Á. Böðvarsson sem
einnig er i hreppsnefnd, neit-
aði aö svara til um það i gær,
og oddvitinn Óli Þ. Guðbjarts-
son, fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, vildi heldur enga skýringu
gefa á kaupunum. Þessi und-
arlegi þegjandaháttur ýtir
undir þann orðróm að með
þessu sé verið að búa I haginn
fyrir einhvern I peningagaröi
bankans. Guðm. Á. Böðvars-
son rekur umfangsmiklá
einkaverzlun á Selfossi og er
sagður viðskiptavinur Búnað-
arbankans. Kosningaloforð
hægrimanna sem mynda
meirihluta hreppsnefndar, eru
óefnd. Atti kannsKi ao ta stor-
lán hjá Búnaðarbankanum til
að setja af stað sfórfram-
kvæmdir I sýningarskyni fyrir
kosningarnar I vor? Svör við
spurningunum fást kannski
ekki nema á miöilsfundi.
Votmúli I Sandvíkurhreppi. Myndina tók Tómas Jónsson.