Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. september 1973 V iðlag as j óður auglýsir Hinn 20. október n.k. hefjast greiðslur bóta fyrir hús, sem eyðilagzt hafa við eld- gosið i Vestmannaeyjum. Þeir húseigendur, sem telja sig eiga rétt til þessara bóta, útfylli eyðublað þar um og sendi skrifstofu sjóðsins i Reykjavik, i siðasta lagi 20. sept. n.k. Eyðublöðin fást á skrifstofum sjóðsins i Reykjavik og Vestmannaeyjum og hjá Bæjarskrifstofum Vestmannaeyjakaup- staðar. Þeir er þess óska, geta fengið eyðublöðin send i pósti. Viðlagasjóður LAUSSTAÐA Staða fulltrúa i skrifstofu Menntaskólans á Akureyri er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vik, fyrir 30. september n.k. Menntamálaráðuneytið, 30. ágúst 1973. Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Enska Þýzka Franska Spánska ítalska Danska Norska Sænska íslenzka fyrir út- lendinga Áherzla er lögð á létt og skemmtileg sam- töl i kennslustundum. Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist i þvi allt frá upphafi að TALA tungumálin. Siðdegistímar — Kvöldtímar simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 r OL auglýsir skólafatnað Terylene-buxur, skyrtur, peysur, úlpur, demin-jakkar, gallabuxur, flauelsbuxur, smekkbuxur, sokka, belti o.m.m.fl. Póstsendum um allt land. ÓL. Laugavegi 71. Sími 20141 Einkaritari Óska eftir að ráða einkaritara á bæjar- skrifstofuna i Kópavogi. Verzlunarskóla- próf eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 7. sept. og skal skila umsóknum til undirritaðs sem veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Kópavogi 30. ágúst 1973 Bæjarritarinn i Kópavogi. í kvöld kl. 21.50 Opna húsið handan við ána Áfram verður haldið í kvöld að sýna framhalds- myndaflokkinn MANNA- VEIÐAR, en þátturinn sem við sjáum að þessu sinni heitir OPIÐ HÚS. ( seinni hluta síðasta þáttar voru þeir Jimmy og Vincent orðnir næstum sannfærðir um að Nína væri gagnnjósnari, eða með öðrum orðum svikari við frönsku andspyrnu- hreyfinguna, en nu hafa þeir komizt á aðra skoðun, enda eru þeir nú búnir að fá sönnun fyrir sakleysi hennar. Þegar þau hafa komizt yfir ána Cher, verður þeim Ijóst, að Þjóðverjar eru næstum búnir að ná undirsig öllu Frakklandi. Þau koma að húsi nokkru, sem hefur verið aðsetur eins af leiðtogum andspyrnuhreyf ingarinn- ar, en það reynist ekki að- eins vera opið, heldur einnig mannlaust. Þar kemur til snarpra orðaskipta mrlli Jimmys og Nínu, sem endar þó með smávægilegu daðri milli þeirra. Jimmy og Vincent verð- ur sundurorða, en það sundurþykki hverfur út í veður og vind þegar þau verða vör grunsamlegra mannaferða. Þau finna dularfullan hlut í kjallara hins opna húss, en hann hefur ör- lagaríkar afleiðingar fyr- ir bæði þau og fleiri. LTH Harmleikur TIL UMHUGSUNAR heitir þáttur i umsjá Ama Gunnarssonar, en þáttur- inn verður fluttur í kvöld. Arni hefur áður flutt þætti af svipuðum toga, og hafa þeir jafnan vakið mikla athygli, enda er hann einn færasti útvarpsmaður sem við eigum og efnisval hans eftir þvi. I kvöld ræðir Árni við nokkra af hinum svoköll- uðu „utangarðsmönnum" íslenzka þjóðfélagsins, sem eru því miður alltof margir. Árni mun tala við þessi útigangsbörn þjóðarinnar og bera fram spurningar. Hver svörin verða, er vit- anlega óvitað enn. Árni telur, að útbreidd- asti og jafnframt hættu- legasti sjúkdómur mann- kynsins sé ofdrykkjan, enda séu rætur hennar bæði óhugnanlega djúpar og fastar. Og eru því sjálfsagt margir sam- mála. LTH .MÁLASKÓLINN MÍMIR BR AUTARHOLTI4 - SÍMI10004 ENSKAN Talæfingar fyrir fullorðna. Byrjendaflokkar. Framhaldsflokkar. Samtalsflokkar hjá Englendingum. Smásögur. Ferðalög. Daglegt mál. Bygging málsins. Lestur leikrita. Verzlunarenska. Síðdegistímar og kvöldtímar. Dragið ekki að innrita yður. Laus staða Staða starfsmanns með háskólapróf I verkfræði eða ann- arri grein raunvfsinda hjá Rannsóknaráöi ríkisins er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. október n.k. Menntamálaráðuneytið, 3. september 1973. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins óskar að ráða vana skrifstofustúlku til starfa nú þegar. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins Skúlagötu 4, simi 20240 Frá gagnfræðaskólum Reykjavíkur Fimmtudaginn 6. september n.k., kl. 3-6 siðdegis, þurfa væntanlegir nemendur gagnfræðaskóla Reykjavikur (i 1., 2., 3. og 4. bekk) að staðfesta umsóknir sinar þar sem þeir hafa fengið skólavist. Nemendur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma sjálfir i skólana, heldur nægir að aðrir staðfesti umsóknir fyrir þeirra hönd. Umsóknir um 3. og 4. bekk, sem ekki verða staðfestar á ofangreindum tima, falla úr gildi. Umsækjendur hafi með sér prófskirteini. Gagnfræðaskólar borgarinnar verða sett- ir 17. september. Nánar auglýst siðar. Fræðslustjórinn i Reykjavík Verzlunarmannafélag Reykjavíkur F élags - fundur Verzlunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund að Hótel Esju fimmtudaginn 6. september 1973 kl. 20,30. Dagskrá: kjaramál. Verið virk i VR V erzlunarmannaf élag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.