Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 13
Miövikudagur 5. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN aö skilja hvað þau voru að tala um, mann sem var veikur, sem hafði verið sóttur i sjúkrabil, og myndi fljótlega deyja. Hún vonaði jafnvel að þessi ókunnugi maður næði aftur heilsu og fengi að komast aftur til vinanna, i óþrifin og ólyktina og til þessa furðulega manns sem minnti á manninn á myndunum hjá nunnunum. Hún var búin að gleyma eigin áhyggjum, bréfinu i töskunni, óvildarorðunum, hótuninni frá hinum óþekkta. Ekkert af þvi skipti neinu máli. Það sem skipti máli var nálægð Lorentzar og mannsins, sem hafði kallað hana systur og sagt Brúðkaup Þann 11.8 voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Hólmfriður Daviðsdóttir og Guðmundur Ringsted. Heimili þeirra er að Skjólbraut 6. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Þann 12.8 voru gefin saman i hjónaband i Arbæjarkirkju af séra Guðmundi Þorsteinssyni ungfrú Guðrún Guðlaugsd. og Ingólfur Geirdal. Heimili þeirra er að Baldurshaga, Hornafirði. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. að hún væri ,,ein af þeim”. Sem minnti á Krist barnæsku hennar, Krist Benediktinasystranna, manninn með mildu augun. Lorentz virtist vera glaður yfir þvi, að hún var þarna, hann hallaði sér upp að veggnum með arminn um axlir hennar. — Slakaðu á, sagði hann með óvenjulegri bliöu. — Þetta fólk er vinir minir, þú getur treyst þvi. Enginn þeirra myndi nokkurn tima skerða hár á fallega höfðinu þinu. — Segðu henni vinkonu þinni að klæða sig skynsamlegar i næsta skipti, sagði Messias syfjulega neðan af gólfinu. Fulltrúinn varð svipþungur við ósvifni Elisabetar. — Þetta er ekkert grin, sagði hann kuldalega. — Ég er ekki að gera að gamni minu. Viljið þér gera svo vel að snúa yður að efninu, svo að ég geti haldið áfram að vinna. — Ég kem að efninu, ef ég er ekki truflaður. Fulltrúinn leit á hálfgert mál- verkið og minni hans tók við sér; klikk, klikk, klikk, heyrðist i huga hans, þótt enginn tæki eftir þvi nema hann sjálfur. Hann horfði og festi i minni skelfinguna á myndinni, ofbeldið, grimmdina og feguðina, og hann lagði allt á minnið. Hann leit sem snöggvast með samúð á Odile, siðan leit hann aftur á Elisabetu. — Þessi stúlka, sagði hann, — hún hvarf að heiman fyrir næstum þrem vikum, sporlaust að þvi er talið var. En nú höfum við fengið upplýsingar sem benda til þess að ýmis spor liggi hingað. — Hingað? — Ekki beinlinis að þessu húsi, en að þessu svæði. Nokkrar manneskjur halda að þær hafi séð stúlkuna eða einhverja sem likist henni hér i grennd og á þessari götu. Þess vegna göngum við i húsin i þessu hverfi. Mig langar til að vita, hvort nokkur hér i hús- inu hefur séð stúlkuna. Hér er mynd af henni og lýsingin. Elisabet leit kæruleysislega á myndina og Odile færði sig nær til að sjá. — Ef ég sé einhverja sem likist henni, þá lofa ég að hringja, sagöi Elisabet kuldalega. — Þvi að ég geri ekki ráð fyrir að fulltrúinn hafi heimild til húsrannsóknar. — Ég hef hana ekki á mér, sagði Sanger. — En ef þörf krefur, ég ég útvegað hana. Odile settist og horfði ráðþrota á fulltrúann. Hana langaði til að spyrja, hvort hann héldi að stúlkan væri dáin, en hún þorði það ekki. Fulltrúinn sneri sér aftur að Elisabetu. — Frú Tengwall, þér eigið dóttur. Er hún kannski heima? — Maria, sagði Blisabet yfir- lætislega. — Hún umgengst ekki þessi innflytjendabörn. — Þær ganga i sama skóla, sagði fulltrúinn stuttaralega. — Er það okkar sök að ekki eru lengur til allmennilegir skólar, að þjóðfélagið treður börnunum saman i risastórar útungunar- vélar? Elisabet leit hatursaugum á fulltrúann, sem var fulltrúi nú- tima þjóðfélags, græn augun skutu greistum. Það voru skraut- legir flugeldar. En Sanger lét það engin áhrif á sig hafa. — Það er ekkert athugavert við skólann, sagði hann rólega. — Og get ég fengið svar við einfaldari spurningu: er dóttir yðar heima eða ekki? Elisabet yppti öxlum og gekk að bjöllunni, ennþá með drottningarsvipinn, studdi á hana og ungfrú Berg kom inn á auga- bragði, grunsamlega fljótt, rétt eins og hún hefði staðið fyrir utan dyrnar. — Biddu Mariu að koma niður ef hún er heima. — Já, frú, sagði ungfrú Berg og leit hræðslulega á fulltrúann um leið og hún fór. Skömmu seinna kom Maria dóttir Elisabetar inn i herbergið. Hún var stór eftir aldri og mögur og Elisabetu til leyndrar gremju var hún ósköp hversdagsleg i út- liti. Hún var fölleit og litlaus og hefði ekkert áhugavert við sig. — Fulltrúinn ætlar að spyrja þig um dálitið, sagði Elisabet. Stúlkan gekk til Sangers og heilsaði og hún brosti frjálslega og leit á hann fölbláum augunum. — Já? sagði hún. — Þekkir þú Reginu Kosarsky? — Ég veit hver hún var. Hún gekk i sama skóla og ég. En hún var miklu yngri. — Veiztu að hún er horfin að heiman? — Já. Það vita allir, Hún er dáin. — Hvernig veiztu það? — Það vita allir. Fulltrúinn stundi. Það var erfitt að yfirheyra börn. Þau tjáðu sig á allt annan hátt en þeir fullorðnu. — -Vita allir lika hver varð henni að bana? Stúlkan þagði og beit saman vörunum. — Nei, sagði hún loks með semingi. — Það veit enginn með vissu hver gerði það. — En allir vita auðvitað hvar það gerðist og hvernig? — Já, já. Það gerðist niðri við höfn. Hún var kyrkt og likinu fleygt i sjóinn. Hún horfði beint i augu full- trúans og talaði rólega. Sanger þagði lengi og ihugaði málið. — Jæja? sagði hann loks. — Kyrkt og fleygt i sjóinn. Og ein- hver óþekktur gerði það. Veiztu llka ástæðuna að þessu — morði? — Einhver kynóður glæpa- maður, svaraði Maria hin róleg- asta. — Það er sægur af svoleiðis náungum við höfnina, þeir hanga kringum gömlu vöruskemmurnar og undir segldúkunum. Fulltrúinn ætti að reyna að hreinsa til i þeim rúslaralýð. Sanger var orðlaus aldrei þessu vant. Orðlaus yfir athuga- semdum þessarar veluppöldu, tólf ára stúlku, um athafnir glæpalýðs Málmeyjar á hafnar- svæðinu. Hann andvarpaði og klóraði sér i höfðinu, tók eftir hvað hann var að gera og tók höndina niður. — Gætirðu sagt mér hvaðan þú hefur þessar — hm upplýsingar? — En góðifulltrúi, sagði Maria, steig skrefi nær og hækkaði róminn. Þá stundina varð hún ögn lik móður sinni, og það fór dálitill hrollur um Sanger svo að litið bar á. — Það vita allir, endurtók stúlkan rólega. — Það er ekki nóg að segjaallir, ég verð að fá einhver nöfn, ná i eina eða tvær manneskjur sem hafa raunverulega vitneskju um þetta. Stúlkan hugsaði sig um. — Ég hef heyt þetta viða að, sagði hún. — Ég man ekki eftir neinum sérstökum. En ég lofa þvi, að láta fulltrúann vita, ef það rifjast upp fyrir mér. Eins og bergmál af móður sinni. Sanger klóraði sér aftur i höfðinu; hann var að missa tökin. Hann stóð sig að þvi að hugsa : ef mér þætti ekki vænt um börn, myndi ég hata þau. Elisabet stóð sigurstolt fyrir framan hann, með krosslagða handleggi og hnarreist eins og Ijónynja. Aldrei sliku vant var hún ánægð með dóttur sina og hún leit meira að segja til hennar viðurkenningaraugum, en það hafði ekki gerzt oft upp á sið- kastið. — Mér þykir þetta leitt, fulltrúi, en raddhreimurinn bar vott um hið gagnstæða. — En við getum vist ekki veitt meiri aðstoð. Og ef fulltrúinn vill hafa okkur af- sakaðar... Hún stikaði að trönumim og tók upp pensilinn. Aheyrninni var bersýnilega lokið. MIÐVIKUDAGUR 5. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8. 15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Sigriður Eyþórsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Kári litli i skólanum” eftir Stefán Júliusson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Kirk jutónlist kl. 10.25: Drengjakórinn i Vin syngur andleg lög/Edward Power Biggs leikur orgelverk eftir Buxtehude. Fréttirkl. 11.00. Tónlist eftir Benjamin Britten: Mstislav Rostropo- vitsj og höfundur leika Sónötu fyrir selló og pianó op. 65/Svjatoslav Rikhter og Enska kammersveitin leika Pianókonsert op. 13. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Sumarfriið” eftir Cæsar MarValdimar Lárusson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar: ís- lenzk tónlist.a. Þrjú lög fyr- ir fiðlu og pianó eftir Helga Pálsson. Björn Ólafsson og Arni Kristjánsson leika. b. Preludia og fúghetta fyrir einleiksfiðlu eftir Jón Leifs. Björn Ólafsson leikur. c. Lög eftir Sigurð Þórðarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Björnsson, Hallgrim Helgason og Pál tsólfsson. Friðbjörn G. Jónsson syng- ur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. d. Tilbrigði eftir Pál lsólfsson um stef eftir tsólf Pálsson. Rögn- valdur Sigurjónsson leikur á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bikarkeppni KSÍ, undan- úrslit. Fram og tBV leika á Melavelli. Jón Asgeirsson lýsir. 19.45 „t geitarhúsi”, smásaga eftir Gunnar Guðmundsson fyrrverandi skólastjóra. Brynja Benediktsdóttir leikkona les. 20.00 Ariur úr itölskum óper- um. Maria Chiara syngur með hljómsveit Þjóðaróper- unnar i Vin, Nello Santi stj. 20.20 Sumarvaka a. Frá liðn- um dögum Halldór Péturs- son les úr syrpu sinni. b. Kvæði eftir Jórunni ólafsdóttur frá Sörlastöðum Hjörtur Pálsson les. c. Andardráttur haustsins. Margrét Jónsdóttir flytur þátt eftir Sigriöi Björnsdótt- ur frá Miklabæ d. Að kunna að segja sögu. Agúst Vigfússon kennari flytur hugleiðingu. e. Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur undir stjórn Sigurð- ar Þórðarsonar. 21.30 Útvarpssagan: „Verndrenglarnir” eftir Jóhannes úr KölluniGuðrún • Guðlaugsdóttir les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Éyjapistill. 22.35 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 22.50 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.23 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 5. septemberi 1973 20.00 Frcttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör i læknadeild. Brezkur gamanmynda- flokkur. Lik i læknishendi. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 „Keisari nokkur, mætur mann”. Frönsk heiniilda- kvikmynd um Haile Sel- assie, Eþiópiukeisara, ævi hans og störf, en hann er einn af elztu þjóðhöfðingj- um heimsins og hefur verið kunnur um allan heim siðan i Abessiniustyrjöldinni á 4. tug aldarinnar. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.50 Mannaveiöar. Brezk framhaldsmynd. 6. þáttur. Opið hús. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. Efni 5. þátt- ar: Þremenningarnir halda brott frá æskuheimili Vin- cents og hyggjast komast yfir um ána Cher til Spánar og siðan Englands. Þau komast i kast við tvo þýzka varðliða og l'ella þá. Félag- ar þeirra ná Vincent á sitt vald, en Jimmy tekst aö frelsa hann. Vincent sann- færist um, að Nina sé gagn- njósnari, og það kemur i hlut Jimmys að taka hana af lifi. Hann hættir þó við á síðustu stundu. Þau komast yfir ána Cher, en verður það brátt Ijóst, að Þjóðverjar eru að leggja allt landið undir sig. Einnig kemur það i Ijós, að þeir hafa haft Ninu fyrir rangri sök, en undan- komuleiðin virðist þeim lok- uð i bili. 22.45 Dagskrárlok F é I agsmá lastof nun Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns húsnæðisfulltrúa stofn- unarinnar. Laun samkv. kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnuninni fyrir 25. sept. n.k. Frekari upplýsingar um starfið veitir hús- næðisfulltrúi. Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, Vonarstræti 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.